Morgunblaðið - 01.10.1976, Síða 17

Morgunblaðið - 01.10.1976, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. OKTÖBER 1976 17 Ljósmyndir Sigurgeir I Eyjum. Leggja þökur á Herjólfsdal VESTMANNEYINGAR hafa sfðustu helgar unnið við það f sjálf- boðaliðsvinnu að leggja þökur á þúsundir fermetra I Herjólfsdal, en mjög illa hefur gengið að fá grasvöxt þar eftir gos með sáningu. Þekja þarf mörg þúsund fermetra og hefur verkið gengið bærllega, þvf fólk mætti vel og þá stóð ekki á afköstunum. Mikil vinna hefur farið f það hjá fólki að græða upp gróður- skemmdir við hús sfn eftir gos og má segja að flestar frfstundir fólks hafi farið f það að dytta að einu og öðru sem úrskeiðis fór. Eyjamenn miða að þvf að geta haldið þjóðhátfð sem fyrst f Herjólfsdal, ef vel tekst til næsta sumar eða ári seinna, en mikið starf liggur fyrir næstu árin f Eyjum til þess að lagfæra þær gróðurskemmdir sem urðu f gosinu. Fjöldi fólks á öllum aldri hefur lagt hönd á plóginn við upp- græðslu Herjólfsdals, þvf eins og fyrr segir, Herjólfsdalur er Eyjafólki sérstaklega kær og svo þykir þjóðhátfðin á Breiðabakka aðeins svipur hjá sjón miðað við f gamla góða Her jólfsdal. , Ályktun kvennadeildar Verkalýdsfélags Akra- ness um mjólkursölumál FUNDUR f kvennadeild Verka- lýðsfélags Akraness hefur sam- þykkt ályktun um mjólkursölu- málin og lýsir yfir andstöðu sinni við breytingar á lögunum um mjólkursölumál sem samþykkt voru á Alþingi á sfðast liðnu vori. Fundur þeirra telur að þjónusta Mjólkursamsölunnar við neyt- endur hafi verið með ágætum og það sé alls ekki vfst að matvöru- verzlanir á Akranesi vilji ábyrgj- ast alla mjólkursölu þar nema með auknum tilkostnaði. Félagið telur að Mjólkursamsalan hafi miklum skyldum að gegna við þær konur sem hafa unnið hjá fyrirtækinu um langt árabil: 1) Með því að tryggja þeim konum, sem þess óska, atvinnu. 2) Að greiða þeim konum líf- eyri sem orðnar eru 60 ára eða eldri og hafa unnið hjá fyrirtæk- inu um árabil. — 3) Að ábyrgjast sjúkra- og orlofssjóði A.S.B. til þess að félagskonur geti notið áunninna réttinda. Þá lýsir félagið samstöðu sinni með baráttu A.S.B. Fer um land og heldur skemmt- anir fyrir börn Merkileg tilraun Höskuldar Skagfjörð „ÞESSI tilraun mfn er algerlega eigin hugmynd, en ég hafði verið að brjóta þetta með mér um tfma og ákvað svo að framkvæma hana. Þetta er eiginlega sprottið út frá þvf að yfirleitt þegar leikflokkar hafa verið að fara út á land, þá hefur ekki verið séð fyrir efni fyrir börn. Oft hafa þau ekki heldur fengið að fara á þær sýn- ingar sem boðið hefur verið upp á, og þess vegna langaði mig til að gera þetta og gefa krökkunum sjálfum um leið tækifæri á að troða upp og tjá sig“. Þannig fór- ust orð Höskuldi Skagf jörð leikar og leikstjóra, þegar hann leit við á ritstjórn Mbl. Höskuldur hefur verið með barnaskemmtanir I sumar á 10 stöðum á svæðinu Vopnafjörður — Hofsós, að báðum stöðum með- töldum. Þá kom hann einnig við i Grímsey, og sóttu 86% eyjar- skeggja samkomu Höskuldar þar. „Þetta var í upphafi sjálfsögðu bara tilraun, en ég þykist hafa fengið nógu mikla og góða reynslu á þetta til að fara vlðar með þetta fyrirbæri," sagði Höskuldur. Næstu skemmtanir verða nk. laugardag á Akranesi og á Borgarnesi á sunnudag. (3. okt.) Helgina þar á eftir verður (Ljósm. RAX) Höskuldur Skagf jörð og hundurinn Bangsi svo haldið til Akureyrar og Dal- víkur, og síðan mun leið liggja til Vestfjarðanna. Skemmtanirnar eru þannig úr garði gerðar að sýndar eru a.m.k. 2 litkvikmyndir. Eru það þá yfir- leitt myndir sem höfða til barna á einn eða annan hátt, en Höskuld- ur hefur úr miklu safni að velja og því eru sjaldan sýndar sömu myndir á einni helgi. Þá eru lesin ljóð eftir nokkur höfuðskálda Is- lendinga, svo sem Tómas, Davlð, Kristján frá Djúpalæk, o.s.frv. Höskuldur segir einnig sögu ein- hverja, og einnig er gjarna litið leikrit. Hefur t.d. Bakkabræður verið vinsælasta leikritið hjá honum á skemmtunum hans. „Þá hef ég einnnig getraunaþátt, þar sem börnin koma upp á sviðið og taka þátt í spurningakeppni, og hefur þetta atriði alltaf hlotið góðar viðtökur. Siðast, en ekki sist, þá segi ég söguna af honum Bangsa minum, en það er hundur minn sagði Höskuldur og klappaði hvutta þeim er hann hafði meðferðis. Bangsi þessi er 14 mánaða og hefur hann farið víða um lönd með húsbónda sin- um, og þykir hin mesta sæmdar- skepna. „Já þessar skemmtanir hafa tekist vonum framar og þess- vegna ætla ég að hafa á þeim framhald, þvi það er mjög gaman að skemmta börnum. Þau eru sannir þátttakendur i skemmtun- inni“ sagði Höskuldur að lokum. STUÐMENIsí EINSTÖK UPPLIFUN Kynnist Frímanni ílugkappa, íjallkonunni Ólínu, Hveitibirni og Svarta-Pétri. Fariö í ævintýraferö í Tívolí meö Stuömönnum. Ný sending af hljómplötum og kassettum. Stuðmannamerkin í öllum hljómplötuverslunum. Hljómplötuútgáfan Steinar h.f. Dreifing um Kamabæ S-2 81 55.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.