Morgunblaðið - 21.09.1976, Síða 37

Morgunblaðið - 21.09.1976, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1976 19 VESTUR-Þýzka 1. deildar keppnin í handknattleik hófst um helgina og vann þá Dankersen. liðið sem þeir Ólafur H. Jónsson og Axel Axelsson leika með. sigur i sínum leik, en Göppingen. liðið sem Gunnar Einars- son leikur með, tapaði sinum leik. Það sem mest kom á óvænt i þessari fyrstu umferð var tap meistaraliðs- ins, Gummersbach, fyrir Rheinhaus en i norðurdeildinni. Gummersbach hefur, sem kunnugt er, verið stór- veldi i þýzka handknattleiknum, en fer greinilega verr af stað nú en oftast áður. Dankersen keppti við lið Nett- lestedt sem kom upp úr 2. deild i fyrra og lauk leiknum með sigri Dankersen 19—15, eftir að staðan hafði verið 12—6 i hálfleik. Þeir Ólafur Jónsson og Axel Axelsson léku báðir með Dankersen i þessum leik, en ekki tókst Mbl. i gær að afla upplýsinga um hversu mörg mörk þeir félagar gerðu. Lið Gunnars Einarssonar, Göpp- ingen, lék við Húttenberg og tapaði 12— 13 eftir jafnan leik. Ingunn Einarsdóttir (100 metra grindahlaupinu þar sem hún setti glæsilegt tslandsmet, hljóp á 13,9 sek. Ingunn setti tvö íslandsmet - hljóp 100 metra grindarhlaup á 13,9 sek. og hlaut 3881 stig í fimmtarþraut INGUNN Einarsdóttir, tR, keppir varla þessa dagana án þess að setja tslandsmet. Er Ingunn greinilega f mjög góðu formi um þessar mundir og nálgast óðfluga að komast á alþjóðlegan mæli- kvarða með afrekum sfnum. Þannig setti hún tvö lslandsmet á bikarkeppni FRl f fjölþrautum sem fram fór á Laugardalsvellin- um um helgina og var aðeins sekúndubroti frá meti f þriðju greininni. Það var strax f fyrstu grein fimmtarþrautarinnar 100 metra grindahlaupinu sem fyrra met Ingunnar leit dagsins ljós. Hún hljóp það á 13,9 sek. og bætti fyrra met sitt í greininni um 2 sekúndubrot. Ingunn varpaði sfð- an kúlu 9,02 metra, stökk 1,63 metra f hástökki, 5,28 metra í langstökki og hljóp loks 200 metra hlaupið á 24,7 sek., en ís- landsmet hennar í þeirri grein er 24.6 sek. Samtals fékk Ingunn Vilmundur hugar að vinmælinum eftir 10,3 sek. hlaup sitt. Hías sigraði í tugþrautinni en ÍR-ingar hrepptu bikarinn MIKIL vanhöld og afföll urðu á keppendum f bikarkeppni Frjáls- fþróttasambandsins f tugþraut sem fram fór á Laugardalsvellin- um um helgina. Útlit var á met- þátttöku f þrautinni fyrirfram, þar sem 23 voru skráðir til leiks. Þegar á hólminn var komið reyndist aðeins tæplega helming- ur keppenda mættur til leiks, eða 11 talsins, og af þeím heltust fimm úr lestinni f keppninni. Tugþrautarkeppnin var þvf ekki eins rismikil og búist hafði verið við fyrirfram, enda bauð veðrið reyndar ekki upp á mikil tilþrif, en það var óhagstætt, sérstaklega fyrri daginn — hvassviðri og rigning. íslandsmethafinn f tugþraut, Stefán Hallgrímsson, KR, sem ekkert hefur getað keppt í sumar vegna meiðsla var meðal þeirra keppenda sem hófu þrautina. Hann hætti þó strax eftir