Morgunblaðið - 01.10.1976, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.10.1976, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1976 FYRSTITITILLINN I HOFN FH-INGAR urðu Reykjanes- meistarar f handknattleik f ár. Sigruðu þeir nágrannalið sitt, Hauka, f úrslitaleik um titilinn sem fram fðr f lþróttahúsinu f Hafnarfirði f fyrrakvöld. Urslit leiksins urðu 17—16 fyrir FH, þannig að naumari gat sigurinn ekki orðið, og máttu FH-ingar raunar þakka fyrir hann, þrátt fyrir að þeir væru lengst af betra liðið f þessum leik og væru um tfma búnir að tryggja sér yfir- burðastöðu f leiknum. Þar með hafa FH-ingar hreppt aftur fyrsta titilinn af þremur sem þeir unnu til f fyrra, en þá varð liðið, svo sem kunnugt er, f senn Reykja- nesmeistari, Islandsmeistari og bikarmeistari. FH-ingar byrjuðu leikinn mjög vel í fyrrakvöld, eða ef til vill má fremur segja að Haukarnir hafi verið lengi að finna formið. Stað- HJA FH an i hálfleik var 9—4 fyrir FH og þegar nokkrar minútur voru liðn- ar af seinni hálfleik var staðan orðin 11—5 þeim í vil og stórsigur blasti við. En þá tóku Haukarnir heldur betur við sér og þegar rúmlega þrjár mínútur voru til leiksloka höfðu þeir jafnað 16—16. Léku Haukarnir ágætan handknattleik á þessu tímabili og tókst algjörlega að sjá við sóknar- leik FH-inga. FH-ingar skoruðu svo fljótlega sautjánda mark sitt, og því tókst Haukunum ekki að svara, þrátt fyrir harðar aðgerðir íþá átt. Markhæstu menn FH-liðsins í þessum leik voru þeir Þórarinn Ragnarsson sem skoraði 6 mörk og Sæmundur Stefánsson sem skoraði 4, en markhæstu Hauk- arnir voru Hörður Sigmarsson með 5 mörk og Sigurgeir Mart- einsson sem einnig skoraði fimm mörk. ÞORSTEIMN VAR MAÐUR LEIKSINS Jafntefli Keflvlkinga við vestur- þýzka liðið Hamburger SV I leik lið anna I Evrópubikarkeppni bikarhafa á Laugarsalsvellinum I fyrrakvöld er einn bezti árangur sem Islenzkt lið hefur náð I Evrópubikarkeppni til þessa, þar sem hið þýzka lið er nafn- togað fyrir árangur sinn á knatt- spyrnuvöllunum á undanförnum ár- um og þýzk knattspyrna er álitin mjög góð um þessar mundir. t.d. mun betri en I Englandi. Maður leiks- ins I fyrrakvöld var tvlmælalaust Þorsteinn Olafsson, markvörður Keflvlkinganna, sem varði oft snilldarlega og þessi mynd Friðþjófs sýnir hann bjarga með þvl að slá kvöttinn yfir eftir skot eins leik- manna Hamburger SV. Þorsteinn kom frá Svlþjóð til þess að leika þennan leik með félögum sfnum, en þar er hann nú að hefja nám. Er þvl óvlst hvort hann getur leikið með ÍBK næsta sumar. Landsliðið enn hornreka Mynd úr leik Þróttar og KR I Reykjavlkurmótinu á dögunum. Konráð Jónsson, einn markhæsti leikmaður mótsins sendir þarna knöttinn að marki KR-inga og virðist svo sem Hilmar Bjömsson fyrrum landsliðsþjálfari hafi ekki notað réttu vörnina að þessu sinni. í kvöld leikur Konráð með félögum slnum gegn ÍR til úrslita um Reykjavlkurmeistaratitilinn, en Fram og Valur keppa um 5. sætið I mótinu. — VIÐ erum satt að segja agn- dofa yfir þvf að þeirri beiðni okkar að fá aukinn æfingatfma fyrir landsliðið var svarað með þvf að skera tfmann enn niður, sagði Sigurður Jðnsson, formaður Handknattleikssambands tslands á fundi með fréttamönnum f gær, þegar rætt var um