Morgunblaðið - 22.10.1976, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1976
Garðbæingar á móti hrað-
braut um bæinn í núverandi
legu Hafnarfjarðarvegar
IlUSIN tvö á myndinni hefur Breiðholt hf. reist milii Grensásvegar og
Síðumúla. 1 neðra húsinu mun Alþýðubankinn og Aiþýðusamband
lslands verða með starfsemi en I þvt efra munu Almennar tryggingar
verða með sfna starfsemi.
Flokksþing Alþýðu-
flokksins hefet í kvöld
ÞRITUGASTA og sjöunda fiokks-
þing Alþýðuflokksins hefst f
kvöld á Hðtel Loftleiðum og
stendur það fram á sunnudags-
kvöld. Um 150 fulltrúar vfðs veg-
ar að af landinu eiga sæti á þing-
inu, sem er æðsta stofnun flokks-
ins og kýs stjórn hans, að þvf er
segir f fréttatilkynningu frá Al-
þýðuflokknum.
I tilefni af 60 ára afmæli Al-
þýðuflokksins á þessu ári hefur
flokksstjórn kosið 9 heiðursfé-
laga, en þeir eru þessir: Stefán
Vínveitinga-
hús hækka
aðgangseyri
VlNVEITINGAHUSUM hefur
nýiega verið heimilað að hækka
aðgangseyri um 25%, úr 200
krónum f 250 krónur.
Jóhann Stefánsson, fyrrv. forsæt-
isráðherra; Emil Jónsson, fyrrv.
forsætisráðherra; Soffía Ingvars-
dóttir, fyrrv. form. Kvenfélags Al-
þýðuflokksins f Reykjavík; Jóna
Guðjónsdóttir, fyrrv. form.
Verkakvennafélagsins Framsókn-
ar; Jón Axel Pétursson, fyrrv.
bandastjóri; Guðmundur Oddsson
forstjóri; Jón Sigurðsson, forseti
Sjómannasambands Islands;
Steindór Steindórsson, fyrrv.
skólameistari, og Ragnar Guð-
leifsson, fyrrv. form. Verkalýðsfé-
lags Keflavíkur. Kjöri þessara
heiðursfélaga verður lýst á
flokksþinginu.
Meðal verkefna flokksþingsins
verður ný stefnuskrá, sem unnið
hefur verið að síðustu tvö ár og
væntanlega hlýtur endanlegt
samþykki á þinginu. Þá verður
fjallað um rekstur og starf flokks-
ins, lagabreytingar og að sjálf-
sögðu um þróun stjórnmála og
kjaramála.
Námsmenn vilja
tvo milljarða kr.
1 KJÖLFAR nýrra reglugerða um
námslán hefur mikill kurr verið
meðal fslenzkra námsmanna. sem
telja hlut sinn fyrir borð borinn
með tilkomu nýju reglnanna. A
fundi Stúdentaráðs Háskóla ls-
lands sem haldinn var 14. okt. sl.
var eftirfarandi tillaga samþykkt:
„SHÍ fordæmir harðlega þá at-
lögu, sem ríkisvaldið gerir að
kjörum námsmanna, með þvi að
ætla Lánasjóði fslenzkra náms-
manna einungis einn milljarð í
frumvarpi að fjárlögum fyrir árið
1977. Bent skal á, að til að halda
óbreyttu horfi frá þvi í fyrra, þarf
LÍN 2.064 milijarða kr. til ráðstöf-
unar. Hér er því gert ráð fyrir
50% skerðingu á kjörum náms-
manna, þrátt fyrir að gildandi lög
mæli skýrt fyrir um, að stefnt
skuli að fullri brúun umframfjár-
þarfar.
Stúdentaráð skorar þvf á Al-
þingi að sjá til þess, að kjör náms-
fólks verði ekki skert meira en
orðið er.“ '
Tryggingar Eimskips:
ísl. trygginga-
félög fengu ekki
ad gera tilboð
SAMBAND islenzkra trygginga-
félaga hefur komið eftirfarandi
athugasemd á framfæri:
iMorgunblaðinu 20. þ.m. er
eftirfarandi haft eftir forstjóra
Eimskipafélags tslands h.f.
