Morgunblaðið - 01.10.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR l.OKTÓBER 1976
13
við af honum 1924. Skömmu síðar klufu
hægrimenn sig úr flokki Hertzogs, sem
nú var talinn of hliðhollur Bretum. 1933
mynduðu Smuts og Hertzog samsteypu-
stjórn og núverandi Sameiningarflokkur
varð til.
SIGUR APARTHEIT
Dr. Daníel Malan stofnaði þá nýjan
Þjóðernissinnaflokk, en þegar samþykkt
var að Suður-Afríka berðist með Bretum
í síðari heimsstyrjöldinni sneri Hertzog
baki ýið Smuts og stuðningsmenn Hert-
zogs og Malans sameinuðust. Það stóð þó
ekki lengi því Hertzog stofnaði nýjan
flokk þjóðernissinna og Klaasie Hav-
enga tók við forystu hans að honum
látnum. Flokkur Smuts sigraði i kosning-
um 1943, en Malan og Havenga gerðu
með sér bandalag, sem tryggði sigur
þjóðernissinna í kosningunum 1948.
Þjóðernissinnar fengu ekki meirihluta
atkvæða i kosningunum þótt þeir fengju
þingmeirihluta og jafnvel Malan var
undrandi á úrslitunum, en síðan hafa
þjóðernissinnar verið allsráðandi. Nýr
kafli var hafinn í sögu Suður-Afríku.
Þjóðernisstefnan hafði farið með sigur
af hólmi. I fyrsta sinn frá 1910 átti
enginn brezkur Suður-Afríkumaður sæti
í ríkisstjórn. 1 fyrsta sinn höfðu kosning-
ar í Suður-Afríku snúizt um kynþátta-
mál. Blökkumenn voru álíka vopn í
áróðri Malans og Gyðingar i áróðri
Hitlers. Skipulögð aðskilnaðarstefna,
apartheid, var tekin upp.
60 af rúmlega 90 frambjóðendum þjóð-
ernissinna voru úr dularfullu leyni-
félagi, Broederbond, sem hefur haft víð-
tæk áhrif á þróunina í Suður-Afríku.
Yfirlýst stefna félagsins var að varðveita
kristið, þjóðlegt, kalvínskt lýðveldi
Afrikaners, slíta öll tengsl við Breta og
umgangast þá sem óæðri borgara, ef þeir
kysu að vera um kyrrt, og hamla gegn
áhrifum frimúrara, kaþólskra og Gyð-
inga (Hertzog og Havenga voru þó
frímúrarar).
Kalvinistakirkjan er mikilvæg undir-
staða valda afrikaansmælandi Suður-
Afríkumanna og hefur nánast gegnt
svipuðu hlutverki og kaþólska kirkjan á
Spáni. Malan var gallharður kalvinisti,
sem trúði þvi að Afrikaners væri guðs
útvalin þjóð og boðberar hvitrar
siðmenningar í myrkviðum Afríku.
Hann hafði verið kalvinistaprestur
(„predikant") um árabil og var fæddur í
Riebeck West í Höfðafylki, sama bae og
Smuts, sem var leikbróðir hans og fjór-
um árum eldri. Malan dró ekki dul á það
hann vildi sigur Þjóðverja í síðari heims-
styrjöldinni og i blaði hans, „Die
Burger", birtist oft rætinn áróður i garð
Breta og Gyðinga.
Malan lét það verða sitt fyrsta verk að
svipta Indverja í Natal og Transvaal
kosningarétti og setti síðan lög um
strangan aðskilnað kynþáttanna i Höfða-
fylki. Saga Suður-Afríku síðan hefur
verið áframhald þeirrar stefnu, sem
hann mótaði. Eftirmanni hans, Johannes
Strijdom frá Transvaal („ljónið frá Wat-
erberg“), var lýst sem ofstækismanni og
„harðbrjósta eldhuga". Hendrik
Verwoerd, sem tók við af Strijdom og
geðveikur maður réð af dögum, bjó
apartheidstefnuna i „fræðilegan og vis-
indalegan" búning og sleit sambandinu
við Breta. Balthazar John Vorster var
talinn enn meiri ofstækismaður en fyrir-
rennarar hans þegar hann tók við af
Verwoerd 1966, en nú réttum tíu árum
síðar hefur álit manna á honum ger-
breytzt.
