Morgunblaðið - 01.10.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.10.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1976 31 — Borgarráð Framhald af bls. 29 skólastofnun, sem undir embætti hans heyrir. Albert Guðmundsson óskaði bók- að: Ég tel mig knúinn til þess að gera eftirfarandi athugasemdir við bókun borgarráðsfulltrúa Framsóknarflokksins: 1. Rétt er að fram komu skipt- ar skoðanir um hver hljóta hefði átt stöðu aðstoðarskólastjóra við Fjölbrautaskólann I Breiðholti. Á framsóknarmáta var þessi skoð- anamunur fimm af sjö umsagnar- aði'lum gegn ráðstöfunum ráð- herra. Fræðsluráð er eitt umsagn- araðili, skv. samningi við mennta- málaráðuneytið. Fræðslustjóri og skólameistari eru ekki umsagnar- aðilar. 2. Réttur ráðherra til að setja þann aðstoðarskólameistara f embætti, sem hann telur hæfast- an, að fenginni umsögn fræðslu- ráðs, er óvéfengjanlegur, eri ég tel, að hann hafi ekki heimild eða völd til að byggja ákvörðun sína á umsögnum aðila, sem ekki eru umsagnaraðilar skv. samningi, og að því leyti er bókun Kristjáns Benediktssonar villandi, þegar hann vitnar í venjur eða hefð- bundin vinnubrögð. Hér er vill- andi að vitna f fræðslulög, þar sem í gildi er sérsamningur milli menntamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um Fjöl- brautaskólann I Breiðholti. 3. Kristján Benediktsson lýsir furðu sinni á því, að undirritaður telur það ámælisvert að leitað sé umsagnar fræðslustjórans í Reykjavfk, þegar velja á yfír- mann í stærstu skólastofnun borgarinnar. Ég vil svara þessari ásökun með þvf að segja, að það þarf enginn að förða sig á því, að ég vilji, eins og flestir aðrir borg- arfulltrúar, fara eftir þeim samn- ingum, sem gerðir hafa verið milli ríkis og borgar. Mig furðar heldur ekkert á þvi, að fulltrúar Framsóknarflokksins verji það, að samningur sé brotinn, þegar það hentar þeim herbúðum. — Nú kostar... Framhald af bls. 3 stöðvunarskyldu varða sekt að upphæð 5 þúsund krónur og sama er að segja um brot gegn ákvæð- um um biðskyldu. Brot á fyrir- mælum um aðalskoðun bifreiða varðar 4 þúsund króna sekt og brot á ákvæðum um stöðu og stöðvun ökutækja varðar 3 þús- und króna sekt. Brot gegn ákvæð- um um gangandi vegfarendur varðar sekt að upphæð 1.000 krón- ur. Lyftarar — Lyftarar Getum afgreitt með stuttum fyrirvara hina heimsþekktu Fenwick lyftara, bæði nýja og endurbyggða. Rafknúna, gasknúna, með diesel- vél eða bensínvél, eftir va/i. Af sérstökum ástæðum getum við afgreitt af lager eitt stk. rafknúinn lyftara. Lyftigeta 1500 kg. Kristján Ó. Skagfjörð hf. Hólmsgötu 4 - Simi 24120 Skrifstofuþjálfunin Bókfærsla hefst á þriðjudag Þetta sérnámskeið er ætlað skrifstofufólki og þeim sem bókhaldsskyldir eru. Útskrift reikninga. Sjóðsbók, Færsla viðskiptamannabók- ar. Sundurliðunarbók. Vinnulaunaskýrslur. Eyðublaða- form. Bankar. Skatteyðublöð. Bókhaldslög. Kynning á lágmarkskröfum til þeirra sem bókhaldsskyldir eru. Tví- hliða bókfærsla. Tæknilegaraðferðir. Reikningsskil. Kennt er einn dag í viku. Þrjár kennslustundir hverju sinni. 