Morgunblaðið - 01.10.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR l.OKTÓBER 1976
Menningarstofnun Banda-
ríkjanna að Neshaga 1 6 býð-
ur leikum sem lærðum upp á
kynningu á einhverju besta
og fjölbreyttasta samsafni
grafískra mynda, eftir
ameríska listamenn, er ég
minnist að hafi skolað á fjör-
ur okkar. Á sama stað var
ágæt sýning fyrir ári síðan,
en þessi tekur henni tví-
mælalaust fram. Hér er um
að ræða fjölbreytni i grafisk-
um aðferðum og ólíkri af-
stöðu til hinna margvisleg-
ustu tæknibragða, sem gerir
sýninguna einstaklega lær-
dómsríka fyrir alla þá er vilja
velta fyrir sér möguleikum
þessarar hrífandi listgreinar.
Þá eru hér á ferðinni sérstak-
lega hrein og vönduð vinnu-
brögð við þrykkingu ein-
stakra mynda.
Þessi sýning færir okkur
heim sanninn um það, hve
margt íslenzkir grafíklista-
menn eiga eftir ólært, og er
ei heldur hægt að gera kröfur
til þess, að hér komi veruleg-
ur fjörkippur f, fyrr en við
höfum eignast okkar full-
komna verkstæði og hingað
ráðast menn með sérþekk-
ingu í hinum ýmsu aðferð-
um, — þ.e. fagmenn til að-
stoðar og leiðbeiningar lista-
mönnum.
— Miðað við takmörkuð
húsakynni er hér um gott
sýnishorn á amerískri grafík
að ræða, þótt vitanlega vanti
margt og slfkar sýningar hafa
mikla þýðingu fyrir menning-
arlíf okkar þótt ekki séu þær
stórar f sniðum.
— Sýning þessi er farand-
sýning og á í rauninni að
LEONARD BASKIN (1922) „Hercule Seghers', æting
1968
Claes Oldenburg, Drums, London 1960— litograffa.
— Svo ég bendi á nokkrar
myndir miklar andstæður má
nefna hinar hárfínu sáld-
þrykkmyndir Anuszkiewicz
og Crutcfield, hinar fínlegu
og margslungnu ætimyndir
þeirra Peter Milton (Free
Fall), Noru Hersley (Ballett-
dansmær) og Richard Zie-
mann. Tjáningarríka og
kröftuga mynd hins fræga
Leonard Baskin þar sem
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
hann útfærir andlitsdrætti
Hercule Seghers, hins mikla
frumkvöðuls málmætingar-
innar og samtíðarmanns
Rembrandts, er R. áleit mest-
an tæknimann þeirrra allra
hollenskra á þvi sviði. Við
hlið þá mynd hangir hin ein-
stæða mynd Dennis
Corrigan „Woman With
Sentimental Portrait", sem er
útfærð i tækni er nefnist
„Cronaflex print", hvað sem
það nú er. — Annars er
upptalning lítils virði miðað
við eigin heimsókn á sýning-
una og hvet ég flesta grafik-
listarmenn og alla þá sem
áhuga hafa á listgreininni að
láta þetta tækifæri ekki fram
hjá sér fara.
— í sambandi við slikar
sýningar í framtiðinni væri
mjög til athugunar hvort ekki
væri hægt að senda þær í
nokkra daga út á land t.d. til
ísafjarðar, Akureyrar, Egils-
staða, Neskaupstaðar m.m.
Þakka ber framtakið með
virktum og vonast eftir fram-
haldi á því og jafnvel minni
sýningum á myndlistarverk-
um amerískra nútímalistar-
manna, en slíkar sýningar
eru stöðugt á ferð.
JAQUES MICHAEL (1945) „Vermont Cowboy ", ætimynd
1976.
DENNIS CORRIGAN (1944), „Woman With Sentimental
Portrait", Cronaflex print 1974.
vera komin til Helsingfors er
þetta birtist, en fyrir sérstaka
velvild ráðamanna upplýs-
ingaþjónustunnar fékk undir-
ritaður því framgengt, með
vísun til þess, að listaskólar
hefja starfsemi sína nú um
helgina, — að henni yrði
framlengt um nokkra daga.
Vill hann því vekja sérstaka
athygli á sýningunni og um
leið, að mánudagur verður
síðasti sýningardagur.
Þetta er ekki sölusýning en
hún er sett á laggirnar af
sérstöku gallerii í Washing-
ton (Jane Haslem Gallery
2121 P.Street N.W. Wash.
200 37 ), — og geta þeir er
vilja festa sér mynd snúið sér
þangað en verð (í dollurum)
og eintakafjöldi hverrar
myndar er á sérstökum miða
neðantil á hverri mynd. Þetta
er þó að mér skilst framar
öðru kynningarsýning, sýnis-
horn á ólíkum viðhorfum og
vinnubrögðum til grafískra
aðferða í Ameriku. En er ekki
kominn tími til að íslendingar
geti viðað að sér gildri grafik
hvaðanæva úr heiminum og
hér verði sett á stofn gallerí í
því skyni, — eða jafnvel að
Kjarvalsstaðir kynni slíkt á
árvissri sýningu?
— Vafalítið sakna framúr-
stefnulistamenn hér margs,
en engum getur dulist gæði
sýningarinnar á tæknilega
sviðinujog það þykir undirrit-
uðum megiinmáli skipta. . .
— Það er ekki heldur á
hverjum degi, sem okkur
gefst að líta myndir manna
líkt og Gabor Pederdi, Mark
Tobey, Harold Altman,
Josef og Anni Albers,
Leonard Baskin, Claes Old-
enburg, Richard
Anuszkiewicz eða indíánans
William Crutcfield m.m.
Myndllst
Margbreytileg viðhorf
(Amerískir grafíklistamenn)