Morgunblaðið - 21.09.1976, Qupperneq 19
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1976
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1976
23
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Arvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson
Matthfas Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10100
Aðalstræti 6, sími 22480
Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 50,00 kr. eintakið.
Úrslitin
í Svíþjóð
Fall stjórnar jafnað-
armanna í Svíþjóð eftir
44 ára valdaferil, er meiri
háttar tíðindi í stjórnmál-
um hér á norðurhveli jarð-
ar. Sænskir jafnaðarmenn
hafa byggt upp háþróaó-
asta velferðarríki heims.
Þeir hafa gengió svo langt
á þeirri braut að á síðustu
árum hefur gætt vaxandi
óánægju almennings í Sví-
þjóð vegna þess að kostnað-
ur við velferðarríkið hefur
gengið býsna nærri pyngju
skattborgaranna. Þá hefa
jafnaðarmenn fylgt fram
launajöfnunarstefnu, sem
m.a. byggir á gífurlegri
skattlagningu hátekna, og
margir telja að hafi gengið
út í öfgar.
Þessi óánægjuefni ásamt
því, að sænskum kjósend-
um hefur þótt tími til kom-
inn að gefa jafnaðarmönn-
um frí frá störfum, en
veita öðrum flokkum og
öðrum mönnum tækifæri
til að sýna hvað í þeim býr,
hafa vafalaust valdið því,
að sænskir jafnaðarmenn
töpuðu þessum kosningum.
Borgaraflokkarnir munu
nú væntanlega mynda rík-
isstjórn í Svíþjóð í fyrsta
skipti i nær hálfa öld. Það
segir sína sögu um styrk
sænska jafnaðarmanna-
flokksins og hæfni forystu-
manna hans, að þeim hefur
tekizt svo lengi að halda
trausti kjósenda. Sænskir
jafnaðarmenn hafa alltaf
átt sterkum og traustum
forystumönnum á að skipa
og hefur hlutur Olofs
Palme ekki verið minni en
annarra í þeim efnum. Það
traust sem sænskir jafnað-
armenn hafa notið meðal
kjósenda á sér fáar hlið-
stæður í lýðræðisríkjum á
þessari öld.
Nú eru þáttaskil í sænsk-
um stjórnmálum. Síðasta
meirihlutavígi jafnaðar-
manna á Noróurlöndum er
fallið. Verkamannaflokk-
urinn norski missti fyrir
allmörgum árum meiri-
hluta í Stórþinginu, enda
þótt hann sé enn forystu-
flokkur í norskum stjórn-
málum. Hlutur jafnaðar-
manna hefur farið sí-
minnkandi, þótt þeir haldi
enn nokkru forystuhlut-
verki í dönskum stjórnmál-
um. Það er rannsóknarefni
út af fyrir sig, hvað veldur
því, að kjósendur á Norð-
urlöndum hafna forsjá
jafnaðarmanna í vaxandi
mæli. Vel má vera, að leiði
á sömu flokkum og sömu
mönnum eigi ríkan þátt í
því en ekki er heldur ólík-
legt að velferðarríkið, sem
jafnaóarmenn hafa haft
forystu um að byggja upp á
Norðurlöndum sé orðið
einstaklingunum býsna
þungbært. Skattheimtan
sem velferðarríkið gerir
kröfur til, er orðin svo mik-
il, að skattgreiðandur segja
hingað og ekki lengra og
leita 1 auknum mæli til
þeirra stjórnmálaflokka og
stjórnmálamanna, sem
vilja snúa við blaðinu.
Glistrup hinn danski er ef
til vill vísbending um, að
uppreisn skattborgaranna
sé rótin að hnignandi veldi
jafnaðarmanna á Norður-
löndum.
Af þessum sökum verður
fylgzt mjög náið með fram-
vindu mála i Svíþjóð og
hvaða stefnubreyting verð-
ur með borgaralegri stjórn
þar í landi. Að vísu er það
svo að bilið milli stjórn-
málaflokka hefur minnkað
mjög. Jafnaðarmenn hafa
haft áhrif á stefnu borgara-
flokka og þeir hafa haft
áhrif á stefnu og störf jafn-
aðarmanna. Þess vegna er
skoðanamunur milli jafn-
aðarmanna og borgara-
flokka ekki jafn mikill og
ætla mætti við fyrstu sýn.
Þó verður að telja lík-
legt, að borgaraleg stjórn í
Svíþjóð dragi úr skatt-
heimtu og ráðist gegn of-
vexti skrifstofuveldis vel-
ferðarríkisins.
