Morgunblaðið - 19.09.1976, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1976
„Skattatögin
þurfa aó vera
réttlát, einfö/d
og örugg í
framkvæmd"
Mikið er rætt og ritað um skattamálin þessa dagana
eins og oftast um þetta leyti árs. Þeir, sem láta til sín
heyra eru allir sammála um að misrétti felist f
álagningu opinberra gjalda á borgarana. Beinast mót-
mæli manna fyrst og fremst að tekjuskattinum eða
tekjusköttum og heyrast jafnvel þær raddir, að eina
leiðin til þess að útrýma misréttinu sé að leggja
tekjuskattinn niður. 1 skrifum og umræðum um
skattamálin virðast skoðanir manna mótast mjög af
einstökum dæmum, sem vitnað er til, en hin raun-
verulegu vandamál eru sjaldnast brotin til mereiar.
Morgunblaðið hefur óskað eftir
því við Ólaf Nilsson, endurskoð-
anda og fyrrverandi skattrann-
sóknarstjóra, að hann skýrði þessi
mál fyrír lesendum, og fer viðtal
við Ólaf hér á eftir.
TEKJUSKATTUR
— SÖLUSKATTUR
Fyrsta spurningin, sem við bár-
um upp við Ólaf var einmitt um
tekjuskattinn og hvort ætti að
leggja hann niður. Ólafur sagði:
„Eins og kunnugt er, er lagður
tvenns konar tekjuskattur á ein-
staklinga, eða tekjuskattur til
ríkissjóðs og útsvar til sveitar-
félaga. Lauslega áætlað munu
þessir skattar hvor um sig nema
rúmum 10 milljörðum króna á
yfirstandandi ári eða samtals
rúmum 20 milljörðum. Tekju-
skattur er ennfremur lagður á
félög en ekki útsvar og mun
tekjuskattur félaga nema um
1.740 milljónum króna á árinu.
Aætlað er að söluskatturinn
nemi 24 til 25 milljörðum króna á
árinu, en þeir skattar, sem ég hef
nú nefnt eru þeir veigamestu.
Auk þess greiðir atvinnurekstur-
inn aðstöðugjald, launaskatt og
ýmis launatengd gjöld og ein-
staklingar og atvinnurekstur
greiðir ýmis smærri gjöld, sem
ekki er ástæða til að telja upp hér.
Þeir, sem vilja leggja niður
tekjuskattinn, benda flestir á þá
leið að hækka söluskatt að sama
skapi (eða virðisaukaskatt).
Vissulega má benda á ýmsa kosti
við niðurfellingu tekjuskatts,
einkum þó ef útsvarið fylgdi þar
með. Ég tel hins vegar óraunhæft
að tala um niðurfellingu tekju-
skatts eins og sakir standa og það
er enginn grundvöllur til að
hækka söluskatt um sem nemur
heildarfjárhæð álagðra tekju-
„Ótrú/ega margir tjá sig reiðubúna að taka þátt í undandrætti frá sköttum ‘
„Eignaskatturinn hví/ir á veikum grunni"
„Sparifé verdi ávallt framtalsskylt"
skatta, eða hvernig litist mönnum
á 35 til 40% söluskatt? — Sölu-
skattskerfi okkar er ekki galla-
laust eins og það er, en gallar þess
myndu magnast við frekari hækk-
un söluskattsins. Nei, það verður
að finna nýja skattstofna áður en
það skref yrði stigið að fella niður
tekjuskatta, því að ekki er unnt
að reikna með því, að rfki og
sveitarfélög geti misst þessa
tekjustofna,
AHRIF VF.RÐ-
BÓLGUNNAR
Hver eru áhrif verðbólgunnar í
framkvæmd skattálagningar?
„Það misrétti," sagði Ólafur
Nilsson, „sem um er rætt í skatt-
álagningu, þegar litið er til eigna-
myndunar, á ekki sízt rætur að
rekja til hinnar miklu verðbólgu,
sem hér hefur geisað undanfarin
ár. Sannleikurinn er sá að gifur-
legur verðmætaflutningur verður
milli ýmissa aðila i þjóðfélaginu
fyrir tilstilli verðbólgunnar án
þess að tekið sé tillit til þess við
skattálagningu. Það gleymist oft
að lita til þeirra miklu „hlunn-
inda“, sem felast i þvi að fá óverð-
tryggð lán og leggja andvirði
þeirra í eignir, sem halda verð-
gildi sinu. Verðbólgugróði eins
aðila er yfirleitt á kostnað annars
og hann.er ýmist skattskyldur eða
skattfrjáls. 1 almennum rekstri
fyrirtækja er hann skattlagður,
en verðbólgugróði, sem myndast
við eignahreyfingar er yfirleitt
ekki skattlagður. Frá þessu eru
þó undantekningar.
