Morgunblaðið - 09.09.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.09.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐHD, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1976 13 Litið til sólar stundarkorn. Jens Mikaelsson verkstjóri, Benny Valgeirsdóttir og Helga Hansen. VINNA, SVEFN, VINNA. SVEFN OG SKOÐA BÁTA... KANNSKI — Hífa, var kallað úr lestinni og Elvar setti spilið á fulla ferð. Þeir voru að drlf a I að halda áfram löndun strákarnir, og síðan aftur á miðin. „FJÖRLEGUR BRAGURINN VIÐHÖFNINA" í Hraðfrystihúsi Kaupfélagsins hittum við að máli Jens Mikaels- son verkstjóra. — Við vinnum hér alla daga vikunnar nema sunnudaga, sagði hann, og venjan um þessar mundir er að vinnutíminn sé f rá kl. 8—11 á kvöldin. Það vinna hér um 60—70 manns núna og er heldur litið. Hér er unninn allur fiskur nema slld og koli sem er heilfrystur. Við höfum fengið landburð af kola og steinbít. Övenjulega mikið. Þetta hefur þó verið að aukast undanfarin haust. Mest höfum við fengið I sumar 30—40 tonn af þessu á einum degi, en bátarnir hafa landað þriðja hvern dag. Stúlkurnar? Megnið af starfs- stúlkunum eru aðkomnar, liklega einar 45—50 af hópnum. Flestar eru úr Reykjavlk og nágrenni, en nokkrar eru úr nærliggjandi sveitum. Stúlkurnar eru góður starf skraftur, flestar á aldrinum 17—20 ára. Sumt af þessu fólki kom til vinnu hér að loknum skóla 25. maí og er enn að svo þetta er mikið álag á krakkana sem vinna alveg fram að skóla. Jú það er f jörlegur bragurinn við höfnina um þessar mundir. Það er ævintýralegt að fá svona marga báta inn á þessum árstíma. Það koma hér inn 20 bátar dag- lega og landa á fuJlri ferð, en á kvöldin er höfnin tóm. Þetta minnir mann á sfldarárin gömlu. Við Jens röltum út í nýja frysti- húsið, stórglæsilegt mannvirki, byggt af stórhug og fyrirhyggju. Það verður væntanlega tekið I notkun fyrir næstu vetrarvertlð og verður þá glæsilegasta frysti- hús á landinu. Þegar hafin var bygging hússins voru margir á því máli, að húsið væri allt of stórt, en nu er séð, að full þörf verði fyrir allt mannvirkið, en það verður vissulega rúmgott. Búið er að taka I notkun mötu- neyti I frystihúsinu, mötuneyti sem myndi sóma sér vel i hvaða hóteli sem er og einnig eru í hús- inu ýmsar nýjungar eins og t.d. kæligeymsla fyrir fiskflök sem bíða pökkunar. Sérstakt þvotta- hús er i húsinu, sem þvær alla sloppa annan hvern dag og sér- stök búningsherbergi eru fyrir starfsfólk með steypiböðum og þannig er mjög vandað til þessa húss á allan hátt. Forstjóri frysti- hússins er Ásgrlmur Halldórsson, en byggingarstjóri er Guðni Öskarsson. Kostnaðarverð er liklega um 500 millj. kr. „GJÖRBREYTT AÐSTAÐA MEÐ NÝJU BRYGGJUNNI" Garðar Sigurjónsson hafnar- vörður hefur i mörg horn að Hta, þvl betra er að haf a allt klart þegar mikið er um að verá", en hann kvað alla aðstöðu í höfninni hafa breytzt til mikilla bóta með tilkomu nýja hafnarþilsins, hátt I 200 metra langur nýr viðlegu- kantur. — Það er Hf og f jör í þessu, bátar stanzlaust að koma og f ara, 4 vöruskip tókum við inn sl. sólar- hring, en þetta er allt mjög vel skipulagt hér og allt annar bragur á slðan nýja bryggjan komst I gagnið, en t.d. eru vatnshanar við hvert löndunarpláss og þar geta bátarnir tekið vatn. Þetta verður ákaflega hagstætt þegar þetta verður allt fullklárað. Og siðan sáum við á eftir Garðari þar sem hann fór að sinna bát við bát, þvl þótt hafnaraðstað- an sé góð þá skiptir miklu máli að hafnarverðirnir hafi stjórn á hlut- unura og það ræður reyndar úr- slitum I því að allt gangi árekstra- laust fyrir sig. Nú er gamla bryggjan svo til eingöngu notuð sem viðlegu- bryggja, bátarnir landa við þá nýju og þannig gengur þetta snar- lega fyrir sig, því á nýju bryggjunni er frystihúsið og fisk- móttaka þess og það þarf rétt að renna fiskkössunum steinsnar frá borði og til vinnslu. Þa8 er fremur óalgengt að sjá þingmenn á labbi niðri á bryggju, en þessar þrjár kempur hittum vi8 á bryggjunni í Hornafirði: Tómas Árnason, Lúðvik Jósepsson og Sverri Hermannsson. Þeir eru þarna um borð I Eskey, en fróðlegt væri að vita hvort reknetin sem beir standa á hafi reynzt fiskin í næsta róðri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.