Morgunblaðið - 21.09.1976, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1976
1 FYRRI grein var skýrt frá þvf, að Bandarfkin væru
aðalmarkaðslandið fyrir frystar sjávarafurðir frá Is-
landi. Að jafnaði fara þangað árlega um 75% af útflutn-
ingi þessara afurða miðað við verðmæti. Um er að ræða
tugi milljarða króna f útflutningsverðmæti og viðskipta-
veltu fslenzku fyrirtækjanna fyrir vestan. Verðmesti
hluti fslenzkra sjávarafurða er seldur f Bandarfkjunum.
VAXANDI MARKAÐUR
Hraðfrystar sjávarafurðir frá
Islandi njóta mikils álits í Banda-
rikjunum sem gæðavörur og fer
framleiðsla fyrir þennan markað
stöðugt vaxandi. 1 gegnum eigin
fyrirtæki annast Islendingar
sjálfir sölu- og markaðsmál. Upp-
bygging íslenzks hraðfrystiiðnað-
ar, sem hefur byggt afkomu sfna
að meira eða minna leyti á banda-
ríska markaðnum á síðustu ára-
tugum, ber þess órækan vott að
vel hefur verið að málunum stað-
ið. Þá má minna á að fyrir nokkr-
um árum fólu Færeyingar Cold-
water Seafodd Corp. (S.H.) sölu
frystra sjávarafurða fyrir sig f
Ameríku. Hafa þeir aldrei farið
dult með það að ástæða þessarar
ráðstöfunar hefði verið sú, að með
því teldu Færeyingar sölumálum
sfnum á þeim markaði bezt borg-
ið. Með hverju ári sem lfður hefur
samstarf þetta styrkzt og eflzt
báðum aðilum í hag.
ISLENZK
FRAMKVÆMD
Hin mikia og glæsilega
markaðsuppbygging íslendinga í
Ameríku f sölu hraðfrystra
sjávarafurða er alíslenzk fram-
kvæmd. Hún er grundvölluð á
stefnu frjálsra utanríkisviðskipta
og framkvæmd af forustumönn-
um íslenzks atvinnulífs. Þar hafa
einkaframtaksmenn í sjávarút-
vegi og fiskiðnaði verið fremstir í
fylkingu ásamt einstakfega hæf-
um og duglegum samstarfsmönn-
um heima fyrir og erlendis. I
verkum þessara aðila sannast á
ótvfræðan hátt, að hin frjálsa og
sjálfstæða utanríkisstefna Islands
frá stofnun lýðveldisins hefur
skilað þjóðinni miklum og glæsi-
legum árangri. Utanrfkisstefna
raunverulegrar þjóðlegrar reisn-
ar byggð á iðju þúsunda í atvinnu-
(iuðmundur II.
Garðarsson. alþm.:
lífi landsmanna. Þessa stefnu
verða Islendingar að verja fyrir
árásum hinna svonefndu þjóðlegu
sósíalista, þvf f henni felst Ifftaug
þjóðarinnar, frelsi og sjálfstæða
borgaralegs samfélags.
Hin umfangsmikla og sjálf-
stæða framkvæmd lslendinga f
sölu- og markaðsmálum i Banda-
rfkjunum gegnir hér veigamiklu
hlutverki. Vegna arðsemi hennar
og hagkvæmni fyrir íslenzkan
hraðfrystiiðnað, hefur af hálfu Is-
lendinga sjálfra verið lögð
áherzla á að nýta þá möguleika i
fisksölumálum, sem þar hafa ver-
ið fyrir hendi, til hins ýtrasta.
Þróun þessara mála á umliðn-
um árum sýnir augljóslega að svo
hefur verið gert. Með tilliti til
þess að greinargóðar tölfræðileg-
ar upplýsingar, sem gefa góða
möguleika til samanburðar við
aðrar þjóðir, eru fyrir hendi frá
árinu 1961, verður lögð áherzla á
að skýra þróunina tímabilið
1961—1975.
HEILDARINNFLUTNINGUR
Tímabilið 1961—1975 jókst
heildarinnflutningur Bandarfkj-
Island og banda-
ríski fiskmarkaðurinn
Traustur og öruggur markaður
fyrir hraðfrystar sjávarafurðir
anna á frystum fiskflökum og
fiskblokkum um 157,9% eða
142.688 smálestir. Til þess að gefa
einhverja hugmynd um hvað í
þessu felst má geta þess, að þessi
aukning er álíka mikil og tæplega
tveggja ára framleiðsla þorskfisk-
afurða allra hraðfrystihúsa á Is-
landi. Árið 1961 var innflutning-
urinn 202,0 milljón pund (91.506
smálestir), en árið 1975 521,4
milljón pund (236.194 smálestir).
Um er að ræða fiskflök og fisk-
blokkir úr þorski, ýsu, ufsa, keilu,
löngu, lýsu, steinbít og karfa.
