Morgunblaðið - 09.09.1976, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1976
5
HÍÚ ER ÞAÐ
ÚTSÖLUMA
AÐ LAUGAVEGI66
(VIÐ HLIÐINA Á VEfíZLUH OKKAfí, Á SAMA STAÐ)
og menningarsjóði Garðabæjar að
gjöf eina milljón króna frá bank-
anum í tilefni opnunar útibúsins,
en sjóður þessi var stofnaður
þann 6. janúar s.l. á fyrsta fundi
bæjarstjórnar hins nýja kaupstað-
ar. I máli sinu lýsti formaður
bankaráðs i stórum dráttum starf-
semi og þróunarferli Búnaðar-
bankans og árnaði starfsfólki og
viðskiptamönnum útibúsins
heilla. Ólafur G. Einarsson, for-
seti bæjarstjórnar Garðabæjar,
þakkaði gjöfina og fagnaði til-
komu útibúsins, sem hann kvaðst
sannfærður um að verða mundi
til styrktar og eflingar athafnalífi
einstaklinga og fyrirtækja í kaup-
staðnum. Ávörp fluttu þeir Hall-
dór E. Sigurðsson, ráðherra Bún-
aðarbankans, og Svavar Jóhanns-
son, hinn nýskapaði útibússtjóri.
Svavar Jóhannsson er fæddur
13. október 1919, hann er einn af
reyndustu starfsmönnum Búnað-
arbankans, hóf fyrst störf sem
sendill 1. janúar 1935, en frá 1940
eftir nám í Verzlunarskóla hefur
hann verið fastráðinn starfsmað-
ur bankans. Hann hefur starfað í
flestum deildum bankans, lengst
af sem fulltrúi í sparisjóðsdeild,
en í janúar 1963 var hann skipað-
ur skipulagsstjóri bankans og hef-
ur gegnt þvi starfi síðan.
Undanfarna mánuði hefur ver-
ið unnið að innréttingu þess hús-
næðis, sem bankinn keypti og hef-
ur Svavar haft yfirumsjón með
skipulagningu og öllum fram-
kvæmdum. Miklar breytingar
Framhald á bls. 25
Stjórnmálaskóli Sjálfstæðis-
flokksins 18.—23. okt. n.k.
EINS og kunnugt er hefur stjórn-
málaskóli Sjálfstæðisflokksins
verið haldinn fjögur undanfarin
ár. Er það samdóma álit allra, er
til þekkja, að skólahaldið hefi tek-
izt vel og orðið þátttakendum til
mikils gagns og ánægju.
Skólanefnd stjórnmálaskólans
hefur nú ákveðið að stjórnmála-
skólinn verði haldinn frá 18.—23.
október n.k.
Megintilgangur skólans er að
veita þátttakendum grundvall-
arþekkingu á sem flestum sviðum
þjóðlífsins svo og að gera þeim
kleift að tjá sig áheyrilega og
skipulega og ná valdi á góðum
vinnubrögðum í félagsstarfi og
stjórnmálabaráttu.
Meginþættir námsskrár verða
sem hér segir:
1. Þjálfun í ræðumennsku, fund-
arsköp o.fl.
2. Almenn félagsstörf og notkun
hjálpartækja.
3. Þáttur fjölmiðla í stjórnmála-
baráttunni.
4. Söfnun, flokkun og varðveizla
heimilda.
5. Helztu atriði islenzkrar stjórn-
skipunar.
6. tslenzk stjórnmálasaga.
7. Skipulag og starfshættir Sjálf-
stæðisflokksins.
8. Stjórnmálabaráttan og stefnu-
mörkun.
9. Utanríkis- og öryggismál.
10 Markmið og rekstur sveitarfé-
laga.
11. Verkalýðsmál.
12. Landhelgismálið.
13. Efnahagsmál.
14. Um sjálfstæðisstefnuna.
15. Framkvæmd byggðastefnu.
16. Kjördæmaskipulag og kosn-
ingareglur.
17. Um marxisma og menningu.
19. Alþjóðamál.
19. Kynnisferðir o.þ.h.
Skólinn verður heilsdagsskóli
meðan hann stendur yfir frá kl.
9:00—18.00, með matar- og kaffi-
hléum.
Skólahaldið er opið öllu sjálf-
stæðisfólki og er það von skóla-
nefndarinnar, að þeir sem áhuga
hafa á þátttöku láti Vilhjálm Þ.
Vilhjálmsson, form. skólanefnd-
ar, eða Skafta Harðarson vita sem
allra fyrst í síma 82900 eða 82963
eða sendi skriflega tilkynningu
um þátttöku til skólanefndarinn-
ar Bolholti 7, Reykjavík.
Þátttöku verður að takmarka
við 30 manns.
Afgreiðslusalurinn.
Búnaðarbankinn opn-
ar útibú 1 Garðabæ
NÝTT útibú frá Búnaðarbanka
Islands tók til starfa hinn 3. þ.m. I
yngsta kaupstað landsins, Garða-
bæ. Starfsvettvangur útibúsins
miðast fyrst og fremst við sveitar-
félögin tvö, Garðabæ og Bessa-
staðahrepp, en þar hefur ekki
verið starfrækt áður sérstök pen-
ingastofnun, þótt fjölgun fbúa
þar hafi verið hvað örust á land-
inu á undanförnum árum.
Tæpur áratugur er nú liðinn
siðan Búnaðarbankinn sótti fyrst
um leyfi stjórnvalda til að starf-
rækja útibú á þessum stað og var
það loks veitt á s.l. ári. Bankinn
festi kaup á hluta fasteignarinnar
Sveinatungu við Vífilsstaðaveg,
en þar eru m.a. skrifstofur bæjar-
stjórnar til húsa.
Við opnun útibúsins ávarpaði
Stefán Valgeirsson, formaður
bankaráðs Búnaðarbankans,
nokkra gesti og færði hann Lista-
Svavar Jóhannsson.
Ef þú hefur gert góð kaup á sumarútsölunni,
þá gerir þú ennþá betri kaup núna
HERRAFÖT M/VESTI BLÚSSUR
ST. JAKKAR HERRAPEYSUR
TERYLENE ULLARBUXUR DÖMUPEYSUR
BÚNAR TIL BEINT Á ÚTSÖLU KJÓLAR
DENIM MUSSUR DÖMUDRAGTIR
SKYRTUR BINDI OMFL.
SKÓR SKÓR SKÓR
Látið ekki happ
úr hendi sleppa
TIZKUVERZLUN UIMGA FOLKSINS
fa KARNABÆR
•mmJ* Útsölumarkaðurinn,
Laugavegi 66, sími 28155
Vilhjálmur Vilhjálmsson
Ljóð og textar eftir
Kristján frá Djúpalæk
Á þessari frábæru nýju plötu
syngur Vilhjálmur 1 1 íslenzk
lög bæði gömul og ný,
þ.á m. eru ný lög
eftir Gunnar Þórðarson,
Magnús Kjartansson,
Pálma Gunnarsson
og Magnús Eiríksson,
einnig eru á plötunni gömul
lög og Þórður sjóari
eftir Ágúst Pétursson
og Einu sinni var
eftir Svavar Benediktsson,
Þetta er platan sem
beðið hefur verið eftir.