Morgunblaðið - 09.09.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.09.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1976 íbúðir fyrir aldraða rísa á Þórshöfn Tími stóru elliheimilanna liðinn, segir landlæknir VERIÐ er að undirbúa byggingu fbúða fyrir aldraða á Þórshöfn. Aðstaða aldraðra þar verður þá með svipuðu sniði og þegar er risin f Vestmannaeyjum og á Eg- Bruni á Skaga Akranesi, 8. september AKURNESINGAR héldu að annar stórbruni væri I aðsigi þegar brunabillinn og sjúkra- billinn þutu upp Skagann með sirenur í gangi og þeir sáu kol- svarta reykjarbólstra stiga hátt til lofts af Bjarkargrundinni, sem er uppi viðGarða. Klukkan 3.30 var slökkvíliðið kallað út að húsinu Bjarkargrund 2 sem er í smiðum, eign Jósefs Þorgeirssonar. Þar voru iðnaðar- menn að leggja tjörupappa á þakið. Kviknað hafði í stórum tjörupotti, tjörubirgðum og tjöru- pappa. Slökkviliðinu tókst fljót- lega að kæfa eldinn. Litlar skemmdir urðu á þakinu og engin slys á mönnum. — Július. ilsstöðum en byggingar af þessu tagi eru einnig langt komnar á Akranesi, Heliu og Dalvlk, að sögn Ólafs Ólafssonar, landlækn- is. Ölafur sagði i samtali við Morg- unblaðið, að þetta væri gleðileg þróun þvi að nú ætti að vera lið- inn sá timi að gömlu fólki væri boðið upp á að kúldrast á hælum í litlu herbergi við fjórða mann jafnvel, eins og stundum hefði tiðkazt, og ekki aðrir húsmunir en rúm og náttborð. Kröfurnar nú væru að aldrað fólk fengi litla ibúð — 30 til 40 fermetra með eldunaraðstöðu, salerni, litilli stofu og svefnher- bergi. Ibúðina hefði fólkið algjör- lega til eigin afnota en nyti að- stoðar við erfiðustu heimilisverk- in og væri undir reglubundnu lækniseftirliti. „Tími stóru eiliheimilanna er liðinn, og þau þykja ekki lengur bjóðandi öldruðu fólki, enda sýna lika kannanir sem gerðar hafa verið viða um land, að fólkið vill ekki stór elliheimili," sagði land- læknir. Að sögn hans er ætlunin að reisa í byrjun 5—6 Ibúðir fyrir aldraða á Þórshöfn en að auka megi við það eftir þörfum og að- stæðum hverju sinni. Brúarsmíðar fyrir 660 millj- ónir í sumar SAMTALS hefur um 660 itiilljoniim krðna verið varið til brúarsmfða um land allt á þessu suniri, að sögn Helga Hallgrfms- sonar, deildarverkfræðings hjá Vegam ál askr if stof unni. Mesta framkvæmdin sem unnið hefur verið að f sumar er Borgar- fjarðarbrúin og að sögn Helga miðar vinnu við hana nokkurn veginn samkvæmt áætlun. Er nú búið að steypa f jóra stöpla af 12 en ekki var gert ráð fyrir að ljúka við nema um helming þeirra nú f sumar. Alls hefur verið varið um 390 milljónum króna til Borgar- f jarðarbrúarinnar f sumar. Auk Boargarfjarðarbrúar er mesta framkvæmdin brúun aust- uróss Héraðsvatna úti við sjó, en brúin þar yfir er alls 130 metra löng, í fjórum höfum og gerð úr stáli. Aformað er að ljúka við sjálf a brúna nú en ekki er þó gert ráð fyrir að hún verði tekin strax í notkun, þar sem eftir er að gera verulegar vegfyllingar að brúnni. Alls hafa verið veittar röskar 50 milljónir til þessarar fram- kvæmdar núna, en byrjað var á henni I fyrra. Af öðrum meiriháttar brúar- framkvæmdum má nefna Laugar- dalsá á Djúpi, sem er 46 m steypt brú, 22ja metra brú yfir Valsá á Hólmavlkurvegi og brú yfir Bjarnadalsá I Norðurárdal en hún er 39 metra löng og með tvöfaldri akbraut. 