Morgunblaðið - 21.09.1976, Page 14

Morgunblaðið - 21.09.1976, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1976 Hér sést hvar áin kemur bullandi undan jöklinum, en þegar myndin var tekin mældist rennslið í ánni um 3200 rúmmetrar á sekúndu. „Óreglan er regla j ökulhlaup anna” Sigurjón Rist og Eberg Eiefsen við dýptarmæiingar i Skeiðarárbrú. SKEIÐARÁ var ekki komin f sinn versta ham á sunnu- dag er Morgunblaðsmenn fylgdust með hlaupinu í ánni. Engu að síður voru vísindamenn að störfum víðs vegar á sandinum til að kanna hvaða áhrif rennslið í ánni hefði á brúarmannvirkin, sem lokið var við að reisa á sandinum fyrir rösklega tveimur árum, og hvort varnargarðarnir myndu þola átökin við ána. Enn aðrir voru að kanna aurburðinn í ánni, en áin ber óhemju mikinn aur með sér til sjávar í hvert sinn sem hlaup kemur í hana úr Grímsvötnum. Á sunnudaginn mældist rennsli í Skeiðar- á rösklega 2000 rúmmetrar á sekúndu, og allt eins getur rennslið í henni tvö- til þrefaldazt enn. Það var því ekki iftill spenningur f mönnum að vita hvort áin myndi ná þvf rennsli, því þá fyrst reynir verulega á mannvirkin. Þó að rennslið hafi aðeins mælzt um 2000 rúmmetrar á sek. þá var áin aðeins búin að grafa undan nokkrum varnargarðanna, auk þess sem hún var komin niður fyrir tvo af brúarstöplunum, þannig að þeir stóðu þá aðeins á staurunum, sem reknir voru nfu metra niður í sandinn. ,,Það er ekki mikill munur á aðdraganda þessa hlaups og þess síðasta. Rennslið í ánni var komið í 2300 rúmmetra á sekúndu í morgun, sem ég tel vera ósköp eðlilegan vöxt,“ sagði Sigurjón Rist vatnamælingamaður þar sem Morgunblaðið hitti hann á brúnni yfir Skeiðará við störf ásamt Eb- erg Elefsen. „Eini munurinn á þessu hlaupi og því siðasta er að þegar þessi vöxtur var kominn í ána hér, þá var komið álíka mikið vatn í Sandgígjukvísl. Þar er nú ekkert vatn komið, og ekkert vatn hefur komið undan jöklinum enn. Hlaupið hefur farið svo rólega af stað, að það hefur engan ís brotið úr honum." Styttra milli hlaupa Þá var Sigurjón spurður hvort enn ætti eftir að vaxa mikið I ánni, og sagði hann, að það væri ekki vitað, þótt mikið vatn væri runnið til sjávar, ætti samt eitt- hvað að vera enn eftir'Grímsvötn- um. “Nú er aðeins liðið 4lA ár frá siðasta hlaupi, en þegar hlaupið kom 1972 voru liðin rösklega sex ár frá síðasta Grlmsvatnahlaupi. Þar til á siðustu árum komu Skeiðarárhlaupin almennt á 10 ára fresti, og voru miklu krapp- ari, þannig að þau ruddust fram á mjög stuttum tlma. En við vissum að hlaup var væntanlegt. Helgi Björnsson jöklafræðingur var við Grlmsvötn I sumar og hafði reyndar spáð hlaupi I marz,“ sagði Sigurjón. Þegar við ræddum við Sigurjón var hann nýbúinn að mæla dýpið austast i ánni, en þar er lang stærsti állinn, sem breiðir úr sér á 100—150 metra kafla, en á því svæði eru þrjú höf og þrlr stöplar. „I morgun var dýpi við yzta stöp- ulinn um 4.80 metrar, og hefur áin grafið sig niður með stöplin- um, þannig að hann er nú alveg upp úr sandinum og aðeins staur- arnir sem halda honum uppi, en til þess eru þeir gerðir. Miklar eyrar eru nú undir miðri brú og liggur áin aðallega I tveimur ál- um, að austanverðu, þar sem nú renna um 1700 rúmmetrar á sek- úndu og er straumhraðinn þar nærri 5 metrar á sekúndu og svo er hinn aðalállinn að vestanverðu. Annars hefur þróun slðustu tlma verið sú, að áin hefur runnið und- ir allri brúnni og er það miklu betra fyrir mannvirkin og alltaf var vonazt til þess að hún rynni undir allri brúnni I stórhlaup- um.“ Eins og þing- vallavatn tæmdist Að lokum var Sigurjón spurður um hve mikið vatn hefði komið úr síðasta Grlmsvatnahlaupi. „Það tel ég vera um þrjá gigalitra, sem er álíka mikið vatn og í öllu Þing- vallavatni. Það er mikil óregla á þessum hlaupum og verið venja að í stærri hlaupum komi mikið vatn I Sandgigjukvlsl og Súlu, en svo er ekki nú, en reyndar getur allt gerzt enn. Óreglan er regla jökulhlaupanna." Haukur Tómasson, jarðfræðing- ur og deildarstjóri hjá Orkustofn- un, sér um rannsóknir á aurburði Skeiðarár og hann hittum við að máli við einn af þremur föstum sýnistökustöðum við upptök ár- innar, þar sem hann var að taka vatns- og issýni ásamt Helga Gunnarssyni. „Við ætlum að reyna að fylgjast með aurburðin- um I hlaupinu og hvað af honum verður. Hpemiktsez aa sandinum og hve mikið fer til sjávar. Það er ekkert isedæmi að við reynum að fylgjast með aurburði I ám. Við tökum að öllu jöfnu alltaf aurburðarsýni úr öllum stórám og það hefur verið gert reglulega I Skeiðará slðan brúin var byggð. Nú I þessu hlaupi tök- um við sýni á þrem stöðum, rétt við útfallið, við brúna og slðan 10 km fyrir neðan brú. Einnig von- umst við til að geta tekið sýni aiveg niðri við sjó 0g biðum eftir þyrlu Andra Heiðbergs til þess.“ 30 millj. tonn af aur „Stóri flöskuhálsinn I þessum mælingum er hið breytilega rennsli árinnar. 1 meðalhlaupi ber hún a.m.k. 30 millj. tonn og jafnvel allt að 50 millj. tonn. Verulegur hluti af þessu verður eftir á sandinum og hækkar hann þá eitthvað I hverju hlaupi. Það er talið að 5 sm sandlag hafi bætzt ofan á hlaupfarveginn i siðasta hlaupi en þetta lag má greina frá eldri sandi. Þetta magn virðist Hka nokkurn veginn koma saman við stærð hlaupsins sjálfs síðast. En það má líka koma fram að verulegur hluti þessa sands fýkur burtu, en hann sézt að annars staðar á söndunum," sagði Haukur. Þá sagði Haukur, að ef aur- burður Skeiðarár væri borinn saman við t.d. aurburð Þjórsár, kæmi fram að Þjórsá bæri fram 4—5 millj. tonn af aur árlega, en Skeiðará um 30 millj. tonn á hálf- um mánuði, eins og fyrr segði. Þá bæri Skeiðará fram mikinn aur milli hlaupa og I heild bæri áin helmingi meira fram en Þjórsá, helmingurinn kæmi I hlaupum og hinn helmingurinn á milli hlaupa. „Hvað hefur mælzt mikill aur I þeim sýnum sem þið hafi þegar tekið úr þessu hlaupi?“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.