Morgunblaðið - 01.10.1976, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. OKTÖBER 1976
— Túlkun
Framhald af bls. 1.
ráðherra. Forsetar Zambiu, Tanz-
aníu, Botzwana, Angóla og
Mosambique hafa slðan neitað að
fallast á þessa tillögu þar sem það
jafngildi viðurkenningu á ný-
lendu- og kynþáttastjórn. Þeir
vilja ekki að hvltir menn fái ein
mikilvægustu embætti í stjórn-
inni.
Jafnframt ræddi Kissinger við
Ivor Richard, fastafulltrúa hjá
Sameinuðu þjóðunum, sem
Anthony Crosland hefur falið að
vera I forsæti hvftra manna og
svartra um Rhódesíu. Fundar-
staðurinn hefur ekki verið ákveð-
inn en Bandarfkjamenn hafa
stungið upp á Zambfu.
I Salisbury var sagt að Ian
Smith yrði i forsæti nefndar
Rhódesíustjórnar en ekki mætti
lita svo á að um algera stjórnlaga-
ráðstefnu yrði að ræða. Þetta er
talin fyrsta tilraun Rhódesíu-
stjórnar til að draga f land.
Um Ieið var haft eftir góðum
heimildum f Salisbury að Smith
kynni að hitta brezka ráðherrann
Ted Rowlands i Suður-Afriku í
næstu viku. Bretar hafa ekki vilj-
að senda Rowland til Salisbury en
hann er nú í Botswana vegna 10
ára sjálfstæðisafmælis landsins.
Tanzaniustjórn gagnrýndi I dag
tillögur Breta um ráðstefnuna.
Hún sagði að þeir reyndu að leika
hlutverk sem samrýmdist ekki
hlutverki þeirra sem nýlendu-
veldis og létu Smith eftir aðal-
hlutverkið.
Fulltrúi Abel Muzorewa
biskups sagði að hann yrði leið-
togi stuðningsmanna sinna úr
Afrfska þjóðarráðinu (ANC) á
ráðstefnunni. Biskupinn hefur
verið í útlegð f rúmt ár og er
væntanlegur til Rhódesfu eftir
hálfan mánuð.
I ræðu sinni á Allsherjarþing-
inu sagði Kissinger að þjóðir Rhó-
desfu og grannríkjanna stæðu
andspænis mikilli prófraun sem
skæri úr um hvort þær gætu leyst
Rhódesíumálið f sameiningu.
Hann sagði að Bandarikin hefðu
gert alvarlega tilraun til að leysa
málið og myndu halda því áfram.
Sumar þjóðir kynnu að sjá sér
hag f því að blása að glæðum
kynþáttahaturs en þær bæru ekki
hag þjóða Afrfku fyrir brjósti.
— Sex nýir
Framhald af bls. 2
sr. Björn Björnsson, sr. Pétur
Ingjaldsson, sr. Sigurður
Kristjánsson og sr. Stefán
Snævarr. Einn hinna nývfgðu
presta, Gunnþór Ingason, mun
predika og verður vígslan eins
og fyrr segir f Dómkirkjunni
og hefst kl. 11 f.h.
— Ford kveðst..
Framhald af bls. 1.
farið í þessar golfferðir fyrir
mörgum árum í boði fyrirtækj-
anna og að þær hefðu á engan
hátt verið ósamrýmanlegar
siðareglum þingmanna. Hann
kvaðst óefað hafa rætt stjórn-
mál við kaupsýslumenn í þess-
um ferðum en hann sæi ekkert
athugavert við það. Hann væri
mikill golfáhugamaður og þetta
hefðu veriðgamlir vinir hans.
Ford hefur fyrirskípað rann-
sókn f málinu og leit að öllum
persónulegum skjölum svo að
ganga megi úr skugga um hve
oft hann fór frá Washington í
boði bandarískra fyrirtækja
áður en hann varð forseti.
