Morgunblaðið - 19.09.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.09.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1976 23 Þaö eru ótrúlega margir, sem tjá sig reiðubúna til að taka þátt í undandrætti, hafi þeir einhvern hag af þvi á þeirri stundu. ömur- legt er til þess að vita, að kosta þurfi stórfé úr sameiginlegum sjóðum til eftirlits á þessu sviði, sem hvergi hefur þó nægt til þess að koma i veg fyrir skattsvikin. Þarf að gera stórátak til þess að vinna gegn þessum bölvaldi, en mikilvægast í því sambandi er að breyting verði á viðhorfi gjald- enda til skattanna og hinna sam- eiginlegu sjóða.“ BREYTINGAR A LÖGUM OG SKATTALEGRI FRAMKVÆMD Hvað þarf að gera til að auka öryggi skattheimtunnar? „öryggi i skattheimtunni bygg- ist fyrst og fremst á þeim lögum og reglum, sem i gildi eru á hverj- um tíma um álagningu og inn- heimtu skatta. Við setningu skattalaga, hefur það grund- vallarþýðingu, að skattalögin séu réttlát, einföld og örugg í fram- kvæmd. Það er mikilvægt, að I lögunum séu ekki ákvæði, sem opna leiðir til undandráttar eða óeðlilegra skattgreiðslna. Við setningu laga og reglna um þetta efni þarf m.ö.o. að taka mið af þeim leiðum, sem tiltækar eru til eftirlits með þeim. Okkar fámenna þjóð býr orðið við mjög flókin skattkerfi og hef- ur lagasetning síðustu áratuga einkennst mjög af baráttu ein- stakra hagsmunahópa i þjóð- félaginu. Stjórnmálamenn hafa ekki gætt að sér sem skyldi og hafa stutt og jafnvel beitt sér fyrir margs konar undanþágum og undantekningum í löggjöf, sem leitt hafa til misréttis og gert alla framkvæmd mun erfiðari og óöruggari en ella. Reynzt hefur auðveldara að koma undanþágu- ákvæðum í lög en taka þau út aftur. Á þetta bæði við um lög um tekjuskatt og eignaskatt, sölu- skatt og reyndar aðra skatta." Hefurðu sérstakar hugmyndir um úrbætur? „Þegar rætt er um úrbætur i skattamálum, má segja að þær varði bæði löggjöfina sjálfa og framkvæmdina. Ég skal nefna hér nokkur atriði, sem breyta þarf á þessum sviðum að mínu mati. 1. Sameina ætti tekjuskátt og útsvar, þannig að lagður verði einn tekjuskattur á einstaklinga, sem slðan yrði skipt milli ríkis og sveitarfélaga eftir á. Til greina kemur að slíkur skattur renni al- farið til annars aðilans, ef gerðar yrðu um leið breytingar á verka- skiptingu milli þessara aðila og breytingar á skiptingu söluskatts. Skattstofninn verði f megindrátt- um núverandi útsvarsstofn. Einföldun á tekjuskattskerfinu í þá átt, sem hér hefur verið nefnd, er ein af forsendum fyrir því að hér verði komið á staðgreiðslu- kerfi skatta. 2. Akvæðum skattalaga um fyrningar og söluhagnað þarf að breyta. Fyrningaákvæðin eru allt of flókin og vil ég fórna þeirri nákvæmni og þeim mörgu til- brigðum, sem þar er að finna fyr- ir einfaldari og öruggari ákvæði. Mjög kemur til greina að nota þá reglu að fyrna allt lausafé af bók- færðu verði (nettóverði) jafnvel allt með sama hundraðshluta, en fyrningastofninn er þá hæstur fyrst, en fer slðan lækkandi ár frá ári. Söluverð lausafjár kæmi til lækkunar á fyrningarstofni, þannig að söluhagnaður verður skattskyldur og óbeint skattlagð- ur með lægri fyrningum. Ég tel eðlilegt að söluhagnaður fyrningalegra eigna verði I ríkari mæli skattlagður en nú er, sé hann tekinn út úr atvinnurekstr- inum, en annars verði heimilt að lækka fyrningastofn annarra eigna um sem nemur söluhagnað- inum með hliðstæðum hætti og nú er. Menn