24 vikur alls til páska. Námskeiði lýkur með prófi fyrir þá sem óska. Áætluð heimavinna: þrjár klukku- stundir á viku. Mímir, Brautarholt 4 sími 10004 og 111 09 (kl. 1 — 7e.h.) m^mmmmmmmmmmmmmmm .P&O’ LLOYII SKÓR NÝ SENDING Austurstræti 14 — Stúdentar Framhald af bls. 19 teknir. Areiðanlegar heimildir herma að ríkisstjórnin hafi verið reiðubúin til að nota herinn til að dreifa pósti en að herforingjar hafi verið á móti því að kalla póstmenn f herinn, en sú aðferð var notuð til að binda enda á verkfall í janúar. Starfsfólk flugfélagsins Iberia, sem vinnur á flugvöllum og skrif- stofum, hefur lýst þvf yfir að það muni fara sér hægt við vinnu á morgun og eykur það á öngþveitið á spænskum flugvöllum, sem staf- ar af sjö vikna löngum aðgerðum flugumferðarstjóra. Krefst starfs- fólkið sameiginlegra kjarasamn- inga með flugfólki og öðru starfs- fólki flugfélagsins. — Guðmundur Framhald af bls. 40 haft hvltt á móti Sax og Sax valið Sikileyjarvörn. „Ég valdi þá hvasst afbrigði af þessari vörn, og f miðtaflinu hugðist Sax fórna manni sem hann og gerði, en hann sá ekki nógu langt og varð að gefa skákina f 21. leik, en hún var þá gjörtöp- uð.“ Aðspurður sagðist Guð- mundur vonast til að hann héldi þessu góða formi, en allt gæti gerzt, þar sem aðeins tvær umferðir væru búnar á mót- inu. Hann sagði að aðbúnaður skákmannanna væri góður. Þeir byggju f gömlu virki á bökkum Dónár, en inni f þvf væri nýtfzku hótel. Taflstaður- inn sjálfur kæmi sjálfsagt mörgum einkennilega fyrir sjónir, þvf keppnin færi fram á járnbrautarstöðinni, en þar væri Ifka ágætis aðstaða. önnur úrslit i annarri um- ferð mótsins urðu þau, að Bese vann Smejkal, Vulovic og G:rcia sömdu um jafntefli og eins Velimirovic og Gligoric. Aðrar skákir fóru I bið. Þeir sem næstir koma Guðmundi að vinningum eru með 1 Vt vinn- ing. I dag teflir Guðmundur við Smejkal og Friðrik við' Garcia. — Bylting . . . . Framhald af bls. 40 tækni svo að nú er engum vand- kvæðum bundið að röntgen- mynda mikinn fjölda fisk- blokka eða aðrar tegundir freð- fiskframleiðslunnar á skömm- um tíma, án þess að þurfa að taka umbúðir utan af pökkun- um,“ sagði Halldór. Þá sagði hann, að i framhaldi af þessum góða árangri hefði stjórn SH ákveðiö að kaupa röntgentæki og bau komið til landsins snemma á þessu ári. Umfangsmiklar tilraunir hefðu þá verið gerðar með tækjunum i Vestmannaeyjum við raunhæf skilyrði í frystihúsunum þar. Eftir góðan árangur þar hefði stjórn SH ákveðið að kaupa sjálfvirkan röntgenframkallara til framköllunar á röntgenfilm- unum, og ennfremur hefði ver- ið keyptur nýr sendiferðabíll undir tækin. — Tugir íra Framhald af bls. 1. er 2.500 lestir og skráður i Murmansk. „Rússneska skipið neitar allri samvinnu," sagði irskur talsmaður og bætti við að þvi væri skylt að fara til hafnar samkvæmt alþjóðalög- um. Talsmaður sovézka sendi- ráðsins í Dyflini sagði að til- raun hefði verið gerð í dag eftir diplómatiskum leiðum til að skýra ástandið. Hann kvað skipstjóra togarans, Belo- morye, hafa mótmælt atburð- inum og haldið því fram að hann hefði aldrei farið nær landi en 13 milur. Grainne tók búlgarskan tog- ara á svipuðum slóðum I sið- ustu viku og færði hann til hafnar I Cork. Skipstjórinn var dæmdur i sekt fyrir ólöglegar veiðar f landhelpi hittir beint i mark rVESTUR-ÞÝZK GÆÐAFRAMLEIÐSLA ©Passat stílhreinn og vandaður VW Passat er meira en óvenjulega glæsilegur og þægilegur fólksbíll. Hann er vestur-þýzk gæðaframleiðsla, frá Volkswagen- verksmiðjunum. VW Passat er sparneytinn, öruggur í akstri og býður upp á hina viðurkenndu Volkswagen varahluta- og viðgerðar- þjónustu. PASSAT — bíllinn sem hentar yöur — FYRIRLIGGJANDI TODDÝ sófasettið er snióiö fyrir unga tolkiö Verö aöeins kr. 109.000 - Góöir greiðsluskilmálar. Sendum hvert á land sem er. er- STIL-HÚSGÖGN AUÐBREKKU 63 KÓPAVOGI SÍMI 44600 HEKLAhf Laugavegi 170—172 — Simi 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.