Morgunblaðið - 22.10.1976, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 22.10.1976, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. OKTÖBER 1976 11 Ellert B. Schram: Ársfundur Alþjóða- þingmanna- sambandsins ELLERT B. Schram, alþingis- maður, varaformaður þing- mannanefndar sem sótti árs- fund Alþjóðaþingmannasam- bandsins, sem haldinn var f Madrid dagana 23. september til 10. október sl. Auk hans sátu eftirtaldir fslenzkir þingmenn ársfundinn: Halldór Ásgrfms- son (F), Lúðvfk Jósepsson Abl), Sighvatur Björgvinsson (A), auk Friðjóns Sigurðsson- ar, skrifstofustjóra Alþingis. Morgunblaðið leitaði frétta hjá Ellert B. Schram um árs-' fundinn sem 400 þingmenn víðsvegar að sátu. Hann sagði að dagskrá fundarins hefði ver- ið fjölþætt, s.s. staða þjóðþinga og hlutverk í samfélaginu, ör- yggismál, menningarleg og vís- indaleg samskipti þjóða, stjórn- málaástandið almennt og í ein- stökum löndum, ekki sfzt í Ródesíu og Suður-Afríku. Aðspurður um þýðingu slikra alþjóðlegra funda, sagði Ellert: Slíkir fundir eru oft silalegir, umræður bitlausar, ályktanir loðnar og sjaldnast of augljós- ar. En hafa verður í huga að starfsháttum svipar til þjóð- þinganna sjálfra; skipzt er á skoðunum, rökrætt og þess freistað að ná samkomulagi og þoka málum áfram til hins betra. Kynni og skoðanaskipti leiða smám saman til skilnings milli þjóða og friðsamlegrar lausnar á fjölþjóðlegum við- fangsefnum og vandamálum. Sumum finnst lýðræði þreyt- andi og flókið, en þar er þó sú leið, sem flestum okkar finnst farsælust. Þjóðir heims nálgast lýðræði eftir mismunandi leið- um, en meðan lýðréttindi og persónufrelsi eru markið og miðið, er stefnt í rétta átt. Ellert var spurður um, hvort stjórnarfar Spánar hefði borið á góma, þar sem ráðstefnan var þar haldin. Já, já, og sumir ræðumenn á þinginu létu í Ijós efasemdir um lýðræði og þegn- réttindi í framkvæmd þar í landi. Því sjónarmiði var haldið vel á loft að einsflokkskerfi samræmdist ekki leikreglum lýðræðis. Aðrir héidu uppi Friðjón Sigurðsson, skrifstofustjóri Alþingis, Halldór Asgrímsson, Ellert B. Schram, Sighvatur Björgvinsson og Lúðvfk Jósepsson, alþingismenn. Myndin er tekin á ársfundi Alþjóðaþingmannasam- bandsins ( Madrid fyrir skemmstu. vörnum fyrir það, enda fjöldi fulltrúa á ráðstefnunni kjörnir undir einsflokkskerfi. Lýðréttindi fólks í lögreglu- ríkjum, bæði „nýfrjálsum" og gamalgrónum, bar á góma? Rætt var um skerðingu á eðli- legu frelsi einstaklinga víða um heim, m.a. í Chile, svo eitt ríki sé nefnt af fjölmörgum. Skerð- ing á skoðana-, tjáningar-, fram- kvæmda- og ferðafrelsi setur því miður mjög víða mark á þjóðfélögin. Víða eru skoðanir fólks sem sé undir hæl flokks eða fámennisstjórnar, sem ein- oka öll þjóðfélagsvöld. í raun er þetta fólk „pólitískir fangar", hvað viðvíkur skerðingu á þess eigin skoðanafrelsi. Annars staðar setur almennur mennt- unarskortur og vöntun yfirsýn- ar um eigin mál og annarra eðlilegri matsaðstöðu og skoð- anamyndun fólks þröngar skorður — ekki sizt þar sem valdstýrðri fjölmiðlun er einni til að dreifa. Þú fluttir ræðu á ráðstefn- unni, Ellert, um hvað fjallaði hún? Ég tók til máls í umræðu um hlutverk þjóðþings, og ræddi í leiðinni hlutverk þinga, sem ýmis fjölþjóðasamtök halda, þ.á.m. Sameinuðu þjóð- anna, ekki sízt hafréttarráð- stefnuna. Reyndi ég að koma þar fram íslenzkum sjónar- miðum og markmiðum í fisk- verndarmálum, um leið og ég áréttaði lýðræðislegt gildi þess, að smáþjóðir gætu komið fram sjónarmiðum sinum á málþing- um sem hafréttarráðstefnunni. Hvað lagðir þú sérstaklega áherzlu á varðandi þingmann- inn á þjóðþinginu? Ég fjallaði m.a. um, að skipulagi og starf- semi þjóðþinga þyrfti að þoka í átt til nútímasamfélagsins. Þingræðið er að visu einn af hornsteinum lýðræðis, en hvorki upphaf þess né endir. Það skiptir ekki minna máli, hver hin lýðræðislega þróun er í þjóðfélaginu sem slíku. Áhrif þjóðþinga velta m.a. á þvi að aðstæður þings séu sem lýðræð- islegastar. Þá hef ég m.a. i huga frjálsa skoðanamyndun, sterkt almenningsálit, alhliða mennt- un fólks, frjálsa flokka- og fjöl- miðlastarfsemi o.sv.fv. Þingið er og verður spegilmynd af þessum grundvallarþáttum samfélagsins. Þingmenn þurfa að vera háðir almenn'ingsáliti og stuðningi, framboði og kjöri, eftir leikreglum lýðræðis. Þing- maður má hvorki vera þræll stjórnar né flokks, heldur fyrst og fremst háður eigin sannfær- ingu og samvizku og umbjóð- endum sinum. Þannig verður lýðræðinu bezt þjónað og þann- ig verða þjóðþing að afli fyrir samfélagið, sagði Ellert að lok- um. §5^ LAUGAVEGUR -2*-21599 BANKASTRÆTI 14275

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.