Morgunblaðið - 21.09.1976, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 21.09.1976, Qupperneq 24
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1976 Þau eru sögð einna lfklegust f sæti Maos. Brýzt valdabarátta róttækra og hægfarari afla senn út? Kína: A sfðasta ári, þegar Mao Tse- tang var að hverfa inn ( skugga sinnar hinztu göngu, orti hann ljóð til gamals samherja sfns, Shou En-lai, þar sem inntakið er á þessa leið: Trúir foreldrar, sem fórnuðu svo miklu fyrir þjóðina, óttuð- ust aldrei sfn lokaörlög. Sem nú þjóðin er orðin rauð, hver verður verndarengill hennar? Starfi okkar er ólokið og get- ur tekið þúsund ár. Baráttan þreytir okkur og hár okkar er orðið grátt. Þú og ég, gömlu vinirnir, get- um við horft á erfiði okkar skolast á braut? Svo að meira að segja Mao formaður gerði sér ljóst að mik- ilmættið hefur sfnar veiku hlið- ar og er bæði brothætt og vand- meðfarið. Hann velti þvf fyrir sér með töluverðum áhyggjum hvað myndi verða um Kfna, þegar hann væri genginn á vit feðra sinna. Hann treysti lengi á að Chou En-lai yrði eftirmað- ur hans og sjálfur reyndi Chou sfðan að leiða fram eftirmann sinn, Teng Hsiao-ping, sem um skamma stund var forsætisráð- herra Kfna. En Chou andaðist og Teng var hreinsaður löngu áður en Mao gaf upp öndina. Stjórnvöld í Kfna hafa skipað fjóra menn til að stjórna útfar- arathöfn Maos og þvf fer ekki hjá því að menn hafi velt fyrir sér, hvort þessir fjórir menn muni verða þeir sem berjast um völdin I Kína eða hvort fleiri komi til. Þar skal fyrst nefna Hua Kuo-feng, varafor- mann flokksins og núverandi forsætísráðherra, Wang Hung- wen, annan varaformann og rit- ara kommúnistadeildarinnar í Shanghai, Chang Chun-chiao, yfirmann stjórnmálaarms kín- verska hersins, og Yeh Chien- ying, varnarmálaráðherra. Öllum ber þó saman um að t drjúgur tími mun lfða áður en nýr flokksleiðtogi f Kína kemur fram á sjónarsviðið og þó svo að einhver muni geta tekið sæti formanns muni hann á hinn bóginn aldrei geta skipað það á sama hátt og Mao eða skyggt á hann. Þetta skyldi haft í huga, þeg- ar málin í Kfna eru skoðuð og svo það hversu erfitt er á þess- ari stundu að gera sér grein fyrir þvi hvernig málin munu þróast þar í landi á næstu mán- uðum, kannski árum. Djúpstæður ágreiningur er í landinu milli vinstri aflanna, hinna róttæku, svokölluðu „Shanghai Mafiu“, og þeirra sem eru kallaðir hægfara og vilja fara aðrar leiðir. Þeir vilja f fyrsta lagi framþróun, og i öðru lagi eru þeir Maoistar. Hinir setja áframhaldandi stéttarbaráttu öllu ofar, þar með talin efling framleiðslunn- ar. Þessi ágreiningur er ekki aðeins meðal ráðamanna, hans gætir um allt land og sú ólga sem hefur verið að magnast í landinu sfðustu mánuði sýnir það rótleysi og hik, sem er farið að setja mark sitt á þjóðlífið. Flest bendið nú til að Kína standi á afdrifaríkustu kross- götum f nútfma sögu sinni. Nú- verandi forystusveit, sem reyndar hefur þynnzt af ýms- um ástæðum, skipa annars veg- ar tiltölulega reynslulitlir menn, eða menn mjög aldur- hnignir, sem ekki eru lfklegir til að valda stjórnartaumunum. Fram að þessu hefur hið gífur- lega og næstum yfirnáttúrlega Maovald stuðlað að því .að styrkja vinstri öflin í sessi — ekki hvað sízt eftir lát Chous og siðan kom til hreinsun Tengs. Nú er eiginkona Maos, Chiang Ching, einn helztur höfuðpaur róttæku aflanna. Staða hennar sem eiginkona Maos styrkti hana og gefur raust hennar ákveðinn máttarhreim. En í auninni veit enginn i Kfna — hvað þá annars staðar — hver eru hin raunverulegu valda- hlutföll milli róttækra og hæg- fara. Séu aprflóeirðirnar ein- hver marktæk vísbending, er ekki fjarri