Morgunblaðið - 19.09.1976, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1976
JftorjptttM&fotfo
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthfas Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Ámi Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10100
Aðalstræti 6, sími 22480
Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 50,00 kr. eintakið.
Fundum hafréttarráð-
stefnunnar í New York
er lokið að sinni og er ráð-
gert að störfum ráðstefn-
unnar verði haldið áfram
næsta vor. Það sem máli
skiptir fyrir okkur íslend-
inga að loknum þessum
áfanga í störfum ráðstefn-
unnar er að sjálfsögðu það,
að ekki hefur verið hróflað
við þeim ákvæðum grund-
vallartextans, sem okkur
varða mestu, enda hefur
athygli þessa fundar beinzt
að öðrum atriðum og þá
fyrst og fremst hafsbotnin-
um. Fyrir einu ári og jafn-
vel hálfu ári, þegar fyrri
fundur ráðstefnunnar stóð
yfir í New York, gerðu
menn sér talsverðar vonir
um, að störfum ráðstefn-
unnar mundi miða svo
mjög á þeim fundi, sem nú
er nýlokið, að ekkert yrði
eftir nema sérstakur fund-
ur til þess að undirrita nýj-
an hafréttarsáttmála. Þess-
ar vonir hafa nú brugðizt
og raunar kann vel að vera,
að hafréttarráðstefnan eigi
enn eftir að dragast mjög á
langinn.
Þessi þróun mála gefur
tilefni til að rifja upp hvar
við værum á vegi staddir í
landhelgismálum, ef ekki
hefði verið fylgt fram
þeirri stefnu, sem bæði
Morgunblaðið og Sjálf-
stæðisflokkurinn tóku upp
harða baráttu fyrir sumar-
ið 1973, að fært yrði út í
200 mílur hvað sem störf-
um ráðstefnunnar liði.
Eins og menn muna birtu
nokkrir kunnir forvígis-
menn í sjávarútvegi þá
ávarp, þar sem hvatt var til
útfærslu í 200 sjómílur.
Morgunblaðið tók þegar
upp stuðning við þessa
stefnu svo og Sjálfstæðis-
flokkurinn, sem gerði út-
færslu í 200 mílur eitt
helzta baráttumál sitt í
kosningunum 1974 og í
samningaviðræðum um
stjórnarmyndun f kjölfar
þeirra kosninga. Hins veg-
ar skorti mjög á skilning á
nauðsyn útfærslu í 200 míl-
ur sumarið 1973. Enn eru í
minnum höfð þau ummæli
Lúðvíks Jósepssonar þá, að
við íslendingar ættum að
einbeita okkur að 50 mílun-
um en 200 mílurnar kæmu,
þegar hafréttarráðstefnan
hefði lokið störfum. Ef
stefna Lúðvíks Jósepsson-
ar hefði fengið að ráða sæt-
um við enn uppi með 50
mílurnar einar, og kannski
takmörkuð yfirráð yfir
þeim.
En stefna Sjálfstæðis-
flokksins í landhelgismál-
um varð ofan á. Fiskveiði-
lögsagan var færð út í 200
sjómílur haustið 1975, fyr-
ir tæpu ári, og að loknu
harðasta þorskastríði, sem
við höfum lent í við Breta
voru gerðir samningar í
Osló, sem tryggðu í raun
full yfirráð íslendinga yfir
200 mílna fiskveiðilögsögu.
Það er nú alveg ljóst, að
það hefði verið hið mesta
glapræði að bíða eftir því,
að hafréttarráðstefnan lyki
störfum og fyrirsjáanlegt,
að þá hefði útfærsla í 200
mílur dregizt jafnvel árum
saman. En nú er svo komið,
að forysta Islendinga um
útfærslu í 200 mílur hefur
leitt til þess, að fleiri og
fleiri þjóðir undirbúa nú
sams konar útfærslu og á
næsta ári má gera ráð fyr-
ir, að fjölmargar þjóðir
færi út í 200 mílur. Þetta
þýðir, að 200 mílur munu f
raun verða jafngildi al-
þjóðalaga, þótt hafréttar-
ráðstefnan hafi ekki lokið
störfum.
Þrátt fyrir það hljótum
við Islendingar að Ieggja
áherzlu á það af okkar
hálfu, að hafréttarráð-
stefnan ljúki störfum sín-
um og gangi formlega frá
hafréttarsáttmála. Það
hlýtur að vera smáþjóðum
í hag, að óumdeild alþjóð-
leg Iög gildi í þessum efn-
um, þannig að stórveldi
geti ekkert tilefni búið til,
til þess að beita smáþjóðir
ofbeldi í sambandi við fisk-
veiðilögsögumál. Þess
vegna ber okkur að vinna
að því, að niðurstaða fáist á
hafréttarráðstefnu. En hin
hægfara þróun mála á ráð-
stefnunni sýnir okkur enn
betur hve þýðingarmikið
skref var stigið með út-
færslu okkar í 200 sjómílur
hinn 15. október 1976.