eru ekki á einu máli um markmiðið með fyrningum og er það skilgreint á ýmsan hátt, en með fyrningum er verið að dreifa gjaldfærslu tiltekinna eigna, sem notaðar eru við tekjuöflun I at- vinnurekstri og slitna og eyðast við notkun eða úreldast. Deilt er um hve hraðar fyrningar eigi að vera. Ljóst er að fyrningar sam- kvæmt núgildandi skattalögum nægja hvergi til að standa undir endurnýjun eigna I atvinnu- rekstri við núverandi aðstæður, en það er heldur ekki grundvöllur til að „verðtryggja" fyrningar al- gjörlega sem aðeins einn þátt I ársreikningum fyrirtækja. 3. Aðgreina þarf atvinnurek- endur og fyrirtæki þeirra við tekjuskattsútreikning, en skatta- leg meðferð einstaklinga I at- vinnurekstri er eitt af þvl, sem hvað mestum heilabrotum veldur hjá almenningi eins og ég kom að áður. Þetta er ekki auð velt mál, en nokkrar leiðir koma til greina, sem of langt mál yrði að gera grein fyrir hér. Telja verður eðli- legt, að atvinnurekandinn sem einstaklingur taki þátt I hinum sameiginlega kostnaði samfélags- ins með sama hætti og aðrir þegn- ar þótt fyrirtæki hans beri ekki hagnað, enda njóti fyrirtæki hans þá sömu skattkjara og önnur fyrirtæki, t.d. varðandi varasjóð o. fl. 4. Afnema ætti 50% útivinnu- frádrátt giftra kvenna I núver- andi mynd. I þessari frádráttar- heimild felst mikið misrétti, auk þess sem hún er verulega misnot- uð án þess að skattyfirvöld hafi möguleika á að fyrirbyggja það. I stað þess frádráttar kemur til greina sérstakur barnafrádráttur fyrir útivinnandi hjón með börn til að vega upp á móti kostnaði við barnagæzlu. 5. Sérsköttun hjóna hefur mikið verið rædd undanfarin misseri, en ekki er alltaf ljóst, hvað við er átt. Ég tel að sérsköttun sérafla- fjár hvors hjóna og þar með bein álagning á hvort hjóna um sig, sé ekki sú leið, sem heppilegast er að fara I þessu sambandi, m.a. vegna þess að hún yrði mjög fyrir- hafnarsöm I framkvæmd og kostnaðarsöm. Ég tel eðlilegt að llta á hjón áfram sem einn tekju- aflandi aðila við álagningu og inn- heimtu, a.m.k. á meðan staðgreiðslukerfi skatta er ekki komið á hér á landi, en við skatt- útreikning verði hlutur hvors hjóna um sig I heildartekjuöflun metinn. Þannig þarf að eyða því misrétti, sem nú á sér stað með því m.a. að bæta hlut heimavinn- andi maka, sem hafa fyrir börn- um að sjá. 6. Fella þarf niður ýmsa frá- dráttarliði til tekjuskatts hjá ein- staklingum og yrði það liður I þvi að nálgast útsvarsstofninn, sem nú er notaður. Ég tel ástæðu til að fella út bæði reiknaðar tekjur af eigin húsnæði og allan frádrátt vegna þess, fasteignagjöld, fyrn- ingu og viðhald. Til álíta kemur að fella niður eða takmarka vaxta- frádrátt og ýmsa smærri frádrátt- arliði. Nú hef ég aðeins nefnt nokkur atriði, sem ég tel að leggja þurfi áherzlu á, en margt fleira mætti nefna sem lagfæra þarf i lögum og reglum um tekjuskatta." Hvað um stjórn skattamála og framkvæmdina sjálf a? „Skipan skattstjórnar i landinu þarf að breyta i þeim tilgangi að styrkja þá stjórn og gera skatt- yfirvöld samhæfari til að ná sam- ræmi I skattálagningu og festu I framkvæmd. Ég vil leggja niður ríkisskattanefnd og skattsekta- nefnd i núverandi mynd og fela þau verkefni sérstöku skattaráði, sem jafnframt væri æðsti stjórn- unaraðili skattamála. Siðan þarf að vera greiður aðgangur að dóm- stólum með öll meiri háttar ágreiningsefni, sem upp kunna að koma. Lagabreytingin 1972 um skipan