Morgunblaðið - 21.09.1976, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 21.09.1976, Qupperneq 13
M0RGUNBLAÐIЄÞRIÐJUDAGUR21. SEPTEMBER 1976 13 Slátursala hefst um næstu helgi LÍKUR eru á að sala á slátri hefjist hjá Sláturfé- lagi Suðurlands og Afurða- sölu SÍS öðru hvorum meg- in við næstu helgi. Auglýst hefur verið verð á slátri og innmat á þessu hausti og kostar hvert heilslátur með ósviðnum haus og 1 kg. af mör 692 krónur en sé haus- inn sviðinn kostar slátrið 794 krónur. Ef sviðahaus- „Fólk þusti út á götur í Lignano” — segir íslending- ur nýkominn þaöan „ÞAÐ varð óskapleg ringul- reið í Lignano þegar verstu jarðskjálftakippirnir gengu yfir. Fðlk þusti út á götur og margir voru skelkaðir, aðal- lega þó Italir og Vestur- Þjóðverjar, sem þarna voru fjölmennir. lslendingarnir voru aftur á móti mun ró- legri,“ sagði Magnús Gestsson skipstjóri, Reykjavfk, f sam- tali við Mbl., en hann er ný- kominn úr sumarleyfi á Lign- ano á ltalfu. Magnús sagði að margir Þjóðverjar hefðu snarast upp í bíla sína og haldið heim á leið, enda þótt þeir hefðu ætlað sér að dvelja lengur í Lignano. „Einn sem ég sá var svo skelk- aður að hann hljóp út í bfl sinn sveipaður teppi og ók á brott eins og byssubrenndur." Magnús sagði að aðeins tveggja tfma ökuferð væri frá Lignano til verstu jarðskjálfta- svæðanna. Menn hefðu því orðið þeirra óþyrmilega varir, enda þótt Islendingarnir hefðu flestir fundið slfka kippi áður. Sagði Magnús að ljósakrónur hefðu sveiflast um og f her- bergi hans myndaðist sprunga f loft. Magnús sagði að lokum að hann hefði farið um jarð- skjálftasvæðin og hefði þar verið ljótt um að litast, hús hrunin og fjöldi fólks heimilis- laus. 31 kr. fyrir hvert kg af hörpudiski YFIRNEFND Verðlagsráðs sjáv- arútvegsins hefur ákveðið nýtt lágmarksverð á hörpudiski og gildir hið nýja verð frá 15. sept- ember til 31. desember n.k. Fyrir hvert kfló af hörpudiski sem er 6 cm og stærri eiga að greiðast kr. 31, og er verðið uppsegjanlegt frá og með 15. október og sfðan með vfku fyrirvara. Verðið er ákveðið af oddamanni og fulltrúum seljenda f nefnd- inni, gegn atkvæðum fulltrúa kaupenda. I nefndinni áttu sæti Gamalíel Sveinsson, sem var oddamaður nefndarinnar, Ingimar Einarsson og Jón Sigurðsson af hálfu selj- enda og Arni Benediktsson og Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson af hálfu kaupenda. AU(;i.VSINGASÍMINN ER: 22480 JRor0xmbItitiib inn er sagaður bætast 6 krónur við söluverð slát- ursins og séu vambir hreinsaðar bætast um 50 krónur við hvert slátur. Sláturfélag Suðurlands ætlar á þessu hausti að taka upp þá nýjung að hafa á boðstólnum í verslunum sínum slátur þar sem fimm slátur verða seld saman. Ekki var i gær vitað hvert yrði útsöluverð á þessum nýju pakningum. Afurða- sala SÍS verður eins og undanfarin haust ein- göngu með á boðstólnum fryst slátur I pakningum, sem innihalda fimm slátur. Ljóð í lausaleik — bók Þórdísar Richardsd. UT ER komin ljóðabókin „Ljóð f lausaleik" eftir Þórdfsi Richards- dóttur, sem jafnframt gefur bók- ina út. Bókin skiptist í fimm kafla: Forleikur, Legorð. Heitorð. Frjáls orð. Sfðastaleikur. Bókin er 70 blaðsíður að stærð. Fjölrituð f Letri s.f. Kápumynd er eftir Ray Conolly. ÞÓRDÍS RICHARDSDÓTTIR Ljósmyndasýning í Hamragörðum FJÓRIR