Morgunblaðið - 09.09.1976, Blaðsíða 1
40 SIÐUR
208. tbl. 63. árg.
FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Suður-Afríka:
Mótmæli
undir sálmasöng
Höfðaborg, Washington, Dar-es-Salaam 8. september — Keuter
AÐ MINNSTA kosti sex manneskjur týndu lffi f nýjum öeirðum f
Höfðaborg og Jóhannesarborg f dag. Oeirðirnar brutust aftur út aðeins
örfáum ktukkustundum eftir að John Vorster, forsætisráðherra Suður-
Afrfku, hélt ræðu á ársþingi þjóðarflokksins, þar sem hann gerði að
umtalsefni kynþáttaóeirðirnar, sem hafa kostað meir en 300 mannslff
sfðustu þrjá mánuði.
Dómsmálaráðherra landsins,
James Kruger, komst að þeirri
niðurstöðu í ræðu sinni á þinginu
að aðskilnaðarstefnan væri nauð-
synleg til að leysa vandamál
landsins. Sagði hann að svertingj-
Framhald á bls. 22
Símamynd AP
ATLANTSHAFSBANDALAGSLÖND hafa farið fram á að fá að rannsaka Mig-25 orrustuþotuna, sem
sovézkur flugmaður flaug til Japans, en hann ætlaði að komast til Bandarfkjanna þar sem hann ætlaði
að leita hælis sem pólitfskur flðttamaður. Löndin hafa aðeins borið óformlegar ðskir fram en ekki er
vitað hver svör Japönsku stjórnarinnar verða. Þessi mynd er tekin þegar sérfræðingar japanska
flughersins byrjuðu rannsókn slna á þotunni & Hakodateflugvelli. Varnarmálaráðuneytið sagði að
rannsóknin væri til að ganga úr skugga um hvort flugmaðurinn, Ivanovich Belenko, hafi brotið
japönsk lög með skyndilegri komu sinni til landsins. Búizt er við að hann fari fljótlega til
Bandarfkjanna, þar sem Ford forseti hefur lofað honum hæli.
„Leiðtogarnir í Moskvu tala
um frið en undirbúa stríð"
Hong Kong
8. september AP — NTB
CHIEO Kuan-Hua, utanrfkisráð-
herra Kína sagði f ræðu f Peking f
gær, aðbaráttan um heimsyfirráð
harðnaði stöðugt og myndi að
lokum leiða til nýrrar heims-
styrialdar. Ráðherrann flutti
Ráðherrann gagnrýndi einnig
Ford forseta og Henry Kissinger
utanríkisráðherra harðlega fyrir
afstöðu þeirra gagnvart Sovét-
ríkjunum. Um Kissinger sagði
Kuan-Hua, að er ráðherrann
stæði andspænis útþenslustefnu
Sovétríkjanna væri hann eini
stjórnmálamaðurinn, sem vildi að
dregið yrði úr spennu og væri
jafnvel búinn til að fórna öðrum
til að vernda sjálfan sig. Ráð-
herrann líkti „deténtestefnu"
Bandaríkjanna við MUnchensam-
komulagið á árunum eftir 1930 og
sagði að Bandaríkin hefðu i raun
og veru tekið tígrisdýrsunga í
fóstur og að sú stefna hefði fyrr
en seinna í för með sér alvarlegar
afleiðingar fyrir Bandarikja-
menn. Skoraði hann á Bandaríkin
að taka höndum saman við Kina
gegn Sovétríkjunum.
Fram hefur komið að Kínverjar
telja að brotthvarf Schlesingers
úr embætti varnamálaráðherra sé
móðgun við Kinverja og bendi til
þess að Ford forseti skilji ekki
afstöðu Kínverja til Rússa.
Solzhen-
itsyn flyzt
til Banda-
ríkjanna
Washington
8. september — Reuter.
SOVEZKI rithöfundurinn Al-
exander Solzhenitsyn hefur
flutzt með fjðlskyldu sfna frá
Sviss til Bandaríkjanna, að
sögn bandarfska útlendinga-
eftirlitsins. Kom Solzhenitsyn,
sem gerður var útlægur frá
Sovétrfkjunum f febrúar 1974,
til Bandarfkjanna frá Kanada.
Borgaryfirvöld f Ziirich f
Sviss, þar sem rithöfundurinn
hefur búið, segja, að hann
hefði tilkynnt um að hann ætl-
aði að flytjast úr landi f ágúst.
