Morgunblaðið - 09.09.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.09.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1976 t Faðir minn KRISTÞÓR ALEXANDERSSON forstjóri andaðist 8 september i Borgarspitalanum Fyrir mina hönd og annarra vandamanna Sveinbjörg Kristþórsdóttir. t Útför mannsins mins MAGNÚSAR BERGMANNS SIGURÐSSONAR Reynitnel 80 fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 1 0 september kl 1 30 Fyrir hönd dætra okkar Nanna Pétursdóttir t Minningarathöfn um HALLDÓRU JÓNSDÓTTUR frá Súðavfk fer fram i Bústaðakirkju, föstudaginn 10. sept. kl. frá Súðavíkurkirkju, mánudaginn 1 3 sept kl 1 5 16. Jarðað verður Börn. tengdabörn og barnabörn t Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför sonar mins og föður okkar ÁSGEIRS H. GUÐMUNDSSONAR verkstjóra Laugarnesvegi 52 Marta Þorleifsdóttir Baldursgötu 27 Jenný Ásgeirsdóttir Helga Ásgeirsdóttir Guðmundur Ásgeirsson Hilmar Ásgeirsson Útför + GUÐMUNDAR Á. BJÖRNSSONAR Skúlagötu 52 fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 10 sept kl 3 Guðmunda Ágústsdóttir Eyþór Guðmundsson Þórdfs Sigurðardóttir Arinbjorn Guðmundsson Ragnheiður Jónsdóttir Ásmundur Guðmundsson Svava Guðmundsdóttir og barnabörn + Einlægar hjartans þakkir til ykkar allra er auðsýndu okkur samúð og vinsemd vegna fráfalls vinar okkar ÞORGEIRS GUOMUNDSSONAR frá Sandhólaferju Digranesvegi 38 Kópavogi , Guð blessi ykkur öll Jóhanna Gunnars Anna Sumarliðad Flosi Þorgeirs Herdis R. Þorgeirsd. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar, tengda- föðurogafa JÓSEPS V. GUOJÓNSSONAR Urðargötu 12 Patreksfirði Þróður Jósepsson Kristinn Jósepsson Guðriður Söbstad Halldór Jósepsson Guðrún Nilsen Reynir Jósepsson og barnabörn Tove Jósepsson Hulda Sveinsdóttir Pétur Söbstad Kristin Bjarnadóttir Knud Nilsen LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960 Guðbjörn Gísli Baldvinsson frá Akureyri -Minning Genginn er góður drengur, fall- ið valmenni. Guðbjörn Gísli Baldvinsson var fæddur á Akureyri 30. mai 1937 og því ekki nema 39 ára gamall er hann varð bráðkvaddur að heim- ili sínu, Stórahjalla 17 i Kópavogi, snemma morguns hinn 31. ágúst s.l. Foreldrar Guðbjörns voru hjónin Snjólaug Baldvinsdóttir frá Akureyri, sem nú býr I Vest- mannaeyjum og hefur um margra ára skeið starfað hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Einstök sæmdarkona, sem i engu má vamm sitt vita. Faðir Guðbjörns, Baldvin Sigurbjörnsson, skip- stjóri frá Ólafsfirði, andaðist hinn 2. maí 1970. Baldvin átti við mikla vanheilsu að striða hin síðustu æviár sin, en æðraðist ekki, enda afburða þrekmenni til likama og sálar. Baldvin var á slnum mann- dómsárum einn fengsælasti skip- stjóri norðanlands. Byrjaði ungur formennsku á Ólafsfirði og síðan á Akureyri. Samfara aflasældinni fór afbragðs sjómennska. Ég þekkti sjómennsku Baldvins vel þvi að ég var um skeið stýrimaður hjá honum. Eg hygg að ekki finn- ist margir Norðlendingar, komnir á og yfir miðjan aldur sem ekki muna Balda á Bris en svo var hann nefndur og þá kenndur við vélbátinn Bris frá Akureyri, sem hann stjórnaði við mikinn orðstír um margra ára skeið. Guðbirni kynntist ég er hann var um 9 ára gamall, en þá trúlof- aðist ég eldri systur hans, Erlu. Kynni okkar höfðu því varað um 30 ára skeið og man ég þar engan skugga nokkurn tfma hafa á fall- ið. Allar minar minningar um hann eru ljósar og bjartar. Skömmu eftir að Guðbjörn flutt- ist með foreldrum sinum til Reykjavikur árið 1954 hóf hann vélvirkjanám I Vélsmiðjunni Héðni og lauk því námi árið 1959. Að námi loknu var hann um nokk- urt skeið vélgæzlumaður á skip- um Eimskipafélagsins. Þegar hann hætti siglingunum innritað- ist hann i Vélskóla Islands og hóf þar nám, en varð af óviðráðanleg- um ástæðum frá að hverfa eftir aðeins skamman námstima. Éftir að Guðbjörn varð að hætta vél- stjóranáminu, sem ekki var hon- um tregalaust, vann hann í landi við ýmsar iðngreinar. Siðustu 6 árin vann hann hjá Oliuverslun Islands við margvls- leg störf, viða um land og veit ég það af afspurn að betri þóttu handtök hans en