1 öllum þessum tilfellum er um að ræða endurbyggingar I stað eldri brúa sem orðnar eru of gamlar eða aðkeyrsla erfið. Einnig hefur verið unnið að smiði fimm annarra brúa sem eru lengri en 10 metrar, og þar af eru tvær í Vopnafirði, svo og brú yfir öxnadalsá, brú yfir Tungulæk í Landbroti, og yfir Fremri-Laxá á Reykjabraut I Húnavatnssýslu. Auk þessa eru siðan 8 smærri brýr á bilinu 4—10 metrar að lengd. ÞESSI frfði og föngulegi kvennahðpur fékk f gær skfrteini upp á að hafa staðizt svonefnt Pitmanspróf, en það er sérstök viðurkenning frá Kinkarit araskólanum f Mfmi. Ekki er að efa, að margan forstjóranu og framkvæmdastjórann mun fýsa að fá þær f starfslið sitt. Stúlkurnar, sem hér eru ásamt kennara sfnum, Einari Pálssyni, eru f fremri röð (f.v.) Margrét Björk Andrésdðttir, Guðrfður Einarsdóttir og Margrét Snælaug Kristjánsdéttir. Aftari röð (f.v.) Einar Pálsson, Margrét Ólafsdóttir, Anna Marfa Garðarsdóttir, Anna Guðmundsdóttir og Sigrfður Indriðadóttir. (Ijósm. Ól.K.M.) íslenzkir hestar í 2. sæti í Pony express train — keppni lýkur 15. september Sacramenta, 8. september, frá Gunnari Bjarnasyni. " THE great American horse race" lauk hér á sýningarsvæð- inu f Sacramento, þar sem mik- il landbúnaðarsýning stendur yfir, sfðdegis sunnudaginn 5. september. Þetta var hröð keppni sfðustu dagana, frá Weels f Nevada var riðið á 15 reiðdögum alls 855 kflómetra eða 57 kflómetra á dag að með- altali. Lokamarkinu náði 51 reiðmaður af 102, sem höfu ferðina f New York sfðdegis 30. maf. Fimm reiðmenn eða tf- undi hluti þeirra reiðmanna, sem marki náðu, komu á báð- um reiðskjðtum sfnum f mark. Flestir voru orðnir einhesta. Dýralæknar dæmdu halta eða sjúka hesta úr leik, stundum f nokkra daga ef um smávægi- lega helti, kvef eða sjúkdðm var að ræða, sem oft kom fyrir, en f alvarlegri tilvikum voru hestarnir teknir af keppnis- skrá. Alls voru farnir I þessari keppni 3200 kílómetrar. Vestri hluti Wyoming, Utah og Nevada reyndu mjög á þol og hörku reiðmanna og hesta. Mik- ill hiti að deginum 30—35 stig á Celsius, sterk háf jallasól og ryk auðnarinnar ásamt hörkugaddi um nætur ollu þreytu, óþægind- um í lungum og þjökuðu á ýms- an hátt menn og hesta. Sigurvegari keppninnar var Earl Villorton, maður af dönsk- um uppruna, móðir hans frá Kaupmannahöfn. Hann reið upphaflega tveimur múldýrum, en kom á einu í mark. Hann hlaut 316 timastig. Næstir voru Jewel Aspley, orðinn einhesta, hann hlaut 327 stig. Ronda Wood á tveimur arabískum hestum, ein af tfu sigurvegur- um með báða hesta með sér í markið, hlaut 351 stig, léttur kvenmaður, góður knapi. Fjóðri Tiller, orðinn einhesta, 359 stig, fimmta Swakett, orðin einhesta, 379 