fyrstu greinina, 100 metra hlaupið, en það hljóp hann á 11,5 sek. — var langt frá sínu bezta. Mikill meðvindur var f 100 metra hlaupinu í þrautinni, en eigi að síður var afrek eins kepp- andans, Vilmundar Vilhjálms- sonar, KR, í hlaupinu hið glæsi- legasta. Hann hljóp á 10,3 sek. Tími var tekinn á þrjár klukkur og sýndu þær 10,23 sek., 10,26 riðli með Austur- Þjóðverjum í B-flokki heimsmeistarakeppninnar EFTIR atvikum verður ekki annað sagt en að Islendingar hafi verið sæmilega heppnir þegar dregið var um það f gær- morgun hvaða lið leika saman f B-heimsmeistarakeppninni f handknattleik sem fara mun fram f Austurrfki f vetur. Munu tslendingar leika f riðli með Austur-Þjóðverjum og þvf liði sem sigrar f C-keppninni sem fram mun fara I Englandi. Er ekki ótrúlegt að það verði Svisslendingar sem sigra f þeirri keppni. Þátttökuliðunum f B- keppninni var skipt f fjóra riðla, en áður hafði þeim verið skipt eftir styrkleika. t A-riðli leika Tékkar, Búlgarir og lið sem verður númer 3 f C- keppninni. I B-riðli leika Svfar, Frakkar og Austurrfkismenn, f C-riðli leika, sem áður segir, Austur-Þýzkaland, tsland og sigurvegarinn úr C-riðli og f D-riðli leika Spánn, Noregur og lið það er verður f öðru sæti f C-keppninni. Varla fer milli mála að Aust- ur-Þjóðverjar eiga sterkasta liðið f B-keppninni. Þótt tslend- ingar tapi fyrir þeim, eru þeir ekki úr leik, þurfa einungis að vinna Iiðið úr C-keppninni til þess að komast f úrslitakeppn- ina, en f henni verður það fyrir- komulag viðhaft, :ð tvö efstu liðin úr A og B-riðli leika sam- an og tvö efstu liðin úr C- og D-riðli leika saman. 1 undanúr- slitunum verða það þvf að lfk- indum annaðhvort lið Noregs eða Spánar sem tslendingar þurfa að leika við. sek. og 10.30 sek. Vilmundur stökk síðan 6,91 metra i lang- stökki — þar var einnig meðvind- ur, og varpaði kúlunni tæpa 13 metra. Var hann þar með kominn með góða forystu I þrautinni, en hætti við svo búið. Bikarmeistari í tugþraut að þessu sinni varð Elias Sveinsson, KR og hlaut hann 7374 stig sem er ágætur árangur miðað við aðstæð- urnar. Meðvindur hjálpaði reyndar í 100 metra hlaupi og langstökki fyrri daginn, en aftur á móti kom kuldinn í veg fyrir ' betri afrek í öðrum greinum. Afrek Eliasar i einstökum greinum voru þessi: 100 metra hlaup: 10,9 sek., langstökk 6.50 metr.,kúluvarp 14,07 metrar, há- stökk 1,99 metrar, 400 metra hlaup 52,7 sek., 110 metra grinda- hlaup 15,2 sek., kringlukast 43,16 metrar, stangarstökk 4,22 metrar. spjótkast 55,92 metrar og 1500 metra hlaup 4:59,7 mín. Annar i þrautinni varð Friðrik Þór Öskarsson, IR, með 5993 stig. Afrek hans i einstökum greinum voru: 11,2 — 7,12 — 11,11 — 1,75 — 53,4 — 16,9 — 25,86 — 3,30 — 35,56 — 4:48,0. Þriðji varð Ásgeir Þór Eiriks- son, ÍR með 5542 stig (12,3 — 5,80 — 12,52 — 1,65 — 60,6 — 17,2 — 34,44 — 3,10 — 51,90 — 4:54,0). Vésteinn Hafsteinsson, HSK, varð í fjórða sæti með 5073 stig, Þorsteinn Þórsson, UMSS, varð