Jimmy Carter sagði þegar
Ford hafði fyrirskipað rann-
sóknina að hann teldi ekki að
forsetinn hefði gerzt brotlegur
við iög, en aðalatriðið væri
alger hreinskilni hvenær sem
eitthvaó benti til þess að hags-
munir rækjust á.
Sjálfur varð Carter að svara
nærgöngulum spurningum um
ár sin í rikisstjóraembætti í
Gerogfu og viðurkenndi að
erlendar ríkisstjórnir hefðu
tekið þátt í að kosta viðskipta-
ferðir hans til útianda. Hann
kvaðst ekki sjá neitt athugavert
við það þar sem Georgiuríki
hefði tekið þátt i kostnaði af
dvöl erlendra viðskiptanefnda
og enginn hefði hagnazt per-
sónulega af þessu fyrirkomu-
lagi.
Stjórnmálasérfræðingar
segja að golfmálið geti haft
alvarleg áhrif á kosningabar-
áttu Fords þótt bilið milli hans
og Carters hafi mjókkað sam-
kvæmt siðustu skoðanakönnun-
um en það fari eftir því hvað^
skjöl um ferðirnar sýni og hve
mikinn mat Carter geri sér úr
málinu.
— Stjórn
Schmidt
Framhald af bls. 1.
hefur játað að hafa þegið 100.000
mörk af umdeildum fjármála-
manni.
Jafnframt var þess krafizt I dag
að borgarstjóri sósfaldemókrata f
Frankfurt, Rudi Arndt, segði af
sér vegna ásakana um að borgar-
stjórnin hefði þegið mútur fyrir
að veita vissa aðstöðu á Frank-
furt-flugvelli. Arndt svaraði með
ásökun um að leiðtogi kristilegra
demókrata í Hessen, Alfred
Dregger, hefði boðið hægriflokki
eina milljón marka ef hann byði
ekki fram og dreifði atkvæðum
hægrikjósenda.
— Ávísanamálið
Framhald af bls. 2
og einnig hvort ávfsanirnar virt-
ust eitthvað vafasamar. Þannig
kæmi það oft fyrir, að gjaldkeri
hringdi f reikningsbanka út af t.d.
10000 kr. ávísun, en f öðrum til-
vikum væri ekki hringt út af
hærri ávísun.
Gjaldkeri Landsbankans sagði
við yfirheyrslur, að þrátt fyrir
viðskiptalegan kunnugleika væri
það algengt að ávísanir sem væru
lægri en 100 þúsund krónur væru
athugaðar, og örugglega allar
ávfsanir sem væru að upphæð 500
þúsund eða meira.
Þá ber að geta þess að allar
umræddar ávfsanir sem Ásgeir H.
Eiríksson kom með var hann að
leggja inn á reikninga f viðkom-
andi bankastofnun, en ekki var
um að ræða að hann væri að leysa
út peninga. Þegar ávísanirnar
komu f þann banka, sem þær voru
gefnar út á, virðist innstæða hafa
verið fyrir hendi, þar sem engin
var endursend.
— Jafnréttisráð
Framhald af bls. 2
um reglum. Ráðið hefur þó ekki
enn komizt að niðurstöðu um
hvort auglýsandinn, fjölmiðillinn
eða hvorir tveggja verði gerðir
ábyrgir fyrir slíku broti.
Þá telur ráðið mjög mikilvægt
það ákvæði laganna, sem segir
fyrir um fræðslu um jafnrétti
kvenna og karla f skólum og
öðrum mennta— og uppeldis-
stofnunum. í þessu sambandi
hafa farið fram viðræður við
skólarannsóknir menntamála-
ráðuneytisins um samvinnu og er
vonazt til að hægt verði að hefja
þessa kennslu á næsta ári. Til
þessarar kennslu vantar þó til-
finnanlega grundvallar kennslu-
bók í slfkum fræðum, en ráðið
hefur beðið um að leitað verði
gagna frá Norðurlöndum um slfka
fræðslu. Þá leggur ráðið einnig
áherzlu á að við endurnýjun
námsbóka verði þær endurskoð-
aðar með þessa lagagrein f huga,
en ráðið hefur hug á að gera lang-
tfmaáætlun um útgáfu námsbóka.