lagi að álykta að þorri kínversku þjóðarinnar styðji þá stefnu sem Chou heit- inn fylgdi. Vegna þess sem gerðist i apríl má og draga þá ályktun að áhangendur þessa arms ali nokkurn ugg í brjósti er þeir horfa til framtíðiar. Ut í frá séð hefur forystan staðið sameinuð, ekki hvað sizt í þvf sameiginlega átaki sem hefur orðið að gera eftir nátt- úruhamfarirnar miklu. Fyrir þá sem utan við standa verður ekki annað séð en við þeim vanda hafi verið brugðizt af snöfurleik og prýði. Ymislegt raskaðist að vísu og heimsókn- um útlendinga var slegið á frest, meðan skipulagning hjálparstarfsins var f hámarki. Þar á meðal var James Schles- inger, fyrrverandi varnarmála- ráðherra Bandarfkjanna, sem var í þann veginn á koma til Kína til viðræðna. Þessi þráður hefur nú verið tekinn upp á nýjan leik og ráðamenn og emb- ættismenn leggja sig í lfma við að sannfæra útlendinga um að engra breytinga sé að vænta á utanríkisstefnu landsins. Hvort dauði Mao Tse-tungs á eftir að breyta þar einhverju um mun sjálfsagt ekki koma í ljós í einni svipan. Hann hefur umfram flesta mótað kínverska utanríkispólitík sfðustu fimmtán árin og eins og aílir, sem fylgzt hafa með, hafa glöggt mátt sjá hefur sú stefna verið á þann veg að hneigjast f átt til Bandarfkjanna og fjar- lægjast Sovétríkin æ meir. Andsovézk barátta í Kína virð- ist meira eða minna stafa af persónulegri andúð Maos á for- ystuliði Sovétrfkjanna. En sá ósveigjanleiki sem hreinsuðum kinverskum forystumönnum hefur verið sýndur gefur og til kynna að einhverjir séu þeir f Peking sem vilja bera smyrsl á sárin og draga úr fjandseminni i garð Sovétrfkjanna. Víst er ekki óhugsandi að einhver áhugi sé á slfku, þó ekki væri nema vegna þess, að slíkt myndi létta spennuna við landamærin og nýta þá krafta sem þar myndu losna til starfa annars staðar. Þetta gæti haft í för með sér að sambúð Bandarfkjanna og Kína færi kólnandí, enda þótt óþarft sé að gera því skóna. Samskiptin við Bandarfkin hafa verið stirðari upp á sið- kastið en það hefur sinar eðli- legu orsakir og stjórnin I Pek- ing kveðst hafa á því fullan skilning að tengsl rfkjanna geti vart komizt f eðlilegt horf fyrr en forsetakosningarnar i land- inu eru um garð gengnar. Af Kfnverja hálfu hefur enda fátt komið fram sem bendir til að þeir vilji fjarlægjast Bandarfk- in og sá ótti sem hefur gert vart við sig þar um að erfiðara yrði að treysta vináttu Iandanna að Mao látnum, kann að vera al- gerlega úr lausu lofti gripinn. Enginn veit sem sagt hvers konar forysta mun birtast á sjónarsviðinu þegar sorgar- tímabilið er um garð gengið. En öllum er ljóst að valdabaráttan er hafin fyrir alllöngu og hún á tvimælslaust eftir að magnast enn. Hua Kuo-feng forsætisráð- herra, litur að vísu út fyrir að vera sjálfsagður arftaki. En hann er nýr á sviðinu, hann kom f þessa valdastöðu eftir að fyrri arftaki Maos, Lin Piao, var sagður hafa reynt valdarán árið 1971. Það er vafamál, hversu staða hans er sterk og efasemdir eru og um hvort hon- um reynist gerlegt að sameina til frambúðar róttæku og hæg- fara öflin f landinu. Þar að auki er einnig vafamál hvort hann myndi þá gegna bæði stöðu for- sætisráðherra og flokksfor- manns og sfðan vaknar einnig spurning um hver yrði forsætis- ráðherra, ef Kinverjar sættust á að hann tæki við starfi for- mannsins. Andlát og hreinsanir hafa gert það að verkum að mönnum hefur fækkað I stjórnmálaráð- inu og öðrum þeim valdastofn- unum f Kfna sem hvað mestu ráða um stefnumótun. Mörg sæti eru auð, en eftirsóknin í þau er lfka áreiðanlega meiri en unnt verður að fullnægja. í rauninni hefur staðan f Kina síðustu mánuði verið afar sér- kennileg, þar