Morgunblaðið - 21.09.1976, Page 17

Morgunblaðið - 21.09.1976, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1976 ^ 7 Millj. Ibs. 100- ■ 90- • 80- ■ 70- ■ 60- ■ 50- ■ 40- ■ 30- ■ 20- - 10- - Þorskflök 1960 '61 '62 '63 '64 '65 '66 '67 '68 '69 '70 '71 '72 '73 '74 '75 Ar Innflutningur Bandaríkjanna á frystum þorskflökum 1961 — 1 975 og hlutdeild islands fisks til Bandarfkjanna verið mestur frá Kanada eða um 47% heildarmagnsins, ef litið er á tlmabilið I heild. Þá kemur tsland með 21,0% þar næst Noregur með 10,7% og síðan Danmörk með 7,5%. Hlutdeild annarra landa er mun minni. Athygli vekur að hlutdeild Kanada hefur minnkað svo til jafnt og þétt ár frá ári umrætt 15 ára tfmabil, þrátt fyrir stóraukinn heildarinnflutning. Árið 1961 var hún 59,5%, en er komin niður f 27,1% árið 1975. Meðaltal áranna 1961—65 var 57,9% en aðeins 31,3% 1971—75. HLUTDEILD ÍSLANDS Staða tslands á markaðnum hefur verið örugg og ekki verið um að ræða miklar breytingar á hlutdeildinni frá ári til árs eða um og yfir 20%. Á sama tfma eykst innflutt magn fiskflaka og fiskblokka. 1 rúma tvo áratugi hafa Islendingar verið fremstir fjarlægra þjóða f sölu frysts fisks í Bandarfkjunum. Árið 1961 er innflutningurinn frá Islandi 45,7 millj. pund (20.702 smál.). Arið 1975 er hann kominn upp f 116.7 milljón pund (52.865 smál.) og hafði aukizt um 32.163 smálestir eða 155,4%. Þessi aukning er mun meiri en hlutfallslegar breytingar f árleg- um fiskveiðum tslendinga á um- ræddu tfmabili. Af því má m.a. ráða, að þeir hafa verið fljótir að átta sig á arðsemi þess að fram- leiða fyrir bandarfska neytendur. Enda hafa þeir hagnýtt sér hina frjálsu og óþvinguðu möguleika til hins ýtrasta umfram aðrar þjóðir. Aukin áherzla af hálfu annarra fiskveiðiþjóða eins og Norðmanna og Dana á sfðustu árum til að selja frystar sjávarafurðir i Bandaríkjunum styður framan- greinda ályktun um rétta stefnu- mörkun og vel framkvæmda sölu- starfsemi tslendinga á þessum markaði. HLUTDEILD KANADA, NOREGS OG DANMERKUR Ef litið er á tlmabilið I heild kemur f ljós að árleg meðalhlut- deild Norðmanna er 10,7% á móti 21% hlutdeild tslendinga. Voru þeir því hálfdrættingar á við Is- lendinga. Hins vegar hafa Norð- menn mjög sótt f sig veðrið allt frá árinu 1969, er þeir komust f 19,2% hlutdeild, en á því ári stóðu þeir jafnfætis tslendingum á markaðnum, hvað magn snertir. En þess ber jafnframt að gæta, að þá seldu Norðmenn hlutfallslega meira af fiskblokk sem er verð- minni vara en fiskflök. Árið 1975 var heildarinnflutningurinn frá Noregi 87,3 milljón pund (39.547 smál.) Tfmabilið 1961—65 er hlutdeild Norðmanna aðeins 6,6% í inn- flutningnum og Dana 4,8%. Sfðastliðin 5 ár er hlutfall Norð- manna komið f 13,6% og Dana 12,1%. I innflutningstölum fyrir Danmörk er einnig frystur fiskur frá Færeyjum, sem Coldwater Seafood Corp. hefur selt á um- ræddu tfmabili. INNFLUTNINGUR FISKBLOKKA FRÁ ISLANDI 1 innflutningi Bandarfkjanna á fiskblokkum og fiskflökum frá ts- landi hefur árlegt hlutfall fisk- blokka verið á bilinu 