aðstöðu fslenzka handknattleikslandsliðs- ins sem f vetur mun taka þátt f B-heimsmeistarakeppninni f handknattleik. Kom fram á fundinum að HSt hafði sðtt um tfma fyrir landsliðið f Laugar- dalshöllinni frá kl. 17.00—19.00 þrjá daga f viku, en niðurstaðan varð sú að liðið hefur einungis tvo fimmtfu mfnútna æfingatfma f Höllinni á fimmtudögum. Sá tfmi er ekki bara fyrir fslenzka karlalandsliðið, heldur og öll fslenzku landsliðin f handknatt- leik, þ.e. kvennalandsliðið og unglingalandsliðið að auki. Víkingur hreppti þriðja sætið í Reyíqavíkurmótinu _ ® ™ PPtíi sknrai’i cvn com bnrhorom - OG ARMAMN SJOUNDA SÆTIÐ A miðvikudagskvöldið voru leiknir tveir leikir í úrslitakeppni Reykjavíkurmótsins. Ármann og Fylkir léku um 7.—8. sæti og var það fremur tilþrifalftill leikur, fastir liðir eins og venjulega. Fylkir stóð í Ármenningum fram í seinni hálfleik, en þá var úthald- ið búið og Ármenningar sigu fram úr, en leiknum lauk með öruggum sigri Armanns 21—15. Flest mörk Ármanns gerðu þeir Pétur Ing- ólfsson, Vilberg Sigtryggsson og Hörður Harðarson 4. Flest mörk Fylkis gerðu Einar Agústsson 5 og Gunnar Baldvinsson 5. Seinni leikur kvöldsins var svo á milli Víkings og KR, en þessi lið léku um 3.—4. sætið f mótinu. Leiknum lauk með sigri Vfkings 30—24. Þetta var þokkalegur leik- ur, sem bauð upp á smá spennu þegar líða tók á seinni hálfleik, en þá tókst KR-ingum að jafna upp það forskot, sem Víkingar höfðu náð í upphafi og haldið fram í seinni hálfleik. KR-ingar komust yfir 24—22 þegar rúmlega 10 mfn- útur voru eftir af leiknum og höfðu þeir þá sýnt góðan leik, bæði f vörn og sókn. En þá skall allt f baklás og þeim tókst ekki að gera mark það sem eftir var, á meðan Víkingar bættu við 8 mörkum og unnu stórsigur, í raun og veru mun stærri en þeir áttu skilið. Flest mörk Víkings gerðu Ólafur Einarsson 8, Björgvin Björgvinsson 5 og Þorbergur Að- alsteinsson 4. Mér finnst Víking- arnir spila allt of mikið upp á Ólaf, það eru fleiri en hann sem — Ætli við verðum ekki að hafa þann hátt á, sem hafður var í gamla daga, að fara með lands- liðið til Keflavíkurflugvallar til æfinga, sagði Sigurður — en hvað sem verður erum við ákveðnir að fá æfingatíma fyrir liðið og okkur finnst það satt að segja hart að vera ýtt til hliðar vegna félaga sem eru að auglýsa eftir fólki opinberlega til þess að taka þátt í æfingum hjá sér gegn gjaldi. Fram kom á blaðamanna- fundinum hjá formanni móta- nefndar HSÍ, Ólafi A. Jónssyni, að nú hefði gengið betur en oftast áður samstarfið við forráðamenn fþróttahúsa og þeir hefðu verið fúsir að gera hvað þeir gátu til þess að greiða úr þeim vandamál- um sem voru við niðurröðun mótsins. Það er því aðeins lands- liðið sem er hornreka við æfingar sinar, sem eru áformaðar meiri I vetur en oftast áður. — Við verðum á grænni grein þegar fþróttahúsið f Mosfellssveit verður opnað, en þar munu okkur allar dyr standa opnar, sagði Sig- urður Jónsson, en því miður verður það hús ekki tilbúið fyrr en eftir áramót. Á fundinum kom fram, að eftir er að leggja gólfið á íþróttahúsið f Mosfellssveit. Þegar upphafleg áætlun var gerð um kostnað við að leggja gólfið í húsið hljóðaði hún upp á tæpar fjórar milljónir, en málið var síðan tafið fyrir