Morgunblaðið - 01.10.1976, Page 26

Morgunblaðið - 01.10.1976, Page 26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. OKTÖBER 1976 26 Savage Messiah GAMLA BlÓ if * SAVAGE MESSIAH er ærið ólík öðrum myndum Russels; rík af mannlegum til- finningum, ást og kærleika. Þó er víða grunnt á velþekktum hamförum leikstjórans, svo sem eins og atriðið í nætur- klúbbnum ,,Vortex“, dansatrið- ið á sjávarströndinni í Portland, er sambýliskona söguhetjunnar tekur sporið er hún sönglar marzúrkann úr COPPELÍU; marmara- þjófnaðurinn í krikjugarðinum. Þar rís hinn sérkennilegi, hálf- brjálæðislegi stíll Russels hvað hæst í myndinni. Atriðið allt magnþrungið og gráthlægilegt í fáránleik sinum. „Savage Messiah" hefst I París á fyrsta áratug þessarar aldar og segir frá sambúð og lífsháttum upprennandi lista- manns, myndhöggvarans Henri Gaudier-Brzeska, sem þá er innan við tvítugt, og skáld- konunnar pólsku Sophie Brzeska, sem reyndar fékk aldrei neitt útgefið eftir sig. Konan var tuttugu árum eldri en Henri og varð samband þeirra Iíkt og á milli systkina. Henri fer með þennan ástvin sinn á bernskuslóðirnar í Frakklandi og þar gerist eitt fegursta atriði myndarinnar: Þau sitja á friðsælum árbakka, Henri rissar upp myndir af öndunum, síðan af andliti Sophie, þar sem hún situr undir tré, umlukin blóma- skrúði. Þá snertir hann konuna í fyrsta sinn rennir fingrunum létt yfir andlit hennar og hún brosir af hamingju og gleði. En áður en á löngu lfður flæmir móðir Henris Sophie á braut, og þau taka þá stefnuna á London. Þar tekst honum, með gífurlegri vinnu nótt sem dag, að vinna sér nafn sem upp- rennandi Iistamaður, en jafn- framt vaxa erfiðleikar I sambúð hans og Sophie. Ógeð hennar á kynlífi er jafnvel svo mikið að hún útvegar Henri fé fyrir vændiskonum. Það verður til þess að hann fer að haida við unga og fagra kvenréttinda- konu af góðum ættum. Jafn- framt kemst hann i kynni við leiðandi menn I listaheimi stór- borgarinnar og þessi lífsglaði og óheflaði listamaður fer að sjá fram á bjartari framtfð. Um- boðsmaður Henris ætlar að halda sýningu á verkum hans, og Henri, sem hefur óbilandi sjálfstraust, leggur nótt við dag við listsköpun sína, en f dag eru verk hans talin meðal mestu listaverka nútíma höggmynda- listar (Athugið svipmót nokkurra höggmynda Henris og okkar eigin Ásmundar Sveinssonar, sérstaklega með einni veggmynd og tveim, fjöl- fættum og samofnum skúlp- túrum. Tæpast tilviljun). Þá kemur reiðarslagið. Fyrri heimsstyrjöldin brýst út, og þó að Henri gefi henni lítinn gaum I fyrstu, þá verður bruni dómkirkjunnar í Reims til þess að hann skráir sig í herinn. Sýningin er sett upp á til- skíldum tfma og vekur gífur- lega athygli; nýr snillingur er kominn fram á sjónarsviðið. En það á ekki fyrir honum að liggja að njóta frægðarinnar. Henri Gaudier-Brzesca féll á vfgstöðvunum á fyrstu mánuðum styrjaldarinnar. Þetta er söguþráðurinn í höfuðdráttum. Þó á myndin fyrst og fremst að skoðast sem könnun á hinu sérstæða en ein- læga ástasambandi tveggja ólfkra persóna og innsýn f merkilegt lff þeirra. Þessi efniviður er reyndar ekki nýr fyrir Russel; listamenn í blóra við samfélagið, ást og hatur í sálarstrfði snillingsins, átök holdsins og andans: Isadora, Mahler, Tchaikovsky og Rossetti. Þó er Henri Gaudier- Brzesca um margt ólíkur þessu fólki, yngri, uppreisnar- gjarnari, óttalaus. Þau Scott Antony og Dorothy Totin vinna bæði leiksigur fyrir aðalhlutverkin, í stuttu máli sagt. Og enginn slær Russel út í vali f aukahlut- verkin, nema ef að vera skyldi meistari Fellini. SAVAGE MESSIAH má alls ekki fara framhjá neinum Russel-aðdáanda svo ólík sem hún er hans fyrri myndum. Hún á einnig erindi til allra vandlátra kvikmyndahúsgesta, þvf myndir Russels gefa jafnan tækifæri til umræðu og vekja margar spurningar og vanga- veltur. Russel hefur lengst af verið illa séður af flestum kvik- myndagagnrýnendum víða um heim. Þó er sá domur hins virta gagnrýnanda The New Yerk TIMES, Vincent Canby, í hæsta máta stórfurðulegur að telja „S.M.