Það verður ekki síður
fróðlegt að fylgjast með
þeirri stefnu, sem borgara-
flokkarnir marka í menn-
ingarmálum í Svíþjóð.
Hvergi hefur misnotkun
hins opinbera kerfis, skóla-
kerfis, fjölmiðla og menn-
ingarstofnana í þágu
vinstri sinnaðra stjórn-
málaskoðana gengið lengra
en einmitt í Svíþjóð.
Kosningaúrslitin í Svíþjóð . Kosningaúrslitin í Svíþjóð
Andres Kíing um kosningarnar í S
Þess vegna töpuðu
iafnaðarmenn
0 Andres Kting er eflaust mörgum lesendum Morgun-
blaðsíns kunnur af greinum, sem hann hefur skrifað fyrir
blaðið um norræn stjðrnmál og mftlefni Eystrasaltsþjöð-
anna. Hann hefur nú skrifað tvær greinar fyrir Morgun-
blaðið um kosningarnar ( Svfþjðð og birtist sú fyrri hér.
Andres Kung starfar við sænska sjónvarpið I Mftlmey.
• Sænsku kjósendurnir sögðu nei við sósíalismanum! Og nei við
kjarnorkunni!
Þannig getur maður I fáum orðum skýrt af hverju jafnaðarmenn
töpuðu kosningunum 1 Svfþjóð ð sunnudag. Erlendis er litið á úrslit
sænsku kosninganna sem mjög merkan atburð. Það voru þau á einn
hátt — stjórn jafnaðarmanna verðurað segja af sér eftir 44 ár við völd.
Bæði jafnaðarmenn og kommúnistar töpuðu minna en 1% hvorir. Það
var ekki mikið. En meir en þeir höfðu ráð á I þeirri jafnvægisstöðu,
sem sfðustu ár hefur verið f rfkisdeginum.
Að fylgisbreytingarnar á milli
flokkana voru svo litlar sýnir að
ekki var um fjóldaflótta Svfa und-
an sósíalismanum að ræða. En
þær sýna líka að Svíar voru
heldur ekki neinir sannfærðir
sósíalistar fyrir kosningarnar.
Kosningasigur borgaraflokkanna
hefði alveg eins getað hafa átt sér
stað í fyrri kosningum fyrir 3
árum. Þá skyldu bara nokkur þús-
und atkvæði þá borgaralegu frá
sigrinum.
Það sem gerðist á sunnudaginn
er þess vegna ekki jafn merkilegt
og það kann að virðast. Það var
heldur engin tilviljun að sósíal-
istablokkin tapaði. Jafnaðarmenn
hafa stöðugt verið að tapa fylgi
síðan Olof Palme tók við af Tage
Erlander sem flokksformaður og
forsætisráðherra. Palme hefur
nefnilega tapað 3 kosningum í
röð: Jafnaðarmenn fengu meir en
50% atkvæðaf siðustu kosningum
Erlanders 1968, aðeins meira en
45% fengu þeir í fyrstu kosning-
um Palme 1970. Síðan rúmlega
43% 1973 og nú fengu þeir minna
en 43%.
Af hverju hafa þá jafnaðar-
menn verið á niðurleið hægt en
sígandi 1 stjórnartfð Palme? Af
hverju hélt fylgistapið áfram I
kosningunum á sunnudag?
Ein orsök er að Olof Palme með
sinn yfirstéttarbakgrunn og
köldu snilli hefur aldrei orðið
jafn vinsæll og hinn landsföður-
legi og manneskjulegi Tage
Erlander. Eins og mörgum stjórn-
málamönnum, sem hefur gengið
vel í utanríkismálum, hefur hann
ekki náð sama framgangi í innan-
ríkismálum: enginn er spámaður
í sínu föðurlandi...
önnur orsök er að sifellt fleiri
Svfar hafa það fjárhagslega betra
og hafa þvf orðið æ borgaralegri.
Háir jarðarskattar voru áður aðal-
lega vandamál hinna riku en nú
hafa flestir verkamenn náð launa-
stigi þar sem þeir verða að borga
60 krónur í skatt af hverjum við-
bótar 100 krónum, sem þeir vinna
sér inn. Sifellt fleiri hafa fundið
fyrir þungri skattabyrði, sífellt
færri hugsa út í hvað þeir fá fyrir
skattpening sinn i gegnum félags-
leg réttindi.