Nefndamenn álitu að heimilin
væru kannski sá vettvangur, sem
áhrifarfkast væri að starfa á, því
þar gætti misréttis e.t.v. hvað
mest. Hins vegar var bent á að
fjölskyldan og heimilið væru það
svið, sem ákaflega illa væri fallið
til að setja ákveðnar lagareglur
um og flestir væru sammála um
að löggjafinn ætti að skipta sér
sem minnst af, en þó mætti með
fræðslu í jafnréttismálum fara
óbeint inn á heimilin.
Hingað til hefur ráðið eingöngu
fengizt við mál, er snerta launa-
misrétti og má gera ráð fyrir að
mest reyni á slík mál. Fram að
þessu hefur aðeins einn karlmað-
ur snúið sér til ráðsins, hitt eru
allt konur, sem starfa hjá ríkinu.
Á vegum ráðsins hafa farið
fram, rannskóknir á viðhorfi
fólks til útivinnandi kvenna, svo
og rannsókn á auglýsingum f dag-
blöðum en niðurstöður liggja enn
ekki fyrir.
Jafnréttisráð er skipað fimm
mönnum, en það eru: Guðrún Er-
lendsdóttir, formaður, skipuð af
Hæstarétti (varamaður Jón
Finnsson, hrl.), Geirþrúður Bern-
höft, skipuð af félagsmálaráð-
herra (varamaður Sigurlaug
Bjarnadóttir), Áslaug Thorlacius,
skipuð af Bandalagi starfsmanna
rfkis og bæja (varamaður Björg
Einarsdóttir), Aðalheiður Bjarn-
freðsdóttir, skipuð af ASI (vara-
maður Auður Torfadóttir) og
Ólafur Jónsson, skipaður af
Vinnuveitendasambandi Islands
(varamaður Barði Friðriksson.)
— Skæruliðar
Framhald af bls. 1.
Palestfnumanna f suðurhluta
landsins. Áður en fundurinn
hófst sagði skæruliðaforingi að
Sýrlendingar fengju ekkert án
fórna.
Sýrlendingar hafa hins vegar
náð mörgum stöðvum skæruliða
norður af Beirút á sitt valda eftir
tveggja daga sókn. Þeir treystu
vfgstöðu sfna I dag og héldu
áfram að þjarma að skæruliðum
með skriðdreka- og stórskotaliðs-
árásum. Að lokum neyddust
skæruliðaforingjarnir til að fara
til Beirút þar sem þeir halda
áfram fundum sfnum.
Um leið og Sýrlendingar sóttu
úr austri hermdu fréttir að kristn-
ar liðssveitir væru að búast til
árása á Aley úr norðri. Utvarps-
stöð falangista sagði að ef skæru-
liðar hörfuðu ekki jafngilti það
þvf að þeir fremdu sjálfsmorð.
Kristnir menn krefjast þess að
Palestínumenn hætti að styðja
vinstrimenn í borgarastrfðinu.
Svokallaðar dúfur f hópi skæru-
liða óttast að hreyfing þeirra
verði algerlega brotin á bak aftur
ef þeir semja ekki. Haukarnir
segja að ef látið verði undan leiði
það til sýrlenzkra yfirráða og að
möguleikar séu á þvf að neyða
Sýrlendinga til tilslakana ef
áfram verði barizt.
— „Við öllu búnir
Framhald af bls. 40
erfitt að draga ákveðnar ályktan-
ir.