Hvar stæðum við nú, ef það
skref hefði ekki verið stig-
ið? Þá væru flotar erlendra
togara að veiðum allt upp
að 50 sjómflum og að öllum
líkindum einnig innan 50
mílna vegna þess, að samn-
ingar þeir, sem vinstri
stjórnin gerði út í London
haustið 1973 tryggðu ekki
viðurkenningu Breta á
yfirráðum Islendinga yfir
50 mílunum. Þess vegna
töldu Bretar sig í fullum
rétti að halda áfram
veiðum hér við land eftir
að þeir samningar runnu
út. Samningar þeir, sem
núverandi ríkisstjórn gerði
í Osló fyrr í sumar voru allt
annars eðlis. Með þeim
samningum viðurkenndu
Bretar í raun yfirráð Is-
lendinga yfir 200 mílunum
og lofuðu að halda ekki
áfram veiðum innan þeirra
eftir 1. desember n.k. nema
þeir næðu samningum þar
um. Með hliðsjón af
ástandi fiskstofnanna er
því ljóst, að það skref sem
stigið var sumarið 1973
með stefnumörkun stærsta
stjórnmálaflokks þjóðar-
innar í 200 mflna málinu
markaði þáttaskíl í baráttu
þjóðarinnar fyrir fullum
yfirráðum yfir fiskimiðun-
um og einkenndist af fram-
sýni og dirfsku, sem for-
ystumenn annarra stjórn-
málaflokka höfðu ekki til
að bera.
Hafréttarráðstefnan
og landhelgismálið
Rey kj avíkurbréf
Laugardagur 18. september
Ásgeir
Magnússon
Menn standa aiitaf jafn furðu
lostnir, þegar ungir menn í blóma
lífsins, fullir af lífsþrótti og
starfsgleði hverfa á braut. Þá er
staldrað við og skýringa leitað.
Hvað ræður örlögum manna?
Lifshamingju er misskipt. Sumir
öðlast hana aldrei, aðrir f ríkum
mæli. Óbærileg sorg og langvar-
andi þjáningar verða hlutskipti
margra, en vegferð annarra er
tíðindalaus. Erum við örlagavald-
ar okkar sjálfra eða á æðri forsjón
þar hlut að máli? Þetta er gátan,
sem aldrei verður ráðin til fulls.
Hvers vegna hverfa ungir menn á
braut? Hvers vegna?
Þessari spurningu hefur oft
verið varpað fram áður og hún
vaknaði enn, þegar fréttist um
andlát Ásgeirs Magnússonar, for-
stjóra, á blómaskeiði lífs hans.
Höfundur þessa Reykjavíkur-
bréfs kynntist Asgeiri Magnús-
syni fyrir nokkrum árum á heim-
ili sameiginlegs vinar. Samtal,
sem stóð eina kvöldstund og langt
fram á nótt, hefur jafnan sfðan
orðið minnisstætt. Hér var meiri-
háttar maður á ferð, glæsilegur
persónuleiki. Viðhorfin allt önn-
ur en búast mátti við, hvort sem
var á sviði viðskipta eða stjórn-
mála. Hógvær maður, víðsýnn og
umburðarlyndur. Eiginleikar,
sem þessi þjóð á ekki alltof mikið
af, en hefur rfka þörf fyrir —
ekki sízt nú um stundir.
Ásgeir Magnússon var einn
hinna hæfustu stjórnenda f okkar
athafnalífi. Það sýndi einstök for-
ysta hans fyrir Samvinnutrygg-
ingum um langt árabil og forsjá
hans í málefnum Bæjarútgerðar
Reykjavíkur, þótt um stuttan
tíma stæði. Þessi hæfni leiddi svo
til þess að honum var falin for-
ysta um uppbyggingu og rekstur
fyrsta stóriðjufyrirtækis, sem ís-
lendingar eiga meirihluta í. Frá
því starfi hefur hann nú verið
kvaddur og við slfkan atburð
hljótum við enn að leiða hugann
að lífsgátunni miklu.
Traust
eða tortryggni
1 samskiptum manna á milli
skiptir traust mestu máli. Þegar
traust víkur fyrir tortryggni er
hætta á ferðum. Tortryggnin eitr-
ar umhverfið. 1 samskiptum
stjórnvalda og þegna er gagn-
kvæmt traust einnig það, sem
sköpum skiptir. Stjórnvöld, sem
ekki njóta trausts þegnanna eru f
rauninni óstarfhæf og ef þegnar
fyrirgera þvf traustí, sem þeim er
sýnt, getur það valdið slfkum von-
brigðum að langan tíma taki að
byggja upp á ný það samband,
sem þannig hefur rofnað.
Þessar hugleiðingar eru settar
hér á blað í tilefni af þeim um-
ræðum, sem orðið hafa að undan-
förnu um bráðabirgðalög rfkis-
stjórnarinnar um sjómannasamn-
inga og vegna þeirrar gagnrýni,
sem beint hefur verið að Matthf-
asi Bjarnasyni sjávarútvegsráð-
herra vegna þeirrar lagasetning-
ar. Matthfas Bjarnason var hvatt-
ur til þess á sl. vetri að setja
fyrirvara í lög um breytingar á
sjóðakerfi sjávarútvegs þess efn-
is, að breytingar þessar kæmu
ekki til framkvæmda fyrr en nýir
kjarasamningar hefðu verið sam-
þykktir í sjómannafélögunum.
