Morgunblaðið - 19.09.1976, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1976
„Verst að vera
matarlaus...”
Syrtra—LanRholtí, 17. sept.
SMALAMENNSKU á Hruna-
mannaafrétti gengu f alla staði
vel nema hvað þoka gerði
mönnum stundum erfitt fyrir
og einn gangnamannanna, Kol-
beinn Sigurðsson í Hvftárholti
varð viðskila við félaga sinn og
lá úti eina nótt. Féð, sem kom
af afréttinum f fyrstu leit, var
að þessu sinni óvenjulega
margt og er talið að til Hruna-
réttar hafi komið um 12 þús-
und fjár. Vænleiki fjárins var
rétt f meðallagi og má telja að
þar hafi úrkoman f sumar haft
sfn áhrif.
— Það var ekkert fýsilegt að
vera þarna einn en verst var þó
að vera matarlaus, sagði Kol-
beinn Sigurðsson í samtali við
Mbl. í gær. Það var iaugardag
fyrir viku að hann var viðfjár-
leit á Geldingafelli er svarta-
þoka skall á þannig að hann
missti sjónar á félaga sínum og
fann ekki leiðina til hinna
gangnamannanna. Þetta var
fyrsta skipti, sem Kolbeinn fer
á fjall en hann er 20 ára.
— Ég var á reið þarna eftir
fellinu, þegar þokan skall á.
Fyrst reið ég austur að Stóru-
Laxá og upp með henni þar til
ég fann hófför. Ég fylgdi þeim
fram eftir kvöldi en tókst ekki
að finna leiðina til gangna-
mannanna. Það var því ekki um
annað að ræða en halda kyrru
fyrir um nóttina en ég var með
tvo hesta og tvo hunda. Hestana
batt ég við hönd mér en ég svaf
mest lítið.
— Undir morgun fór að rigna
og það var þvf ógjörningur að
halda lengur kyrru fyrir, því ég
hafði engin regnföt. Þegar ég
hafði verið á ferðinni í um þrjá
tíma í þokunni fann ég slóð og
rakti hana niður í Leppistung-
ur. Þar voru gangnamenn með
tjald og tóku vel á móti mér.
— Ég var ekki mikið áttau en
ég fór of mikið í austur í byrjun
en það var verst með matinn og
þá ekki síst fyrir hundana, því
þeir voru orðnir mjög soltnir.
Það leið sólarhringur frá því að
ég lagði upp á laugardagsmorg-
uninn oe bar til ég hitti gangna-
„Hefði ekki viljað liggja úti
aðra nótt,“ sagði Kolbeinn Sig-
urðsson.
mennina aftur. Ég hefði ekki
viljað liggja úti aðra nótt, sagði
Kolbeinn að lokum.
Leitun á Hrunamannaafrétti
er skipt 1 norðurleit og suður-
leit. Norðurleit lagði upp 9.
september sl. og voru í henni 11
manns en í suðurleit, sem lagði
upp degi síðar, voru 26 manns.
Slg. Slgm.
Safnið rekið yfir Sandá.
Ljósm. Sig. Sigm.
Krafla:
ERFIÐLEIKAR hafa komið upp
við boranir á Kröflusvæðinu sfð-
Námskeið fyrir
píanókennara
F'ELAG Tónlistarkennara gengst
fyrir námskeiði, fyrir pfanó-
kennara dagana 20., 21 og 22.
sept. næstk.
Hingað kemur próf. Hans
Leygraf, píanóleikari og tónskáld,
sem er mörgum að góðu kunnur,
frá námskeiði er hann hélt hér
haustið 1973 við ágætá aðsókn.
Próf. Leygraf er mjög þekktur
erlendis sem afbragðs kennari og
leiðbeinandi, jafnframt því að
hann starfar einnig sem ein-
leikari.
Þá má geta þess að tveir
nemendur hans sigruðu í norr-
ænni píanókeppni, sem fram fór
hér í Reykjavík fyrir nokkrum
árum.
Einn ísl. nemandi hefir stundað
nám hjá próf. Leygraf um nokk-
urt skeið.
Námskeiðið verður haldið í
húsakynnum Tónlistarskólans í
Reykjavík, og er þegar fullskipað.
ustu daga. Stóri borinn sem svo er
nefndur hefur verið f lamasessi
sfðustu daga, vegna bilunar f raf-
kerfi hans. Rafvirkjum hefur
ekki tekizt að komast fyrir bilun-
ina og hefur orðið að panta vara-
hluti að utan, sem væntanlegir
voru til landsins f gær, svo vonir
standa til að boranir geti aftur
hafizt f dag eða á morgun.