Guðjón Petersen hjá Almanna-
vörnum tjáði Morgunblaðinu f
gærkvöldi að niðurstaðan af fundi
jarðfræðinga og annarra sérfræð-
inga í gær hefði verið sú að rétt
væri að vera við öllu búnir á
Kröflusvæðinu. ,,Þeir lfta svo á,“
sagði Guðjón," að þetta séu svo
snöggar breytingar að ekki sé um
það að ræða að jarðhræringar
þarna séu hreinlega að fjara út,
heldur sé fremur um hegðunar-
breytingu að ræða sem gæti boðað
eitthvað meira. Mikið af gögnum
frá jarðeldasvæðum jarðarinnar
sýna að oft kemur snögglega hlé á
jarðskjálftum fyrir gos. Eysteinn
Tryggvason er farinn norður til
mælinga á svæðinu og mun hann
sérstaklega kanna hvort aukinn
þrýstingur sé á einhverjum af-
mörkuðum blettum, en að öðru
leyti er ekkert að gera nema að
sjá hverju fram vindur. Almanna-
varnir hafa marga undanfarna
mánuði haft allt i viðbragðsstöðu
á þessu svæði ef eitthvað kæmi til
og þannig er það enn, náið sam-
band er haft við menn nyrðra."
Páll Einarsson jarðeðlisfræð-
ingur tjáði Morgunblaðinu að
hrapið á jarðskjálftatfðninni sfð-
ustu þrjá sólarhringa þætti svolft-
ið grunsamlegt á svo stuttum tfma
en tfðnin var 16 skjálftar f gær, 50
í fyrradag, og þar áður 78, 118 og
130 fyrir 5 dögum.
„Þetta er satt að segja allt f
lausu lofti," sagði Páll, „og því
ekki hægt að draga neinar
ákveðnar ályktanir fyrr en eftir
niðurstöður mælinga á næstu dög-
um en greinileg breyting er mjög
afgerandi þarna, hvað svo sem
verður."
Til skamms tíma hefur norður-
endi stöðvarhússins við Kröflu
risið um einhverja millimetra, en
nú er suðurendi hússins farinn að
rfsa. Það munar þó ekki nema
1/10 úr millimetra ef eitthvað er
sagði Páll, frá öðrum enda húss-
ins til hins. Þá liggur fyrir að
sprunga við Leirhnjúk hefur
gliðnað um nokkra sentimetra sfð-
ustu mánuði.
Við höfðum samband við jarð-
skjálftavaktina á Kröflu seint f
gærkvöldi, en þar hafði þá aðeins
orðið vart við 1 jarðskjálfta frá
þvf kl. 5 um daginn, þannig að
enn var að draga úr skjálftatfðn-
inni.
— Healey ræðst
Framhald af bls. 1.
semja við Alþjóðagjaldeyrissjóð-
inn á grundvelli núverandi stefnu
stjórnarinnar og að hún hefði í
för með sér niðurskurð ríkisút-
gjalda hófust reiðiöskur og hróp
um að hann segði af sér.
Þó var ályktunin um stuðning
við stefnu Healeys samþykkt, en
jafnframt var stjórnin hvött til
þess að draga ekki meir úr ríkis-
útgjöldum til að tryggja sér lánið.
Stjórnin hefur þegar skuldbundið
sig til að skera niður árleg rfkisút-
gjöld um 1000 milljón pund.
Kröfum vinstrisinnans Norman
Atkinsons um innflutningseftirlit
svaraði Healey á þá leið að toll-
múrar mundu hafa í för með sér
mesta viðskiptastríð heimsins frá
því á árunum eftir 1930.
Áður en Healey flutti ræðu sína
hafði þingið samþykkt með miklu
lófataki tillögu frá vinstrisinnan-
um Ian Mikardo um þjóðnýtingu
helztu banka og tryggingafyrir-
tækja Bretlands þótt James Call-
aghan forsætisráðherra fordæmdi
tillöguna og segði að hún yrði
Verkamannaflokknum til bölvun-
ar í næstu kosningum.