„Rannsókn, sem Eimskipafélag-
ið hefði gert á því hvernig hag-
kvæmast væri að tryggja skipin,
hefði leitt f ljós að mestur sparn-
aður væri fyrir Eimskip að
tryggja beint hjá erlendum trygg-
ingafélögum og hefði þessi
ákvörðun mikinn gjaldeyris-
sparnað f för með sér um leið.“
I tilefni þessara ummæla vill
stjórn Sambands islenskra
tryggingafélaga taka fram, að
engu islensku trygginafélagi var
Nafn mannsins
sem drukknadi
ISLENDINGURINN, sem fannst
látinn í höfninni Flensborg í
Þýzkalandi, hét Sigurður Eyjólfs-
son, með lögheimili að Hrísateig
5, Reykjavfk. Sigurður hafði dval-
ið langdvölum erlendis við vinnu.
gefinn kostur á að bjóða f trygg-
ingar á skipum Eimskipafélagsins
f samkeppni við erlendan aðila.
Var því ekki um neinn saman-
burð að ræða við fslenskan
tryggingamarkað.
FYRIRHUGUÐ lagning
hraðbrautar um Garða-
bæ veldur íbúum kaup-
staðarins töluverðum
áhyggjum. Sú ætlun
yfirvalda um að slá á
ófyrirsjáanlegan frest
framkvæmdum við
þann hluta Reykjanes-
brautar sem ólokið er,
þ.e. milli Kaplakrika
við Hafnarfjörð og
Breiðholtsbrautar, en í
stað þess að gera hrað-
braut i núverandi
stæði Hafnarfjarðar-
vegar, var kröftuglega
mótmælt á fjölmenn-
Borgarafundur vill aö lokiö veröi
viö Reykjanesbraut sem fyrst
um borgarafundi í
Garðabæ i fyrrakvöld.
Það var bæjarstjórn Garðabæjar
sem bauð til fundarins, „til að
hreinsa andrúmsloftið' eins og for-
seti bæjarstjórnar, Ólafur Einarsson
alþingismaður, komst að orði i upp-
hafi fundar. Voru þarna mættir, auk
bæjarstjórnar, fulltrúar Vegagerðar-
innar, Gestur Ólafsson arkitekt, en
hann á um skipulagsuppdrætti að
fyrirhuguðum framkvæmdum, emb-
ættismenn i samgönguráðuneytinu,
og þá var samgönguráðherra, Hall-
dór E. Sigurðsson, einnig á fundin-
um, en hann hefur búið i Garða-
hreppi síðan hann tók við ráðherra-
störfum.
Fundurinn, sem fór fram i Gagn-
fræðaskóla Garðabæjar, var mjög
fjölmennur. og urðu margir frá að
hverfa, því færri komust að en vildt
emmning meðal fundargesta var
Það var þröngt á þingi i Gagnfræðaskóla Garðabæjar og margir urðu
frá að hverfa í upphafi fundar.
------------------------------------- leggja hraðbraut um Garðabæ
Sagðist hann raunar persónulega
vera andvigur allri stækkun og
breytingum á núverandi Hafnarfjarð-
arvegi. þar sem hann liti á þá leið
sem þjónustubraut fyrir ibúa Garða-
bæjar. Sagði Ólafur að leggja bæri
þunga áherzlu á að efri braut, þ e
hin eiginlega Reykjanesbraut, yrði
lögð á undan breytingum og stækk-
un á núverandi Hafnarfjarðarvegi
Taldi hann i þvi sambandi að ekki
yrði nauðsynlegt að byggja þau ógn-
armannvirki, eins og hann nefndi
þau, sem i bigerð væru, og tillögur
væru uppi um. Persónulega sagðist
Ólafur þvi aðeins geta sætt sig við
stækkun og breytingu á núverandi
Hafnarfjarðarvegi, þ e að frá
Hraunslæk yrði honum stefnt niður í
Arnarvoginn og þannig fram hjá
megin byggðinni að Álftanesvegi,
að 20—40 þúsund manna byggð
ætti eftir að koma á Álftanesi. Hann
ítrekaði þó að fyrst yrði að Ijúka
Reykjanesbrautinni í þeirri mynd
sem ætlunin væri
Ólafur kom inn á að i raun væri
það ekki einungis hagsmunamál
Garðbæinga að Reykjanesbraut yrði
lokið sem fyrst, því einnig mundi
það skipta mjög miklu máli fyrir
umferðina um gatnamót Miklubraut-
ar og Kringlumýrarbrautar Þar væri
nú verið að hefja framkvæmdir við
nýtt þjónustusvæði og hlyti það að
vera kappsmál Reykjavíkur að um-
ferð um þessi gatnamót yrði alls
ekki meiri en hún er nú þvi þar hlytu
að verða mikil vandamál ef halda
ætti áfram að beina umferð til Suð
urnesja þar um, eins og nú vé
gert
í lokin vildi Ólafur leggja áherzlu á
að það væri eindregin afstaða bæj-
arstjórnarinnar að hraðbraut yrði
ekki lögð um Garðabæ og strax yrði
hafist handa við lúkningu Rekjanes
brautar Sagði hann það einungis
málstaðnum til ills þær hviksögur
sem verið hefðu á kreiki um sundr
ung bæjarstjórnar i málinu.