Verðbólgan hefur mjög mis-
munandi áhrif á möguleika ein-
staklinganna til eignamyndunar
og hún hefur einnig mjög mis-
munandi áhrif á efnahag hinna
ýmsu fyrirtækja. Það fer mest
eftir tegundum atvinnurekstrar
og fjármögnun hans, hvernig
fyrirtækin komast af. Segja má að
á slíkum verðbólgutímum sé ís-
lenzka krónan vart nothæf mæli-
eining á afkomu fyrirtækja með
hefðbundnum reikningsskilaað-
ferðum. Stafar þetta m.a. af þeim
tímamismun sem er á tekjufærslu
t.d. seldra framleiðsluvara og
gjaldfærslu þess kostnaðar, sem
til framleiðslu þeirra þarf.
Meðal nágrannaþjóða okkar,
þar sem verðbólgan er þó mun
minni en hér, er því farið að beita
nýjum aðferðum við reikningsskil
fyrirtækja í þeim tilgangi að kom-
ast að raunhæfari niðurstöðu um
rekstur þeirra. Felst þessi aðferð
í endurmati hinna ýmsu liða árs-
reikningsins með aðstoð nokkurs
konar visitölu. Við eigum langt i
land með að geta notfært okkur
slikar aðferðir við skattálagningu
enda eru þær flóknar og fyrir-
hafnarsamar. Það verður því
fyrst og síðast að draga stórlega
úr verðbólgunni til að réttlæti
megi ná í skattálagningu. Verð-
bólgan grefur undan eðlilegum og
heiðarlegum viðskiptaháttum og
brennir upp eigið rekstrarfé fyr-
írtækja, en verðbólguspámenn
blómstra á kostnað samfélagsins."
TAP OG HAGNAÐUR
FYRIRTÆKJA
A það hefur verið bent, að mörg
fyrirtæki greiða ekki tekjuskatt.
Hvað veldur?
„Mörg íslenzk fyrirtæki eru
rekin með tapi og greiða því ekki
tekjuskatt. Langir listar eru birtir
í blöðum og jafnvel á sjálfu Al-
þingi um fyrirtæki með mikla
veltu, sem ekki greiða tekjuskatt
og um leið er látið i það skina, að
ástæðurnar séu bókhaldslegar til-
færslur eða skattsvik.
Ástæðurnar fyrir taprekstrin-
um geta verið margvislegar og
ætla ég ekki að rekja þær en
mörgum litinn hornauga, en með-
an svo er, getumvið ekki vænzt
mikils tekjuskatts af atvinnu-
rekstrinum. Við megum ekki
missa sjónar á því að öflug at-
vinnufyrirtæki, rekin á heiðarleg-
um grundvelli, sem skila hagnaði
til áframhaldandi uppbyggingar
atvinnulífs, eru undirstaða alls
mannlífs í landinu.
ÓEÐLILEGAR
SKATTGREIÐSLUR
— SKATTSVIK
Víða blasir við óeðlilegur mun-
ur á skattgreiðslum einstaklinga.
Geturðu nefnt ástæður, sem skýra
þennan mismun?
„Margir velta fyrir sér spurn-
ingunni um það af hverju þessi
eða hinn greiði ekki hærri tekju-
skatt, eða greiði jafnvel engan
Ólafur Nilsson.
fíætt við 0/af Nilsson um kosti
og galla skattakerfisins og þær
helztu breytingar, sem hann
vildi gera á skattatögunum
meginástæðuna tel ég þó vera þá,
að atvinnureksturinn berst raun-
verulega i bökkum, e.t.v. með
nokkrum undantekningum. Menn
geta litið um landið allt til ýmissa
stærri fyrirtækja, sem rekin e’ru á
félagslegum grundvelli, ýmist
samvinnufélaga, hlutafélaga eða
rikisfyrirtækja og alls staðar
verða fyrir fyrirtæki, sem hafa
mikla þjóðhagslega þýðingu, en
eiga í rekstrarerfiðleikum.
Stjórnvöld á hverjum tima ráða
mestu um afkomu þeirra með að-
gerðum i verðlagsmálum og á
ýmsum sviðum efnahagsmála.
Hagnaður fyrirtækja er af allt of
tekjuskatt, þrátt fyrir háan lifeyri
og góða lífsafkomu að því er virð-
ist. Við samanburð á sköttum ein-
staklinga, þar með þeirra, sem
reka einkafyrirtæki á eigin
ábyrgð, þarf að hafa fjölmörg atr-
iði í huga. Ég ætla að nefna nokk-
ur, sem geta haft veruleg áhrif I
þessu sambandi:
1. Ymsar tekjur eru skattfrjáls-
ar og einnig eignaauki í mörgum
tilvikum. Þar má nefna söluhagn-
að eigna, sem í reynd er yfirleitt
skattfrjáls, vexti af sparifé og
spariskirteinum, arf, happ-
drættisvinninga o. fl.