Jafnframt voru samþykktar
ályktanir um að kaup og sala á
pundum og erlendum gjaldeyri
yrðu tekin úr höndum einkafyrir-
tækja í fjármálahverfi Lundúna.
I Vestur-Þýzkalandi leiddi mik-
il eftirspurn eftir mörkum vegna
orðróms um gengishækkun til
lækkunar allra vestrænna gjald-
miðla í dag. Á ítalíu hélt liran
áfram að lækka gangvart dollar.
Pundið átti alls staðar í vök að
verjazt, en var þó á uppleið i dag á
erlendum gjaldeyrismörkuðum.
— Kostnaðar-
áætlun
Framhald af bls. 40
samningaviðræður milli iðnaðar-
ráðuneytisins og Laxárvirkjunar-
stjórnar um yfirtöku hins sfðar-
nefnda á rekstri Kröfluvirkjunar
tif bráðabirgða. Sagði Karl að
hann teldi engin vandkvæði á því
að Laxárvirkjun gæti rekið
Kröfluvirkjun, en hann benti á að
Gunnar Thoroddsen iðnaðarráð-
herra hefði nýlega lýst þvf yfir, að
hann hygðist í þingbyrjun leggja
fram frumvarp um Norðurlands-
virkjun og að jafnframt hefði ráð-
herrann talað um að hugsanlega
gæti það fyrirtæki tekið við
rekstri virkjunarinnar þegar f
upphafi.
Framleiðsla Kröfluvirkjunar
getur orðið við gangsetningu fyrri
samstæðunnar — fáist nægilegt
gufuafl — allt að 30 megawött.
Um það, hvort nægilegur markað-
ur sé fyrir allt það rafmagn til
viðbótar rafmagni Laxárvirkjun-
ar sagði Karl að allir væru ekki á
einu máli. Hann kvaðst búast við
þvf að markaður væri ekki nægi-
lega stór þegar f fyrstu lotu, en
ætla mætti að þessi 30 megawött
yrðu fullnýtt strax á árinu 1977.
Morgunblaðið spurði . Karl
Ragnars, hvort hugsanlegt væri
að rafmagn frá Kröflu yrði selt til
Austurlands. Hann sagði: „Það er
nú ekkert endanlegt komið um
það, en hins vegar er það f öllum
framtfðaráformum, að svokölluð
norðurffna komi til með að heita
hringlfna og að hún nái þá áfram
frá Kröflu austur á land og síðan
suður fyrir Vatnajökul og yrðu þá
raforkusvæði landsins öll orðin
samtengd. Myndi rafmagn þá
væntanlega fara frá Kröflu og
austur á land og þá einnig öfugt,
ef þörf væri á.
Varnargarðarnir, sem Gunnar
Thoroddsen iðnaðarráðherra
skýrði frá f viðtali við Morgun-
blaðið fyrir nokkrum dögum,
verða tveir. Samkvæmt upplýs-
ingum Karls Ragnars er það í
fyrsta lagi garður, sem liggur
austan við Leirhnúk og myndi
beina hrauni, sem hugsanfega
kæmi frá Leirhnúk og rynni í
austurrátt með garðinum, til suð-
urs, þannig að hraun myndi þá
renna annaðhvort niður f svo-
kallaðan Þrfhyrningadal eða
hreinlega vestur fyrir Dalfjall.
Hins vegar er um að ræða skarð
úr þessum Þrfhyrningadal, sem
stendur vestan við stöðvarhúsið
og niður f Hlfðardalinn, þar sem
stöðvarhúsið stendur. I þetta
skarð þarf að fylla til þess að ekki
rynni þar niður hraun. Yrði hola
númer 8 rétt austan megin við
garðinn, þannig að þessi garður
austan Leirhnúks myndi skýla
borholusvæðinu einnig.
