Morgunblaðið - 19.09.1976, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.09.1976, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1976 33 LEIT AÐ HLJÓMBORÐSLEIKARA NÚ mun vera ákveðið að þeir Björgvin Hall- dórsson, Tóm- as Tómasson og „mexican- arnir" Arnar Sigurbjörns- son og Ragnar Sigurjónsson myndi saman hljómsvéit eins og reyndar hefur komið fram í umræð- um popp- áhugamanna að undan- förnu. Stað- festi Björgvin þetta í samtali við Slagbrand nú skömmu fyrir helgi og gat hann þess jafnframt að þeir félagar væru nú að svipast um eft- ir hljómborðs- leikara en ekki væri um auð- ugan garð að gresja í þeim efnum um þessar mundir. Sagði Björgvin að nokkrir yrðu prófaðir nú um helgina og myndu þá lín- urnar væntan- lega skýrast en Björgvin kvaðst von- góður um að hljómsveitin, sem ekki hefur hlotið nafn ennþá, myndi fljótlega kom- ast í gagnið eftir að ákvörð- un verður tek- in um fimmta manninn. i\<& Nútímalegar fréttaskýringar NÝSTOFNAÐ hljómplötufyrir- tæki, HRlM hf., boðaði til blaðamannafundar á dögunum til að kynna fyrstu hljómplötu sína, sem væntanleg er á markað næstu daga. Platan nefnist FRAM & AFTUR BLINDGÖTUNA og flytur þjóðinni lög og ljóð Megasar, Magnúsar Þðrs Jónssonar. Þetta er þriðja plata hans, en hinar tvær eru uppseldar, að undanskildum örfáum eintök- um af þeirri seinni, Milli- lendingu. Nýja platan var hljóðrituð í Hljóðrita hf. i júlí sl., þegar stúdíóið var í notkun allan sólarhringinn. Var platan hljóð- rituð á nóttunni og er því ein allsherjar „noctúrna" eins og Megas sagði á blaðamanna- fundinum. Megas samdi öll lög og texta gerði allar útsetningar, stjórnaði upptöku og gerð um- slags, söng og lék á munnhörpu. Tony Cook tók upp, en aðstoðarmenn við undirleik voru Pálmi Gunnarsson (bassi), Sigurður Karlsson (trommur), Þorsteinn Magnús- son (gítar), Lárus Grímsson (píanó, orgel, flauta), Birgir Guðmundsson (gitar) Aagot Óskarsdóttir (pianó) og Þor- leifurGíslason (saxófónn). Megas fjallar sem fyrr um þjóðfélagsmálefni í textum sínum og höfðu sumir gestir á blaðamannafundinum á orði, að Megas hugsaði allt of mikið um hið neikvæða. Var sem dæmi um slikt nefndur textinn „Jólnanáttburður", en Megas sagði þá að þessi texti væri tekinn eftir frétt úr Morgun- blaðinu og flokkaðist þvi fremur undir nútimalegar fréttaskýringar! Textinn fer hér á eftir: „Vælir úti verð' & vindum vetrarnætur — langt meðan ljótir kallar liggja mömmu & pabbi' í druslum dauð'r I kompu' úr drykkju liggur hlandbrunnið braggabarn i barnavagni." Um sigurför Lónlí Blú Bojs og þráhyggju framúrstefnunnar Megas og tveir samstarfsmanna hans við gerð plötunnar: Frá vinstri: Tony Cook, Megas og Þorleifur Glslason. Ljósm. Rax. % Nýafstaðin sigurför hljómsveitarinnar Lónlí Blú Bojs er vissulega verðugt umhugsunarefni fyrir þá sem á annað borð taka þátt í eða fylgjast með þróun íslenzks skemmtiiðnaðar fyrir margra hluta sakir. Eru það einkum rokktónlistar- menn sem ýmsan lærdóm geta af ferð þessari dregið og væri það vel ef hún mætti verða til að vekja suma þeirra til umhugsunar um þráhyggju framúrstefn- unnar — þ.e. þeirrar mein- loku að öll melódisk tónlist sem fellur almenningi í geð hljóti að vera léleg tónlist