Morgunblaðið - 19.09.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.09.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1976 25 Kosningarnar í V-Þýzkalandi: Tvísýn barátta milli Helmutanna tveggja MIKIL harka hefur nú færst 1 kosningabaráttuna 1 V- Þýzkalandi, fyrir þingkosning- arnar, sem fram fara sunnudag- inn 3. október nk. Baráttan stendur milli tveggja stærstu flokkanna, jafnaðarmanna undir forystu Helmut Schmidt kanslara og flokksformannsins Willy Brandts fyrrum kanslara og kristilegra demókrata undir forystu Helmut Khols. Skoð- anakannanir 1 V-Þýzkalandi benda til þess að samsteypu- stjórn jafnaðarmanna og frjálsra demókrata haldi velli með naumum meirihluta, en stjórnmálafréttaritarar 1 Bonn segja að kosningarnar verði geysilega tvfsýnar og geti farið á hvorn veginn sem er. Sfðustu skoðanakannanir renna stoðum undir þetta álit þvf að skv. þeim nutu jafnaðarmenn og frjálsir demókratar stuðnings 49.7% kjósenda, en fhaldsam- ari flokkar stjórnarandstöð- unnar 49.5%. Tæpara getur það vart orðið. * Samsteypustjórnin hefur ver- ið við völd f V-Þýzkalandi f 7 ár og hefur nú 271—225 atkvæða meirihluta 1 þinginu (Bunds- tag). Hún komst til valda 1969, er Willy Brandt varð kanslari, en þá höfðu kristlegir demó- kratar verið við völd f landinu í 20 ár undir foryrstu Adenauers, Ludwig Erhards og Kurts Kiessingers. Stjórnmála- fréttaritarar telja að ýmislegt bendi nú til þess að kristilegir demókratar verði stærsti flokk- Forsfða Stern fyrfr skömmu. urinn í landinu að kosningum loknum, en spurningin aðeins hvort hann vinni nægilega mörg sæti til þess að fella sam- steypustjórn Schmidts. Frétta- ritarar eru einnig sammála um að jafnaðarmenn muni tapa einhverjum sætum, en ekki nægilega mikið til að Schmidt kanslari hverfi frá stjórnar- myndun. MEIRIHLUTI ER MEIRIHLUTI Hið áhrifamikla vikublað Die Zeit sagði fyrir skömmu að það væri vafasamt að Schmidt myndi hætta á nýja stjórnar- myndum ef meirihluti hans á þingi minnkaði niður f 6 sæti, þar sem svo lftill meirihluti myndi vart halda ef upp kæmu harðar deilur á þingi, eins og t.d. vegna östpolitikstefnu Willy Brandts 1972. Meirihluti Brandts á þingi þurrkaðist út í baráttu hans fyrir staðfestingu á vináttu- samningum við Sovétríkin, Pól- land og A-Þýzkaland og hann varð að boða til nýrra kosninga. I þeim kosningum vann flokkur hans og frjálsra demókrata góð- an sigur. Talsmaður Schmidts sagði i svari við grein Die Zeit, að meirihluti væri meirihluti þótt ekki munaði nema tveimur sæt- um. Benti hann á að Brandt hefði verið kjörinn kanslari 1969 með aðeins tveggja sæta mei'rihluta og 20 árum áður hefði Konrad Adenauer verið kjörinn kanslari með aðeins eins atkvæðis meirihluta. STÓRYRÐI Talsverður hiti hefur verið í stjórnmálaumræðum undan- farriar vikur milli andstæðing- anna og stóryðri óspart notuð. T.d. sagði Kohl um Schmidt ný- lega. að hann væri valdagráðug- ur og liti á sig sem einhvern Ceasar. Brandt svaraði þessu fyrir hönd sfns flokks og sagði að kristilegir demókratar væru heimskir og hrokafullir og yfir- stéttarviðmótið læki af þeim. Stjórnmálafréttaritarar