Morgunblaðið - 01.10.1976, Page 16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR l.OKTÓBER 1976
16
Hér sjáum við Rúnar Gunnarsson við að klippa saman
sjónvarpsefni.
A þessu myndsegulbandi sem er það nýjasta sem sjónvarpið á og
jafnframt það dýrasta er efni sem Rúnar er að vinna með ( næsta
herbergi.
Frammi ( stúdíói er tíminn notaður til að undirbúa upptöku næsta
dags.
Sjónvarpið
10 ára:
Hvernig
verður
sjónvarpsefni til?
Þórarinn Guðnason yfirmaður
kvikmyndadeildarinnar.
I þessari vél eru kvik-
myndirnar framkallaðar ...
og (þessari klipptar.
Hér eru kvikmyndasýningarvélarnar en með þeim eru fréttakvik-
myndirnar sýndar og annað sjónvarpsefni á filmum.
Wa v!^pji m 5f> 'f-
Fylkir Þorisson og Ömar Ragnarsson ræða um eitthvert atriði
varðandi útsendingu fréttanna.
ÞAU eru ótrúlega mörg hand-
tökin sem gera þarf fyrir hvern
sjónvarpsþátt og ótrúlega
margir sem þar koma við sögu.
Má segja að næstum heilan her
manns þurfi til, myndatöku-
menn, hljóðupptökumenn,
sviðsstjóra og stjórnendur,
einn fvrir tækniliðið og annan,
sem stjórnar niðurröðun efnis-
ins, klippingarmenn, aðstoðar-
fólk og svo mætti lengi telja.
Fylkir Þórisson er einn yfir-
manna tæknideildarinnar, en
öllu tækniliði sjónvarpsins er
skipt niður i vaktir eins og er
um starfsfólk fréttastofu.
Blaðamaður og ljósmyndari
gengu með Fylki um húsakynni
sjónvarpsins og sýndi hann
okkur það helzta sem fyrir
augu bar og útskýrði. Það er
nokkuð flókið mál að fara að
lýsa þvi öllu í blaðagrein
hvernig það gengur fyrír sig að
útbúa sjónvarpsþátt, en við get-
um látið myndir Friðþjófs tala
og skjótum með skýringum eins
og hægt er.
Þegar við vorum að þessu
rölti um húsakynnin var Rúnar
Gunnarsson, einn af upptöku-
stjórnendum eða „pródúsent-
um“ eins og hann heitir á máli
sjónvarpsmanna, að klippa
saman þátt frá Rokkhátíðinni i
Laugardalshöllinni. Rúnar sat
fyrir framan skerma og horfði á
það sem tekið hafði verið upp i
Höllinni á myndsegulband og
var hann að klippa saman og
fella úr eftir þvi sem við átti og
gera þáttinn endanlega til
sýningar. 1 næsta herbergi við
hann voru myndsegulböndin og
menn þar stjórnuðu þeim. Þeg-
ar Rúnar hafði skoðað og ákveð-
ið hvað nota skyldi i það og það
skiptið klipptu þeir eftir hans
fyrirsögn. Þetta er mikið verk
og seinlegt og til aðstoðar
Rúnari voru tveir menn sem
höfðu gætur á hljóði og fleiru.
Það tókst að lokum að ljúka
við gerð þessa þáttar og voru
þeir frá hádegi og fram að
kvöldmat að fullgera hann, en
vinnudagurinn var þó ekki enn
búinn því útsending kvöldsins
var eftir og flestir höfðu þar
eitthvert verk að vinna. Þannig
er unnið þegar efnið er tekið
upp á myndsegulbönd en það er
hægt hvort sem er úti eða inni
og á meðan á þessari vinnu stóð
var verið að gera stúdióið tilbú-
ið fyrir upptöku sem þar átti að
fara fram daginn eftir. Var það
væntanlegt barnatímaefni og
tindir voru inn alls kyr.s leik-
munir og dót sem þurfti að nota
þar. Sjónvarpið á nokkurt safn
leikmuna og sérstök deild sér
um þann þátt í framleiðslu
sjónvarpsefnis. Sjónvarpið hef-
ur aðeins eitt stúdió og er það
oft mjög bagalegt, sagði Fylkir,
að þurfa kannski að stöðva upp-
töku i miðjum kliðum til að
hægt sé að senda út fréttir.