Hlutfall fiskblokka f heildar-
innflutningnum hefur ætið verið
mun hærra en fiskflaka. Hefur
það verið breytilegt eftir árum og
sveiflast til á bilinu 58—71%. Ár-
ið 1961 var innflutningur fisk-
blokka 118,6 milljón pund (53.726
smálestir), en 1975 313,5 milljón
pund (142.016 smálestir). Aukn-
ingin var því 88.290 smálestir eða
163,9%. Árið 1961 voru flutt inn
83,2 milljón pund (37.690 smálest-
ir) af fiskflökum. Arið 1975 var
þessi innflutningur kominn f
207,9 milljón pund (94.179 smá-
lestir). Aukning var því 56.489
smálestir eða 150,6%.
Hver hefur hlutdeild Islands
verið í þessum innflutningi sam-
anborið við önnur lönd, sem selja
frystan fisk til Bandarikjanna?
HELZTU
VIÐSKIPTALÖND
Helztu lönd sem selt hafa þang-
að eru Kanada, Island, Noregur
og Danmörk. Auk þess hafa önn-
ur lönd eins og Vestur-Þýskaland,
Japan, Suður-Afríka o.fl. lönd
komið þar við sögu, en með mun
minna magn en hín fjögur fyrst-
nefndu, sem hafa árlega verið
með samtals yfir 80% magnsins.
I súlnariti er sýndur hundraðs-
hluti (%) Kanada, Islands, Nor-
egs og Danmerkur f innflutníngn-
um. Tfmabilinu 1961—1975 hefur
til einföldunar verið skipt í þrjú 5
ára tímabil og sfðan reiknað út
árlegt meðaltal viðkomandi landa
í innflutningnum.
Unnt væri að skrifa langt mál
um þróun þessara mála umrætt
tfmabil með tilliti til hlutdeildar
einstakra landa. En að svo stöddu
verður að nægja að drepa á hið
helzta.
HLUTDEILD
EINSTAKRA LANDA
Tímabilið 1961—1975 eða s.l. 15
ár hefur innflutningur frysts
Millj.lbs.
Heildarinnflutningur Bandaríkjanna á frystum fiskflökum og
fiskblokkum 1961 — 1 975 og hlutdeild íslands I innflutningn-
um
Gaetum tungu vorrar
Svar til sr. Sigurðar Hauks Guðjónssonar
SR. SIGURÐUR Haukur Guðjóns-
son sendir mér kveðju í Morgun-
blaðinu hinn 11. sept. s.l. Telur
hann, að ég hafi verið handbendi
háðfugla, er ég reit grein mína,
sem birtist í Mbl. föstudaginn 3.
sept., og hvetur mig til að hamra
tungu mína á steðja sannleikans!
Hvort það er spaugsemi hans
sjálfs eða annarra, sem skín f
gegnum skrif hans, skal ósagt lát-
ið.
Svo gaman hafði sr. Sigurður
Haukur af setningunni úr grein
minni: „Það hefur aldrei verið
kenning kirkjunnar, að börn, sem
dæju óskírð, væru glötuð," að
hann las fátt f greininni annað.
Ég eyddi samt nokkrum orðum í
að útskýra, af hverju slíkt gæti
ekki verið kenning kirkjunnar.
Þær línur virðist sr. Sigurður
hafa hlaupið yfir eða hann hefði
ekki skrifað á þann hátt sem hann
gerði. Treysti ég því, að Mbl. eigi
sér sanngjarnari lesendur, sem
skilji, að hér er ekki um grín að
ræða, heldur alvöru.
En hvað um allt það, sem sr.
Sigurður taldi upp?
Sr. Sigurði yfirsést um það, að
skírnin frá upphafi er inntaka
meðlima i söfnuð Jesú Krists,
kirkjuna. Um leið lítur hann yfir
það, sem ég lagði áherzlu á, að
skírnin bendir burt frá sjálfri sér
til þess atburðar, sem er sjálft
skilyrði hjálpræðisins, þ.e. lff,
dauði og upprisa Jesú Krists.
Ég geri ráð fyrir því, að sr.
Sigurður Haukur skíri börn sam-
kvæmt ritúali Helgisiðabókar fs-
lenzku þjóðkirkjunnar frá árinu
1934. Þar standa m.a. þessi orð á
bls. 112—113:
„Lofaður sé Guð og faðir drott-
ins vors Jesú Krists, sem eftir
mikilli miskunn sinni vill endur-
fæða þetta barn til lifandi vonar
fyrir upprisu Jesú Krists frá
dauðum.
Vér tökum það nú inn í söfnuð
Krists.
Ég helga þig Kristi með tákni
hins heilaga kross bæði á enni og
brjóst til merkis um að hugur
þinn og hjarta á að helgast fyrir
trúna á hann.
Heilagi faðir. Tak þetta barn í
samfélag sonar þíns. Endurfæð
það með anda þínum og lát hann
aldrei frá þvf víkja. Styrk það
með krafti þinum og kærleika."