Framhald á bls. 22
Jackie
vill verða
sendiherra
London 8. september AP
BREZKA Lundúnablaðið
Evening Standard segir i dag að
Jacqueline Kennedy ekkja John
Kennedys Bandarikjaforseta,
hafi áhuga á að snúa aftur til
opinberra starfa sem sendiherra
lands sins i Paris eða London, ef
Jimmy Carter, forsetaefni
demókrata, nær kjöri f nóvember-
kosningunum. Helzt vildi frú
Kennedy verða sendiherra í
Paris, en London er næst á listan-
um.
Soares veikur:
Efnahagsúr-
ræðum frestað
Lissabon 8. september — Reuter.
FORSÆTISRAÐHERRA Portúgais, Mario Soares, frestaði til annars
kvölds útvarps-ávarpi til þjóðarinnar, sem hann ætlaði að halda í
kvöld. Var búizt við að hann myndi tilkynna harðar aðgerðir í
ef nahagsmálum. Sögðu embættismenn að hann ætlaði að gera þjöðinni
grein fyrir hinu alvarlega ástandi efnahagsmála Portúgals og kynna
aðgerðir stjðrnarinnar þvf til lausnar. Astæðan fyrir frestun ávarpsins
er sögð vera Iftils háttar veikindi ráðherrans.
Ekki er vitað um hverjar tillog-
ur Soares hefur fram að færa, en
litið er á ávarp hans sem mikla
prófraun fyrir ákveðni og vald
minnihlutastjórnar sósíalista og
hvað hún er reiðubúin að ganga
langt til móts við hægriöflin. Hef-
ur stjórn Soares verið gagnrýnd
fyrir að vera jafn máttlaus og
bráðabirgðastjórnirnar sex sem
verið hafa við völd í Portúgal
síðan 1974.
Efnahagsvandamálin hafa
hrannazt upp, gjaldeyrisvarasjóð-
ir eru tómir og innflutningur er
fjármagnaður með lánum, 16%
vinnufærra manna eru atvinnu-
laus, stöðnun ríkir í iðnaðarfram-
leiðslu og fjárfesting er litil sem
engin vegna óvissu um stefnu
stjórnarinnar í efnahagsmálum.
Soares álitur verðbólguna vera
25%, en í raun er hún liklega
meiri.
Augljósustu aðgerðir, sem
stjórnin getur gripið til, er að
takmarka launahækkanir og að
gera auðveldara fyrir fyrirtæki að
losa sig við ónauðsynlegt vinnu-
: Framhald á bls. 22
þessa ræðu sem haldin var til
heiðurs James Schlesinger fyrr-
um varnarmálaráðherra Banda-
rfkjanna, sem nú er f heimsókn f
Kfna.
I ræðu sinni sagði Kuan-Hua:
„Heimsveldissinnaþjóðin, sem
kallar sig sósialíska, talar hátt um
að draga úr spennu en beinir allir
orku sinni til hernaðaruppbygg-
ingar og stríðsundirbúnings.
Sovétrikin eru mesta ógnunin við
heimsfriðinn í dag, þvi að leið-
togarnir í Moskvu tala um frið, en
biia sig undir strfð."
„ Við höfum ekki yf-
ir neinu að kvarta"
„ÞAÐ er alveg útilokað að samkomulag náist á þessum fundi. Það
verður allsherjarfundur á mánudag, og þar á að ákveða stað og
stund fyrir næsta fund," sagði Hans G. Andersen, sendiherra, f
samtali við Morgunblaðið, en hann situr nú hafréttarráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna f New York
Hans sagði að það lægi í loft
inu að næsti fundur ráðstefn-
unnar yrði haldinn f New York
eða Genf líklega I maí. Þegar
Hans var spurður hvort enginn
árangur hafi þá náðst á þessum
sex vikum, sem ráðstefnan hef-
ur setið, sagði hann:
, Jú, þetta þokast allt i áttina,
en menn togast á fram og aftur.
Aðalatriðið er að við höfum
ekki yfir neinu að kvarta. Það
hefur ekki verið breytt neinu
af þvi, sem við höfum verið að
berjast fyrir og sem náðist fram
ásíðastafundi."
Hans sagði þau mál, sem ráð-
stefnan á að fjalla um, væru til
umræðu i nefndum, sem hefðu
Framhald á bls. 22
— segir Hans G. Andersen um árangur hafréttarráðstefnunnar
Hans G. Andersen