Enn er ekki ákveðið hvenær
hafizt verður handa um gerð garð-
anna. Orkustofnun er alveg
nýbúin að leggja fram áætlun um
gerð þeirra. Áætlunin var lögð
fram f gær (fimmtudag) og sfðan
á eftir að taka afstöðu til þess
hvort þeir yfirleitt verða byggðir.
Hefur það ekki verið endanlega
ákveðið, enda kemur inn f þá
ákvarðantöku mat á öllum að-
stæðum. Þarf síðan að útvega það
fjármagn, sem garðarnir kosta.
Eru þeir nokkuð mikil mannvirki
með kostnaðaráætlun upp á 60
milljónir króna.
Morgunblaðið spurði Karl
Ragnars, hvort ljóst væri hvað
kílówattstundin kæmi til með að
kosta frá Kröfluvirkjun um leið
og hún gæti hafið framleiðslu.
Hann kvað það ekki vera einfalt
reikningsdæmi, en hann kvað það
hafa komið fram frá aðilum, sem
hefðu möguleika á að reikna slíkt,
að raforkuverðið, þegar það er
reiknað á sama hátt og gert hefur
verið í sambandi við Sigölduvirkj-
un — yrði það sama frá þessum
tveimur virkjunum. Er það
einhvers staðar á bilinu 2 til 3
krónur.
Morgunblaðið spurði Karl,
hvort menn við Kröflu væru
nokkuð uggandi vegna þessarar
kyrrðar, sem færzt hefði yfir
virkni hræringa á svæðinu. Hann
sagði: „Nei, ekki vil ég nú segja
að menn séu uggandi, en þarna
verður skyndileg breyting og auð-
vitað hugsa menn um það hvað
veldur skyndilegri breytingu. Og
þar sem breytingin er á þennan
veginn — að allt verður kyrrt —
þá velta sumir þvf fyrir sér, hvort
þetta sé ef til vill logn á undan
stormi. Það eru kannski bara til-
gátur og það veit enginn," sagði
Karl Ragnars og bætti því við að á
Kröflusvæðinu liði öllum vel og
menn yndu glaðir við sitt.
— Kartöflur
Framhald af bls. 40
flokksins verði eðlileg, þannig að
ekki lendi saman f pokum ein-
göngu smáar kartöflur.
Fram kom hjá Guðmundi að
þessi ákvörðun var tekin að
fengnum álitsgerðum kaup-
manna, Neytendasamtakanna og
stjórnar Grænmetisverzlunarinn-
ar. Að lokum tók Guðmundur
fram að þessi ákvörðun gilti að-
eins um framleiðsluna í haust og
væri tekin i ljósi yfirvofandi
skorts á kartöflum i vetur.
Yngvi Markússon, kartöflu-
bóndi f Oddsparti f Þykkvabæ og
formaður Félags kartöflufram-
leiðenda á Suðurlandi, sagði f
gærkvöldi að vissulega hefði
þarna náðst áfangi, þó ekki væri
hægt að segja að þetta væri fram-
tfðarlausn. — Ef ég á að tala fyrir
sjálfan mig þá er ég ánægður með
þessa breytingu en ég er hræddur
um að það sé samt almenn
óánægja meðal kartöfluframleið-
enda. Þetta breytir miklu fyrir
okkur og þá einkum að við fáum
betri nýtingu á uppskeruna, sem
var yfir höfuð smá, sagði Yngvi.
Aðspurður um hvort kartöflu-
framleiðendur ætluðu að senda
kartöflur á markað eftir þessar
breytingar, sagðist Yngvi ekki
eiga von á öðru og sennilega færu
þær fyrstu frá þeim um helgina.
Frá þvf að kartöfluframleiðend-
ur á Suðurlandi hættu að senda
frá sér nýjar íslenzkar kartöflur
um 20. september, hefur Græn-
metisverzlunin aðeins haft á boð-
stólum örlftið af fslenzkum kart-
öflum og síðustu daga hefur hún
eingöngu selt erlendar kartöflur.