ARFURFEÐRANNA
En þrátt fyrir fréttir um að Vorster
hafi viljað milda apartheidstefnuna hafa
litlar breytingar verið gerðar á löngum
og flóknum lagabálkum, sem skerða
frelsi blökkumanna, kynblendinga og
Indverja, og kjöi;. þeirra og staða hefur
ekki batnað eirts og óeirðirnar að undan-
förnu sýna. Varðveizla yfirráða hvita
minnihlutans er gömul arfleifð frá dög-
um hollenzku landnemanna og hvítir
harðlinumejin líta á yfirráð sín sem for-
réttindi, sem hafi áunnizt fyrir fórnir
forfeðranna og það starf er hvítir menn
hafa unnið til að byggja upp landið. Að
visu vilja margir hvitir menn, aðallega
enskumælandi, milda apartheidstefn-
una, en afstaða þeirra er óljós og þeir
eru yfirleitt hlynntir aðskilnaði, því
einnig þeir vilja tryggja yfirráð hvítra
fhanna. Sárafáir hvítir menn eru hlynnt-
ir jafnrétti og þeir hafa aðeins örfáa
menn á þingi.
Öraníufljóti 1867 og gull í
Witwatersrand (nú kallað Rand) í
Transvaal 1886 og Búalýðveldin urðu
eftirsótt herfang. Jafnframt tóku Bretar
lönd Zulumanna i Natal 1887 og einangr-
uðu Búa frá sjó.
Búarnir veittu Bretum viðnám undir
forystu Paul Kruger, forseta Transvaals,
um sautján ára skeið, sem nú er þjóðar-
dýrlingur, einþykks og guðhrædds
manns sem trúði því alla ævi að jörðin
væri flöt. Höfuðandstæðingur hans var
Cecil Rhodes, aðalforgöngumaður
brezkrar heimsveldisstefnu i Afríku fyr-
ir aldamótin, sem varð forríkur i
demantaæðinu mikla i Kimberley 1872,
stofnaði helztu gull- og demantafyrir-
tæki Suður-Afríku (De Beers og
Consolidated Gold Fields) og varð alls-
ráðandi i þeim, kom á fót fyrirtæki til að
hagnýta auðlindir héraðanna norður af
Suður-Afríku (sem nú heita Botswana,
Ródesia og Zambia) og varð forsætisráð-
herra Höfðanýlendunnar 1890 37 ára
gamall. Svokölluð Jameson-árás, 1895 til
stuðnings uppreisn gullóðra útlend-
inga“ (Uitlanders) gegn Kruger fór út
um þúfur en varð honum að falli og var
ein af orsökum Búastríðsins
(1899—1902) sem siðan leiddi til sjálf-
stæðis Suður-Afríku innan brezka
heimsveldisins og aflaði Búum samúðar
um allan heim sem andstæðinga heims-
veldis- og nýlendustefnu.
Áður hafði Rhodes lagt Ródesiu undir
brezka heimsveldið (draumur hans var
járnbraut frá Höfðaborg til Kaíró) og
þar með varð hann einn fárra manna
sögunnar sem lönd hafa verið skírð eftir.
Fyrirtækið sem hann stofnaði, Brezka
Suður-Afríkufélagið, stjórnaði Norður-
og Suður-Ródesíu frá 1889 til 1922 þegar
hvitir kjósendur Suður-Ródesíu sam-
þykktu með naumum meirihluta at-
kvæða að landið yrði ekki sameinað Suð-
ur-Afríku, eins og gert var ráð fyrir og
að Suður-Ródesía yrði brezk sjálfstjórn-
arnýlenda (N-Ródesia varð brezk krúnu-
nýlenda 1924). Sameining Suður-
Ródesíu og Suður-Afriku var alla tíð eitt
helzta baráttumál Smuts. Nú hafa S-
Afríkumenn snúið baki við Ródesiu og
yfirráð 250.000 hvítra manna þar eru
senn á enda og við tekur meirihluta-
stjórn 5.4 milljóna blökkumanna, ellefu
árum eftir einhliða sjálfstæðisyfirlýs-
ingu Ian Smiths.
