Morgunblaðið - 22.10.1976, Síða 16

Morgunblaðið - 22.10.1976, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1976 „Átti ríkan þátt í mótun íslenzkrar verzlunar” — segir núverandi framkvæmda- stjóri Jóhann Ólafsson og Co. FYRIR sextlu árum eða nánar tiltekið þann 14. okt. 1916, gengu tveir ungir menn um borð I skip Eimskipafélags tslands á leið til Amerfku. Þetta voru stofnendur fyrirtækisins Jóhann Ólafsson og co., þeir Jóhann Ólafsson og Sig- fús Blöndahl. Fyrirtækið átti sex- tfu ára afmæli I sfðustu viku og af þvf tilefni spjallaði Morgunblaðið stuttlega við núverandi fram- kvæmdastjóra, Jóhann J. Ólafs- son, sem tók við fyrirtækinu 1963 að föður sfnum, Jóhanni Ólafs- syni látnum. „Faðir minn Jóhann Ólafsson stofnaði fyrirtækið 1916 ásamt Sigfúsi Blöndahl. Þá var fyrri heimsstyrjöldin í algleymingi og því stórt skref, sem þessir ungu menn tóku með því að leita eftir viðskiptum utanlands," sagði Jóhann. ,,I fyrstu ferð sinni til Bandaríkjanna gerðu þeir inn- kaup á sjö tonnum af klofvaðstfg- Jóhann J. Ólafsson núverandi framkvæmdastjóri. vélum, einni Saxon-bifreið og skilvindum. Klofvaðstígvél þessi voru lítt þekkt fyrirbæri hér á fslandi og komu i mjög góðar þarfir meðal sjómanna i stað skinnsokkanna sem áður tíðkuð- ust. Þegar komið var heim til ís- lands hélt Jóhann Ólafsson með Goðafossi til Akureyrar, þar sem mikið af vörunum skyldi selt. En á þeirri leið strandaði Goðafoss við Straumnes, þar sem verulegur hluti af vörunum fórst eða skemmdist, en Vátryggingafélag- ið bætti upp skaðann af skemmdu vörunum og seldi svo aftur það sem óskemmt var. Þannig að ekki var byrjunin gæfuleg,“ sagði Jóhann yngri. „Sigfús Blöndahl gekk út úr fyrirtækinu 1919, en í stað hans kom Björn Arnórsson, sem síðan starfaði með föður mfn- um fram til 1951, en lét þá af störfum vegna heilsubrests. Á þessum sextíu ára ferli fyrirtæk- isins hefur það verið til húsa á fjórum stöðum í Reykjavík, fyrst á Lækjargötu 6B, þá næst Þing- holtsstræti 1, Bankastræti 10 og Hverfisgötu 18, þar sem það var fram til 1974, en þá var það flutt í nýtt húsnæði hér inni í Sunda- borg. Árið 1917 var fyrsti bíllinn keyptur frá General Motors, en það félag var þá í miklum upp- gangi. Hófu þeir félagar þá veru- legan innflutning á General Mot- ors bifreiðum og settu um leið upp viðgerðaverkstæði. Stóð þessi bifreiðainnflutningur fram til Jóhann Ólafsson, stofnandi fyrir- tækisins Jóhann Ólafsson og Co. Myndin er tekin árið 1916, þegar hann útskrifaðist úr Verzlunar- skófanum. Það er húfa Verzlunar- skólans sem hann ber. N or ður-Kóreumálið í Kaupmannahöfn upplýst með nýjum rannsóknaraðferðum STÖRF rannsóknarlögregfunnar f Kaupmannahöfn eru gerð að umræðuefni f Berlingske tidende s.l. þriðjudag. Þar kemur fram, að þegar grun- semdir vöknuðu fyrst um afbrota- starfsemi norður-kóreönsku sendiráðsmannanna í Kaup- mannahöfn, var farið inn á nýja braut, myndaður sérstakur vinnu- hópur til að annast rannsóknina. f hópnum hafa verið milli 15 og 20 manns úr hinum ýmsu deildum lögreglunnar, og voru lögreglu- mennirnir valdir til þessa verk- efnis af mikilli kostgæfni. Þess var vandlega gætt að öll störf hópsins færu