Morgunblaðið - 22.10.1976, Page 17

Morgunblaðið - 22.10.1976, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. OKTÖBER 1976 17 Hverfisgata 18. þar sem fyrirtækið var lengst til húsa, frá 1931—1974. Og Bankastræti 10, þar sem það var fram til 1931 1935, en þá tók bifreiðaeinkasala ríkisins til starfa og tók að flytja inn alla bíla sjálf., og stóð sú einokun fram til 1941. Þeir Jóhann og Björn Arnórsson lögðu þá megináherzlu á innflutning vefnaðarvara, búsáhalda, postu- líns og skotvopna, sem þeir fluttu inn frá byrjun og fyrirtækið selur enn i dag. Eftir 1960 fer innflutn- ingur að aukast aftur, en á eftir- strlðsárum voru innflutningshöft á öllum vörum, eins og kunnugt er,“ sagði Jóhann. Upp úr 1960 með endurkomu „frílistans“ fór fyrirtækið að flytja inn ýmiss konar rafmagns- vörur, svo sem ljósaperur o.fl. en hélt samt áfram að selja bifreiða- varahluti, sem það gerir enn I dag, svo og hannyrðavörurnar og búsáhöld. 1 dag starfa sjö menn við skrifstofu- og verzlunarstörf hjá Jóhanni Ölafssyni og Co. Þjónustumiðstöðin f eigu Frum h/f sér um útkeyrslu fyrir fyrir- tæki okkar, einnig tollskýrslur, póst- og telexþjónustu og I fram- tfðinni væntanlega einnig um verðútreikninga. Þetta samstarf hefur þær afleiðingar," sagði Jóhann, „að fyrirtækið þarfnast endurskipulagningar við og verð- ur þvf líklega skipt niður f deildir með ýmsum breytingum. A þessum tímamótum fyrirtæk- isins Jóhanns Ólafssonar og Co., finnst mér það vel mega koma fram hve rfkan þátt einkafram- takið átti f mótun islenzkrar verzl- unar, en eins og Bjarni heitinn Benediktsson komst að orði þá hefur Samvinnuhreyfingin verið duglegri að auglýsa sinn þátt. Það var Eimskipafélag Islands, sem gerði fyrirtæki okkar kleift að hefja verzlun við útlönd, en fram til 1916 höfðu Danir algera yfir- burði á þvf sviði eins og kunnugt er. En með upphafi islenzkrar verzlunar, jókst skipafloti lands- manna og tryggingakerfið, en Sjóvá var t.d. stofnuð 1918 og við erum með vörutryggingaskírteini númer eitt frá þeim“, sagði Jóhann að lokum. 1 dag, föstudag, er móttaka milli kl. 5—7, fyrir gamla stárfsmenn, viðskiptavini og aðra velunnara fyrirtækisins í Sundaborg. þess, að tekjutap opinberra aðila af þessum sökum sé alls ekki und- ir 5 milljörðum króna á þessu ári og ef til vill er hér um verulega hærri upphæð að ræða. í heild mun innheimta tekjuskatts og tekjuútsvars á þessu ári nema um 20 milljörðum króna. En hvað má þá til varnar verða gegn þessum ófögnuði? Hér virðist um tvær leiðir að ræða. önnur leiðin er sú, að tak- ast megi án aukinna aðhaldsað- gerða að breyta svo viðhorfi skatt- greiðenda til þessara mála, að skattsvik verði ekki stunduð nema af fámennum hópi afbrota- manna. Þetta er auðvitað hin æskilega leið, þótt mörgum muni finnst barnalegt að tala um þetta sem raunhæfan möguleika. Reynslan hvetur ekki til bjartsýni f þeim efnum. Ég vil þó trúa þvf, að ef beinni skattheimtu opinberra aðila yrði meira í hóf stillt en nú er, mætti vænta mjög breyttra viðhorfa hjá skattgreiðendum. Hinn vinnandi maður á mjög erfitt með að sjá réttlæti og vizku í núverandi skattheimtu, þar sem tekið er til opinberra aðila rúmlega 52% af persónutekjum umfram lágt mark og sfðan krafizt til viðbótar 5% í skyldusparnað. I þessu sam- bandi skiptir engu máli þótt ýms- ar aðrar þjóðir kunni að vera á enn meiri villigötum í innheimtu beinna skatta en við Islendingar. Takist hins vegar ekki án um- fangsmikilla aðhaldsaðgerða að fá skattgreiðendur almennt til að virða skattalögin, ber opinberum aðilum