SÍÐASTA VIRKIÐ
Virki hvítu mannanna í Suður-Afriku
hrynja hvert af öðru. En öðru máli
gegnir með hvíta ibúa Suður-Afríku
en hvíta minnihlutann í Rhódesiu, sem
getur setzt að I öðrum enskumælandi
löndum ef hann vill ekki búa við stjórn
blökkumanna. Afrikaners eru ekki leng-
ur Hollendingar. Með þeim hefur þróazt
sérstök menning, sem hefur gert þá að
þjóð.
Þróun tungunnar sýnir þetta. Land-
nemarnir töluðu auðvitað hollenzku í
upphafi, en um 1860 hafði talmálið
breytzt svo mikið að hafin var barátta
fyrir því að gera það sem nú kallast
afrikaans að ritmáli. Afrikaners vildu
ekki sæta því að þurfa að skrifa á öðru
máli en þeir töluðu. hollenzku eða
ensku. Samt var ákveðið þegar Suður-
Afríka fékk sjálfstæði 1910 að hollenzka
en ekki afrikaans skyldi vera opinbert
mál auk enskunnar. Baráttan fyrir þvi
að gera afrikaans að opinberu máli
vannst ekki fyrr en 1925 og þar með
urðu opinberu málin þrjú: afrikaans,
enska og hollenzka. Þegar þjóðernissinn-
ar komust til valda 1948 lét stjórn Mal-
ans verða eitt sitt fyrsta verk að fá
samþykkt lög um að Afrikaners fengju
kennslu á „ntóðurmáli" sinu.
Tungan lýsir afrikaansmælandi Suð-
ur-Afrikumönnum bezt. Hugtakið
apartheid lýsir hugsunarhætti Malans og
eftirmanna hans. Orðið „Volkswil, vilji
þjóðarinnar, er hugtak sem hefur dul-
ræna merkingu og lýsir leyndardómi
þjóðernisstefnunnar, sem er hafinn yfir
lög, lifsskoðun og menningu afkomenda
frumherja er einangruðu sig frá um-
heiminum og börðust við blökkumenn og
Breta. Orðið „laager" lýsir arfi forfeðr-
anna. Því nafni kölluðust vígi, sem Bú-
arnir gömlu hlóðu úr uxakerrum sinum
og búslóð sinni til varnar gegn blökku-
mönnum þegar þeir sóttu inn í Afríku
með aleiguna á siðustu öld til að leita
nýrra heimkynna í nýju fyrirheitnu
landi. Orðið lýsir hugsunarhætti, sem
enn er ríkur i Afrikaners. Spurningin er
hvort þeir hörfa aftur inn í slíkt virki
eða hvort þeir geta sætzt við blökku-
menn eins og þeir sættust við Breta á
sínum tima — að lokinni harðri styrjöld.
Ótti, ofstæki og hleypidómar búa á bak
við apartheidstefnuna. Hvítum mönnum
fjölgar hægar en blökkumönnum. Þótt
gull, demantar, úraníum og fullkominn
iðnaður hafi gert Suður-Afríku að einu
auðugasta landi heims getur minnihluti
hvitra manna ekki haldið meirihluta
blökkumanna niðri um alla framtið.
Blökkumenn geta heldur ekki hrakið
hvíta minnrhlutann i sjóinn. Apartheid-
stefnan getur ekki borið árangur, en ef í
hart fer geta Afrikaners hvergi leitað
athvarfs. Bretar, Frakkar, Spánverjar og
Hollendingar hafa getað snúið aftur til
ættjarðarinnar en Afrikaners eru sér-
stök þjóð eins og til dæmis Bandarikja-
menn. Einu beinu tengsl þeirra við Hol-
land eru trúarleg. Þeir eru með bakið að
veggnum og geta ekki flúið og staða
þeirra er sterk.