fram í mikifli kyrr- þey og sérstök áherzla var lögð á að athygli fjölmiðla og almennings beindist ekki að ein- stökum mönnum í hópnum. Þessir menn eru enn óþekktir og verða það framvegis, þvi að danska rannsóknarlögreglan telur að „hversdagslegi leynilög- reglumaðurinn" sé forsenda þess að rannsóknarstarfið verði árangursrikt. I sambandi við Norður- Kóreumálið hefur rannnsóknar- lögreglan hagað störfum sfnum svo, að allir lögreglumennirnir unnu saman I einum hópi, þannig að hver einstakur hafði jafnan yfirsýn yfir einstaka þætti málsins. Svo góða raun hefur þessi starfstilhögun gefið, að framvegis er ætlunin að mynda slíka vinnu- hópa þegar um umfangsmikil og vandasöm verkefni er að ræða. F.F.S.Í.: Mótmælir bráda- birgðalögunum A FUNDI stjórnar Farmanna og fiskimannasamhands tslands 19. október 1976 var eftirfarandi Rek gúmmí- björgunar- báta kannað í nóvember í byrjun nóvember stendur til að rek gúmmíbjörgunarbáta verði kannað hér við land, á vegum rannsókna- nefndar sjóslysa en nú eru liðin tvö ár siðan fyrst var rætt um að kanna rek þessara bjórgunartækja en ávallt hefur strandað á fjármagni og ýmsu oðru þar til nú. Þórhailur Hálfdánarson starfs- maður rannsóknanefndar sjóslysa sagði i samtali við Morgunblaðið i gær að svokölluð rekanefnd kæmi saman i dag, fimmtudag. og þá yrði gengið frá sérstakri áætlun varðandi þessa rannsókn. en i nefndinni eiga sæti m.a. fulltrúar frá Hafrannsókna stofnun, Siglingamálastofnuninni og Landssima íslands. samþvkkt: Stjórn Farmanna og fiskimannasambands tslands mótmælir harólega setningu bráðabirgðalaga um kaup og kjör sjómanna. Félagsdómur hafði gengið um málefni yfirmanna, sem féll á þá leið að þeir skyldu fara eftir því samkomulagi, sem fellt hafði ver- ið þar til að nýir samningar hefðu tekist að öðrum kosti skyldi sam- komulagið gilda til 15. maí 1977. Sjómenn höfðu ekki boðað til verkfalls svo engin ástæða var til að setja þau lög sem hér um ræð- ir. Stjórn sambandsins telur það mjög varhugavert að setja slík lög þar, sem slíkt spillir mjög sam- skiptum sjómanna og útvegs- manna og færir aðila fjær hvorn öðrum. Stjórn sambandsins beinir þeim eindregnu tilmælum til sjómanna að þeir standi betur saman innan félaga sinna en þeir hafa gert nú um skeið, því sameinaðir stöndum við en sundraðir föllum við. Sveinn Jónsson viðskiptafræðingur: Viðhorfin í skattamálum Mikið hefur verið rætt og ritað um skattamál síðustu misserin. I heild er sú umræða miklum mun opnari, og jafnframt málefna- legri, en áður hefur þekkst á þessu sviði. Er ljóst orðið, að upp er komin ný staða í skattamálun- um. Nú er það almennt viður- kennt opinberlega, að árum og áratugum saman hafi rikt stór- fellt misrétti í þessum efnum hér á landi. Þessu á nú að breyta. Mun víst einhverjum finnast, að fyrr hefði mátt taka til hendinni. í stórum dráttum má segja, að tvennt hafi valdið því ófremdar- ástandi skattamálanna, sem við- gengizt hefur hér á landi um lang- an aldur. Annars vegar er um að ræða ýmiskonar missmíði á skil- greiningu stærðarinnar „skatt- skyldar tekjur" samkvæmt skatta- lögunum. Hins vegar felst mis- réttið í þeim stórfellda undan- drætti skattskyldra