Þriðja orsök er að æ fleirir
manneskjur finna sig vera
framandi gagnvart efnahags- og
tækniþróun, sem leiðir æ meira
til miðstýrðs skriffinnskusam-
félags. Sífellt fleiri ákvarðanir
safnast á sffellt færri hendur. Þar
sem jafnaðarmenn hafa sett
stimpil sinn á allt ríkiskerfið
hefur óánægjan með þróunina
fyrst og fremst bitnað á þeim.
Sérstaklea af því að stærsti
stjórnarandstöðuflokkurinn. Mið-
flokkurinn sem eins og fslenzki
Framsóknarflokkurinn á rætur
sínar aðallega i sveitum, hefur
einarðlea og með klókindum
krafizt valddreifingar á öllum
sviðum samfélagsins.
Stjórnarandstaðan hefur á
síðustu árum sffellt meir varað
við þvf að hin langa seta jafnaðar-
manna við völd geti orðið til eða
hafi þegar orðið til þess að þeir
líti á sig sem sjálfsagða valdhafa.
Þeir hafa lagt áherzlu á nauðsyn
þess að skipt verði um valdamenn
og að slfkt yrði mikilvægt fyrir
þróun lýðræðis í Svíþjóð. Goð-
sagnapersónan Gunnar Str'áng,
fjármálaráðherra, vinnumaður-
inn, sem varð jafningi eða meiri
maður en hagfræðiprófessorarnir
er gott dæmi um hvernig jafn-
aðarmenn lita á völd sín sem sjálf-
sögð. Hann hefur keypt hús I
gamla bænum í Stokkhólmi og
fær frádrátt fyrir geysiháa vexti
og getur þannig minnkað sinn
skatt. Það er löglegt en fer í
taugarnar á mörgu fólki, sem ekki
fær þannig frádrátt og sem finnst
að fjármálaráðherra beri ekki að
taka þannig frádrátt. Annað
dæmi um stórkarl úr flokki jafn-
aðarmanna sem ekki lifir alltaf
eins og hann ætti, er fyrrverandi
formaður samtaka flutninga-
verkamanna, Hans Ericson. Hann
braut gegn banni sænsku verka-
lýðshreyfingarinnar við ferðalög-
um til Spánar með því að fara
þangað í frí í vetur og búa í
sumarbúðum sænska vinnuveit-
endasambandsins(!) á Kana-
ríeyjum. Myndir af hinum feita
verkalýðsleiðtoga sem sat og
reykti vindil og drakk í leynilegu
fríi sinu komu í sænsku blöðun-
um og festust í minni fólks. Sfðan
var flokksgjaldkeri jafnaðar-
manna tekinn fastur af sænska
tollinum þegar hann ætlaði að
smygla peningum frá ótilgreind-
um aðilum til finnskra jafnaðar-
manna til aðstoðar þeim I bar-
áttunni við kommúnista í Finn-
landi. Tilgangurinn með þessari
dularfullu peningayfirfærslu var
sjálfsagt virðingarverður fannst
sænsku þjóðinni en aðgerðin var
jafn ólögleg og hún var klaufaleg.
Ekki batnaði það þegar vinsæl-
asti rithöfundur Svfa, Astrid
Lindgren, en barnabækur hennar
eru einnig vinsælar meðal full-
orðinna, f vor gekk á áberandi
hátt úr J afnaðarmannaflokknum
f mótmælaskyni við flokksræðið
og skattaárásir á hana og aðra. Á
lokastigi kosningabaráttunnar
réðst hún enn á jafnaðarmenn og
undirritaði bréf sitt „fyrrverandi
sósfaldemókrati, nú bara demó-
krati". Þegar svo hinn heims-
frægi kvikmyndaleiksstjóri Ing-
mar Bergman fór frá Svíþjóð var
orðið nóg um smáhneyksli og
jafhaðarmenn voru hraktir i
varnarstöðu, en þvf eru þeir óvan-
ir og urðu þess því ekki megnugir
að gera gagnárás með því að taka
meiriháttar málefni til umræðu.
Þau tvö stærstu málefni, sem
hafa verið notuð gegn jafnaðar-
mönnum í kosningabaráttunni,
eru hinir svo kölluðu Meidner-
sjóðir og kjarnorkan. Meidner er
hagfræðingur í verkalýðshreyf-
ingunni. Hann lagði til f vor fjár-
munamyndun í fyrirtækjum, sem
bera mestan hagnað, skyldi verða
beint í stóra sjóði, sem stjórnað er
af miðstjórn verkalýðshreyfingar-
innar. Aætlunin var samþykkt af
ársfundi alþýðusambandsins.