50—74% af heildarmagninu. Verðlag, afla- brögð, framboð fisks frá öðrum löndum o.fl. hefur mikil áhrif á, hvernig framleiðslu og sölu er háttað á hverjum tíma. Árið 1961 var innflutningur fiskblokka frá tslandi 26,7 milljón pund (12.095 smálestir), en var kominn í 57,9 millj. pund (26.229 smál.) árið 1975. Að magni náði þessi inn- flutningur hámarki árið 1971 og var 74,2 millj. pund (33.613 smál.) Hlutfallslegu hámarki náði hann 1965, er hann var 74,2% eða að magni 47,1 millj. pund (21.336 smál). Árið 1975 var magn fiskblokka 57,9 milljón pund (26.229 smál.) og 49,6% samanlagðs innflutts magns fiskflaka og fiskblokka frá lslandi á því ári. INNFLUTNINGUR FISKFLAKA FRÁ ISLANDI Fiskflök eru verðmeiri vara á bandariska markaðnum en fisk- blokkir. Er þvl eftirsóknarvert að framleiða sem mest i flakaumbúð- ir fyrir þennan markað. Eftir- spurnarteygni á markaðnum og gæði fiskaflans setja þvl þó ákveðin takmörk, hversu mikið er unnt að framleiða og selja af þess- um afurðum. Arið 1961 var innflutningur Bandarikjanna á fiskflökum frá tslandi 18,8 millj. pund (8.516 smál.) Var það 41,1% innflutn- ings fiskflaka og blokka frá Is- landi á því ári. Arið 1975 var flakainnflutning- ur rúmlega þrefalt meiri eða 58,8 millj. pund (26.636 smál.) og hafði því aukizt um 211,2%. ÞORSKFLÖK I innflutningi frystra flaka frá tslandi eru þorskflökin þyngst á metunum. Er það I samræmi við þýðingu þessa afurðaflokks i heildarinnflutningnum. Árið 1961 var hann 32,2 millj. pund (14.587 smál.) en var kominn i 91,0 millj. pund (41.223 smál.) árið 1975. Aukning 182,6%. Hlut- deild Islands var 30,7% árið 1961, en hafði aukizt i 44,8% árið 1975. Voru þeir í forustu i sölu þorsk- flaka á markaðnum. Árið 1961 var þorskflakainn- flutningurinn frá tslandi 9,9 millj. pund (4.485 smál ), en 1975 40,8 millj pund (18.482 smál.) og hafði þvi aukizt um 312,1%. — Vfsast í töflu 2, sem gefur mynd af þessari þróun. KARFAFLÖK Innflutningur karfaflaka hefur jafnan verið mikill og þá einkum frá Kanada. Árið 1961 var hann 18,6 millj. pund (8.426 smál.) og var kominn í 67,6 millj. pund (30.623 smál.) árið 1975. Aukning var þvi 263,4%. Innflutningur þessarar afurðar hefur verið frek- ar lítill frá tslandi og var 2,1% árið 1975. VSU-, UFSA- KEILU- OG STEINBlTSFLÖK Innflutningur ýsu-, ufsa- og keiluflaka var árið 1961 25,5 milljón pund (11.552 smál.) og var kominn í 41,7 millj. pund (18.890 smál.) árið 1975. Aukning Framhald á bls. 39 1961-1965 1966-1970 1971-1975 Innflutningur Bandarikjanna á frystum fiskflókum og fiskblokk- um eftir helztu löndum 1961 — 1975 — % hlutdeild. í vetur skín sól á Kanaríeyjum. Samvinnuferðir bjóða sjö hótel [ á suðurströnd Gran-Canaría. Fyrsta ferðin hefst í október. Dvalartími 2-3 vikur. Brottfarardagar: Sérstök jólaferð^ 16.0KTÓBER 8. JANÚAR 12.MARS 6.NÓVEMBER 15.— 19. — 27.— 29.— 2. APRÍL 11.DESEMBER 5. FEBRÚAR 6. — 18.— 19.— 17. — 27.— 26.— 23. — ISamvinnu- ferðir Ferðaskrifstofa-Austurstræti 12 sími 2-70-77 \

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.