tekna, sem allir vita að stundaður hefur verið og skattayfirvöld hafa ekki ráðið við. Nú imin þess ekki langt að biða, að lagöar verði fyrir Alþingi um- fangsmiklar tillögur um breyting- hagnaði, sem myndast við sölu ýmissa eigna og um skattlagningu á tekjum hjóna. Væntanlega verða reglur um ýmsar sérstakar frádráttarheimildir teknar til gagngerðrar endurskoðunar og hrist upp í ýmsum öðrum ákvæð- um, sem varða afmörkun skatt- skyldra tekna. Allt er þetta góðra gjalda vert. 1 þessu sambandi verður þó að benda á það, að lagaákvæði um afmörkun stærðarinnar „skatt- skyldar tekjur" hljóta alltaf að verða mjög umdeilanleg. Þau ákvæði skattalaganna, sem ég áð- ur nefndi, hafa verið endurskoð- uð æ ofan í æ á undanförnum áratugum. Sú hugsun gæti því ef til vill læðzt að einhverjum, að árangurinn hafi varla verið í sam- ræmi við erfiðið. Mér finnst þess mjög hafa gætt í umræðum um skattamál að undanförnu, að misréttið sé ein- göngu fólgið í ranglátum laga- ákvæðum, sem auðvelt sé að breyta á þann veg, að fulls rétt- lætis sé gætt. Menn verða hins vegar að átta sig á því, að meðan tekjuskattur er á lagður munu ákvæði urafyrningar, skattskyldu söluhagnaðar og fleiri slík ákvæði skattalaganna alltaf verða þrætu- Skattsvik og endur- skoðun skattalaga ar á lögum um tekjuskatt og eignarskatt, og ef til vill öðrum lögum um opinber gjöld. Mikil umræða um skattamálin hlýtur því að fara fram bæði innan Al- þingis og utan næstu vikurnar. Vil ég hér gera grein fyrir nokkr- um atriðum, sem að mínum dómi mega alls ekki gleymast við þessa endurskoðun skattalaganna. Skilgreining skattskyldra tekna Vitað er, að nú verður ráðizt til atlögu við annað framangreindra vandamála, skilgreiningu „skatt- skyldra tekna". Setja á nýjar regl- ur um fyrningar eigna í atvinnu- rekstri, um skattalega meðferð á epli. Það þarf ekki mikla spá- dómsgáfu til að sjá það fyrir, að ekki muni langur tími liða, þar til einhverjar þær stoðir, sem nú verða settar í skattalagabygging- una, verða burtdæmdar sem hættulegar fúaspýtur. En hvað um það, ég dreg ekki í efa, að yfirstandandi endurskoðun þess- ara lagaákvæða muni í heild horfa til bóta. Er þá mest um vert, að hugrekki bresti ekki til að standa gegn sérkröfum ýmissa hópa í þjóðfélaginu um sérstakar skattalegar ívilnanir. Skattsvikin Að minu mati er það misrétti, sem leiðir af undandrætti skatt- skyldra tekna, skattsvikunum, miklum mun alvarlegra en um- deilanlegt misrétti af völdum um- deilanlegra lagaákvæða. Finnst mér satt'að segja gegna mikilli furðu, hve algengt er, að litið sé fram hjá skattsvikunum i opin- berum umræðum um skattamál. Nú er það að sjálfsögðu svo, að mjög erfitt er að áætla, hve mikl- um tekjum er stolið undan skatt- lagningu á ári hverju. Um hitt ætti ekki að þurfa að deila, að mikill meirihluti þessara tekna mundi lenda I næsta jaðarskatti, ef tekjurnar væru taldar fram. Það þýðir, að nálægt helmingur hinnar skattsviknu upphæðar ætti með réttu að lenda á tómum kössum rikissjóðs og sveitarsjóða. Lauslegar áætlanir, sem heyrzt hafa frá ábyrgum aðilum um um- fang skattsvikanna, benda til

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.