Sameinuð borgaraleg stjórnar-
andstað gekk þá til gagnárásar.
Stjórnarandstaðan varaði vð að
Meidnersjóðirnir myndu leiða til
þróunar frá blönduðu hagkerfi til
sósíalistisks samfélags án nokk-
urs einkareksturs.
Palme og aðrir leiðtogar jafn-
aðarmanna sögðu aftur og aftur
að tillagan um Meidnersjóðina
væri aðeins bráðabirgðaáætlun,
sem ætti að ræða af alvöru fyrst
eftir mörg ár, en aðvaranir stjórn-
arandstöðunnar um þjóðnýtingar-
tilhneigingar jafnaðarmanna
höfðu eflaust áhrif á margt fólk.
Ekki sízt vegna þess að stjórnar-
andstaðan gat bent á fleiri til-
burði til þjóðnýtingar og sósíal-
isma, til dæmis ákvörðun lands-
fundar Jafnaðarmannaflokksins
um að ríkið skyldi taka að sér
námsbókaútgáfu. Flestir Svfar og
flestir jafnaðarmenn eru ekki
sannfærðir sósialistar. Þess vegna
voru aðvaranirnar gegn sósíal-
isma áreiðanlega árangursrfk rök
gegn jafnaðarmönnum í þessum
kosningum.
Mesta mál kosninganna var
framtíð kjarnorkunnar. Sænska
stjórnin hefur hrundið i fram-
kvæmd viðamestu kjarnorkuáætl-
un í heimi miðað við mannfjölda.
Stærsti borgaraflokkurinn, Mið-
flokkurinn, hefur ákaft gagnrýnt
þessa áherzlu sem lögð er á kjarn-
orku. Flokkurinn álitur það vera
hægt að spara svo mikla orku að
ekki gerist þörf á að nýta kjarn-
orku með öllum þeim áhætt-
um.sem að henni fylgja. Olof
Palme er sannfærður um að full
Framhald á bls. 24
PUTTINN NIÐUR — Gunnar Strang, fjármálaráðherra í stjórn Palmes, bendir
niður sem merki um kosningaósigurinn. _______
Ólafur Pétursson, hagfræðingur í Svíþjóð, um úrslitin:
„Fólk var ekki
viðbúið þessu”
# „ÞETTA kom ekki alveg á óvart en fólk var samt ekki viðbúið
þessu. Mér virtist eins og sjálfur Fálldin hefði verið hálf hissa í nótt.
Hann vissi varla hvernig hann átti að taka þessu," sagði Ólafur
Pétursson, hagfræðingur hjá Samgöngunefnd Norðurlandaráðs f
Stokkhólmi, þegar Morgunblaðið hafði samband við hann f gær og
spurði um hvernig Svfar brygðust við kosningaúrslitunum.
„En Palme tók þessu bara vel fagnað í blöðum borgaraflokk-
og sagði i sjónvarpinu í nótt að nú
væri bara að segja af sér. En þetta
er dálítið áhyggjumál 75 mönn-
um, sem hverfa úr ríkisstjórn-
inni, ráðherrum, aðstoðarráðherr-
um og ráðuneytisstjórum."
Ólafur sagði að blöðin skrifuðu
að sjálfsögðu mikið um kosning-
arnar og veltu fyrir sér ráðherra-
Iistum. Óháð blöð eins og Dagens
Nyheter hefðu ekki tekið afstöðu
til úrslitanna en þeim væri mikið
anna eins og Svenska dagbladet.
„Blöðin eru sammála um að Mið-
flokkurinn og Þjóðarflokkurinn
muni mynda næstu stjórn en að
það sé ekki eins öruggt og Hæg-
fara einingarflokkinn."
Um hvaða ástæða væri helzt tal-
in vera fyrir falli jafnaðarmanna-
stjórnarinnar sagði Ólafur Palme
álíta að kjarnorkumálið hefði ver-
ið fremsta orsökin.
„En það er erfitt að dæma um
að. Kjarnorkan var það mál, sem
bar hæst í sjónvarpi og blöðum,
en fólk á vinnustöðum álftur að
hún hafi ekki skipt svo miklu
máli. Mál eins og Meidner sjóðirn-
ir og skattarnir hafi vegið þyngra.
Hins vegar held ég að kjarnorkan
hafi komið Fálldin inn. Hann
hefði tapað meiru en þessum 4
þingsætum án hennar.
Ólafur sagði að kosninganóttin
hafi ekki verið mjög spennandi.
