Morgunblaðið - 09.09.1976, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.09.1976, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1976 // Við höfum veríd heimakærír eins og Njáll gamli forðum" Á bæjunum Innri-Múla og Litlu Hlíð á Barðaströnd búa þeir í sambýli við syni sína bræðurnir Þorsteinn og Þórð- ur Ólafssynir. Eru þeir fæddir í Miðhlíð á Barðaströnd nokkru fyrir aldamót og hafa alið allan sinn aldur á Barða- ströndinni. Þórður er 89 ára og Þorsteinn 85 ára, en þeir eru þó ekki elztir ( systkina- hópnum frá Miðhlíð, því Jónína systir þeirra í Miðhlíð er 92 ára Á leið Morgun- blaðsmanna um Barðaströnd fyrir nokkru hittum við þá bræður að máli og röbbuðum við þá dagstund og fer það viðtal hér á eftir. Áður en lengra er haldið er þó rétt að geta þess, að einmitt I dag eiga þau sæmdarhjónin I Innri-Múla, Þórður og Stein- unn Björg Júllusardóttir kona hans, 60 ára brúðkaupsaf- mæli. Þess má einnig geta, að Þorsteinn og Guðrún Finn bogadóttir kona hans í Litlu- Hllð áttu 60 ára brúðkaupsaf- mæli fyrir þremur árum. Á sínum yngri árum reri Þórður frá Brunnum í Patreks- firði og báðum við hann til að byrja með að segja okkur frá þessari gömlu verstöð. — Ég var 1 1 ára þegar ég reri frá Brunnum og fróðir menn segja mér, að ég sé eini eftirlifandi maðurinn, sem þaðan reri, seg- ir Þórður. — Ég var hálfdrætt- ingur á bát frá Hreggstöðum og var eina vorvertíð við stein- bítsveiðar frá Brunnum. Mig minnir að ég hafi fengið 60 steinbíta, en ekki var ég meiri bógur en það, að fyrst í stað þurfti ég hjálp til að rota stein- bitinn. Ég fékk helminginn af því sem ég veiddi, en aðrir í áhöfninni skiptu hinum helm- ingnum á milli sín. Steinbítur- inn var hertur og síðan farið með hann heim þar sem svo sannarlega voru nóg not fyrir góðan mat. Þeir bræður Þórður og Þor- steinn stunduðu sjóinn frá fleiri stöðum en Brunnum á sínum yngri árum. Frá Bíldudal var Þórður á skakskútum nokkur vor og reri þá hjá Hannesi Þorsteinssyni. Þorsteinn var eitt ár vinnumaður I Sauðeyj- um og reri síðan frá Oddbjarn- arskeri. — Við fengum 40 sprökur man ég þessa vertíð segir Þorsteinn og bætir því við, að útræði hafi verið mikið frá Oddbjarnarskeri um miðja síðustu öld, en síðan farið minnkandi og lagzt niður upp úr aldamótunum. — Menn urðu að sækja sjó- inn hér áður til að drýgja bú- skapinn því ekki voru búin stór í þá daga, segja þeir bræður. — Það var allt hirt í þá daga, meira að segja hryggirnir úr steinbitnum, sem voru barðir fyrir blessaðar kýrnar. Núna er ýmsu kastað, sem nýtt var hér áður fyrr. En þá var þó grá- sleppuhrognum hent, enda ekki mikið um grásleppu, en núna er þetta breytt og grá- sleppuhrognin þykja dýrindis- matur og gefa talsvert í aðra hönd. ALLS STAÐAR FÁTÆKT NEMA í EYJUNUM Þó að sjórinn hafi verið sótt- ur af Barðstrendingum hér áð- ur eins og gert er enn þann dag í dag þá var búskapurinn aðal- atvinna fólksins eins og nú. Búin voru minni, 1—2 beljur og 40 kindur segja þeir bræður að hafi verið stærð á meðalbúi á Barðaströnd. — Það var fá- tækt hérna segja þeir. — Það var reyndar alls staðar fátækt, ekkert meiri hér en annars staðar. Fjölskyldurnar voru stórar og erfitt með alla að- drætti. Það var helzt í eyjunum hér á Breiðafirði að menn hefðu nóg að éta. Fyrir Barðstrendinga var yfir erfiða fjallvegi að fara ef draga þurfti björg í bú, eða þá að þurfti að glíma við hafið í mis- jöfnum ham. Þórður segir okk- ur tvær sögur af svaðilförum á sjóog landi. — Einu sinni vorum við 7 saman að koma yfir Fossheiði frá Arnarfirði með mikla bagga og vorum við þrír bræðurnir í þessum hópi. Þetta var um hávetur og eins og hendi væri veifað skall á blindbylur þannig að ekki var nokkur vegur að halda áfram. Var einn úr hópn- um reyndar orðinn veikur og þurftum við að draga hann upp til okkar þar sem við lágum um nóttina. Við lágum síðan úti undir hjalla þarna á heiðinni i 11 tíma og þegar birti með morgninum lægði veðrið og sólin skein. Við komumst á leiðarenda heilu og höldnu, en ekki mátti tæpara standa. Þar sem við bjuggum okkur nætur- stað voru aðeins um 10 metrar fram á bjargbrún og þarf ekki að ræða það frekar ef við hefð- um haldið áfram lengra í sömu stefnu. — Einu sinni man ég eftir því að ég hafði verið á selveið- um með Hákoni í Haga, þeim ágætismanni og höfðum við rotað 9 útseli I ferðinni, en útselir voru gífurleg búbót. Á leið okkar til lands með aflann utan úr skerjunum hvessti skyndilega af vestan og mátti engu muna að báturinn færi niður. Urðum við að skilja fjóra seli eftir og Hákon hét á Ingi- mund þurrabúðarmann á Sunnuhvoli að gefa honum sel Þau hjónin Steinunn Biörg Júllusardóttir og ÞórSur Ólafs- son i Innri-Múla á BarSaströnd eiga sextfu ára brúSkaupsaf- mæli f dag. Eiga þau 9 börn, sem öll eru á lifi Gamla mynd- in er tekin á tyllidegi fyrir nokkrum árum. en sú nýrri sfS- astliðinn sunnudag. ef við næðum landi. Við kom- umst heilu og höldnu í land og Ingimundur fékk sinn sel. Það gekk þó ekki þrautalaust að ná landi því við vorum þrjá tíma á leiðinni, en vorum venjulega einn tíma. LAUNAÐUR AF HINUOPINBERA Lífshlaup þeirra bræðra er orðið langt og þeir eiga orðið 70 afkomendur og myndu varla þekkja allan hópinn væri hann samankominn á einum stað. Barnabörnin þeirra eru orðin fullorðin, en þeir eru þó sammála, að þeir séu á bezta aldri enn þá. Margt hefur breytzt frá þvl að þeir bræður hófu búskap á Barðaströnd, en enn sýsla þeir þó við búskapinn og báðir hafa þeir rollur. — Ég er með 30 fjár segir Þorsteinn, en ég held að ég sé bara bóndi að nafninu til nú orðið. Þórður segir hins vegar að hann þurfi varla að hafa áhyggjur af bú- smalanum lengur, hann sé maður launaður af hinu opin- bera og á hann þar við ellistyrk- inn. Margt hefur breytzt og við spyrjum þá bræður hvað þeim finnist um nútímann og unga fólkið, sem er að alast upp. — Unga fólkið er skínandi fólk, að Þeir tylltu sér á vegg hrútakofans gamla ! túninu I Innri-Múla, ÞórSur snússaSi sig hressilega, en Þorsteinn brosti sfnu blfSasta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.