Morgunblaðið - 22.10.1976, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. OKTÖBER 1976
„Gott er góðu að hrósa" stendur
einhvers staðar, og þau orð komu
I huga blm. þegar hann ásamt
Friðþjófi ljósmyndara heimsótti
Garðaskóla í Garðabæ s.l. föstu-
dagskvöld og fylgdist með tóm-
stundastarfinu sem þar er unnið.
Þar hefur um nokkurra ára
skeið, eða síðan í janúar ’73, verið
starfrækt svonefnt „Opið hús“ við
miklar vinsældir ungu kynslóðar-
innar.
Við náðuní tali af Herði Rögn-
valdssyni, tómstundaleiðtoga við
skólann, en hann hefur séð um
framkvæmd „Opna hússins” frá
upphafi, ásamt Helga Eggerts-
syni, kennara, og Karli Rafnssyni,
kennaranema.
„Húsið er opið á föstudags-
kvöldum frá 8—11.30“, sagði
Hörður, „og þá er hér diskótek,
skemmtíatriði og ýmis leiktæki. Á
miðvikudögum starfa svo ýmsir
klúbbar, eins og ljósmynda-, skák-
, kvikmynda-, vélhjóla-, borðtenn-
is-, sauma-, bridge- og svonefndur
ástvinaklúbbur. Þessi klúbbstarf-
semi verður sifellt meiri og fjöl-
breyttari og nú stendur til að
stofna tvo nýja, radíóamtörklúbb
og frímerkjaklúbb. Auk okkar
þriggja, sem hér vinnum, starfa
leiðbeinendur með klúbbunum og
námskeið eru haldin, t.d. í dansi
og snyrtingu."
„Það voru ekki allir, sem spáðu
þessu starfi langra lífdaga," hélt
„Opna húsið”
æ vinsælla...
Ljósmynd Friðþjófur
við höfum minnstu ástæðu til að
ætla að unglingur hafi bragðað
áfengi, er það athugað og ef það
er staðfest, höfum við samand við
foreldrana.
Það ríkir mikill skilningur hjá
foreldrum á þessari starfsemi og
foreldraráð hefur skipulagt sín
mál þannig, að hingað koma 2—3
úr hópi foreldra á hverjum föstu-
degi til að fylgjast með og vera f
tengslum við starfsemina.
Ég verð að segja að árangurinn
af þessu starfi er geysigóður þótt
hér vanti ýmislegt, en ég vonast
til að í vetur verði hægt að kaupa
fleiri leiktæki fyrir „Opna húsið.”
Það gefur auga leið að þörfin er
mikil fyrir hátt á 4. hundrað ung-
linga, enda hafa góð tómstunda-
tæki mikið uppeldislegt gildi.
„Nú er allt miklu
lýðræðislegra“.
I diskótekinu hittum við 2 unga
herramenn, sem báðir standa
framarlega í félagslífinu. Það eru
þeir Dagur Jónsson, formaður
Stöllurnar Hólmfrfður,
Signhild og Bylgja döns-
uðu af hjartans lyst, en
gáfu sér þó örlítínn tfma
til að Ifta framan f
myndavélina um leið og
þær sögðu að mesta f jör-
ið væri f diskótekinu.
Dagur Jónsson og Kristinn E.
Sigurþórsson.
Hörður áfram, „en reynslan sýnir
annað. Það eru sífellt fleiri, sem
sækja „Opna húsið“ og í vetur er
enn aukning frá því í fyrra. Sið-
asta föstudag voru hér t.d. um 350
manns, en í skólanum eru um 500
nemendur. Reyndar er yfirleitt
heldur færra á klúbbakvöldun-
um, enda eru þau annars eðlis.
Hér er líka nokkur aldursskipting
eftir kvöldum. Á föstudögum eru
krakkar úr 7. og 8. bekk fjölmenn-
astir, en á miðvikudögum eru
eldri nemendurnir í meiri hluta.
Annars er þetta blandað og hing-
að koma unglingar og ungt fólk
allt að 20 ára aldri.
