Morgunblaðið - 21.09.1976, Síða 22
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1976
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Járnsmiðir
Viljum ráða nú þegar plötusmiði og raf-
suðumenn.
Landssmiðjan
Meinatæknir
óskar eftir vellaunuðu starfi 4 — 5 tíma á
dag Sinnendur vinsamlegast leggi nöfn
sín inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 25. þ.m.
merkt Rannsóknir — 21 76.
Starfsfólk
Karlmenn og konur óskast til verksmiðju-
starfa þ.m.t. vaktavinna.
Plastprent h. f.,
Höfðabakka 9,
sími 85600.
Hjúkrunarfræðing
vantar til að veita forstöðu kjarnanam-
skeiðum fyrir starfsstúlkur á sjúkrahúsun-
um, á Hvammstanga, Blönduósi, Sauðár-
króki, Siglufirði og Húsavík. Góð laun í
boði
Upplýsingar í síma 95-4237.
Reiknistofa
Bankanna
óskar að ráða starfsmann á skrifstofu.
Starfið er: Símaþjónusta, vélritun, bók-
hald og fleira.
Starfið er margþætt og snertir alla þætti
Reiknistofunnar og þjónustu við banka og
sparisjóði.
Skriflegar umsóknir sendist Reiknistofu
Bankanna, Digranesvegi 5, Kópavogi fyrir
27. september 1 976.
Matsveinn
i
Matsvein vantar á góðan dragnótabát frá
Ólafsvík. Góð aðstaða í landi. Uppl. í
síma 93-6296.
Óskum að ráða
stúlku til afgreiðslustarfa í veitingasal
Vaktavinna.
Brauðbær
Símar 25090 og 25640.
Trésmiðir
Vanir verkstæðisvinnu óskast til starfa.
Gluggasmiðjan,
Síðumúla 20
Framkvæmdastjóri
Staða framkvæmdastjóra Pharmaco h.f.,
Innkaupasambands apótekara er laus til
umsóknar. Umsækjendur þurfa að hafa
viðskiptafræðilega menntun og reynslu í
stjórnun og rekstri fyrirtækja. Skriflegar
umsóknir sendist formanni stjórnar,
Sverri Magnússyni lyfsala, í pósthólf
214, Hafnarfirði, fyrir 1. október n.k.
Stjórn Pharmaco h. f.
Fjármálaráðgjöf
Rekstrarfræðingur með sérmenntun ! fjármálastjórn, getur
tekið 1 —2 aðila (fyrirtæki) til ráðgjafar.
Þjónustan felst!:
i( Úrvinnslu bókhalds
ic Úttekt og greiðsluáætlunum
•Jf Framkvæmda eða framleiðsluáætlunum
i( Samanburði á rekstrarfyrirkomulagi
•/( Fjármögnunar og lánsfjáráætlun.
Kostnaður er sem næst 0.5% af brúttó-veltu, fer þó eftir eðli
rekstrar.
Þeir sem áhuga hafa skili nafni, og simanúmeri í afgr. Mbl.,
fyrir 3. október n.k. merkt: „Ráðgjöf — 2166".
Verkamaður óskast
við ýmis störf. Upplýsingar á staðnum.
Timburverksmiðjan Völundur h. f.
Klapparstíg 1.
Tryggingafélag
óskar eftir vönu starfsfólki. Tilboð leggist
inn á afgr. Mbl. merkt: „Framtíð —
2808", fyrir 30. sept.
Sendisveinn
Sendisveinn óskast strax hálfan eða allan
daginn.
S. Árnason & Co.
Hafnarstræti 5.
Sími 22214.
Vængir h.f.
Óska eftir að ráða nokkra
flugvirkja
Umsóknarfrestur til 30. september
1976
Flugfélagið Vængir h. f.
Sími 26066.
Lagermaður
Heildverzlun með vélavarahluti óskar að
ráða lagermann nú þegar. Viðkomandi
þarf að hafa bílpróf og helst vera vanur
afgreiðslu á varahlutum og hafa nokkra
þekkingu á dieselvélum. Mjög góð laun
eru í boði fyrir góðan mann.
Algjör reglusemi og prúðmannleg fram-
koma er skilyrði. Umsóknum, með
upplýsingum um menntun og fyrri störf,
skal skila á auglýsingadeild Morgunblaðs-
ins fyrir laugardaginn 25. sept. merkt
„Reglusamur — 2809". Farið verður
með allar umsóknir og upplýsingar sem
algjört trúnaðarmál.
Fórnir á altari
reykgyðjunnar
ALLTAF fer okkur fram hérna
á skerinu okkar góða við yztu
höf. Nú herma siðustu fréttir,
að við séum næstmesta tóbaks-
þjóðin á Norðurlöndum svo not-
ið sé fyrirsögn Tímans á þriðju-
daginn var. Tóbaksneyzlan hef-
ur meira en tvöfaldazt siðastlið-
inn áratug. Ekki má minna
gagn gera.