2. Frádráttarheimildir valda oft
,Bæta þarf h/ut heimavinnandi maka"
,Edlilegt að atvinnurekandinn sem einstaklingur taki þátt í sameiginlegum kostnadi samfé/agsins"
,Sameina á tekjuskatt og útsvar"
,Auðve!dara hefur verið að koma undanþágum í /ög en afnema þær"
mismunun í skattlagningu. Ég
nefni hér aðeins sem dæmi frá-
dráttarliði, sem mikil áhrif hafa,
svo sem 50% útivinnufrádrátt
giftra kvenna, vaxtafrádrátt og
viðhald fasteigna.
3. Mörg af þeim dæmum, sem
nefnd eru um óeðlilegar skatt-
greiðslur, varða atvinnurekstur-
inn. Mörgum þeim, sem skrifa um
skattamál virðist t.d. ekki ljóst,
hvernig álagningu tekjuskatta er
háttað hjá þeim, sem hafa eigin
atvinnurekstur með höndum.
Aðferð sú, sem hér er notuð, hef-
ur verið við lýði I fjölda ára bæði
hér og meðal nágrannaþjóða okk-
ar. I stuttu máli er ákveðið í lög-
um, að litið skuli á atvinnurek-
andann og fyrirtæki hans sem eitt
við útreikning tekjuskatts. Ef frá-
dráttarbær útgjöld við atvinnu-
reksturinn nema hærri fjárhæð
en heildartekjur, færist það sem
umfram er (tapið) sem frádráttur
á framtal atvinnurekandans. Hafi
hann ekki launatekjur eða aðrar
tekjur frá öðrum aðilum, greiðir
hann ekki tekjuskatt. Hann getur
hins vegar tekið út fé úr fyrirtæk-
inu sér og sínum til framfærslu,
en sú úttekt myndar ekki skatt-
stofn til tekjuskatts samkvæmt
skattalögum. Sú fjárhæð, sem
þannig er tekin út úr rekstrinum
er þá heldur ekki frádráttarbær í
atvinnurekstrinum. Tekjur til
tekjuskatts eru þannig samkvæmt
skattalögunum allt annað hugtak
en ráðstöfunarfé eða ráðstöfunar-
tekjur og ber að hafa það hugfast.
Hér á landi og víðar á Norður-
löndum fer nú einmitt fram um-
ræða um það, hvort ekki sé
ástæða til að breyta þessari aðferð
og aðgreina atvinnurekandann og
fyrirtæki hans við skattútreikn-
ing og hafa Danir þegar gert
breytingar á sínum lögum, sem
miða I þá átt.
4. Síðast I þessari upptalningu
nefni ég skattsvik eða undandrátt
á sköttum. Með greiðslu opin-
berra gjalda erum við m.a. að
greiða fyrir hina sameiginlegu
þjónustu, sem ríki og sveitarfélög
sjá okkur fyrir, auk þess að jafna
þjóðfélagslega aðstöðu þegnanna.
Ymsir neita þó að taka þátt I
þessum kostnaði eftir þeim regl-
um, sem settar hafa verið, þótt
ekki verði annað séð en allir þiggi
fúslega alla þá þjónustu, sem hið
opinbera lætur i té og vilja flestir
meira. Þess vegna verða skatt-
svikin til.“
Hefurðu nokkrar upplýsingar
um áætlaðan undandrátt á skött-
um og þá hvaða sköttum?
„Nei, ég get ekki sett fram fjár-
hæðir um hugsanlegan undan-
drátt á sköttum, enda eru engar
öruggar upplýsingar til um það.
Það eru heldur engin rök til fyrir
þvi, að skattsvik séu hér meiri en
meðal nágrannaþjóða okkar, en
hér er um að ræða mikið og alvar-
legt vandamál, sem flestar þjóðir
eiga við að stríða.
Mestu munar hér á landi um
undandrátt á tekjusköttum og
söluskatti og verður hann til með
mjög mismunandi hætti. Ýmsar
skattskyldar tekjur koma ekki
fram I skattframtölum og hefur
reynzt érfitt fyrir skattyfirvöld að
ná til eða afla upplýsinga um ein-
staka tegundir tekna. Gjöld eða
frádráttarliðir eru einnig oftlega
ofreiknaðir, einkaneyzla færð yfir
I rekstur og eru það einnig skatt-
svik. Söluskatturinn skilar sér
ekki að fullu og fer undandráttur-
inn á honum oft saman við undan-
drátt á tekjusköttum. Ýmist er
innheimtum söluskatti ekki skil-
að eða söluverð vara eða þjónustu
lækkað um sem nemur söluskatt-
inum og nýtur þá neytandinn að
einhverju leyti undandráttarins.