„Tilhneigingin kom fram strax i
upphafi, svo að spenningurinn
fólst í því hvort jafnaðarmenn
myndu ekki vinna á þegar á leið.
En það varð ekki“.
Misjöfn viðbrögð í Evrópu við kosningaúrslitunum:
Skattabyrði ekki sérsænskt
fyrirbrigði, heldur sósíalískt
— segir Helmut Kohl
Lundúnum — NTB — Reuter — UPI
# STJÓRNMÁLALEIÐTOGAR f flestum Evrópurfkjum hafa tjáð sig
um niðurstöður kosninganna f Svfþjóð. Kristilegir demókratar f V-
Þýzkalandi hafa lýst ósigri sósfaldemókrata sem sigri frelsisins, en
leiðtogi franskra sósfalista, FrancoLs Mietterand, lét svo um mælt að
Oiof Palme og flokkur hans ætti áreiðanlega eftir að vinna nýja sigra.
Helmut Kohl, kanslaraefni
kristilegra demókrata í kosning-
unum, sem fram fara í V-
Þýzkalandi í næsta mánuði, sendi
Gösta Bomann, formanni
Moderata samlingspartiet, heilla-
óskaskeyti þar sem hann sagði, að
ósigur sósíaldemókrata eftir 44
ára stjórnartímabil hefði í för
með sér, að nú væri hægt að fram-
kvæma stefnu, sem byggðist á
frelsi, en kjörorð kristilegra
demókrata í kosningabaráttunni
er „frelsi í stað sósfalisma".
Kohl lét svo um mælt, að hin
mikla skattbyrði væri ekkert sér-
sænskt fyrirbrigði, heldur ætti
slík stefna rætur sínar í sósíai-
isma.
Willy Brandt, fyrrverandi
kanslari V-Þýzkalands, sagði þeg-
ar niðurstaðan var kunn, að
sósíaldemókratar væru eftir sem
áður forystuaflið í sænskum
stjórnmálum, og enn væri ekki
komið í ljós, hvort borgaraflokk-
arnir væru færir um að mynda
starfhæfa ríkisstjórn. Brandt
sagði um leið, að Helmut Kohl
væri óraunsær ef hann héldi að
ástandið í V-Þýzkalandi væri sam-
bærilegt við það, sem væri í Sví-
þjóð, og búast mætti við sams
konar niðurstöðu f kosningunum,
sem standa fyrir dyrum í V-
Þýzkalandi.
Mitterand sagði í skeyti til
Olofs Palme, að reynslan í ná-
grannalöndum Svíþjóðar sýndi,
að samtök borgaraflokka væru
þess ekki megnug að halda völd-
um nema skamma hríð, þannig að
ósigurinn á sunnudaginn væri
ekki endanlegur ósigur sósíalism-
ans í Svíþjóð.
Le Monde, sem gefið er út í
París, sagði í gær, mánudag, að
Helmut Kohl og Frans Josef
Strauss skyldu ekki gera sér i
hugarlund að kostningaúrslitin
væru vísbending um endalok
kerfis, sem hefði gert smáríki að
fyrirmynd annarra ríkja.
Josef Taus, formaður Ihalds-
sama þjóðarflokksins í Austur-
ríki, sagði, að úrslitin væru stór-
kostleg, og greinilegt væri að Sví-
ar hefðu fengið nóg af sósíalism-
anum.
Joop den Uyl, forsætisráðherra
Hollands, kvaðst óánægður með
ósigur sósfalista, en lagði áherzlu
á að fylgistap þeirra væri ekki
ýkja mikið. Hann sagði, að úrslit-
in yrðu sennilega til þess að binda
enda á ýmiss konar samvinnu
stjórna Svíþjóðar og Hollands.
Helsinkiblaðið Ilta Sanomat,
sem fylgir ‘frjálslyndri stefnu,
sagði að meginorsök úrslitanna
væri sú, að Svfar hefðu viljað
breytingu eftir 44 ára stjórn
sósíaldemókrata.
Eftir úrslit sænsku þingkosn-
inganna velta norskir stjórnmála-
menn því fyrir sér hvaða lærdóm
megi draga af þeim, en kosningar
eiga að fara fram í Noregi að ári,
en m.a. Oddvar Nordli og Erling
Várvik, leiðtogi hægri manna,
hafa þegar varað við þvi að menn
fari að halda að kosningaúrslit og
skoðanir kjósenda í Svíþjóð séu
útflutningsvara.