fimmti með 5072 stig og sjötti varð Torfi Rúnar Kristjánsson, HSH, með 4400 stig. IR hlaut bikar þann sem keppt var um i þrautinni, en þeir Frið- rik og Ásgeir Þór hlutu samtals 11.535 stig. Fleiri sveitir luku ekki keppni. TB meistari FÆREYSKU 1. deildar keppninni I knattspyrnu lauk nú um helgina og varð TB sigurvegari i keppninni — vann liS Fuglafjarðar í siðasta leikn um meS fimm mörkum gegn engu. Þjálfari TB er íslendingurinn Kjartan Sigtryggsson, — fyrrverandi leik- maSur með Keflavikurliðinu, og mun Kjartan hafa leikiS eitthvað með TB liðinu I sumar. 3881 stig i fimmtarþrautinni og bætti hún þar með eldra tslands- metið sem Lára Sveinsdóttir átti um hvorki meira né minna en 110 stig. Er ekkert vafamál að Ingunn getur, án mikillar fyrirhafnar, bætt enn verulega árangur sinn i fimmtarþrautinni, t.d. með því einu að varpa kúlunni nokkru lengra, en það er áberandi slak- asta grein þrautarinnar hjá henni. Lára Sveinsdóttir, Á, — gamli methafinn í þrautinni — varð í Öðru sæti I keppninni um helgina, hlaut 3681 stig, sem einnig er ágætur árangur. Lára hljóp 100 metra grindahlaup á 14,6 sek., varpaði kúlu 9,86 metra, stökk 1,63 metra í hástökki, 5,25 metra í langstökki og hljóp 200 metra á 26,7 sek. I þriðja sæti varð Þórdís Gísla- dóttir, ÍR, sem hlaut 3360 stig og er það nýtt meyjamet. Eldra metið átti Ása Halldórsdóttir, Ármanni. Þórdís hljóp grinda- hlaupið á 15,7 sek., varpaði kúlu 7,62 metra, stökk 1,66 metra i hástökki. 4,89 metra í langstökki og hljóp 200 metra hlaup á 26,5 sek. Fjórða i þrautinni varð María Guðnadóttir, HSH, með 2900 stig. Afrek hennar í einstökum grein- um voru: 18,0 — 8,98 — 1,63 — 4,70 og 30,8. Fimmta varð Kristj- ana Hrafnkelsdóttir, HSH, með 2774 stig (18,0 — 8,18 — 1,55 — 4,39 — 29,2) og í sjötta sæti varð Sigurlaug Friðþjófsdóttir, HSH. IR sigraði með yfirburðum i keppninni um fjölþrautabikar- inn. Hlaut 7741 stig, en HSH varð I öðru sæti með 5674 stig. 11 stúlk- ur voru skráðar til leiks í þraut- ina, 6 mættu og luku þær allar keppni. Erlendur í formi Erlendur Valdimarsson, KR, er greinilega að komast f sitt bezta form ( kringlukastinu. Keppt var f kringlukasti sem aukagrein f fjölþrautarmóti FRÍ sem fram fór á Laugar- dalsvellinum um helgina og kastaði þá Erlendur vel vfir 60 metra f æfingaköstum sfnum. Hins vegar náðí hann ekki nama 58,12 metra gildu kasti f keppninni. Þeir Hreinn Hall- dórsson, KR og Guðni Hall- dórsson, KR, náðu einnig ágætum afrekum f keppninni. Hreinn kastaði 55,22 metra og Guðni 52,18 metra. Þá var keppt f 3000 metra hindrunarhlaupi. Sigurvegari varð Ágúst Þorsteinsson, UMSB, á 10:07,0 mfn„ Haf- steinn Oskarsson, IR varð ann- ar á 10:46,4 mín., Einar P. Guð- mundsson, FH, þriðji á 10:57,8 mfn„ Gunnar Þ. Sigurðsson, FH, fjórði á 11:05,0 mfn. og Jörundur Jónsson, tR, varð fimmti á 12:13,2 mfn. I íprúHlr | DANKERSEN VANN EN GÖPPINGEN TAPAÐI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.