sem Kfna hefur engum formlegum þjóðhöfð- ingja haft á að skipa og nú hefur flokkurinn engan for- mann. Þvf þarf hugarflugið ekki að vera mikið til að skynja þá harðvítugu valdabaráttu sem er f aðsigi og gæti brotizt upp á yfirborðið hvenær sem er. Þá gefur það einnig til kynna að átökin séu I raurr hafin að fjölmiðlar hafa ekki látið af gagnrýni sinni á Teng. Þar með er ljóst að stefna hans nýtur það mikils fylgis að forystu- menn fréttastofnana vilja kæfa áhrif hans i eitt skipti fyrir öll og krafturinn í ofsóknum á hendur honum hefur verið margfaldur upp á sfðkastið mið- að við það sem var fyrst eftir að hann féll. Þegar farið er yfir hverjir eru f forystuliði nú má draga þá ályktun að baráttan í Peking spinnist ekki einvörðungu út af hugmyndafræðinni einni sam- an. Um er að ræða persónulega valdabaráttu gamalla starfsfé- laga, nýrra skjólstæðinga, vina og ættingja og andstæðinga. Á öðrum vængnum standa hinir svokölluðu róttæku aðilar, þar sem ekkja Maos er fremst f flokki og virðist studd af Chang Chun-chiao og Yao Wen-ya. Þau komust til vegs og virðingar í menningarbyltingunni eins og frægt var. Til sama hóps telst og Wang Hung-wen frá Shang- hai og nokkur hópur bænda og verkamannaleiðtoga sem hafa verið að þoka sér upp á við sfðustu árin. Erfiðara er að gera sér grein fyrir öflunum á hinum vængn- um. Þar er þó hinn roskni varn- armálaráðherra, Yeh Chien- ying, sem virðist þó í fullu f jöri, Wu Teh, sem er valdamikill f Peking, meðal annars í krafti þess að hann er ritari flokks nefndarinnar þar, svo og Li Hsein-nien, sem er yfirmaður hersins f Peking, á sæti í stjórn- málaráðinu, er einn af varafor- sætisráðherrum og var stuðn- ingsmaður Chou En-lais. Flestir kfnverskir leiðtogar sem eru af kynslóð göngunnar miklu virð- ast á öndverðum meiði við Chiang Ching, ekkju Maos, og ætla mætti að lát Maos gæti leitt til þess að málstaður rót- tæku aflanna veiktist töluvert. Það gæti kannski leitt til að mesti hitinn ryki úr árásunum á Teng og breytingar yrðu á stefnu stjórnarinnar sem hneigðust meira til þess sem Chou En-Iai fylgdi og markaði og leiddi tíl þess að efnahags- framfarir f landinu hafa orðið stórbrotnar á tiltölulega skömmum tima. Sú stefna fól og í sér að lægja öldurnar eftir umrót menningarbyltingarinn- ar. Það sem gæti skapað ófyrir- sjáanlega stöðu er að I Kfna var komin upp ólga áður en Mao lézt. Andlát Chous f janúar og fleiri áhrifamanna síðan hefur haft ómæld áhrif. Ekki skyldu og vanmetnar hinar miklu af- leiðingar jarðskjálftanna f vor og enda þótt Kfnverjar vilji halda þeirri fmynd út á við að þar riki friður og eindrægni, hafa þeir orðið að viðurkenna að hvers kyns lausung og glæp- ir færist f vöxt. Allt getur þetta haft sínar afleiðingar — og or- sakir. Meðal verkamanna gætir óánægju þvi að þeir vilja bera meira úr býtum. Efnahagslegt áfall Kfnverja eftir jarðskjálft- ana er áreiðanlega erfiðara úr- lausnar en þeir viljá vera láta. Þó svo að staðan sé óljós og allt virðist hálfpartinn f lausu lofti er staða Kina í öllum meg- inatriðum sterk og heiibrigð heima fyrir. Þrátt fyrir menn- ingarbyltingu og ýmiss konar umrót hefur friður rfkt í þessu landi sfðan 1949 og þróun og framfarir orðið þar meiri en nokkur dæmi eru til um áður. Stundum voru Mao mislagðar hendur. Og hann vann ekki einn að uppbyggingu Kfna. En sérstæð og örvandi áhrif hans á þegnana og hugmyndafræðileg- ar kenningar hans eiga áreiðan- lega ekki minnstan þátt I hversu framfarirnar hafa orðið hraðar og þeir áfangar stórir sem náðst hafa á skömmum tima. Því er á fárra færi að fara f fötin hans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.