Morgunblaðið - 22.10.1976, Side 12

Morgunblaðið - 22.10.1976, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1976 r r a jm. ___ Umsjón a aratugnum_____________________________________________________ ________Björg Einarsdóttir Sunnudaginn 10 okt s.l. fóru tvennar prestskosningar fram í Reykjavík Kjörnir voru tveir prestar, í Háteigssókn og í Dómkrikjusókn Það vekur ævinlega athygli borgarbúa og áhuga, þegar val á presti stendur fyrir dyrum. Þennan dag beindust sjónir mann einkum að kosningunum í Háteigssókn fyrir þær sakir, að nú bauð sig fram til prestþjónustu í höfuðborginni eina íslenska konan, sem tekið hefur vígslu Á kjörskrá voru 5518 manns — um 31 00 konur og 2400 karlar — þar af kusu 3327 Samkvæmt lauslegri könnun, er gerð var þegar eftir að kosningu lauk, munu vera álíka margir karlar og konur, sem ekki neyttu kosningaréttar síns. Úrslit kosningahna voru eins og kunnugt er þau, að séra Tómas Sveinsson hlaut flest atkvæði eða 1304, séra Auður Eir fékk 1018 atkvæði og sér Magnús Guðjónsson 961 Áleitið gerist að spyrja séra Auði Eir hvernig henni sé innanbrjósts að loknum kosningum og hún svarar: „Mér er efst í huga þakklæti til þeirra, sem hafa kosið mig og stutt bæði fyrr og nú." Vitað er að margir utan sóknar biðu úrslita kosninganna með nokkurri eftirvæntingu og er forvitnilegt að heyra, hvort menn telji nú fullreynt fyrir konu að komast í preststarf hér á landi. Eftirfarandi spurning var lögð fyrir nokkra aðila: „í prestskosningunum í Háteigssókn 10. okt. s.l. áttu Reykvíkingar þess kost í fyrsta sinn að velja konu sem þjónandi prest. Hvaða ályktun dregur þú af úrslitum kosninganna?" Anna Sigurðardóttir: Úrslitin komu mér ánægjulega á óvart Ef satt skal segja, bjóst ég tæp- lega voð, að svo margir í sókninni væru búmð að varpa frá sér að fullu þeirri æva fornu kennmgu, að karlar einir mættu flytja kristna trú í skrúða mnan veggja kirkjunnar, enda þótt konur hafi átt þann rétt að íslenskum lögum frá 1911 Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir: Ég bjóst ekki við að svo margir gætu losað sig við margra alda fordóma Og ég spyr sjálfa mig — hefði þetta getað gerst fyrir ári? Ég hefi góð a von um að ekki verði langt þar til fyrsta konan verði kosin prestur á íslandi Guðrún Erlendsdóttir: Ég varð óneitanlega fyrir vonbrigð- um með úrslitin í prestskosningunum í Háteigssókn Þarna var tilvalið tæki- færi fyrir íslenskar konur að sýna í verki að jafnréttistal undanfarinna ára væri meira en orðin tóm Ef konur hefðu staðið saman í prestskosning- unni hefði það stuðlað að kosningu fyrsta kvenprests á íslandi og það orðið stórt skref í jafnréttisbaráttu íslenskra kvenna Ég vonast til að íslenskar kon- ur í guðfræðingastétt láti þennan ósig- ur ekki verða þess valdandi að þær leggi árar í bát heldur haldi ótrauðar áfram. Úrslit kosninganna benda ein- dregið til þess að fordómar gegn kon- um í preststarf sé á undanhaldi Anna Sigurðardóttir Séra Ólafur Skúlason: Kosið var í tveimur prestaköllum í Reykjavík sunnudaginn 10 október s I Aðeins er beðið um það, að ég dragi ályktanir af úrslitum annarrar kosningarinnar Þrátt fyrir það get ég ekki stillt mig um það að benda á, að í Dómkirkjunni var munurinn á atkvæöa- magni umsækjenda mjög mikill (hvað m a á sínar forsendur í því, að annar umsækjenda vann ekkert að kosningu sinni), en í Háteigskirkju var munur hinna þriggja umsækjenda furðulega lítill Með hlíðsjón af þessu, er því hægt að fullyrða, að hlutur allra hinna þriggja umsækjenda í Háteigssókn var góður Ástæðan fyrir því, að nú er verið að leita að skýringum úrslita, er sú, að einn umsækjenda um Háteigssókn hafði sérstöðu, og var því veitt meiri athygli utan sóknarmarkanna og nú er bollalagt um það, hvort hér hafi verið kveðinn upp dómur um hlut kvenna í prestastétt íslenzkrar kirkju í framtíð- inni, þar sem þessi umsækjandi, kon- an, hlaut ekki kosningu, þrátt fyrir mikið atkvæðamagn Ég gæti