Morgunblaðið - 19.09.1976, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.09.1976, Blaðsíða 48
METSÖLUBÆKUR • U (ÍI.YSINCASÍMrNN ER: s#* 22480 J 2H»rj}tMifcIal>ifc nrfawMaM^ A ENSKU I VASABROTI SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1976 Grímsvatnalægðin séð úr 12.500 feta hæð á flugi milli Köldukvíslarjökuls og Bárðarbungu. Myndin er tekin úr norð-vestri séð til suð-austurs klukkan 19:20, 30. ágúst. Sigið fremst á myndinni er sennilega ummerki eftir síðasta Skaftárhlaup. Haf brún við sjóndeildarhring. «sé,< Ljósmynd Björn Rúriksson. 6—800 unglingar söfnuðust saman MIKIL mergð unglinga var f mið- borg Reykjavfkur í fyrrakvöld, á Hótel Islandsplaninu og vestan- verðu Austurstræti. Gizkaði Jón as Jónsson varðstjóri hjá miðbæj- arlögreglunni á, að þarna hefðu verið 6—800 unglingar þegar mest var. Að sögn Jónasar hegð- uðu unglingarnir sér vel og ekki bar mikið á ölvun. Örfáir voru teknir vegna ölvunar. Jónas sagði að unglingar hefðu byrjað að safnast saman á þessum stað í sumar þegar Þórscafé var lokað. Hefði þeim síðan fjölgað stórlega, þegar Tónabæ var lokað fyrir skömmu. Er mestur mann- söfnuðurinn á föstudags- og laug- ardagskvöldum en í fyrrakvöld voru þarna fleiri unglingar en nokkru sinni fyrr, og sagði Jónas að gott veður hefði þar vafalaust sitt að segja. Sagði Jónas að ung- lingar hefðu þráfaldlega spurt lögreglumenn, sem voru á vakt þarna i fyrrakvöld, hvenær Tóna- bær yrði opnaður aftur. Væri greinilegt að þeir væru mjög óánægðir með lokun staðarins. Verður ekkert sjón- varp um helgina? Skeiðará: Horfur á stærra hlaupi en komið hafa síðustu ár Mikill viðbúnaður hjá Vegagerðinni Skaftafelli, — 18. september. Frá blaðamanni Morgunblaðs- íns, Þórleif i Ólafssyni. — Það má reikna með, að ein- hver hluti mannvikjanna hér láti á sjá f þessu hiaupi, sagði Loftur Þorsteinsson verkfræðíngur Vegagerðarinnar við Skeiðará f samtali við blaðamann Mbl. f morgun. — Hvað það er sem mun láta sig vitum við ekki, en ef hlaupið verður verulegt gæti til dæmis komið fram sig einhvers staðar. Rennslið f Skeiðará var yfir 3 þúsund rúmmetrar á sekúndu að sögn Sigurjóns Rist vatna- mælingamanns í morgun, en f gær mældist rennslið 1700 rúmmetrar á sekúndu. Þá mældist dýpið við brúna um 4 metrar á hundrað metra kafla. Sagði Sigurjón að áin ætti eftir að tvöfaldast og jafnvel þrefaldast. Það hefur vakið athygli, að hlaupið kemur allt l einum stað undan jöklinum, þ.e. í hinum venjulega f arvegi árinnar við Jök- ulfell. I Skeiðarárhlaupum síðari ára hefur hlaupið komið vfða und- an skriðjöklinum og ávallt verið mikið f Gfgju og Súlu. Loftur Þorsteinsson sagði, að ef allt vatnið myndi koma á einum stað undan jöklinum, gæti það sett verulegt strik í reikninginn, því að þá yrði vatnselgurinn mun meiri við brúna en I sfðasta hlaupi. Vegagerðin hefur nú mik- inn viðbúnað hér við Skeiðará — 4 tæknimenn eru komnir á stað- inn og væntanlegur er hópur verkfræðingá og annarra tækni- manna f kvöld. Brúarvinnuflokk- ur, sem unnið hefur að því að mála brýrnar á sandinum og átti að eiga frí um þessa helgi, er hafður til taks ef eitthvað skyldi bera út af. Fjórir starfsmenn Orkustofnunar undir forustu Hauks Tómassonar jarðfræðings eru einnig komnir hingað, en þeir annast aurburðarrannsóknir. Að sögn Lofts Þorsteinssonar Enn einn piltur í gæzluvarðhald STARFSMENN Fíkniefnadóm- stólsins handtóku í fyrrakvöld 19 ára pilt vegna rannsóknar nýjasta hassmálsins, en rannsóknin hófst á fimmtudagskvöld þegar hass- hundurinn fann hass f húsi f Reykjavík. Piltur þessi var sfð- degis í gær úrskurðaður f allt að 20 daga gæzluvarðhald. Annar 19 ára piltur situr f 30 daga gæzlu- varðhaldi vegna þessa sama máls. Málið er talið tengt stóra hassmál- inu, sem dómstóllinn hefur f rannsókn, en vegna þess sitja tveir ungir menn í gæzluvarð- haldi ____-+*,---------- Stjórn Flugleiða ræddi flugvéla- kaupin í gærdag STJÓRN Flugleiða hf. kom saman til fundar klukkan 14 f gær til að ræða hugsanleg kaup félagsisná tvelmur Tri-Star breiðþotum. Þegar Mbl. fór í prentun var fundinum ekki lokið. Alfreð Elfasson, forstjóri Flugleiða, tjáði Mbl. fyrir fundinn, að hann ætti ekki von á því að ákvörðum í málinu yrði tekin á fundinum. Bjóst hann við þvf að málið