áhugaljósmynd- arar sýna um þessar mundir ljósmyndir sfnar f Hamragörðum. Þeir eru Þorvaldur Jóhannesson, Þorsteinn Ásgeirsson, Gunnar Elfsson og Guðjón Steinsson. Alls sýna þeir 31 ljósmynd á þessari sýn- ingu, og eru þær ýmist svart-hvítar eða f lit. Að sögn ljósmyndaranna er ekkert sérstakt viðfangsefni í myndunum sem sýndar eru, held- ur eru þær sfn úr hverri áttinni. Þarna eru myndir af landslagi, fólki, svo og eru þarna ýmis mótív. Allar eru myndirnar tekn- ar á íslandi, og eru þær allar til sölu. Verð myndanna er á bilinu 10—25 þúsund. Myndirnar eru allar frágengnar af þeim fjórmenningum, nema hvað litmyndirnar eru að hluta frágengnar í Litljósmyndum hf. Sýningin verður opin daglega til 26. sept., og verður opið frá5—10 daglega, að undanskildum helgi- dögum, en þá verður opnað kl. 15. Hér eru (f.v) þeir Gunnar Elfs- son, Þorsteinn Asgerisson og Þor- valdur Jóhannesson með nokkrar Ijósmynda sinna scm þeir sýna f Hamragörðum. A myndina vantar Guðjón Steinssen, en hann var erlendis þegar Morgunbiaðsmenn bar að garði. Ljósm. rax. Unglingar teknir ölvaðir á stolnum bílum ARBÆJARLÖGREGLAN þurfti tvfvegis f nótt að hafa afskipti af ölvuðum unglingum á stolnum bílum fyrir helgina. Fyrst voru tveir piltar, 15 og 16 ára, teknir eftir töluverðan eltingaleik á stolnum bfl, og höfðu þeir skemmt hann. Seinna um nóttina sást til bifreiðar á Vesturlands- vegi, sem vægast sagt var ekið skrykkjótt. Var bíllinn stöðvaður og reyndust þetta vera tveir 15 ára piltar á stolnum bfl. Voru þeir báðir mjög drukknir. Hér stendur Gunnar Geir við eitt máfverka sinna, en þetta nefnir hann „Hagvöxturinn". Inn f málverkið er svo fléttað ýmsum af leið- ingum hagvaxtar, þótt ekki sjáist það vel á þessari fjósmynd. Afleiðingar hagvaxt- ar í Gallerí Súm „VIÐFANGSEFNI verka minna er verðbðlgan og hag- vöxturinn og ýmist það sem þvf fylgir,“ sagði Gunnar Geir Kristjánsson þegar hann sýndi okkur nokkur verka þeirra sem hann sýnir f Gallerf Súm um þessar mundir. Gunnar sýnir þarna málverk, sem flest eru unnin úr eins konar plastefnum, sem bólgna út þegar þeim er blandað sam- an. Auk málverkanna eru svo- nefndar klippimyndir, skissur, og grafík-myndir á sýningunni, en alls sýnir hann 42 verk að þessu sinni og flest eru þau unnin á þessu ári. Aðspurður sagðist Gunnar hafa skapað sinn eigin stíl, og þvf væri ekki beint hægt að kenna list hans við sérstaka isma. Gunnar er sjálfmenntað- ur að mestu, en hefur þó farið i kynnisnám víða erlendis að undanförnu. Sýningin, sem opin verður frá 18.— 26. sept., kl. 4—10 dag hvern, er þriðja sýning Gunn- ars, en sfðasta sýning hans var haldin á Reykjavfkurtjörn. öll verkin á sýningunni eru til sölu, að sögn Gunnars, og er verð þeirra frá 10 þús. krónum og allt upp f 350 þús. krónur. HELSTI EIGINLEIKI SLITÞOL. ”Elite” og ”Scantina” teppin frá WESTON eru sérstaklega ætluð á fjölsótta staöi svo sem verslanir, skrif- stofur, banka, skóla og aðrar opinberar byggingar. Þessi teppi eru eldvarin og veita því mikið öryggi. Þau þola einnig vel hverskonar hnjask, svo sem af færanlegum húsgögnum o.þ.u.l. Eftirlitsnefnd opinberra bygginga í Danmörku hefur staðfest þessa eiginleika. Fjölmargir litir og hagstætt verð miðað við gæði. A A A. A A húsið A Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.