Sjávarútvegsráðherra hafnaði
þessari leið, taldi hana mundu
valda tortryggni og hann bæri
fullt traust til sjómanna og sam-
taka þeirra um, að staðið yrði við
það, sem um hefði verið samið f
sambandi við sjóðakerfisbreyting-
una. Síðustu daga hefur svo rignt
yfir ályktanaflóði með gagnrýni
og stóryrðum í garð sjávarútvegs-
ráðherra vegna þess að hgnn
sýndi sjómannasamtökunum
þetta traust.
Er nú ekki ástæða til, að for-
ystumenn verkalýðssamtakanna
staldri við og fhugi, hvort vinnu-
brögð af þessu tagi geta yfirleitt
orðið nokkrum til framdráttar,
þegar fram f sækir. Á miðjum
valdatfma Viðreisnarstjórnarinn-
ar hófst nýtt tímabil í samskipt-
um ríkisstjórnar og verkalýðs-
hreyfingar. í nóvember og desem-
ber 1963 stefndi í mjög hörð átök
á vinnumarkaðnum milli ríkis-
stjórnar og verkalýðshreyfingar.
Persónulegt samtal milli Ólafs
Thors og Eðvarðs Sigurðssonar
afstýrði þeim átökum. Sá atburð-
ur markaði upphafið að nýjum
kapftula í samskiptum verkalýðs-
samtaka og stjórnvalda. Skömmu
seinna lét Ólafur Thors af forsæt-
isráðherraembætti og Bjarni
Benediktsson tók við og átti mest-
an þátt í því af hálfu þáverandi
ríkisstjórnar að eyða tortryggni
sem ríkt hafði og skapa traust,
sem ekki hafði verið til staðar.
Þrír forystumenn verkalýðssam-
takanna áttu af þeirra hálfu mest-
an þátt í að byggja þessa brú, þeir
Hannibal Valdimarsson, Eðvarð
Sigurðsson og Björn Jónsson.
Tveir þeir síðarnefndu eru enn í
forystu íslenzkrar verkalýðs-
hreyfingar og verða sjálfsagt enn
um langt skeið. Ur þessum jarð-
vegi spratt júnfsamkomulagið
1964, sem jafnan sfðan hefur ver-
ið vitnað til sem fyrirmyndar um
gangkvæmt traust milli stjórn-
valda og verkalýðshreyfingar.
Hvers vegna
bráðabirgðalög?
Ástæða er til að rifja enn einu
sinni upp, hvers vegna nauðsyn-
legt var að setja bráðabirgðalög
um sjómannasamninga. Væntan-
lega er mönnum enn í fersku
minni, þegar fiskiskipafloti lands-
manna sigldi f höfn seint á sl. ári
vegna óánægju með fiskverð. Þá
létu starfandi sjómenn á fiski-
skipunum í fyrsta skipti um lang-
an tíma til sín heyra. Þeir kváðu
upp úr um það, að hið svonefnda
sjóðakerfi sjávarútvegsins væri
orðið óþolandi bákn og kröfðust
afnáms þess að verulegu leyti.
Þetta sjóðakerfi hafði vaxið upp á
örfáum árum ekki sfzt með til-
komu olíusjóðsins, sem varð til er
heimsmarkaðsverð á olíu hækk-
aði mjög ört. Sjóðakerfið tók til
sfn mjög verulegan hluta af afla-
verðmæti bátanna áður en til
skipta kom og greiddi síðan veru-
legan hluta útgerðarkostnaðar.
Eins og jafnan, þegar slíkt kerfi
er sett upp skapar það margvfs-
legt misræmi og í þeim umræð-
um, sem sjómennirnir höfðu
frumkvæði um að komust af stað
um sjóðakerfið kom t.d. í Ijós, að
skuttogararnir borguðu f raun
mjög lftið fyrir olfuna, en smærri
bátar af ákveðinni stærð mjög
mikið, m.ö.o. litlu bátarnir borg-
uðu olíuna á skuttogarana. Þetta
vildu sjómenn ekki sætta sig við
og eftir að þeir höfðu vakið ræki-
lega athygli á þvf hvers konar
bákn sjóðakerfið var orðið tóku
fleiri f sama streng og að lokum
kom að þvf að ríkisstjórnin var
tilbúin til þess að lögfesta breyt-
ingar á sjóðakerfinu, sem þýddu í
raun mjög verulegan niðurskurð
á því.
Með þvf að skera sjóðakerfið
mjög verulega niður þ.e. minnka
þann hluta af aflaverðmæti fiski-
skipanna, sem gekk til sjóðanna
áður en til skipta kom, var unnt
að stórhækka fiskverðið til sjó-