Að sögn Isleifs Jónssonar, for-
stöðumanns jarðborunardeildar
Orkustofnunar, var borinn kom-
inn á um 1624 metra dýpi þegar
bilunin varð. Kvaðst ísleifur ekki
sjá annað en þessi hola — hin
sjöunda á svæðinu — lofaði nokk-
uð góðu og væri hún t.d. þegar
orðin töluvert efnilegri en hola 6,
þar sem um minna skoltap væri
að ræða í nýju holunni en var f
þeirri fyrri.
Gufuborinn er aftur á móti
kominn niður á 1115 metra dýpi,
og er núna í hrunsvæði, sem gef-
ur vonir um að þar sé vatn að
finna. „Ég held þess vegna, að
þetta líti alls ekki illa út það sem
af er hvernig svo sem endanlegur
árangur verður,“ sagði tsleifur.
Kvótinn er
1000 tonn
RANGHERMT var í frétt Mbl. í
gær, að rækjukvótinn í Axarfirði
yrði 700 tonn á næstu vertfð.
Hann verður 1000 tonn, en veiðin
f fyrra var 700 tonn. Þá var prent-
villa í frétt um djúprækjumið,
6—7 bátar hafa fengið Iefyi til
veiða en ekki 67 bátar. Leiðréttist
þetta hér með.
Prestkosning
í Dómkirkjunni
PRESTKOSNINGAR fara fram f
Dómkirkjunni 10. október næst-
komandi. I dag klukkan 11
predikar séra Hjalti Guðmunds-
son, en hinn umsækjandinn, séra
Hannes Guðmundsson, predikaði
fyrir hálfum mánuði.
Sr. Hjalti Guðmundsson er
fæddur í Reykjavík 9. janúar
1931, sonur hjónanna Guðmundar
Sæmundssonar klæðskera-
meistara og Ingibjargar Jónas-
dóttur Eyfjörð. Hann varð
stúdent frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1951 og lauk guðfræði-
prófi frá Háskóla íslands 1958.
Sr. Hjalti var vígður 1959 til
prestþjónustu í söfnuðum Vestur-
Íslendinga í Mountain, Norður
Dakota, Bandaríkjunum og þjón-
aði þar til 1962. Fyrri helming
ársins 1964 var sr. Hjalti settur
prestur við Dómkirkjuna í veik-
indaforföllum sr. Jóns Auðuns.
Þá um haustið tók hann við starfi
æskulýðsfulltrúa Þjóðkirkjunnar
og gegndi því í rúmt ár. Haustið
1965 var hann skipaður sóknar-
prestur í Stykkishólmi og hefur
gegnt þvf embætti síðan. Sr.
Hjalti var skipaður prófastur í
Snæfells- og Dalaprófastsdæmi 1.
okt. 1975.
1 Stykkishólmi hefur sr. Hjalti
tekið mikinn þátt í æskulýðs- og
félagsmálum og tónlistarmálum
og er m.a. formaður Tónlistarfé-
lags Stykkishólms og hefur verið
stjórnandi Karlakórs Stykkis-
hólms frá 1972.
Sr. Hjalti hefur sungið mikið
með Karlakórnum Fóstbræðrum
og var formaður hans 1962—64.
Einnig söng hann um ellefu ára
skeið í Dómkirkjukórnum.
Kona sr. Hjalta er Salóme Ösk
Eggertsdóttir. Foreldrar hennar
eru Eggert Sveinsson og Helga
Halldórsdóttir, en fósturforeldrar
hennar eru Öfeigur J. Ófeigsson
læknir. og Ragnhildur Ásgeirs-
dóttir. Þau eiga tvær dætur, Ingi-
björgu 18 ára nemanda i M.R. og
Ragnhildi 12 ára.
Séra Hjalti Guðmundsson.
Prestkosning í
Háteigsprestakalli
Nýju holumar lofa góðu
PRESTKOSNING fer fram í
Háteigsprestakalli f Reykjavfk
sunnudaginn 10. okt. Þrfr
umsækjendur eru, sr. Auður Eir
Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi
sóknarprestur á Suðureyri, sr.
Magnús Guðjónsson, prestur við
Frfkirkjuna í Hafnarfirði og sr.
Tómas Sveinsson sóknarprestur á
Sauðárkróki. Sr. Magnús prédik-
aði við messu f Háteigskirkju
sfðastliðinn sunnudag, en f dag
mun sr. Tómas Sveinsson prédika
kl. 14 og sr. Auður sunnudaginn
26. sept.