flestra annarra, enda báru yfirmenn hans mikið traust til hans og kvöddu hann gjarnan til þá er mikið þótti við liggja. Guðbjörn kvæntist árið 1958 hinni ágætustu myndarkonu, Guðbjörgu Þorgeirsdóttur. Guð- björg er dóttir hjónanna Hólm- frlðar Guðsteinsdóttur, verzlunar- konu, og Þorgeirs Þórðarsonar múrarameistara, hinna mestu sæmdarmanneskja, sem reyndust Guðbirni með eindæmum I hví- vetna. Þá má hafa til marks um dugnað þeirra og elju beggja, Guðbjargar og Guðbjörns, að varla getur að líta fegurra og snyrtilegra heimili en þeirra og er þá sama hvort um er að ræða innanhúss eða umhverfis hús þeirra. Það sem meira er, þá eru það hannyrðir Guðbjargar sem mestan svip setja á heimilið innan dyra en aftur á móti smekkvlsi og elja Guðbjörns' sem umhverfis prýða. Þau hjónin eignuðust 3 myndarbörn, Þorgeir 19 ára, Baldvin 14 ára og Hólmfríði Maríu 11 ára. I allri umgengni var Guðbjörn mikið snyrtimenni, dagfarsprúð- ur og nærgætinn. Guðbjörn var tilfinningamaður og átti rika lund, sem hann flfkaði ekki. Guðbjörn, minn ágæti mágur, er látinn. Eftir er skilin minning- in um drenglyndan sómamann, sem I engu mátti vamm sitt vita, framúrskarandi heimilisföður og eiginmann. Ég minnist hans með sorg og þakklæti. Almáttugur Guð megi vernda og styrkja eiginkon- una, börnin, móðurina og alla aðra hans nánustu. Kristján Gfsiason. María Eyjólfsdóttir —Minningarorð Fædd 18. október 1891. Dáin 31. ágúst 1976. Við kveðjum þig með kærri ást og þökk og kyrrlát minnumst góðra bjartra stunda. Af trega sárum tárumst hugar klökk en tfminn geymir von til endurfunda. J. Þessi kveðja var flutt er móðir mín lést. Hún getur eins átt við nú, er ég kveð tengdamóður mína hinstu kveðju. María Eyjólfsdóttir lést á Heiisuverndarstöðinni í Reykja- vík 31. ágúst s.l. á 85. aldursári. Andlát Mariu kom okkur er stóðum henni næst ekki á óvart, hún hafði átt langan starfsdag og skilað honum með sóma. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á f mið- vikudagsblaði, að berast f sfð- asta lagi fyrír hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. María var dugleg og mikilhæf húsmóðir og móðir sem lengst af stóð ein með börn sín og sá þeim farborða. Þær hafa ekki verið ófáar stundirnar sem einstæð móðir varð að vinna til þess að sjá fyrir 9 börnum, þó ekki kæmust nema 5 til fullorðinsára. Þá voru ekki bætur eða tryggingar eins og nú er orðið. Tengdamóðir mín var gjöful og stórlát, kröfuhörð var hún við sjálfa sig, því ekkí máttí hún til þess hugsa að leita á náðir ann- arra. Enda þurfti hún þess ekki, hún var ávalt sú sem veitti. En hún var ekki ein, elsta dóttir hennar, Kolbrún, hefur ávallt búið með móður sinni og stutt hana og systkini sín. Þegar ég lit tíl baka þau 34 ár sem Iíðín eru, er ég unglingur tengdist Maríu, þá er mér efst í huga þakklæti til hennar frá mér og börnum mfn- um, fyrir það er hún var okkur öllum, ekkisíst barnabörnunum er hún vildi allt gott og bað þeim blessunar. Stormar blésu oft í fang henni en hún stóð þá ávallt af sér, þar til nú hin siðustu ár, er aldur og elli færðust yfir. Hafi hún kæra þökk fyrir sam- fylgdina. Steina. I dag er til moldar borin heið- urskonan Marla Eyjólfsdóttir, Bankastræti 14, þar man ég hana lengst ogbest. Marla var mikilhæf kona, fríð sýnum og glæsileg, góð og mild móðir, sem stóð traust að baki sinum mörgu börnum og studdi þau alla tlð I gegnum erfiðleika lifsins, fátæk af veraldlegum auð, en auðug af hjartahlýju og fórn- fýsi. Hún kvartaði aldrei, en vann huga og hjarta allra er henni kynntust með sinu fallega og hlýja brosi og segja mætti mér að orð skáldsins frá Hnifsdal hafi oft átt við um hana: „Hún kunni að brosa og hylja tárin, og brosti fegurst þá blæddu sárin." Maríu Eyjólfsdóttur er I dag saknað og kvödd i þögulli og ein- ægri vináttu fyrir liðin ár: Blessuð veri minning hennar. Z. Skilti á krossa Flosprent, sími 16480. Vegna okkar jarðarfarar Ágústar M. lokuð Júli 1 ussonar verður verslun dag frákl. 13- — 15. Timburverslun Árna Jónssonar Laugavegi 148. & Co hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.