Morgunblaðið - 01.10.1976, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR l.OKTÖBER 1976
Sinfónfuhljðmsveitin ð æfingu
Sinfóníuhljómsveit íslands
í tónleikaferð til Norðurlands
A LAUGARDAG fer Sinfónfu-
hljómsveit tslands I tónleikaferð
til Raufarhafnar og Húsavfkur og
er ferðin farin f samvinnu við
menningarsjóð félagsheimilanna.
Verður fiogið tii Raufarhafnar og
haldnir tónleikar þar kl. 13.30 og
flogið til Húsavfkur og þar verða
tónleikar kl. 18. Hljómsveitar-
stjóri er Páll P. Pálsson og ein-
leikarar Sigurður f. Snorrason
klarinettuleikari og Bjarni Guð-
mundsson túbuleikari.
Það nýmæli verður tekið upp I
þessari ferð að nemendum tónlist-
arskólanna á Raufarhöfn og
Húsavfk er boðið á tónleikana eft-
ir hlé og verkefni síðari hluta
tónleikanna valin með tilliti til
þess og i samráði við skólana. Þeir
ásamt hreppsnefnd Raufarhafn-
ar, bæjarstjórn Húsavikur og
fleiri sjá um allan undirbúning og
móttökur. Á efnisskránni verða
m.a. verk eftir Bizet, Carmen-
svfta, Tsjaikovsky, Blómavalsinn
og Kleinsinger, Tobbi Túba og er
þar þulur Helga Stephensen.
Ný vetraráætlun SVR
gengur í gildi í dag
1 DAG tekur vetraráætlun SVR
gildi. Helzta breytingin frá sum-
arðætluninni er fólgin f breyttri
og aukinni þjónustu við nýju
hverfin f Breiðholti (Selin). Hér
er um að ræða tvær nýjar leiðir,
nr. 14 Hringleið-Breiðholt, og
nr.15 lllemmur-Flúðasel. Báðum
þessum leiðum er ætlað að tengja
hverfin f Breiðholti, hinni fyrri
(nr. 14) innbyrðis með akstri
milii hverfanna þriggja ein-
göngu, en hinni sfðari með akstri
milli Selja og Hlemms. Leið 14
gengur þó aðeins á virkum dögum
fram til kl. 19, en á kvöldin og um
helgar er ieið 15 lengd f staðinn
til að mæta þörfum hverfisins í
heild.
Önnur atriði, sem vert er að
athuga f sambandi við gildistöku
vetraráætlunarinnar, eru: Akstur
á laugardögum og helgidögum
verður óbreyttur frá sumaráætl-
un, þ.e. á 30 mín. fresti á öllum
leiðum nr. 1—12. Akstur á leið 7
mánud.-föstud. fram til kl. 19 er
færður f sama horf og var fyrir
sumaráætlun 1976, þ.e. brottför
frá Lækjartorgi er flýtt um 4 mín.
Ætti þar með að vera tryggt, að
farþegar með leið 7 geti náð leið
11 á Bústaðavegi áleiðis í Breið-
holt (brottfarartími frá Stjörnu-
gróf óbreyttur).
Leiðir 8 og 9 verða eins og áður
var, þ.e. ekið verður um Háaleitis-
braut og Miklubraut. Akstur á
kvöldin og um helgar verður þó
eins og var í sumaráætlun.
Á leið 10 verður aftur ekið um
Hraunbæ-Rofabæ, nema á
mánud.-föstud. í ferðunum frá
Hlemmi kl. 07.25, 07.40, 15.40,
16.40 og 17.40. Þá er ekið af Rofa-
bæ um Lónsbraut og Bæjarháls á
leið að Selási.
Á leið 13 verða fyrst um sinn
felldar niður þær ferðir sem lftt
hafa verið notaðar. Ekið verður
því aðeins frá Suðurhólum kl.
07.30 og 8.30 að morgni, og úr
Lækjargötu kl. 17.10 og 18.10 og
19.10.
Aðrar leiðir eru óbreyttar.
Enginn afsláttur af af-
notagjöldum sjónvarpsins?
FORMLEGA hefur ekki verið
tekin afstaða tii þess, hvort yfir-
stjórn Rikisútvarpsins þiggur það
boð starfsmanna sjónvarpsins að
vinna kauplaust næstu 6 fimmtu-
daga til þess að vinna upp það,
sem ð vantar að fólkið hafi fyllt
vinnutfma sinn vegna hins ólög-
lega verkfalls, sem það fór i i
fyrri viku.
Þegar starfsfólkið bauð þetta,
benti það á, að þetta mál snerti
annað — þær kröfur, sem hafðar
hefðu verið uppi um að dregið
skyldi af afnotagjöldunum, sem
næmi 6 sjónvarpsdögum. Bentu
starfsmennirnir á að um leið og
sjónvarpið þæði þessa 6 fimmtu-
daga væri það vandamál úr sög-
unni, en mikil vinna mun vera að
reikna út og veita hverjum og
einum sjónvarpsnotanda afslátt,
er nemur sex dögum.
Afnotagjald sjónvarpsins er nú
á ári miðað við janúar til desem-
ber 12 þúsund krónur. Afnota-
gjaldið var nokkuð hækkað um
mitt árið, en 12 þúsund krónurnar
eru jafnaðarverð allt árið, sem
þýðir að þeir dagar, sem sjón-
varpsrekstur féll niður, eru dýr-
ari en meðaldagar.
Morgunblaðinu er kunnugt um
það að ýmsir yfirmenn Rfkisút-
varpsins hafa þá skoðun, að ekki
eigi að veita heimild til frádráttar
á afnotagjöldum, þrátt fyrir það
að útsending hafi fallið niður f 6
daga. Þessi skoðun er byggð á þvf,
að Ríkisútvarpið hafi ekki skuld-
bundið sig til þess fyrirfram, að
það skili dagskránni hvernig sem
á stendur eða á hverju sem veltur.
Þrátt fyrir þetta skili stofnunin
dagskránni 98% og sé það allgott.
Ennfremur sé það ljóst að hluti
landsbyggðarinnar verður ávallt
einhvern tíma án sjónvarps, m.a.
vegna þess að tæki og stöðvar
bila, rafmagn bilar o.s.frv. Telur
Rfkisútvarpið sig ekki ábyrgt í
þeim tilfellum fremur en þessu,
sem hér hefur verið gert að um-
ræðuefni. Því taki viðskiptavinur-
inn á sig þá áhættu að dagskráin
komist ekki til skila. Afnotagjöld-
in eru miðuð við nokkurn vegin
meðaiskil á dagskránni og verða
þau að kallast það, þótt 1 til 2%
detti út.
Þá má geta þess að enn mun
ekki hafa verið skipað f nefndina,
sem menntamálaráðherra ætlar
að beita sér fyrir að komið verði á
fót til þess að kanna stöðu og
starfskjör sjónvarpsstarfsmanna
innan kerfis opinjierra starfs-
manna miðað við stbðu starfsfé-
laga fólksins á öðrum Norður-
löndum.