Næstum samtímis kom önnur
fregn: Áskorun lækna tii lækna
um að forðast reykingar. Ekki
er nú furða þótt krakkar, sem
lífa regiuna fornu: Hægast er
heimskum að herma eftir í
vætkisverðu, það er einskis-
verðu, freistist til þessara iðju,
þegar læknar sem ættu þó að
vita bezt um árangur athafnar-
innar, þurfa á slíkrí áskorun að
halda. En tízkan, ekki sízt á
vegum heimsku, hroka og hé-
gómaskapar, er einn mesti
harðstjóri heims. Hætt er við,
að það þurfi oftar að ýta við
læknum, hvað þá heldur falleg-
um stúlkum og hárfögrum
hippum, ef ætti að hamla á móti
þeirri drottningu á sínum tign-
artróni. <
Hverju skal tizkunni fórnað,
ef sömu hættir haldast og sama
arkning næstu tíu ár? Altari
hennar bíður knéfallandi
þegna og dýrra brennifórna,
meira að segja barnafórna,
hvern morgun og stund til mið-
nættis og viða allt fram til óttu.
Fyrstu fórnina skilja líklega
allir bezt, þótt líklega sé hún
tiltölulega minnst. En margar
aðrar geta þó einnig af henni
leitt. Hún er nefnilega færð i
peningum. Nú kostar einn
sígarettupakki, sem þykir víst
fínna að nefna vindlinga,
225.00 kr. að meðaltali eftir
gæðingum eða tegundum. Með
þvi að brenna einn slíkan á dag,
sem þykir víst varla meðal-
neyzla, verður þetta 6750 krón-
ur á mánuði.
Þegar gerð eru verkföll þykir
þetta sæmileg kauphækkun I
sumum launaflokkum. Það eru
þvi um 80 þúsund krónur á ári,
þessi eins pakka fórn á altari
gyðjunnar, henni til þægilegs
ilms. Séu börnin bráðþroska og
efnileg að feta I fótspor foreldr-
anna, nálgast þessi ilmfórn fjöl-
skyldu, hjóna með þrjú börn á
tvítugsaldri, hálfa milljón að
upphæð, með gestaboðum.
Næsta fórn, sem ekki er al-
geng, en þó oft nefnd i fréttum,
er íkveikja. Stundum er það nú
ekki nema einn sófi eða stóll.
eða gardínur, svona smá-
skemmdir. En stundum getur
fórnin orðið heilt hús, meira að
segja með lifandi fólki, stund-
um skip eða verksmiðja.
En um það er ekki að fást,
vió
gluggann
eftir sr Árelius Nielsson
reykgyðja tizkunnar verður að
fá sitt. Svo tekur því varla að
tala um lungu, sem verða veik
og margra daga frá hvarf úr
vinnu, með hósta, kvef og
hryglu. En stundum líka meira,
svo að færir læknar segja
berkaveikina og hvitadauðann i
gamla daga hverfa i skuggann
fyrir fórnarlömbum reykgyðj-
unnar góðu eða grimmu. Þá má
náttúrlega ymta að því, sem
læknar vita vel um og eru þvi
farnir að áminna, en það eru
hjartafórnirnar. Þær nefnast
ýmsum nöfnum, eins og æða-
kölkun, æðaþrengsli, blóðtappi,
kransæðastifla, sem stundum
er nefnd i gamni gælunafninu
„kransinn" eða biluð pumpa,
þetta er allt svo gaman þegar
gyðjan á í hlut. En þessi fórn er
nú samt hvorki meira né minna
en Hfið sjálft, löngu fyrir tim-
ann.
Það getur orðið býsnamikið á
blómaskeiði ævinnar að færa
slika fórn. En þetta eru svo
fáir, að það verður þá hann en
ekki ég, hugsa margir og totta
sem fastgst þennan gervipela
tizkunnar, sem nú tekur við hjá
sumum að minnsta kosti, stuttu
eftir barnapelann. Þetta er allt
svo fínt og gaman. Hvað gerir
svo til þótt ryk og sóðaskapur
fylgi í kjölfarið? Loftið jafnvel
yfir barnsvöggu sé mettað af
eiturgufum og stybbu sterkari
en I gömlu hlóða eldhúsi? Og
eins þótt nágranni og sessu-
nautur séu að gretta sig í bíói
eða langferðabíl, flugvél eða
danssal?
En heyrðu annars: Hvað er
helzt bannað, sem mest hætta
er að í flugvél? Þar er eins og
sfgaretta sé aðalhætta á loftsins
vegum! Er hún þó ekki helzta
ánægja unga fólksins? Og það á
ekki að banna neitt, segja for-
ystumenn frelsisins á 20. öld
Sjálfsagt að krjúpa að altari
tízkunnar, reykgyðjunnar góðu
með gull í gulum fingrum, já
titrandi hjarta I greipum til að
leggja á altarið i helgidómi
hennar.
1/9 ’76.
Arelfus Nielsson.
Búið að velja
sveit Islands
á Olympíuskák-
mótið í Israel
NtJ ER búið að velja end-
anlega sveit íslands, sem
keppir á Ólympíuskákmót-
inu i ísrael. Mótið hefst 24.
október og stendur til 11.
nóvember. Eins og fram
hefur komið í Mbl. teflir
Guðmundur Sigurjónsson
á 1. borði, og er þjetta í 6.
sinn, sem hann keppir á
Ólympiuskákmóti.
Aðrir keppendur verða Helgi
Ólafsson, Björn Þorsteinsson,
Björgvin Víglundsson, Margeir
Pétursson og Magnús Sólmundar-
son. Þeir Björn, Magnús og Björg-
vin hafa áður teflt á Ólympíumót-
um en Margeir og Helgi eru nýlið-
ar. Beðið er eftir tölvuútreikningi
á skákstigum þessara keppenda
og þegar hann liggur fyrir verður
mönnum raðað á borð eftir styrk-
leika.
iASIMINN ER:
224B0
JB«rflunblntiit>