stig, tíundi og síð- asti verðlaunahafi Eva Taylor, byrjaði á tveimur múldýrum en var orðin á einu i marki. Hlaut hún 402 stig. Þrettándi í röðinni, aðeins 16 timastigum lengur en Taylor, var Johannes Fauoss, á báðum sinum íslenzku hestum, einn af fimm sem komust alla leið með heilbrigða hesta. Hann hlaut 418 tímastig. Hann er mjög hæfur reiðmaður. Hestur hans, Höttur frá Vatnsdal i Rangár- vallasýslu, veiktist af hrossa- sótt á fyrsta mánuði ferðarinn- ar, en náði sér eftir 10 daga og hefur verið í stöðugri framför siðasta mánuðinn. Hann er ódrepandi hestur, viljugur og léttgengur. Hinn hestur Johannesar, Börkur frá Alfhól- um, hefur lika vakið óskipta athygli, hann mun vera eini hesturinn af yfir 200, sem ferð- ina hófu, sem aldrei þurfti læknisskoðun né neins konar aðgerð og hann er einn af f jór- um hestum ferðarinnar sem hefur hlaupið hvern einasta reiðdag. Hann er ódrepandi þrekhestur með sérstaklega góða fótagerð, en hann er frem- ur viljadaufur og hastur. Walter Feldman var i 2. sæti á tveimur islenzkum hestum og hafði riðið einhesta á Jötni frá Akureyri, sem er ættaður frá Eiriksstöðum i Hörgárdal, sið- ustu 1000 kilómetrana. Hann lagði óhemju mikið á sig, hljóp upp og niður fjallgarðana í Nevada með hesti sínum í 30 til 35 stiga hita. Þeir komu báðir, maður og hestur, heilbrigðir í markið í Sacramento, en sjáan- lega þreyttir. Þetta er svipað og að ríða norður í land og austur um, alla leið til Hornafjarðar. Var það nokkrum sinnum gert á Islandi áður fyrr. Áður hefur verið sagt að hest- urinn Jökull frá Hólum i Hjaltadal, mikill gæðingur og þrekhestur undan Ak frá Hól- um, hafi veikzt vestast I Ne- braska og verið settur af keppn- isskrá. Læknar stunduðu hann og náði hann sér. Svo gerist það þremur dögum fyrir lokasprett- inn hér i Kaliforníu að hesta- mennirnir kaupa lyf til að gefa hestunum. Næsta morgun voru fimm hestar fársjúkir af ein- hverjum ástæðum. Jökull hafi gætt sér vel á blandaðri töðunni og drapst hann daginn fyrir lokasprettinn. Blöð i Sacramento, einnig sjónvarps- og útvarpsstöðvar, sögðu frá þessum lokaspretti og oft var íslenzku hestanna getið sérstaklega. Hinn keppnishópurinn sem er í Pony express train, kemur i kvöld til Carson City, sem er höfuðborg Nevada. Ferð þeirra lýkur 15. eða 16. september lika hér i Sacramento. Þann þriðja september var röðin sem hér segir: Roel Stewart á tveimur arabfskum blendingum með 3842 milustig, annar Lothar Reyland á tveimur islenzkum hestum, Hrafni og Fylki, með 3016 stig. Næstu sex eru mjög jafnir með 3000 stig og röðin breytist frá degi til dags. Það hefur verið mikil keppni milli þessara manna. Klaus Becker er I hópi þessara manna. Fyrir tvö þús- und stig i þessari keppni eru gefin silfurverðlaun og fyrir Framhald á bis. 22 100.000 kr. verðlaun í þriðju milljónustu fernunni af JRDPICANA eru 100.000.00 kr. verðlaun vU< Fékkst þú þér JRDPICANA f morgun? Sólargeislinn frá Florida.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.