SÖGULEGAR RÆTUR
miklu hættulegri, ekki sízt Xhosa-menn,
sem voru herskáir og stunduðu naut-
griparækt eins og Búarnir. Bantumenn-
irnir streymdu úr norðri á sama tíma og
Búarnir færðu sig inn í landið og þeim
laust saman. Loks var ákveðið 1776 að
Stóra Fiská skyldi mynda landamæri
Búa og Bantumanna, en þeir réðust yfir
ána og stálu nautgripum Búa, sem gerðu
hefndarárásir. Þannig hófst fyrsta
Kaffastríðið 1779, fyrsta af mörgum
styrjöldum blökkumanna og Búa og saga
Búanna minnir um margt á sögu „villta
vestursins" f Bandarfkjunum.
Bretar komu til skjalanna þegar þeir
tóku Góðrarvonarhöfða af Hollending-
um 1795 til þess að verja siglingaleið
sina til Indlands og koma í veg fyrir að
Napoleon næði honum á sitt vald. Yfir-
ráð Breta voru staðfest í samningi í lok
Nápoleonstyrjaldanna og brezkir land-
nemar streymdu til landsins. Bretar
treystu yfirráð sín í Höfðanýlendunni og
sóttu inn í Natal á austurströndinni,
afnámu þrælahald og Búarnir færðu sig
inn i landið.
Árið 1836 hófust miklir búferlaflutn-
ingar („The Great Trek“) sem er þjóð-
sagnakerindasti og ævintýralegasti at-
burðurinn i sögu Búa. Nokkur þúsund
Búar fóru með fjölskyldur sínar og alla
búslóð í uxakerrum yfir hásléttuna
(,,veld“), yfir Oraníufljót og því næst
Vaal-fljót, þar sem þeir vildu fá að vera
óáreittir og einangruðust svo að framfar-
ir og andlegar hræringar nitjándu aldar
fóru fram hjá þeim. Biblian og byssan
voru þeirra traust og hald.
BREZK ÁSÓKN
Rætur apartheid liggja aftur í þeim
tíma þegar hollenzku landnemarnir
komu fyrst til Suður-Afríku og reistu
girðingar til að bægja burtu innfæddum.
Fyrsti landneminn var Jan van Riebeck,
sem kom til Góðrarvonarhöfða 1652 og
kom þar upp birgðastöð fyrir skip Hol-
lenzka Austur-Indíufélagsins. Hollenzku
landnemunum fjölgaði hægt, en mjög
fljótlega færðu margir þeirra svokallaðir
„Trekk-Búar“ eða „Voortrekkers") sig
lengra inn í landið, sumir til að flýja
félagið, aðrir í ævintýraleit. Fyrstu
Húgenottarnir komu 1688 og hafa æ
siðan gegnt mikilvægu hlutverki i Suð-
ur-Afríku (Botha var af Húgenottaætt-
um frá Lothringen og móðir Smuts var
af Húgenottaættum). Þrælahald var
fljótlega innleitt til að fá ódýrt vinnuafl
á býlunum í Höfðanýlendunni. Fyrstu
þrælarnir komu frá Vestur-Afriku og
síðan voru fluttir inn Malayar frá Aust-
ur-Indíum.
Hollendingarnir réðu fljótlega niður-
lögum hinna dvergvöxnu Hottentotta
(þeir og þrælarnir frá Malaya eru for-
feður kynblendinganna) og útrýmdu
stórum hluta Búskmannanna, dvergvax-
inna veiðimanna á steinaldarstigi, sem
voru ekki eins auðsveipir og erfiðara var
að nota til vinnu. Bantumennirnir, sem
landnemarnir kynntust síðan, voru
Meðan þessu fór fram náðu Zulumenn
undir forystu herskárra konunga, Chaka
og Dingaan, hluta Natals á sitt vald, en
veldi þeirra var hnekkt um sinn í orrust-
unni við Blóðá 1838 sem er annar atburð-
ur sem er í minnum hafður. Búarnir
stofnuðu síðan Suður-Afríkulýðveldið
þar sem nú er Transvaal 1852 og tveimur
árum síðar var Óraníufririkið stofnað.
Tíu árum áður geisaði stríð milli Búa og
Breta. Suður-Afríkulýðveldið var form-
lega innlimað í brezka heimsveldið 1877
og íbúar Transvaal gerðu uppreisn gegn
Bretum 1880. Demantar fundust í
Jan Christiaan Smuts
Dr. Daniel Malan
Buahermenn í Ladysmith í Natal