Morgunblaðið - 21.09.1976, Side 5

Morgunblaðið - 21.09.1976, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1976 5 Litið við hjá sjónvarpsfólki í gær: Vonum að þetta standi sem stytzt ÞAÐ VAR mjög hljott og rólegt þegar blaðamaöur og ljósmyndari komu inn í aðsetur Sjónvarpsins í gær. Það var um kaffi- leytið og starfsfólkið var að tínast niður af fimmtu hæðinni þar sem kaffi- stofan er og var á leið á sína staði til að vera til- búið til vinnu. Eins og kunnugt er hafa útsend- ingar sjónvarpsins fallið niður nú um helgina og er ekki vitað hvort þær hef jist alveg á næstunni. Venjulega eru allir á þönum síðdegis á venjulegum útsend- ingardegi, þegar verið er að undirbúa fréttir og annað efni, upptökusalur upptekinn allan daginn og þar fram eftir götun- um, en nú var allt mjög rólegt eins og áður sagði. Inni á frétta- stofunni sátu starfsmenn, hver á sínum stað, eða nokkurn veg- inn og nokkrar af konunum höfðu prjóna sina meðferðis og stunduðu prjónaskapinn af kappi. Karlmennirnir höfðu ekki tekið upp á því ennþá, og vildu ekkert segja um hvort það gæti orðið. Að sögn sjónvarpsstarfs- manna ríkir alger einhugur um þessar aðgerðir og standa allir sem einn að þeim. I viðræðum við starfsmenn kom það fram, að þeim finnst undarlegt að samningamál allra rfkisstarfs- manna skuli vera undir einum hatti, svo ólík sem störf þeirra eru og það hljóti að vera stjórnarmönnum B.S.R.B. að kynna sér alla málavöxtu við samningagerð. — Við reiknum alveg eins með því að það verði dregið af launum okkar, sögðu þau, en annars vitum við ekkert um það. Við höfum orðið vör við að fólk fer mikið í bió og gerir margt sem það hefur ekki gert síðustu 10 árin eða svo, eins og t.d. að heimsækja kunningjana. Okkur finnst hálfskrítið að standa í þessu og okkar vilji er sá að þessi deila leysist sem fyrst, en við gerum ekkert í þá átt fyrr en einhver utanaðkom- andi viðbrögð sjást. Hér bíða allir tilbúnir að hefja störf um leið og eitthvað slíkt gerist, við höfum staðið okkar vaktir um helgina og útsending á að geta hafizt hér með mjög litlum fyrirvara. Þessar aðgerðir eru fyrst og fremst tilkomnar vegna óánægju með kjör okkar segja þau jafnframt, eins og fram hefur komið í fréttum. I morg- un var hér fundur allra starfs- manna og við biðum bara eftir utanaðkomandi viðbrögðum. Hér er vinnufúst fólk, og hér er fólk sem hefur unnið hér lengi, samvalinn hópur og við viljum gera það sem við eigum að gera, en við viljum jafnframt fá leið- réttingu launa okkar, sjónvarp- ið hefur ekki náð þeim sessi í laanakerfi opinberra starfs- manna sem það á skilið. Þetta voru orð sjónvarps- starfsmannanna, sem staddir voru i fréttastofunni í eftirmið- daginn í gær og það var fólk í flestum deildum, hljóðupptöku- maður, stjórnendur fréttaút- sendinga, klippingafólk, filmu- verðir, kvikmyndatökumenn, förðunarfólk og fleiri og fleiri, enda er þau mjög mörg hand- tökin og fjölbreytt sem gera þarf fyrir hverja útsendingu. Marfanna Friðjónsdóttir, Ragnheiður Valdimarsdóttir og Sigfús Guðmundsson. Úr sjónvarpssal: Auð og yfirgefin tækin bfða þess að vfnna hefjist að nýju. Hér má sjá nokkra starfsmenn sjónvarpsins og hér eru konurnar á kafi f prjónaskapnum. Frá vinstri: Þurfður Magnúsdóttir, Nfna Þórðardóttir.Þórarinn Guðnason, Helga Pálmadóttir, Ragna Fossberg og Sigrún Stefánsdóttir. Leið okkar lá næst fram i upptökusalinn. 1 einu horni hans er borð það sem allir landsmenn kannast við, borðið sem fréttamenn sitja við þegar fréttir eru lesnar og veður- fregnir og i salnum var aldrei þessu vant enginn í upptöku. Vélarnar stóðu yfirgefnar, eng- inn var við stjórntækin, enginn við segulböndin og enginn í upptöku. Eftir því sem við kom- um lengra inn í þetta völundar- hús sáum við nokkra upptöku- menn og aðra, sem spjölluðu saman, þetta var rólegt hjá þeim eins og öðrum í sjónvarp- inu þennan dag. Við vonum bara að þetta fari að leysast — við viljum að þetta standi sem skemmst yfir og fólk geti farið á sjá sjónvarp að nýju, sögðu sjónvarpsmenn. Þeir sögðust ekki hafa orðið fyrir upphringingum óánægðra sjónvarpsnotenda, en sögðu að fólkið í innheimtudeildinni hefði fengið nokkrar heimsókn- ir fólks sem vildi ekki greiða afnotagjöldin að fullu. jÖ&REYKJAVIK HAUSTMARKAÐUR þessa viku í herradeild JMJ VIÐ HLEMM ÓTRÚLEGA LÁGT VERÐ ÁGÓÐUM VÖRUM Hagsýn húsmóðir notar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.