I tengslum við þessa starfsemi
eru haldin félagsmálanámskeið
og þar er kennt allt mögulegt í
sambandi við félagsmál. Það er
sífellt meiri áhugi á þessum nám-
skeiðum og þeir, sem standa
fremst i félagslífinu í þessum
skóla, hafa flestir fengið undir-
stöðumenntun á þessum nám-
skeiðum.
Það er bæjarfélagið, sem ber
kostnað af þessari starfsemi að
mestum hluta, en skólanefnd og
stjórn styðja starfsemina með ráð-
um og dáð. Það er siðan fram-
kvæmdaráð, sem sér um alla
framkvæmd „Opna hússins”, en í
þvf ráði eiga sæti: 1 fulltrui frá
skólastjórn, 1 frá foreldraráði, 2
frá nemendum og síðan ég. Einn-
ig höfum við á að skipa sterkri
leiðbeinenda sveit, bæði fyrrver-
andi og núverandi nemanda.
Fundir hjá framkvæmdaráði
eru einu sinni í viku og þar eru öll
mál viðkomandi starfseminni
rædd, s.s. fjárveitingar, skipulag
og vandamál, er upp koma, sem
vel að merkja eru bæði fá og
lítilf jörleg.
Hér er algjört tóbaks- og áfeng-
isbann, en aðeins í örfáum tilvik-
um höfum við átt í vandræðum
með unglinga vegna áfengis-
neyzlu. Við erum mjög strangír á
að bindindi sé í heiðri haft og ef
Höróur Rögnvaldsson, tóm-
stundaleiðtogi.
Og dansinn dunar.
Þeir voru að spila Olsen, ólsen.
Einar Pálsson, plötusnúður með meiru.
Þetta eru þær Hafdfs og Ragnhildur, sem báðar eru
13 ára. Þær voru mjög ánægðar með fyrirkomulag-
ið á „Opna húsinu". „Það sem mætti kannski einna
helzt bæta,“ sögðu þær, „er að fá fleiri leiktæki."
Nemendafélagsins og Kristinn E.
Sigurþórsson, ritstjóri skólablaðs-
ins.
Þeir voru mjög áhugasamir um
þessa starfsemi og sögðu okkur að
félagslífið hefði tekið mikinn
fjörkipp þegar skipulaginu á
félagsstarfinu var breytt í fyrra.
„Áður voru það örfáir menn sem
réðu öllu,“ sögðu þeir, „en nú er
búið að breyta fyrirkomulaginu
þannig að kosin er 3ja manna
nefnd til að sjá um hvert einstakt
mál. Með þessu geta miklu fleiri
starfað og allt er miklu lýðræðis-
legra. Þetta skipulag á örugglega
makinn þátt í að svo mikill áhugi
er á félagslífinu hér, sem raun
ber vitni,” sögðu þeir að lokum.
Fjörið fer
eftir músfkinni..
Einar Pálsson er einn fjögurra
plötusnúða í „Opna húsinu”, jafn-
framt því að vera formaður
skemmtinefndar. Hann var önn-
um kafinn við að velja plötur og
það var greinilegt að hann kunni
sitt fag, þvf mikið f jör var á dans-
gólfinu:
— Er góð aðstaða hér í diskó-
tekinu? spurðum við.
„Nei, hún er ekki nógu góð.
Fónarnir eru lélegir og magnar-
inn I slæmu ástandi. En það
stendur nú til að við fáum nýjar
græjur þegar við flytjum í nýja
skólann."
— Hvaða lög eru vinsælust?
„Það eru t.d. lög með Tinu
Charles, Bítlunum, Donnu Summ-
er, Bee Gees og Elton John.“
— Er skemmtilegt að vera
plötusnúóur?
„Já, nema maður fær svo mikla
innilokunarkennd í þessum litla
klefa.“
— Verðið þið ekki að fylgjast
vel með öllum nýjum og vinsæl-
um lögum?
„Það kemur bara með starfinu,
maður fylgist ósjálfrátt með.“
— Er alltaf svona mikið fjör
hérna?
„Það fer alveg eftir músíkinni."
Framhald á bls. 28