“ verstu mynd ársins 1972. Þvf S.M. er hlaðin þreki og krafti og óútreiknanlegu hugmyndaflugi þessa sérkenni- lega leikstjóra, sem jafnan fer sínar eigin leiðir í listsköpun sinni og gefur dauðann og djöfulinn í allt og alla — ekki sfst gagnrýnendur sfna og gróðasjónarmið fram- leiðendanna. Og það eru ein- mitt þessi sérkenni Russels sem gera myndir Russels svo áhuga- verðar og einstakar. kvik- t mijndf/ídan Afturgangan Arnold Hafnarbfó, „ARNOLD“ * Leikstjórn Andrew J. Fendey; handrit James Brewer. Kvikmynd þessi er af hinum sjaldgæfa stofni gaman- hryllingsmyndanna, er þvf söguþráðurinn ærið fráleitur og farsakenndur og tæpast eftirhafandi. í stuttu máli má þó geta þess að hann fjallar um arf eftir enskan rfkisbubba og ekki færri en sex svikahrappa sem gera sér vonir um hann og beita til þess öllum brögðum. Sá dauði sér þó við þeim öllum, á hinn lymskufyllsta hátt... 1 höndum hæfra manna hefði efniviðurinn orðið grundvöllur að hinum ágætasta farsa, en leikstjórnin er hin viðvanings- legasta og handritið er ansi gloppótt. En það eru lfka nokkr- ir góðir punktar f myndinni, aðallega leikurinn. Stella Stev- ens sýnir hér enn einu sinni að hún er ekki aðeins bráðfalleg, heldur einnig afbragðsgaman- leikari (THE BALLAD OF CABLE HOUGE), þó virðist henni ganga erfiðlega að fá virkilega bitastæð hlutverk. Elsa gamla Lancaster er sjálfri sér lfk og það á vel við þessa hryllings og gaman- blöndu. Þá er lögregluþjónninn skemmti- legur karakter, og fær bestu línurnar f myndinni. Þá bregð- ur þeim John McGiver, Victor Buono og Farley Granger fyrir i smáhlutverkum, en sá síðast- nefndi hefur ekki sést í bandarískri mynd um árabil. „Hver ekur eins og Ijón ” NÝJA BÍÓ: ÞOKKALEG ÞRENNING, („Dirty Larry and Crazy Mary") -jf Peter Fonda virðist kunna vel við sig undir stýri, er skemmst að minnast hans í svipuðu hlutverki í mynd sem sýnd var fyrir örfáum mánuðum I sama kvik- myndahúsi. Og kærulaus ökufantur er manngerð sem fellur vel að takmörkuðum dramatiskum leikhæfileikum Péturs. Stóra systir virðist hafa hlotið allan föðurarfinn (en þeim, sem efast um hæfi- leika Henry Fonda, er ráðlagt að sjá meistaraverk John Ford, „Grapes of Wrath" — ..Þrúgur reiðinnar", næstkomandi laugardags- kvöld, í sjónvarpinu, en þar fer Henry einmitt með eitt aðalhlutverkanna). Myndir sömu gerðar og „Þ.Þ." hafa hlotið nafngiftina „road"-myndir og njóta all- nokkurra vinsælda víðast hvar, og þessi hlaut ágæta aðsókn á síðasta sumri vestan hafs. Myndir þessar gerast að mestu leyti úti á hraðbrautunum; innan „upp- tjúnaðra" tryllitækja með raðir lögreglubíla á hælunum, dekkjabrækjan liggur i loftinu. Þetta eru jafnan hreinræktaðar skemmtimyndir og æsilegir eltingaleikir á þjóðvegunum hápunktur þeirra og „stunt"- akstursatriðin oft svo frábær- lega vel unnin að áhorf- andanum bæði sundlar og ofbýður hin tæknilega fullkomnun Hollywood- kvikmyndagerðarmannanna og lygleg dirfska „stunt"- mannanna. „Þ.Þ." er ágætt dæmi um vel heppnaða ,,road"-mynd. Aðgerðir, hraði og spenna ganga fyrir öllu öðru og hin litla dramatík myndarinnar er til skaða. Hér gefst kostur á að sjá „stunt"-akstursatriði svo stórkostlega útfærð að slíkt hefur ekki sést síðan í myndinni „Vanishing Point" (Nýja Bíó 1972). Þessi atriði eru aðall myndar- innar, en þegar myndin færist útúr tryllitækinu er heldur lítið um að vera. En sem betur fer gerist hún að mestu leyti á malbikinu og á meðan þarf engum að leiðast Nú og svo er Susan George („Straw Dogs", „Out of Season", „Mandingo") sannkallað augnayndi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.