Morgunblaðið - 19.09.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.09.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1976 EITT MESTA SJOSLYS VIÐ ÍSLANDSSTRENDUR Fjörtíu ár liöin frá strandi franska rannsóknaskipsins Pourquoi pas? úti af Mýrum DAGANA 15 og 16 september 1 936 gekk mikið fárviðri yfir Suður- og Vesturland og olli þvi lægð sem myndaðist yfir hafinu um 1 600 km suðsuðvestur af Reykjanesi Þriðju- daginn 1 5 september kl 1 5 varaði útvarpið við því að sunnanstormur myndi bresta á vestanlands með nóttinni Um miðnætti var veður- hæðin i Reykjavik orðin 1 2 vindstig. eða fárviðri Þessa nótt var franska rannsóknaskipíð Piurquoi pas? á leið frá Reykjavik til Kaupmannahafnar Piurquoi pas? þekktu allir íslending- ar sem komnir voru til vits og ára á f|órða áratugnum. en skipið hafði oft komið til Reykjavikur vegna ferða sinna til rannsóknastarfa í Norður- höfum Leiðangursstjóri var dr Charcot og þegar þetta glæsilega þrisiglda skip lét úr höfn í Reykjavik þennan haustdag, hafði hann lokið sinni þýðingarmestu rannsóknaför í Norðurhöfum Skipið hafði komizt klakklaust úr hættum hafiss og strauma og í Kaupmannahöfn átti dr Charcot von á víðhafnarmóttöku. en Landfræðifélagið danska hafði boðið honum þangað til að flytja fyrirlestra um rannsóknaferðir sinar og vísindastörf STRANDIÐ Aðfararnótt 16 september barst Slysavarnafélaginu í Reykjavík til- kynning um að Pourquoi pas? hefði strandað úti af Mýrum, nánar tiltek- ið á skerinu Hnokka úti af Straum- firði Slysavarnafélagið fékk vélbát- inn Ægi frá Akranesi til að fara þangað uppeftir en þegar leið á nóttina gekk til suðvestanáttar og lægði nokkuð Báturinn var kominn á strandstað um hádegi og var með honum björgunarsveit Sigldi hann svo nærri flakinu að hægt var að ganga úr skugga um að ekkert lifs- mark var um borð, aðeins sást af þvi ein spira, siglutoppur eða bug- spjótsendi Er skemmst frá því að segja að i þessu slysi drukknuðu allir skipverjar nema einn og er þetta eitt mesta sjóslys, serin orðið hefur við íslandsstrendur Sá eini, sem komst lifandi af, hét Eugene Gonidec ,en hann lézt i heimabæ sinum. Malo á Bretagne- skaga, hinn 20 júlí sl Þaðan var einnig leiðangursstjórinn, dr Char- cot Með skipinu fórust eins og áður er sagt allir nema einn af áhöfninni, alls 38 manns Fréttin sem barst fljótt út um heim vakti hvarvetna óhug, þar sem þetta var vofeiflegur sorgaratburður og þarna höfðu farizt heimsfræðir vísindamenn. BJORGUN GONIDECS Skipsins varð fyrst vart úti af Mýrum um kl 6 morguninn hinn 1 6 september og sást þá litið af þvi vegna særoks Strax var þó vitað að einhver hætta væri að ferðum þvi skerjagarðunnn þarna er einhver sá hættulegasti strandstaður hér á landi Menn frá bæjunum þarna nálægt gengu fjörurnar til að ganga úr skugga um hvort einhverjir hefðu komizt lifandi á land. Ekkert var þá faríð að reka úr skipínu en kl. 8 var einum manni bjargað og gerði það Knstján Þórólfsson frá Straumftrði Þá var hann staddur við Hölluvör og varð hugsað til þess að enginn gæti hafa komizt lifandi út úr briminu eins og það var, það hlyti að hafa rotað hann við klettana Kristján tek- ur skyndilega eftir þvi að skipsstig- inn er kominn að landi og á honum hangir maður og um leið og hann ber að landi sleppir hann takinu og alda fleygir honum inn i klettagjá Knstján bregzt snarlega við og nær taki á manninum áðuren hann rekst g klettana i botni gjárinnar og svo var kastið mikið á manninum að hann tók Kristján með sér niður i gjána Náði hann handfestu nógu fljótt til að úísogið skolaði þeim ekki út aftur og með óskiljanlegu afli tókst honum af hafa sig upp úr gjánni og draga manninn á eftir Skipverjinn hafði þá verið tvær klukkustundir i sjónum og var það mikið volk í köldum sjónum Segja má að röð hendinga hafi orðið til að bjarga manninum, fyrst að hann skyldi ná tökum á stigan- um, að stigann skyldi einmitt bera að landi á þessum stað og að Krist- ján skyldi vera staddur þar á þessari sömu stundu og ná honum á þvi augnabliki sem hann sleppir stigan- um og áður en hann lemst I klett- ana Eugene Gonidec var siðan bor- inn heim til bæjar og gekk hann sjálfur siðasta spölinn þangað Þar var honum gefið brennandi heitt kaffi og virtist hann hressast nokkuð Stuðzt við frásögn Árna Óla blaða- manns úr bók hans Erill og ferill blaðamanns. Myndirnar eru úr þeirri bók, Öldinni okkar og Morgunblaðinu. Lfkin f fjörunni. Lík dr. Charcots fremst. og siðan var hann færður úr fötun- um Þá fór hann allt i einu að sýna mótþróa en að lokum tókst að koma honum i rúm og svaf hann vært fram eftir degi Þegar Gonidec vaknaði var hann ákaflega máttfarinn og i fyrstu gat hann alls ekki áttað sig á því hvað hafði gerzt Fólkið skildi