Sr. Tómas Sveinsson, umsækj-
andi um Háteigskirkju, er fæddur
18. ágúst 1943 og ér sonur hjón-
anna Jónasfnu Tómasdóttur
(kaupfélagsstjóra Hofsósi,
Jónassonar) og Sveins Jónssonar,
verkstjóra, (bónda á Keldunúpi á
Sfðu, Jónassonar). Sr. Tómas lauk
stúdentsprófi 1963 frá Mennta-
skólanum f Reykjavík og kandi-
datsprófi f guðfræði 1968 frá
Háskóla Islands. Var vígður 30.
júní sama ár til Norðfjarðar-
prestakalls og gegndi þvf til árs-
ins 1971, er hann tók við Sauðár-
króksprestakalli og hefur þjónað
þar sfðan, að undanskildu einu
ári, sem hann dvaldist við fram-
haldsnám f sálgæzlu meðal sjúkra
við St. Lúkasstofnunina f Stokk-
hólmi og vann jafnframt sem
sjúkrahúsprestur í tengslum við
Akademfska sjúkrahúsið I Upp-
sölum.
Sr. Tómas starfaði f mörg
sumur við sumarbúðarekstur á
vegum kirkjunnar bæði á námsár-
um sfnum og einnig á Austur-
landi meðan hann þjónaði þar.
Sr. Tómas er kvæntur Unni
önnu Halldórsdóttur safnaðar-
systur (beykis í Reykjavík, Sig-
Leiðrétting
1 Morgunblaðinu á fimmtudag
var viðtal við Danfel Snorrason,
lögregluþjón á Skagaströnd, þar
sem hann lýsti þvf á hvern hátt
menn hefðu varpað sprengju inn í
hús hans. 1 fréttinni var haft eftir
Daníel að mennirnir sem hefðu
hent sprengjunni hefðu ekki ver-
ið meirí menn en það að henda
henni inn um gluggann á meðan
hann var ekki heima. Daníel seg-
ist ekki hafa sagt þetta við blaða-
manninn og hafi verið um mis-
skilning milli hans og blaðamanns
að ræða. Þetta leiðréttist hér
með.
Ingi R. Jóhannsson:
„Allur metnaður á skák-
sviðinu rokinn út í veð-
ur og vind fyrir löngu ”
„atvinnuskAkmennska
hefði vafalaust freistað mfn
fyrir 20 árum sfðan ef mér
hefði staðið hún þá til boða, en
allur metnaður á skáksviðinu
er rokinn út f vindinn fyrir
mörgum árum,“ sagði Ingi R.
Jóhannsson skákmeistari, þeg-
ar Mbl. spurði hann f gær hvort
ágæt frammistaða hans á
Reykjavfkurmótinu hefði
kveikt upp f honum löngun til
að helga skákínni meiri tfma
en hann hefur gert á undan-
förnum árum
Eins og flestum er kunnugt
var Ingi einn sterkasti skák-
maður Islendinga fyrr á árum
og aflaði sér þá titils alþjóðlegs
meistara. Mörg undanfarin ár
hefur Ingi sáralítið teflt og
missti hann titilinn vegna þess.
Á Reykjavíkurmótinu á dögun-
um hlaut hann 8 vinninga og
náði titlinum aftur.
„Ég fór f þetta skákmót til að
sjá hvar ég stæði í skákinni.
Eg hafði mjög gaman af
þessu. Ég tel að ég hafi átt
þessa 8 vinninga skilið og með
svolitlum meðbyr hefðu þeir
getað orðið 9‘A. Ég hef ekki
uppi ráðagerðir um að tefla
meira en ég hef gert, en reikna
með að verða með á einu og
einu móti,“ sagði Ingi að lokum.
Séra Tómas Sveinsson.
urðssonar og konu hans
Kristólínu Þorleifsdóttur frá
Þverlæk f Holtum, Rangárvalla-
sýslu).
Unnur var safnaðarsystir
(diakonissa) við Hallgrfmskirkju
í Reykjavík um fimm ára skeið og
hafði á hendi barna- og unglinga-
starf f söfnuðinum. Jafnframt
vann hún á skrifstofu æskulýðs-
fulltrúa kirkjunnar og í mörg
sumur var hún sumarbúðastjóri á
vegum kirkjunnar. (I Uppsölum
veitti Unnur forstöðu forskóla
dómkirkjusafnaðarins).
Þau hjónin hafa rekið fjöl-
breytilegt safnaðarstarf við
Sauðárkrókskirkju.
Börn þeirra hjóna eru þrjú.
Guðsþjónustunni f dag verður
útvarpað á miðbylgjum 1412 kíló-
hertz eða 212 metrum.
INNLENT