segja að ein af ástæðunum fyrir því að mikið sé um persónulegar orðahnippingar, sé sú, að svo lítill munur sé á stefnumálum flokkanna. Á sviði utanríkis- mála eru báðir sammála um að ekkert geti komið f staðinn fyr- ir sterkt NATO, að náin tengsl við Bandaríkin séu nauðsynleg, aukin eining innan EBE og að áfram verði unnið að því að draga úr spennu f samskiptum við Sovétrfkin. í innanrfkismál- um eru báðir eindregnir stuðn- ingsmenn frjálsra viðskipta og hagnaðarreksturs einkafyrir- tækja, jafnframt þvf sem þeir segja að útvfkkun velferðar- kerfis V-Þýzkalands geti þá að- eins komið til greina er nægi- legir peningar séu fyrir hendi til að fjármagna slíkt. í kosningabaráttu sinni hefur Schmidt varað við því að sigur fhaldsflokkanna geti komið á stað átökum á vinnumarkaðin- um og verðbólguöldu. Kohl heldur þvf fram, aó jafnaðar- menn séu að útrýma frelsi ein- staklingsins og leiða landið á braut sósfalisma og efnahags- legs hruns. í því sambandi bendir hann á að um 1 milljón manna séu nú atvinnulaus í landinu, eða um 4% af vinnu- aflinu. SCHMIDT VINSÆLL Helmut Schmidt er miklu vinsælli stjórnmálamaður í V- Þýzkalandi en nafni hans Khol og sfðustu skoðanakannanir sýna að 53% kjósenda vilja Framhald á bls. 47 T.v. Helmut Kohl og t.h. Helmut Schmidt á kosningaferðalögum. manna og útgerðarmanna. Hins vegar var mönnum ljóst, að allur grundvöllur var brostinn fyrir út- gerð á íslandi, ef ekki væri um leið samið um breytta skiptapró- sentu. Þar er um að ræða grund- vallarþátt i kjarasamningum, sem að vonum hefur alltaf ver- ið mjög viðkvæmur f augum sjó- manna. Þess vegna hefur hvað eftir annað verið gripið til ýmissa aðgerða, sem að vissu leyti má kalla sjónhverfingar, til þess að komast hjá því að breyta skiptaprósentu en horfast samt í augu við þá staðreynd, að ný tækni hefur stóraukið svo útgerð- arkostnað frá því sem áður var, að óbreyttar reglur um hlutaskipti gátu ekki gengið. Að þessu sinni rfkti hins vegar raunsæi af hálfu samningamanna sjómanna og þeir gengu hreint til verks og sömdu um breytta skiptaprósentu á grundvelli hærra fiskverðs og verulegs nið- urskurðar sjóðakerfis. Þessir samningar þýddu í raun umtals- verða kjarabót fyrir sjómeþn og að margra mati meiri kjarabætur en landverkafólk fékk í sinn hlut og taldi enginn eftir. Þessir samningar voru sam- þykktir f sumum sjómannafélög- um, felldir f öðrum og ekki bornir * undir atkvæði í nokkrum sjó- mannafélögum. Þátttaka f at- kvæðagreiðslu var mjög lítil. Nú var gengið til samninga á ný og nokkrar lagfæringar gerðar á þeim samningum, sem fyrst voru undirritaðir, og voru þær allar sjómönnum í hag. Að þessu sinni var ákveðið, að sameiginleg at- kvæðagreiósla færi fram f þeim sjómannafélögum, sem fellt höfðu fyrri samninga og var það gert. Enn voru samningar felldir og enn var mjög lítil þátttaka í atkvæðagreiðslu. Nú blasti eftirfarandi mynd við: Sjóðakerfið hafði verið skor- ið niður að kröfu sjómanna. Fisk- verð hafði verið stórhækkað. Samningur um breytta skiptapró- sentu höfðu verið samþykktir í sumum félögum, felldir í öðrum og ekki bornir