Fylkir sagði að þeir hefðu þá
reglu að hætta allri upptöku-
vinnu kl. 19.00 til að hægt væri
að undírbúa stúdióið fyrir
fréttaútsendinguna og þarna
kom Ömar einmitt aðvífandi og
þurfti að ræða eitthvert tækni-
legt atriði við Fylki varðandi
fréttir kvöldsins.
Þórarinn Guðnason er yfir-
maður kvikmyndadeildarinnar
og leiddi hann okkur í allan
sannleika um tilurð frétta-
mynda. Þegar kvikmynda á ein-
hverja frétt eru venjulega
saman við það fréttamaður,
kvikmyndatökumaður og hljóð-
upptökumaður. Þegar mynda-
töku er lokið fer filman í fram-
köllun og klippingu og á meðan
skrifar fréttamaðurinn fréttina
og hljóðupptökumaðurinn fer
yfir og samræmir hljóð og
mynd í sérstöku tæki.
Á vegum kvikmyndadeildar-
innar fara fram allar kvik-
myndatökur, sem íslenzka sjón-
varpið þarf á að halda hér
innanlands og fréttaritarar úti
á landi annast ekki. Inn í starf
hennar kemur einnig að taka
allar aðrar myndir fyrir aðra
dagskrárliði.
Dagur var nú kominn að
kvöldi og fyrir dyrum stóð að
senda út fréttir. Undirbúning-
ur þeirra hefst á morgnana með
fundi fréttastjóra með frétta-
mönnum og síðan eru myndir
teknar og ljósmyndir og þessu
öllu raðað upp. Það gerir
stjórnandi útsendingar, sem I
þessu tilviki var Maríanna
Friðjónsdóttir. Fréttamyndun-
um er komið fyrir á tveim
sýningarvélum í sérstöku her-
bergi og frammi í stúdíói er
stillt upp ljósmyndum fyrir
framan vélar þar (sjá mynd).
Stjórnandi útsendingarinnar
jiefur svo fyrir framan sig allan
texta fréttanna og þar er merkt
við hvað á að sýna með hverri
frétt, ljósmynd, kvikmynd,
fréttaþulinn og hversu langt
hvert atriði er.
Eins og fyrr segir hefur
þessu verið safnað saman yfir
daginn og á réttu augnabliki
þarf að skipta um, beina vél á
Eið, Guðjón eða Ömar en þeir
sáu um fréttirnar þennan dag.
Allar þessar skiptingar gerast á
augabragði og fyrir utanað-
komandi fólk er þetta eins og
hið flóknasta púsluspil að raða
þessu öllu saman, en allt gerist
það við undirbúninginn. Ef
hann er góður er útsendingin
tryggð. Fréttatíminn var fljótur
að liða og dagsvinna og jafnvel
meira leið hjá á hálftima og
fyrir blaðamann var tilfinning-
in svipuð þvi að fara á skíðum
upp langa brekku og síðan nið-
ur. Það tekur miklu skemmri
tíma að fara niður og það er
miklu erfiðara að fara upp í
móti.
Eftir útseningu frétta tók við
íþróttaþáttur og að nokkru var
skipt um fólk, þ.e. þeir sem
voru við fréttaútsendingu voru
lausir skömmu eftir það en aðr-
ir þurftu að vera þar til dagskrá
var lokið. Hér hefur aðeins ver-
ið stiklað á stóru og mörgu er
sleppt, sem vert væri að geta,
en rúmsins vegna verður svo að
vera að sinni.