Morgunblaðið - 19.09.1976, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.09.1976, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1976 — KFUM og K Framhald af bls. 3 en því hafa drengirnir mjög gaman af. Hver fundur endar á mjög hefðbundinn hátt og sennilega hefur það verið svo allt frá upp- hafi. Sunginn er söngurinn Þú æskuskari á tslands strönd, og í miðjum þeim söng standa allir upp og ganga út þegar söngnum er lokið.„Fundir 1 KFUK fara fram nokkuð svipað því sem er hjá KFUM.“ Þá nefndi GIsli að innan margra deilda KFUM hefðu verið starfandi áhugamanna- hópar um ýmiss konar tóm- stundir og föndur og hefði það fengið marga til að vera með I félaginu, en þetta væri alveg eftir starfsaðstöðu og starfs- mönnum, það gætu ekki allir komizt til að sinna svona verk- efnum. Einnig sagði Gísli frá því að þeir sem sæktu vel fundi væru oft verðlaunaðir á ein- hvern hátt og í þeim deildum, sem hann hefði starfað í hefði verið farið með þá drengi I heimsóknir I ýmis fyrirtæki og stofnanir á Reykjavíkursvæð- inu. „Við höfum I dag sömu mögu- leika á að ná til barna og ungl- inga og áður,„ sagði Gísli, „en það sem háir okkur mest er starfsaðstaða, við getum ekki alltaf brugðist nógu fljótt við og fylgt börnunum eftir út í nýjustu fbúðarhverfin, og hitt er líka alltaf að starfsmenn mættu vera fleiri. Annað starf. KFUM og KFUK standa fyrir ýmiss konar öðru starfi en hér hefur verið talið upp og má m.a. nefna leikskóla sem hóf starfsemi sína fyrir um það bil ári síðan. Á vegu m félaganna er líka starfandi kór, Æskulýðs- kórinn, en hann skipa ungling- ar úr báðum félögunum. Á vegum unglingadeilda fél- aganna eru svo haldin mót á sumrin, unglingamót, svonefnd æskulýðsvika er á haustin og það er lögð áherzla á að fá fleiri unglinga og ungt fólk inn í félögin. Ein deild hefur ekki verið nefnd sem starfar á veg- um KFUM og KFUK, en það er svonefnd aðaldeild. Hún hefur fundi fyrir félagsmenn og konur 17 ára og eldri og á hverju hausti eru námskeið I Vatnaskógi fyrir þennan aldurshóp, Bibliunámskeið, þar sem hægt er að kynnast Bibll- unni nánar. Að lokum má nefna að félög- in standa fyrir almennum sam- komum á hverju sunnudags- kvöldi I félagshúsinu við Amt- mannsstíg. — Eitt mesta Framhald af bls. 16 varpað og endurvarpað til Frakk- lands Að athöfninni lokinni, sem var löng og virðuleg voru kisturnar bornar út á götuna og fóry 12 likvagnar niður Túngötuna og siðan Kirkjustræti, Pósthússtræti, vestur Tryggvagötu og að Grófinni og þá hóf L'Audacieux fallbyssuskothríð til virðingar hinum látnu Zarzecki ræð- ismaður birti þakkarávarp í Morgun- blaðinu daginn eftir og sagði þar m a ,,Þegar likfylgdin fór um götur höfuðborgarinnar vottaði fólkið sam- úð sina á svo hjartanlegan og virðu- legan hátt að ekki líður úr minni " Þess má að lokum geta að fleiri lík fundust rekin i októbermánuði og voru þau flutt í Landakotsspítala til að athuga þau og reyna að bera kennsl á þau Þar á meðal var lík skipstjórans, Le Conniat, en það eina sem benti til þess hver hann var, var hnifur sem hann bar við beltisstað í sérstökum vasa Jarð- neskar leifar þessara manna voru grafnar í Fossvogskirkjugarði LITAVER—LITAVER—LITAVER—LITAVER—LITAVER—LITAVER LITAVER—LITAVER—LITAVER—LITAVER—LITAVER—LITAVER s,8-rncnrMi fiknDfsmy (/(J fivV DvU i m Ai MEÐAN HIN SySTIRlN REVNlR AÐ TROÐA SER l'sKOINN, ROGAST JÓKI OGGUS/ MEÐ LVKILINN UPP STIöANN... LiOKSINS HEYRIST HRINGLA i'lYKLUNUM FVRlR UTAN LÆSTAR DVRNAR... LITAVER—LITAVER—LITAVER—LITAVER—LITAVER—LITAVER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.