hann ekki og hann ekki fólkið, en smám sam- an rifjaðist allt upp og þá leita spurningar á hugann, hvar voru fé- lagarnir? Daginn eftir var franski ræðismaðurinn kominn að Straum- firði og þá gat Gonidec sagt sögu sína. Sagði hann að upp úr kl. 5 hefði skipið tekið niðri og vélar þess stöðvazt og hálftima siðar steytti það aftur á skeri og brotnaði svo mikið að það tók að sökkva Þá gaf skip- stjóri út skipun um að hver maður yrði að reyna að bjarga sér og var bátum skotið fyrir borð en peir brotnuðu flestir og sukku samstund- is Gonidec komst i doriu með tveim öðrum en fljótlega sökk hún og hann náði í rekald og siðar bar að honum stigann, og hann sleppti rek- aldinu og hélt sér í stigann. ,.Ég var nú þarna aleinn og hafði ekki hugmynd um hvar ég var staddur né heldur hvort land var nærri Sjórinn var kaldur Veður- gnýrinn og brimskellirnir umhverfis mig voru eins og ægileg þruma. En ég var ekki hræddur Lífshvötin varð óttanum yfirsterkari og ég hugsaði um það eitt að halda sem fastast í stigann Ekki veit ég hve lengi ég hafði verið að velkjast þannig er ég sá land. Þá var ég viss um að ég myndi bjargast, en siðan man ég ekkert fyrr en ég vaknaði eins og af draumi hér inni i Straumsfirði við það að fólk var að stumra yfir mér og reyna að koma ofan í mig heitu kaffi," sagði Gonidec er hann rakti frásögn sína. LIKIN FINNAST Sama morgun og Gonidec bjarg- aðist tóku lík að reka á land, eitt af öðru hér og þar um fjöruna beggja megin við Straumfjarðarröst Alls fundust 22 lik af 38 skipverjum og tóku þátt í leitinni menn frá Akra- nesi, vélbátnum Ægi og menn frá bæjunum í kring, alls 36 menn. Daginn eftir var Gonidec fenginn til að bera kennsl á likin, þegar franski ræðismaðurinn var kominn uppeftir Seglinu var svipt af þeim þar sem þau lágu i fjörunni og þegar Goni- dec renndi augum yfir föl og stirnuð andlit félaga sinna missti hann stjórn á sér og fór að gráta Eftir að hann hafði jafnað sig nokkuð, benti hann á líkin hvert af öðru og skýrði frá nafni og stöðu þeirra og ræðis- maðurinn skrifaði allt i vasabók sína Franski ræðismaðurinn gekk síð- an fjörurnar og kannaði það sem Líkfylgdin fer niður Túngötuna að lokinni kveðjuat- höfninni. rekið hafði úr skipinu ef eitthvað heillegt fyndist sem hefði gildi fyrir vísindalegan árangur leiðangursins. Fátt fannst þó en það sem rekið hafði á land var alls kyns kassar og matvæli, hlutir úr innréttingum skipsins, vísindaáhöld og verndar- gripir skipverja Skrifborð dr Char- cot fannst og gerði ræðismaðurinn ráðstafanir til þess að þvi yrði bjarg- að, en það var eitt af fáu heillegu sem fannst i fjörunum Danska varðskipið Hvidbjörnen, sem hafði verið í Hvalfirði fór strax á strandstaðinn en gat litið aðhafzt, og það var vélbáturinn Ægir frá Akra- nesi sem tók likin og átti hann að flytja þau um borð i Hvidbjörnen á Akranesi Það reyndist ógerlegt vegna veðurs svo siglt var áfram i átt til Reykjavíkur. I vari við Viðey voru likin flutt um borð í Hvidbjörn- en sem síðan sigldi inn á Reykjavik- urhöfn og þar beið löng lest flutn- ingabila sem tók við þeim og stóð heiðursvörður sjóliða á þilfari á með- an. I borginni voru hvarvetna fánar í hálfa stöng og öll var þessi viðhöfn vegna hinna dauðu, en hinn eini lifandi gekk frá borði og á eftir bilalestinni einn sér, í þessum mikla mannfjölda sem var samankominn á bryggjunum Gonidec var berhöfð- aður og niðurlútur og var sem hann sæi engan og skynjaði ekkert. KVEÐJUATHÖFN OG LÍKFYLGDIN Tilkynning barst til islenzku rikis- stjórnarinnar frá þeirri frönsku að tvö skip væru á leið til landsins til að sækja lik hinna drukknuðu sjó- manna og visindamanna og rann- saka frekar slysið og e.t.v. bjarga einhverjum verðmætum Að kvöldi 21 september kom hingað franski tundurspillirinn L'Audacieux, eitt hraðskreiðasta skip i heimi, og fóru tveir foringjar-skipsins ásamt kafar- anum Þórði Stefánssyni til að kanna skipsflakið Litið fannst nema merkjabyssa, dýptarmælir, skugga- myndavél, borðklukka og fleira Hitt skipið, flutningaskipið L'Aude, kom með kistur og kistulagning fór fram þriðjudag 29 september og. kveðju- athöfn i Landakotskirkju daginn eft- ir Var hún mjög fjölmenn, en þar voru ráðherrar, sendimenn erlendra rikja, foringjar frönsku skipanna, biskup, prestar og aðrir embættis- menn og menn úr björgunar- og leitarflokknum Fólk streymdi frá út- hverfunum til miðbæjarins þennan morgun, og má segja að islenzka þjóðin hafi sennilega ekki sýnt nokk- urri þjóð svo mikla samúð og hlut- tekningu sem þá Öllum fyrirtækjum var lokað og fánar voru i hálfa stöng um allan bæinn Athöfninni var út- Framhald á bls. 36 Pourqui pas? Conidec um borð í Hvidbjörnen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.