Allmiklar umræður urðu á fundin
um Tóku allir undir afstöðu bæjar-
góð, en andrúmsloftið varð fljótt
þungt vegna þess að engin loftræst-
ing er til staðar í þessum salarkynn-
um Þótt fundurinn hafi staðið i 3
klst. má segja að ólift hafi venð i
salnum eftir 1 klst
Það kom fram i ræðu Ólafs G
Einarssonar, að það væri eindregin
ósk bæjarstjórnannnar að ekki yrði
lögð hraðbraut um Garðabæ á nú-
verandi stæði Hafnarfjarðarvegar
Taldi hann fráleitt að litið yrði á
fyrirhugaðar vegarbætur á þeirri leið
sem lausn samgöngumála milli höf-
uðborgarinnar og Suðurnesja. Sagði
hann afstöðu bæjarstjórnarinnar
vera á þá leið að hraða bæri fram
kvæmdum við þann hluta Reykja-
nesbrautar sem ólokið væri, þ e
þann spotta sem nær frá Breiðholts-
braut í Kaplakrika Sagði Ólafur
bæjaryfirvöld hafa sent yfirvöldum
bréf um þessa afstöðu sina og fært
ýmis rök að þvi að ekki bæri að
Nokkrir bæjarfulltrúar Garðabæjar, ásamt Gesti Ólafssyni arkitekt,
sem þarna útskýrir með aðstoð yfirlitskorts tillögur um legu fyrirhug-
aðra hraðbrauta. Frá vinstri má sjá Ólaf G. Einarsson, Guðrúnu
Erlendsdóttur, varaforseta bæjarstjórnar, og jafnframt fundarstjóra, þá
Hilmar Ingólfsson, Guðmund Einarsson og loks bæjarritarann Rögn-
vald Finnbogason. (Ijósm. RAX).
stjórnarinnar að lúkningu Reykja
nesbrautar bæri að hraða, og að
ekki bæri að leggja hraðbraut um
eða við Garðabæ
Ólafur hafði drepið á hugmyndir
Framhald á bís. 25
„Eigum lítiHa hagsmuna að gæta innan EBE-
fiskveiðilögsögu nema hvað varðar síldveiði”
EINS og kunnugt er af fréttum
hafa Efnahagsbandalagsrfkin f
huga að færa út fiskveiðilögsögu
sfna á næstu mánuðum, þótt ýmis-
legt sé enn ðljðst I þeim efnum.
Morgunblaðið hafði þvf samband
við Má Elfsson fiskimálastjóra og
spurði hann hvaða fiskveiðihags-
muni lslendingar ættu innan 200
mflna fiskveiðilögsögu EBE-
landa.
Már Elfsson sag,ði, að ís-
lendingar ættu lítifla hagsmuna
að gæta innan 200 mílna fiskveiði-
lögsögu EBE-landa, nema hvað
— segir Már Elísson fiskimálastjóri
varðaði veiðar á síld. Reyndar
hefðu Islendingar veitt lítilshátt-
ar af kolmunna, brislingi og
makril á þessum slóðum. Hvað
varðaði veiði á brislingi og makríl
gæti hún aldrei orðið mikil, en
hins vegar væri kolmunninn
óþekkt stærð.
Már sagði að ef síldveiðar f
Norðursjó yrðu bannaðar á næsta
ári eins og lagt hefur verið til
hefðu þessar þjóðir ekkert að
bjóða Islendingum, en á þessu ári
mættu Islendingar veiða um 15
þúsund lestir af Norðursjávar-
sfld.
Sagði Már, að enn væri ekkert
hægt að fullyrða i þessum efnum,
og væri hægt að taka undir orð
utanríkisráðherra um að ekkert
þýddi að ræða við EBE-þjóðirnar
fyrr en þær hefðu komið sér
saman um fiskveiðiiögsöguna.
Hvað varðaði Grænland sagði
Már, að það mál væri mjög óljóst
enn. Ekki væri vitað hvort Is-
lendingar myndu þurfa að taka
upp tvíhliða viðræður við Dani
varðandi grænlenzku fiskveiði-
lögsöguna. Reyndar hefði danski
sjávarútvegsráðherrann lýst þvi
yfir að grænlenzka fiskveiðilög-
sagan fylgdi ekki EBE-
fiskveiðilögsögunni. en ýmsir
ráðamenn EBE teldu að svo ætti
að vera.