Það má finna Helgisiðabókinni
frá 1934 margt til foráttu, en
varla verður henni brugðið um
afturhald. I þeim orðum, sem ég
tilgreini, er það að finna, sem
gerir högg sr. Sigurðar að vind-
höggi einu. Þvf að þau leiða í ljós
inntak hinnar kristnu skfrnar, að
hún bendir á og ber endurskin af
Iffi, dauða og upprisu Jesú Krists
samtímis sem menn eru fyrir
skírnina teknir inn í söfnuð
Krists. í fyrsta lagi er kunngjörð-
ur vilji Guðs til að endurfæða
barnið til lifandi vonar fyrir upp-
risu Jesú Krists frá dauðum. I
öðru lagi er skírskotað til þess, að
skfrnin er inntaka I söfnuð
Krists. I þriðja lagi er áminnt um
það, sem skfrninni fylgir, þ.e. trú
á Jesúm Krist. I fjórða lagi er
bæn um, að Guð taki barnið I
samfélag sonar sfns og endurfæði
það. M.ö.o. endurfæðing leiðir
ekki af fæðingu manns, heldur af
upprisu Jesú Krists samkvæmt
vilja Guðs. Og sá er einn af söfn-
uði Jesú Krists á jörðu, þ.e. krist-
inn, sem skfrður er. Meira fullyrð-
ir önnur grein Ágsborgarjátning-
ar heldur ekki, sé hún lesin í
eðlilegu samhengi.
Meðan kirkjan bar enn svipmót
þess ástands, sem rfkti, þegar hún
fyrst kom með kenningu sína f
löndin, túlkaði hún skarpar f
breytni sinni skilin milli hinna
kristnu og ókristnu en á timum,
þegar samrumi var orðinn milli
trúar og menningar. Það kom þá
líka fram i greftrunarsiðum kirkj-
unnar. Kristnir greftrunarsiðir
túlkuðu til forna — og túlka von-
andi enn — að hin eina von í lífi
og dauða er Jesús Kristur, ekki
ástand manns á dauðastundu,
ekki heldur auðæfi hans, máttur
eða dyggðir eins og túlkað er í
heiðnum — þ.e. ókristnum —
greftrunarsiðum. Kirkjugarðs-
veggurinn markaði sem sagt ekki
skil hólpinna og glataðra, heldur
markaði hann þann reit, sem var
ætlaður kristnum mönnum, þ.e.
meðlimum safnaðar Krists eða
hinum skfrðu, til hinztu hvíldar.
Það held ég, að afa mfnum og
nafna hafi verið ljóst f kirkju-
garðinum f Skálholti forðum.
Hvað um þá verður, sem ekki
náðu i lffi sfnu inn í söfnuð
Krists, sem ekki náðu þvi að lifa
og deyja sem kristnir menn, er
kristnum mönnum áhyggjuefni,
en ekki aðhláturs Þess vegna
hafa þeir rekið ks stniboð meðal
hverrar kynslóðar og meðal þjóða,
sem enn hafa ekki heyrt gleðitíð-
indin um elsku Guðs, sem birzt
hefur i Jesú Kristi. Sjálfir vinna
kristnir menn að sáluhjálp sinni
með ugg og ótta (Fil.-2.12). Dæmi-
sagan um illgresið meðal hveitis-
ins (Matt. 13.24—30, 36—43) hef-
ur m.a. verið kristnum mönnum
áminning um, að hjálpræðið er
dýpri leyndardómur og meiri al-
vara en að það verði haft I flimt-
ingum eða menn ræði um það í
hroka farisea. Ágústfnus kirkju-
faðir hugsaði um það mál meir en
flestir aðrir hugsuðir kristnir fyrr
og síðar, m.a., f riti sinu De
civitate dei. I því riti setti hann
engan veginn jafnaðarmerki milli
Guðs ríkis og kirkjunnar sem
stofnunar. Þar hefur sr. Sigurður
Haukur — eða heimildarmaður
hans — lesið Ágústínus skakkt.
Sr. Sigurður Haukur nefndi til
Matthias Flacius (1520—1575)
sem forsvarsmann kenningarinn-
ar um glötun ungbarna, sem dæju
óskfrð. Vel hefði hann mátt taka
það fram, að kenning Flaciusar
um syndina var um hans daga og
allar götur síðan metin sem hin
argasta villa af lútherskum guð-
fræðingum. Ætti sú stáðreynd ein
að nægja til að renna stoðum und-
ir þá fullyrðingu mína, að kenn-
ing kirkjunnar er metin út frá
vitnisburðinum um virka elsku
Guðs, en ekki út frá hugsanlegu
ástandi mannsins lifs eða liðins.
Og elska Guðs er engin hugsjón,
ekkert tómt hugtak. Hún hefur
birzt sem sögulegur atburður i
ltfi, dauða og upprisu Jesú Krists.
Að lokum þakka ég sr. Sigurði
Hauki góðar óskir, þó að tónninn i
grein hans almennt geti gefið mér
tilefni til að efast um einlægní
þeirra óska.
Reynivöllum, 13. sepfember
1976.
VCRKimiÐJU
Einar Sigurbjörnsson.