rikisskattanefndar var að mínu áliti mistök. Þörf var á breytingu, en ekki i þessa átt. Ég tel að þessi breyting hafi átt þátt I þvi að veikja mjög alla skattalega fram- kvæmd og það tal, sem átti sér stað um hlutlausan dómstól með þessari skipan á vart við rök að styðjast. Þvi markmiði verður ekki náð á meðan verkefni nefndarinnar eru leyst I auka- vinnu af mönnum, sem hafa hlið- stæð eða skyld verkefni að aðal- starfi. Skiptir ekki máli hversu ágætir menn skipa nefndina og er ég á engan hátt að varpa rýrð á þeirra störf, enda skipa nefndina nú hinir hæfustu menn. Þá þarf að auka skattaeftirlit til að koma I veg fyrir skattsvik. 1 þvi sambandi þarf að auka refsi- viðurlög við skattsvikum, en skattsektir einar duga ekki þar til. Gera þarf dómstólum kleift að takast á við sakamál af þessu tagi með miklu fljótvirkari hætti en verið hefur og starfsfólk skatt- yfirvalda þarf að fá tækifæri til sérstakrar þjálfunar eða skólunar á sviði skattalegrar framkvæmd- ar. Aðhald með viðskiptalífinu þarf að aukast þannig að heiðar- lega og vel rekin fyrirtæki fái notið sín, en I því efni hafa lána- stofnanir mjög mikilvægu hlut- verki að gegna." Nú höfum við rætt hér nær eingöngu um tekjuskatta, en hvað um aðra skatta? „Jú vissulega þarf að gera úr- bætur á öðrum sviðum skatt- heimtu. Söluskattskerfi okkar er illa leikið af undanþágum, sem fjölgað hefur verið með hækkun skattsins, en þær hafa margar hverjar aukið á erfiðleika skatta- eftirlitsins. Söluskatturinn veldur orðið talsverðri mismunun I at- vinnurekstrinum vegna uppsöfn- unaráhrifa hans einkum I iðnaði og eru breytingar á kerfinu I ná- inni framtið óhjákvæmilegar, e.t.v. i átt til virðisaukaskatts. Eignaskattur er lltið umræddur skattur, en ég hygg að vart finnist sá skattur, sem hvílir á jafn veik- um grunni. Kemur þar margt til. Mat eigna til eignaskatts er afar mismunandi, t.d. eru fasteignir, náttúruauðæfi og hlunnindi ým- iss konar reiknuð langt undir raunvirði meðan útistandandi skuldir, verðbréf o.fl. eru jafnvel talin yfir sannvirði. Skattfrelsi og framtalsfrelsi sparifjár I vissum tilvikum veldur þvl að verulega vantar á að þessar eignir séu tald- ar fram, jafnvel þótt skattskyldar séu. Ákvæðum um framtalsfrelsi sparifjár þarf að breyta þannig, að það verði alltaf framtalsskylt, þótt skattfrjálst sé, en um leið verður algjör nafnskráning að eiga sér stað I bönkum. I raun tel ég engan grundvöll til að leggja á eignaskatt eins og ástandið er hér nú. Þá þarf að vinna að sameiningu ýmissa atvinnurekstrargjalda svo sem atvinnutrygginga." Ertu bjartsýnn á að þær breyt- ingar, sem verið er að vinna að, verði til að koma skattamálunum i viðunandi horf? „Maður verður að vona að þær beri árangur. Ljóst er, að taka verður ákvarðanir, sem kunna að mælast illa fyrir hjá einstökum aðilum. Það er mikilvægt, að skattalöggjöfin eigi hljómgrunn meðal borgaranna þegar á heild- ina er litið, en varast verður þá tilhneigingu að taka um of tillit til óraunhæfra óska fámennra hagsmunahópa, sem orðið geta til að hlaða löggjöfina frávikum og götum." „Á medan hagnaóur fyrirtækja er Htinn hornauga, verður ekki vænzt miki/s tekjuskatts frá atvinnurekstrinum Jslenzka krónan ónothæf mæ/ieining á afkomu fyrirtækja" „Auka þarf refsiviðurlög við skattsvikum " „Leggja á niður ríkisskattanefnd og skattsektanefnd, en setja á fót sérstakt skattráð"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.