Morgunblaðið - 22.10.1976, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. OKTÖBER 1976
7
Vísir fjallar fyrir nokkru
f forystugrein um
stjórnarskrárákvæði um
rannsóknarnefndir og til-
lögu Alþýðuflokksþing-
manna um slika
rannsóknarnefnd nú.
Blaðið segir:
Rannsóknar-
nefndir
„í stjórnarskránni er
gert ráð fyrir, að Alþingi
geti kosið þingmanna
nefndir til þess að rann-
saka einstök mikilvæg
mál, sem almenning
varða. Þetta stjórnar-
skrárákvæði hefur fram til
þessa verið dauður bók-
stafur, þvi að þingið hefur
ekki kosið að fara inn á þá
braut, sem þama er opin.
Ugglaust eru fjölmargar
ástæður fyrir þvi. að þing-
menn hafa ekki viljað
nýta þessa heimild. Ýmis
mál hafa þó komið upp I
gegnum tíðina, sem eðli-
legt hefði verið að rann-
saka með þessum hætti.
Þingið hefur einfaldlega,
ekki viljað takast þetta
vandasama verkefni á
hendur.
Pólitiskir hagsmunir
ráða eflaust miklu þar um.
Í mörgum tilvikum eru
mál þau, sem helst kemur
til álita að rannsaka með
þessum hætti, að ein-
hverju leyti tengd stjórn-
málaöflunum i landinu.
Rannsóknarnefndir af
þessu tagi gætu þannig
auðveldlega orðið fleinn i
hold stjórnarsamvinnu á
hverjum tíma.
í annan stað hafa menn
hér i rikum mæli lagt póli-
tiskt mat á siðferðileg
viðfangsefni. Allt hefur
þetta leitt til þess. að Al-
þingi hefur ekki farið inn
á þá braut að kjósa
rannsóknarnefndir. þó að
tilefni hafi e.t.v. verið til.
En nú eru breyttir
timar. j fyrsta lagi er á
það að lita, að borgararnir
gera nú miklu rikari kröf-
ur en áður til siðferðislegs
aðhalds i opinberri sýslu
og fjármálalifi. í öðru lagi
verður að hafa i huga, að
þingið verður i auknum
mæli að láta slík mál til
sín taka. ef það ætlar að
halda áhrifum sinum i
þjóðfélaginu. Þannig
verður þingið að aðlaga
sig breyttum þjóðlifs-
háttum."
Þingsályktunar-
tillaga
„Þrfr þingmenn Alþýðu-
flokksins hafa nú I þing-
byrjun flutt tillögu til
þingsályktunar um skipan
sérstakrar rannsóknar-
nefndar I því skyni að
kanna gang og fram-
kvæmd ýmissa þátta
dómsmála Ráð er fyrir
því gert, að hver þing-
flokkur fái einn fulltrúa í
nefnd þessa.
Flutningsmenn gera ráð
fyrir að þrjú atriði verði
sérstaklega könnuð í
þessu sambandi. í fyrsta
lagi óska þeir eftir að
athugað verði, hvernig
staðið hefur verið að
rannsóknum sakamála og
hvaða aðstöðu embættin
hafa til þess að sinna
ran nsók na rverkef n um.
Jafnframt vilja þeir fá
fram, hvort óviðkomandi
aðilar hafi haft áhrif á
gang mála fyrir dómstól-
um.
í öðru lagi vilja
flutningsmenn fá fram,
hvort óeðlilegur dráttur
hafi verið á gangi
einstakra mála. Loks
leggja þeir til að sérstak-
lega verði rannsökuð
framkvæmd refsidóma og
eftir hvaða reglum sé
farið varðandi ákvarðanir
um afplánun.
Engum vafa er undir-
orpið, að rannsóknar-
nefnd af þessu tagi gæti
dregið fram i dagsljósið
ýmis þau atriði, sem
mestum úlfaþyt hafa vald
ið á síðustu mánuðum.
Hér er leið fyrir þingið til
að taka þessi mál föstum
tökum. Andrúmsloftið
þarf að hreinsa; á þvi leik-
ur enginn vafi.
í umræðum um stöðu
Alþingis hafa verið settar
fram hugmyndir um aukið
rannsóknarstarf þess i því
skyni að veita aukið
aðhald. Vist er, að vegur
þingsins og áhrifavald
myndi aukast til mikilla
muna, ef horfið yrði að
þessu ráði.
Rannsóknarverkefni
það sem hér hefur verið
vikið að, er athyglisvert
fyrir margra hluta sakir.
Eðlilegt er að taka það
fyrir i Ijósi þeirra
umræðna, sem fram hafa
farið á undanförnum
mánuðum."
HLJCHDEILD
Fyrir 2 plötur ókeypis burðargjald.
Fyrir 4 plötur10% afsláttur og
ókeypis buröargjald.
KYNNIR
Stevie
Wonder
KC and the
Sunshine
Band
VANTARÞIGVINNUQ
VANTAR ÞIG FÓLK g
tó
ÞL Al’GLYSIR IM ALLT
L.AND ÞEGAR ÞL' ALG-
LÝSIR I MORGLNBLAÐINL
HERRASKÓR í DOMUS
DOMUS LAUGAVEGI 91
Þetta eru aðeins sýnishorn af
miklu úrvali af skóm fyrir
herra á öllum aldri. 1). Verð
kr. 5.850, stærðir 40—46
2) Verð kr. 6.850, stærðir
40—46. 3) Verð kr. 6.200,
stærðir 40—46. 4) Verð kr.
8.595, stærðir 35—41.
Sendum
í póstkröfu
Sími 22110
Þægilegir og sterkir skór. 5) Verð kr. 5.690, stærðir frá
40—46. 6) Verð kr. 3.780 til 3.980, stærðir frá 27—39. 7)
Verðfrá 5.220 til 5.440, stærðir 34—46.
Songs in the Part 3
Key of life
Eitt magnaðasta meist-
araverk sem gert hefur
verið undir hugtakinu
„pop-tónlist'. Öðrum
plötum er ekki óhætt að
fylgja henni eftir á fón-
inn.
KC and the Sunshine
Band sanna ótvírætt að
þeir eru ókrýndir kon-
ungar „discotónlistar-
innar". Þessi plata inni-
heldur m.a. Shake,
Shake, (Shake your
booty).
Tina Charles: I love to love
Enn ein sending af þessari frábæru stuðplötu/kass-
ettu.
Al Stewart: Year of the Cat
Sért þú ekki á línunni soft/country/rock + frábærir
textar þá skaltu hlusta á þessa plötu og þú verður
línumaður/kona
Aðrar plötur sem þú
skalt gefa gaum að:
Stuðmenn —
Ambrosia —
Alan Parsons —
Stanley Clarcke —
Megas —
Lynyrd Skynyrd —
Davis Bromberg —
Dr. Hook —
Tommy Bolin —
Salsoul Ocrchestra —
Electnic Orchestra —
Tívolf
Somewhere i have
never travelled
Tales of Imagination
Schooldays
Fram og Aftur
One more for
How late
Little bit more
Private Eyes
Nice 'n' Nasty
OLE
Ofl. ofl. ofl.
Ný sending væntanleg » dag
Karnabær — Hljómdeild,
Laugaveg 66 og Austurstræti 22
simi 28155
SENDUM SAMDÆGURS í PÓSTKRÖFU.