Dagfinn Várvik, formaður Mið-
flokksins, telur að breytingar
breytinga vegna hafi haft áhrif á
úrslitin, og Reiulf Steen, formað-
ur Verkamannaflokksins, er á
sömu skoðun.
I Noregi eru skiptar skoðanir á
því hvaða áhrif kjarnorkumálið
hafi haft á úrslitin. Lars Korvald,
formaður þingflokks Kristilega
þjóðarflokksins, er ekki þeirrar
skoðunar, að þetta mál hafi haft
eins mikil áhrif og ætlað var fyrir
kosningarnar, en Dagfinn Várvik
telur aftur á móti, að kosninga-
úrslitin eigi eftir að hafa mikil
áhrif á stefnu í kjarnorkumálum í
framtíðinni.
1 ræðu, sem Oddvar Nordli hélt
á mánudag, lýsti hann því yfir, að
hann byggðist ekki við miklum
breytingum á stefnu Svía í utan-
ríkis- og öryggismálum. Hann
kvaðst ekki búast við breytingum
á samstarfi Norðurlandanna í
kjölfar kosninganna.
Þá sagði Oddvar Nordli: „Kosn-
ingarnar í Svíþjóð gefa til kynna,
að við verðum að nota timann
fram til kosninga í Noregi til að
tryggja að ekki verði kosið um
það hvort stjórn Verkamanna-
flokksins verður áfram við völd,
eða hvort við tekur borgaraleg
stjórn undir sterkum áhrifum frá
hægri öflunum".
THORBJÖRN FÁLLDIN — Svipmynd
V eðurbitinn
fjárbóndi
THORBJÖRN Fálldin, verður
næsti forsætisráðherra Sviþjóðar,
á umhverfisverndarhópum, sem
styðja stefnu hans f kjarnorku-
málum, mikið að þakka framgang
sinn. Þó eru ekki nema örfá ár
sfðan hann var stuðningsmaður
stefnu sænsku stjórnarinnar f
orkumálum, sem miðaði að þvf að
Svfþjóð yrði um 1985 það land f
heiminum, sem mest byggði raf-
orkuframleiðslu sfna á kjarn-
orku.
Afstaða hans breyttist eftir að
þingbróðir hans kynnti hann fyrir
Hannes Alfvén, sem er sænskur
eðlisfræðingur og nóbelsverð-
launahafi. Segir Fálldin, sem er
bóndasonur frá Högsjö i Ang-
ermanlandi í Norður-Svíþjóð, að
vísindamaðurinn hafi opnað augu
sfn fyrir þeirri hættu, sem kjarn-
orkuver gætu haft í för með sér.
Alfvén skýrði honum frá vaxandi
svartsýni vfsindamanna á að hægt
yrði að ráða við úrganginn úr
kjarnorkuverunum og koma i veg
fyrir eyðileggingarstarfsemi.
Eftir að Fálldin fór að kánna
málið nánar, varð hann æ sann-
færðari um að ríkisstjórnin væri
að gera mikil mistök. Honum
tókst að gera kjarnorkumálin og
gagntillögur sinar um að í i stað
byggingu kjarnorkuvera skyldi
veita fé til orkusparandi ráðstaf-
ana og til rannsókna á nýjum
orkugjöfum að aðalmáli kosninga-
baráttunnar.
Hann hefur getað haldið imynd
sinni sem óheflaður bóndi með
mannkosti sveitamannsins,
ábyrgð, traust og góða dómgreind
gagnstætt snilld menntamannsins
og fágun borgarbúans. 1 augum
almennings er Fálldin veðurbit-
inn fjárbóndi i vinnugalla og með
sigg I gro fum höndum.
1 meir en 20 ár hefur Fálldin
búið nálægt Ramvik í Angerman-
landi þar sem hann og fjölskylda
hans hefur stundað fjárbúskap,
ræktað kartöflur og höggvið skóg.
Og þangað fór hann frá Stokk-
hólmi I hverri viku þegar þing
stóð yfir.
Hann lauk skólagöngu 19 ára
gamall og varð varaliðsforingi í
herdeild úti á landi. Hann var
virkur í unglingasamtökum
Bændaflokksins f lok fimmta ára-
tugarins og var kosinn á þing
1958, um það leyti sem flokkur
hans breytti nafni sinu i Mið-
flokkurinn. Hann tapaði þingsæti
sinu með 11 atkvæðum 1964 en
vann það aftur 1967. Hann var
kosinn í miðstjórn flokksins 1966
og tók við af Gunnari Hedlund
sem formaður 1971.