Mos- fellssveitungum, og þegar að framkvæmdum kom hafði kostnaðurinn hækkað upp í um átta milljónir króna. Pólski landsliðsþjálfarinn Janus Cerwinski mun koma hingað til starfa um miðjan októ- ber n.k. og gefur aug leið að það mun þrengja mjög starfsmögu- leika hans, ef ekki fæst meiri tími fyrir fslenzka landsliðið til æfinga en þeir tveir tlmar sem HSI er búió að fá loforð fyrir f Laugar- dalshöllinni. — Ég hef grun um að koma Cerwinskis eigi eftir að hafa jafn- vel meiri áhrif á fslenzkan hand- knattleik en okkur grunar, sagði Sigurður Jónsson á fundinum f gær. — Ég tel, að það hafi sýnt sig á þeim litlu afskiptum er hann hafði af okkar málum þegar hann kom hinað um daginn. Við mun- um reyna að leggja áherzlu á að Cerwinski verði kominn hingað fyrir leik islenzka landsliðsins við þýzka liðið Dankersen, sem kem- ur hingað í heimsókn f október, en þar gæfist honum kostur á að sjá og fylgjast með þeim Ólafi H. Jónssyni og Axel Axelssyni f leik. VETRARSTARF VIKVERJA geta skorað, svo sem Þorbergur og Viggó að ótöldum öllum línu- mönnunum, sem þeir hafa. Það sýndi sig í leiknum á móti IR um daginn að ef Ólafur er tekinn úr umferð, þá vita hinir ekkert hvað þeir eiga að gera, þeir eru of vanir þvf að Ólafur sjái um mörk- in. KR-ingar léku þennan leik nokkuð vel, sérstaklega þegar þeir voru að vinna upp forskot Vfkings og að komast yfir. I liði KR eru nokkrir ungir menn, sem vert er að minnast á, en það eru þeir Friðrik Þorbjörnsson, sem er þeirra bezti varnarmaður og auk þess örugg vítaskytta, en hann gerði 6 mörk f þessum leik þar af 4 úr vftum. Ingi Steinn Björgvins- son er snöggur og laginn horna- maður og gerði hann 3 mörk. Þá gerði Ólafur Lárusson 3 mörk, en hann er bæði sterkur og skotharð- ur. H.G. U.M.F. Vfkverji er að hefja vetrarstarf sitt, en það hefur fram að þessu verið bundið við glfmu eingöngu, en nú verður verður starfrækt frjálsíþróttadeild og skák til viðbótar glímunni. Glímt verður tvisvar í viku, mánudaga og fimmtudaga frá 18.50 til 20.30 hvort kvöldið f leik- Bændaglíma GS Bændagllma Golfklúbbs Suður- nesja fer fram n.k. laugardag. og vonast GS-menn eftir mikilli þátt- töku I mótinu. Bændur I keppninni verða þeir Jóhann Einvarðsson, bæjarstjóri I Keflavlk og Albert Sand- ers. bæjarstjóri I Njarðvlk Um kvöld- ið verður svo sameiginleg uppskeru- hátlð þriggja golfklúbba, Nesklúbbs- ins. Golfskúbbsins Keilis og Golf- 'úbbs Suðurnesja I Félagsheimilinu á öeltjarnarnesi. fimisal undir áhorfendastúkunni inn af Baldurhaga á Laugardals- velli. Þjálfari í glimunni verður hinn landskunni glímumaður Hjálmar Sigurðsson. Frjálsíþróttir verða í Baldurs- haga á fimmtudögum frá kl. 21.20 til 23.00. Þjálfari verðdur Águst Ásgeirsson hinn landskunni hlaupari. Teflt verður f Hólabrekkuskóla til að byrja með á miðvikudags- kvöldum frá kl. 20.00 — 22.00. Leiðbeinandi í skák verður Jónas Þorvaldsson, skákmaður. Ef ein- hverjir vilja láta skrá sig þá er hægt að snúa sér til skrifstofu U.M. F. I, Klapparstíg, f sfma 12546. Æfingar hefjast í byrjun októ- ber. Ungmennafélagar utan af landi eru hvattir til að láta vita um sig, er þeir koma til náms í borginni. (Frétt frá Vfkverja).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.