og fyrirlitleg. Þykir undirrit- uðum rétt að reifa örlitið nánar þetta mál í víðara samhengi. sem fyrr standi þessir menn öðrum ísl rokktónlistarmönnum framar, a.m k geri þeir sér betur grein fyrir þvi en aðrir hvað felst i orðinu „showbusiness" Ef litið er á sögu rokksins má þar greina afar fjölskrúðuga þróun þar sem hinar ýmsu stefnur eiga sin blóma- og hnignunarskeið Þannig hafði t.d. gamla gullaldarrokkinu hnignað mjög þegar Bitlarnir og Rolling Stones komu til sögunnar í upphafi sjöunda áratugarins Báðar þessar hljómsveitir höfðu alizt upp með gamla rokkinu og byggðu tón- list sína á því og úr þessum jarðvegi spruttu einnig Hljómar frá Keflavik Tónlistin sem þá var leikin var köll uð popptónlist til aðgreiningar frá gamla rokkinu og flokkuðust hin ýmsu afbrigði tónlistar undir popp s s þjóðlög ýmiss konar sem mjög ruddu sér til rúms á siðasta áratug Þróun sjálfrar rokktónlistannnar varð hins vegar sifellt flóknari og þyngri og brátt varð framúrstefnan svokallaða alls ráðandi en timabil hennar hófst i lok siðasta áratugar GAMLAHLJÓMA- STEMMNINGIN í sambandi við ferð Lónli Blú Bojs má fyrst nefna að mjög vel var að að henni staðið hvað varðar allt skipu- lag þótt það út af fyrir sig skýri ekki hinar frábæru viðtökur sem þeir félagar hlutu hvarvetna Þáttur skemmtikraftanna Halla, Ladda og Gisla Rúnars var vissulega stór og raunar sannfærðist undirritaður um að hér eru á ferðinni skemmtikraftar á heimsmælikvarða Það sem þó skipti sköpum var, að á efnisskrá hljómsveitarinnar sjálfrar var að- gengilegri tónlist en menn hafa átt að venjast um árabil Ekki einasta var'tónlistin vel flutt og með tilheyr- andi sviðsframkomu heldur átti hún og afar greiða leið að hjörtum áheyr- enda og náði slikum heljartökum á þeim að klappið. stappið og blistrið stóð yfirleitt i u.þ.b. klukkustund eftir að hljómsveitin hafði yfirgefið sviðið Stemmningin minnti einna helzt á velmektarár bitlaæðisins og blómaskeið Hljóma frá Keflavik enda engin tilviljun að hér voru einmitt á ferðinni þeir hinir sömu og þá leiddu isl popptónlist Ef tii vill erum við hér komin að kjarna máls- ins, — þ.e. þeirri niðurstöðu að enn MEINLOKA FRAMÚR- STEFNUNNAR Með framúrstefnunni eða þunga rokkinu svokallaða varð grundvallar- breyting á sambandi hins venjulega leikmanns og tónlistarmannsins Tónlistin varð nú flóknari og þyngri en áður. tækin fullkomnari og meiri gæðakröfur voru gerðar til sjálfra tónlistarmannanna sem sifellt fjar- lægðust almenning Jafnhliða þessu varð vart mikillar tyrirlitningar á öllu sem „gekk i fólk" — framúrstefnu- dýrkunin varð að meinloku og fram á sjónarsviðið kom sundurleitur hópur fólks sem taldi sig þess um- komið að dæma um hvað væri gott og hvað slæmt i rokktónlist Þetta fólk „pældi" i tónlistinni og hafði „vit" á hlutunum og eflaust hefur það haft sitthvað til sins máls þótt skoðanir þess gengju yfirleitt þvert á skoðanir almennings Afleiðingin af þessu varð reyndar sú. að almenn- ingur „sat eftir" og hætti að fylgjast með þvi sem rokktónlistarmennirnir voru að gera enda skildi hann það ekki Spennan sem fylgt hafði bitla- æðinu var löngu horfin en einhvers Framhald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.