skylda til að beita öllu því aðhaldi, sem tiltækt er, til að tryggja að allir sitji við sama borð í skattgreiðslum. Framkvæmdaþáttur skattamál- anna hefur því miður verið, og er enn, veikburða hér á landi. Kem- ur þar margt til, sem ekki skal tfundað hér. Skylt er þó að taka fram, að þegar stofnuð var rann- sóknardeild við embætti rfkis- skattstjóra, sköpuðust ný viðhorf f þessum efnum. Verulega vantar þó á, að sú deild hafi þann styrk, sem til þarf, þrátt fyrir ágætt starf þeirra, sem þar hafa að unn- ið. Er enginn vafi á þvf að í raun- hæfri framkvæmd skattalaga stöndum við langt að baki ýmsum öðrum þjóðum. Nægir að vfsa til skattaframkvæmdar f Bandaríkj- unum í því sambandi. Nauðsyn aukinna aðhaldsaðgerða Ljóst er, að við fyrirhugaðar skattalagabreytingar á ekki að lækka það hlutfall tekna, sem gjalda ber til opinberra aðila. Ekki er þvf að vænta siðferðilegr- ar endurvakningar fslenzkra skattborgara af þeim sökum. Ekkert hefur ennþá heyrzt um það, hvaða breytingar séu fyrar- hugaðar á þeim ákvæðum lag- anna, sem varða framkvæmd þeirra og eftirlit með framtölum. Verður þó ekki öðru trúað en nú verði ráðizt af hörku gegn skatt- svikunum. Meðal lagaákvæða og framkvæmdaatriða, sem nauðsyn- Iegt er að breyta, eru þau, er hér verða talin: 1) Allar eignir, sem máli skipta við framkvæmd skattaeftirlits, verða að vera framtalsskyldar. Fella þarf þvf úr gildi ákvæðin um framtalsfrelsi sparifjár og til- tekinna verðbréfa f vissum tilvik- um. 2) Stórefla þarf rannsóknar- deild ríkisskattstjóraembættisins. Fullvfst er, að sá kostnaður, sem af þvf leiddi, mundi skila sér margfaldur í aukinni skatt- heimtu. 3) Beina þarf úrskurðum í stærri skattsvikamálum til dóm- stóla í miklu ríkara mæli en verið - hefur og tryggja þarf fljótvirka meðferð þeirra þar. I þessu sam- bandi þarf að hafa í huga, að skattgreiðendur ættu að eiga full- an rétt á því að fá að vita herjir þeir eru, sem hafa stórar upphæð- ir af opinberum sjóðum á ári hverju. Nú virðast flestöll mál vera afgreidd í kyrrþey bak við lokaðar dyr skattsektanefndar og er það fráleitt fyrirkomulag. 4) Stórauka þarf viðurlög við skattsvikum. Eg vil taka það fram að mér finnst það ekki vera skemmtilegt hlutverk að verða að setja fram kröfur um stóraukið aðhald og eftirlitsaðgerðir í skattamálum. Vissulega væri æskilegra, að ástand skattamálanna væri þann- ig, að strangar eftirlitsaðgerðir og hörð viðurlög væru óþörf. Mér er einnig fyllilega ljóst, að eftirlits- aðgerðir geta aldrei að fullu náð þeim árangri, sem að er stefnt. Ég er hins vegar sannfærður um það, að hættulegt sé að draga lengur að reyna af alvöru að stinga á þvf graftarkýli, sem skattsvikin hafa alltof lengi verið á þessu landi. Þetta kýli hefur þegar skemmt meira út frá sér en okkur grunar. Það er stór og vax- andi hópur í þjóðfélaginu, sem krefst þess að samræmis sé gætt í lagasetningu og lagaframkvæmd á sviði skattamála. Þessi stóri hópur mun fylgjast vel með þvf, hvernig til tekst í þessum efnum við fyrirhugaða endurskoðun skattalaganna og þá franíkvæmd, sem á eftir fer. Það eru smáatriðin sem gera AUTOBIANCHI A112 Elegant að svona skemmtilegum bíl. ítalir kunna að nostra við smáatriðin og þess ber AUTOBIANCHI greinileg merki, hann er vel gerður bíll, — að auki stenst hann þær gæðakröfur um aksturseiginleika og öryggi, sem SAAB gerir til smábíla. Til afgreiðslu nú þegar. Það er þess virði að skoða AUTOBIANCHI. BDORNSSON A.c? SKEIFAN 11 REYKJAVIK SÍMI81530 Italskí ^ smábíllinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.