undir atkvæði í enn öðrum. Þetta þýddi, að þeir sjómenn, sem samþykkt höfðu samningana höfðu staðið við sitt og lagt sitt af mörkum til þess að breyta mætti sjóðakerfinu. Þessir sömu sjómenn mundu fá gert upp samkvæmt lægri skiptaprósentu en tíðkazt hafði áður en sjóða- kerfið var skorið niður. Þeir sjó- menn, sem fellt höfðu samninga eða ekki tekið þá til atkvæða- greiðslu mundu hins vegar njóta góðs af sjóðakerfisbreytingunni og fiskverðshækkuninni en mundu hins vegar telja sig eiga rétt á uppgjöri samkvæmt þeirri skiptaprósentu, sem gilt hafði fyr- ir sjóðakerfisbreytingu. M.ö.o hluti sjómanna mundi halda gömlu skiptaprósentunni en njóta góðs af sjóðakerfisbreytingunni. Hér var komin upp sú staða, sem Matthías Bjarnason sjávar- útvegsráðherra hafði ekki viljað trúa fyrr á þessu ári, að upp gæti komið, þegar hann hafnaði tillögu um að setja fyrirvara I lögin um sjóðakerfisbreytinguna þess efn- is, að lögin tækju ekki gildi fyrr en nýir kjarasamningar hefðu verið samþykktir f sjómannafé- lögunum. Ef þetta ástand hefði staðið óbreytt var ljóst, að grund- völlur var brostinn fyrir þeirri breytingu, sem gerð var fyrr i vetur á sjóðakerfi sjávarútvegsins og það ranglæti upp komið I kjaramálum sjómanna, að kjör þeirra byggðu ekki á sambærileg- um grundvelli. Undanfarnar vik- ur og mánuði hafa svo hvað eftir annað heyrzt raddir vlðs vegar að með fyrirspurnum um það, hvað ríkisstjórnin hygðist gera til þess að ráða fram úr þessu öng- þveiti i samningamálum sjávarút- vegsins. Látum sanngirni ráða Þegar þessi aðdragandi bráða- birgðalaganna er hafður i huga getur engum sanngjörnum manni dulizt, að óhjákvæmilegt var fyrir ríkisstjórnina að grípa 'inn í. Og hvað hefur gerzt með þessum bráðabirgðalögum? Ekkert annað en það, að sú niðurstaða hefur verið lögfest, sem samningamenn allra sjómannafélaganna höfðu skrifað undir. Samningarnir, sem lögfestir hafa verið eru nákvæm- lega sömu samningar og forsvars- menn sjómannafélaganna höfðu skrifað undir með þeirri breyt- ingu einni, að lagfæringar, sem gerðar voru sl. vor, þegar önnur tilraun var gerð til þess að fá samninga samþykkta I sjómanna- félögunum, kemur þeim einnig til góða, sem samþykkt höfðu upp- haflegu samningana fyrr i vetur. Við skulum láta sanngirnina ráða. Verkalýðsfélög telja sér jafnan skylt að mótmæla laga- setningu um kjaramál og það er skiljanlegt. En það gr ástæða til að hvetja til þess'að ekkert verði gert, sem spilli því trausti, sem ríkt hefur milli stjórnvalda og verkalýðssamtaka í nær einn og hálfan áratug. Framundan er Al- þýðusambandsþing og næsta vet- ur standa fyrir dyrum nýir kjara- samningar. I þeim samningavið- ræðum verður raunverulega ráð- ið, hvort sá bati sem nú er sjáan- legur I efnahagsmálum okkar fær að halda áfram og hvort við kunn- um fótum okkar forráð í batnandi árferði. Fyrir þjóðarheildina skiptir það máli, að áfram ríki traust i samskiptum stjórnvalda og verkalýssamtaka og að þau öfl. sem stefna markvisst að því að efna til tortryggni og úlfúðar verði ekki látin komast upp með það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.