einfaldlega svarað þessu án bollalegginga og sagt: Nei Hér var enginn algildur dómur uppkveðinn Og vera má jafnvel, að þeir, sem eingöngu meta viðkomandi eftir því, hvort um er að ræða karl eða konu, hafi haft öfug áhrif við það, sem ætlunin var í þess- um kosningum Hér átti einfaldlega að meta þrjá umsækjendur, sem áttu það sameiginlegt að vera hæfir í bezta máta til starfs þess, sem þeir höfðu hug á Guðrún Erlendsdóttir Og einhver ofuráherzla á það, að hér væri eini kvenpresturinn að sækja var í þessu tilfelli upphafin í þeirri stað- reynd, að eiginkona þess umsækjenda, sem hlaut kosningu, er fyrsta og eina safnaðarsystirin í íslenzku kirkjunni Og þar sem viðurkennt er af ríkulegri reynslu, að eiginkonan er hægri hönd prestsins í starfinu, þá hlaut sérstök áherzla á kynferði eins umsækjendans umfram allt annað að verða harla létt- væg, þegar hægt var að benda til menntunar, starfs og áhuga eiginkonu annars umsækjanda Á lyktun mín af þessari ákveðnu kosningu er því sú, að kvenprestar muna i framtíðinni njóta réttar síns í kirkjunni, en verði að standa í kosning- um, meðan þær verða við lýði, á nákvæmlega sama hátt og þeir prestar, sem eru karlmenn Ragnar Jónsson: Úrslitin segja mér ótvírætt að kven- þjóðin sé i sókn og — guði sé lof — að vakna til nýs og viðari skilnings á hlutverki sínu og ábyrgð Síðustu prestkosningar eru mikill sigur fyrir konur og sérstaklega séra Auði Eir, sem brotið hefur isinn með hugrekki og heiðarleika Sólveig Ólafsdóttir: Ég get ekki sagt að úrslitin hafi komið mér mjög á óvart en hins vegar ollu þau mér vonbrigðum. Við vitum hversu erfiðlega gengur fyrir konur að hasla sér völl, þar sem karlmenn hafa Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir Sólveig Ólafsdóttir Ragnar ! Smára Séra Olafur Skúlason Leitað svara að loknu 1 • •• • kion Séra Auður Eir ásamt eiginmanni slnum. Þórði Erni Sigurðssyni. og Yrsu dóttur þeirra. verið einir um hituna, og þeir jafnvel reynt að telja fólki trú um, að konur eigi ekki erindi inn á þeirra starfsvett- vang, eins og ýmsir úr prestastétt hafa gert, jafnvel opinberlega Atkvæðatölur I umræddum prests- kosningum sýna þó, að heldur þokast I rétta átt, og ég vona, að séra Auður Ear gefist ekki upp, né heldur muni þær konur, sem nú stunda nám I guðfræði, láta deigan siga Og að lokum: Getur það verið, að heyja þurfi jafnréttisbar- áttu til að mega boða orð Guðs? Eru ekki allir jafnir fyrir augliti hans? í einu svaranna hér að fram- an felst hvatning til annarra kvenna, sem eru guðfræðing- ar, að láta ekki undan síga þótt baráttan geti verið hörð. Bein- ast liggur við að leita álits þeirra kvenna, sem nú eru \að nám I guðfræðideild háskólans. Nokkrar stúlkur eru í deildinni og tvær þeirra svara spurning- unni: „Munu úrslitin í Háteigssókn hafa áhrif á vi8- horf þín til starfa a8 námi loknu?" Agnes Sigurðardóttir: Sem betur fer virðist fólk hafa kosið á jafnréttisgrundvelli Úrslitatölur sýna að söfnuðurinn hafnaði ekki konu sem presti þó hún hafi ekki orðið hlutskörp- ust Sú litla reynsla, sem þjóðin hefur af konu i prestþjónustu er jákvæð og frá mínum bæjardyrum séð á hæfni manna en ekki kynferði að ráða við val I starf Svar mitt er því neitandi. Þórhildur Ólafs: Eins og málum er háttað í dag held ég að svo verði ekki Enn þykir mikil nýlunda hér að landi að kona gegni hlutverki prestsins og er það að von- um, þar sem einungis ein íslensfc kona hefur hlotið prestsvígslu. Af úrslitum í Háteigssókn að dæma tel ég, að þrátt fyrir þessa nýlundu hafi kjósendur ekki sett það fyrir sig á nokkurn hátt, þó að svo hafi viljað til að einn umsækjenda væri kona Talar fjöldi atkvæða þar sinu máli Persónulega vil ég ekki líta á stöðu kvenprestsins sem kvenréttinda- baráttu þvi að kristna menn greinir ekki á um jafna stöðu kvenna — mannlega og trúarlega séð. Engu að síður þykja mér þessi úrslit fremur hvetjandi en letjandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.