þyrf ti að skoðast nokkra daga í viðbót. virðast leiðigarðarnir sem eru beggja vegna við brúna á Skeiðará ætla að reynast vel, en þeir eru til að jafna straumnum undir brúna. Enginn jakaburður hefur verið í ánni, en það gæti þó orðið, ef snöggur vöxtur verður í ánni. I sfðasta Skeiðarárhlaupi varð hlaupið mest um 5700—5800 rúm- metrar á sekúndu en þá voru um 2 þúsund rúmmetrar f Súlu og Gfgju. Horfur eru þess vegna á þvf, að hlaupið nú geti orðið tölu- vert meira en sfðasta hlaup. STAÐAN i sjónvarpsdeilunni var óbreytt um þa8 leyti sem Morgun- blaSiS fór i prentun i gær. og þvi taldar litlar llkur á þvl a8 sjónvarpaS yrSi um helgina nema einhverjar vi8- ræður milli deiluaðila hefðu komizt á I millitiSinni. Af hélfu fjármálaráðu neytisins er talið óhœgt um vik að hvika nokkuS frá þeirri megin stefnu sem mörkuS var ¦ slSustu kjarasamn- ingum milli rikis og opinberra starfs- manna, og sömuleiSis telja starfs- menn sjónvarpsins sig ekki geta lát- iS undan siga úr því a8 deilan sé komin á þetta stig. í samtali við Morgunblaðið i gær sagði Höskuldur Jónsson, ráðuneytis- stjóri i fjármálaráðuneytinu og formað- ur launamálanefndar rikisvaldsins, að frá bæjardyrum þeirra er fengjust við samningagerðina væri aðalatriðið það, að kröfur um endurskoðun á kjara- samningi hefðu komið fram með þeim hætti, sem lög gerðu ráð fyrir, frá sjónvarpsstarfsmönnum á sl sumri Þessar kröfur hafi verið athugaðar í ráðuneytinu og af þess hálfu hafi siðan verið sent gagntilboð en sjónvarps- mönnum hafi fundist þetta gagntilboð pannig, að þeir hafi ekki talið þjóna tilgangi að ræða það sérstaklega. Höskuldur sagði, að pað sem launa- málanefnd rikisins hefði haft engu við þetta gagnboð að bæta, hafi ekki orðið úr sérstökum víðræðum milli aðila Sami háttur hafi verið hafður á í samn- ingum sjónvarpsmanna og í samning- um allra annarra aðildarfélaga BSRB en undanskildum þeim sem samningar tókust við. Gangurinn hafi siðan verið sá, að málið hefði farið í kjaranefnd, eins og lög mæltu fyrir, þar sem aðilar lögðu fram kröfur sinar og i málflutn- ingi fyrir kjaranefnd hafi þeir skýrt rök sin með og á móti þeim kröfum sem lágu fyrir frá hvorum aðila. Nefndin hafi síðan fellt fullnaðarúrskurð að mati þeirra launamálanefndarmanna, i þessu máli og öllum öðrum, sem fyrir nefndinni lágu og það væri hlutverk ráðuneytisins þessa dagana að raða ríkisstarfsmönnum í launaflokka sam- kvæmt úrskurði nefndarinnar eða öllu heldur fella þá undir þau starfsheiti sem nefndin hefði ákveðið Höskuldur sagði, að aðgerðir sjón- varpsmanna kæmu nokkuð aftan að ráðuneytinu, þar sem lagabreytingar hafi orðið á síðasta ári, er samþykkt voru ný lög um samningsrétt starfs- manna rikisins Þetta frumvarp hafi á sínum tíma verið mjög umdeilt og mönnum sýnst misjafnt um það hvort veita ætti rikisstarfsmönnum verkfalls- rétt, jafnvel þótt takmarkaður væri Ein megin röksemdin fyrir því, að slikt væri réttmætt hafi verið sú, að fyrir- byggja skæruverkföll I líkingu við þau sem áttu sér stað 1975. Þess vegna hafi niðurstaðan orðið sú, að það væri betra að aðgerðir af þessu tagi yrðu með einhverjum lögformlegum hætti i höndum heildarsamtakanna heldur en Framhald á bls. 13 Vísindarit í minn- ingu íslendings NÝLEGA var gefin út í New York og Oxford all- viðamikil og vegleg bók Dr. Björn Sigurðsson. um vfrussjúkdóma f dýr- um og mönnum. Heitir bókin „Slow virus diseas- es of animals and man" og það sem merkilegt er fyrir fslendinga, er að bókin er tileinkuð minn- ingu dr. Bjórns Sigurðs- sonar læknis á Keldum, sem lézt fyrir nokkrum árum. Bókin, sem er um 400 blaðsíður, fjallar um hæggenga veirusjúk- sóma. Alls rita 20 visinda- menn ritgerðir í bókina, þar af 4 íslendingar, Páll A. Pálsson, Guðmundur Georgsson, Halldór Þormar og Guðmundur Pétursson. Ritstjóri bók- arinnar er Bretinn R.H. Kimberlin. Kimberlin ritar yfir- gripsmikinn formála að bókinni og ræðir þar mik- ið um rannsóknir dr. Björns Sigurðssonar og félaga hans, sérstaklega á mæðiveiki. Segir Kimb- erlin að dr. Björn hafi grein á milli hæggengra veirusjúkdóma og krón- iskra sjúkdóma. Bókin er hávísindalegt rit og því í raun aðeins rituð fyrir tiltölulega þröngan hóp manna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.