Morgunblaðið - 22.10.1976, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. OKTÖBER 1976
Valtýr Pétursson skrifar um 3 málverkasýningar — Jóhann Hjálmarsson skrifar leikdóm um DON
Einar Hákonarson
ad Kjarvalsstöðum
Frá öndverðri öld
fætt, framtíðardraumsýn
Á seinasta ári hélt Einar
Hákonarson nokkuð stóra sýn-
ingu á verkum sinum í Bygg-
ingarþjónustu A.I., sem sumir
notuðu, meðan á deilu um Kjar-
valsstaði stóð. Nú hefur Einar
komið fyrir enn stærri sýningu
í Vestursalnum að K.iarvals-
stöðum, og eins og gefur að
skilja, þ.i er hér á ferð einstakur
dugnaður og herkjuátök, því að
það eru hvorki meira né minna
en 88 oliumálverk, sem lista-
maðurinn sýnir þarna að sinni.
Einar fer geyst og heggur stór-
um. Vinnugleði og snör hand-
tök virðast honum mjög eðlileg,
og fátt er honum óviðkomandi i
myndlist. Hann hefur lagt
gjörva hönd á margt, og ég verð
að játa, að ég sakna þess, að
ekki er nein grafík eftir Einar á
þessari sýningu, því að á því
sviði hefur honum oft tekist vel
upp.
Mikil átök og hreyfingar
einkenna myndir Einars
Hákonarsonar á þessari sýn-
ingu. Hann vinnur í samræmd-
um stíl og hefur skapað sér
vissa hrynjandi í verkum sin-
um, sem einkum og sér í lagi
kemur fram í teikningu, sem á
stundum er ákveðin og hnit-
miðuð. Þarna held ég, að kjarni
myndlistar Einars liggi, og það
verður að segjast eins og er, að
liturinn vefst nokkuð mikið
fyrir honum enn sem komið er.
Þetta er að vísu misjöfn sýning,
en varla er við öðru að búast í
svo viðamiklu húsnæði sem
Vestursalur Kjarvalsstaða er.
Það er líka dálítið áberandi,
hve sum þessara verka eru lík i
byggingu og lit. Það orsakar
svo, að sum þeirra verka, sem
sýnd eru, verða að láta i minni
pokann fyrir þeim fyrirferðar-
meiri og ágengari. Að mínu viti
eru það sum litlu verkin, eins
og t.d. Veisla nr. 79, sem hafa
tekist einna best hjá Einari í
litameðferð. Himnaförin nr. 26
finnst mér einnig athyglisverð,
og á ég þá fyrst og fremst við
byggingu verksins i linu og
formi, en nokkuð er þarna
Myndllst
eftir VALTÝ
PÉTURSSON
harður litur á ferð eins og í
mörgum öðrum verkum á þess-
ari sýningu.
Það er ýmislegt gott um þessa
sýningu Einars Hákonarsonar
að segja. Hann er mikill skap-
maður, sem fer ört yfir, og ég
vil engan dóm á það leggja,
hvort hann stundar þau vinnu-
brögð, er honum hentar best.
Það verður að koma í ljós með
tið og tima. Hann er afkasta-
mikill og æðpulaus og virðist
stundum ekki kunna sér hóf í
litagleði sinni. Þessi sýning er
fersk og ágeng, og það er slegið
nokkuð hrottalega í borðið á
köflum. Það má vel vera, að
einmitt þess konar slagkraft
vanti í íslenska list, en að sjálf-
sögðu verður dómur um það að
bíða sins tíma, þegar þetta
tímabil verður brotið til mergj-
ar. Það er eins með listina og
annað, allt tekur sinn tima,
bæði að skapa og melta.
Ég held ég megi fullyrða, að
þessi sýning Einars Hákonar-
sonar sé í betri gæðaflokki en
sú er hann hélt í fyrra. Ef þetta
er rétt hjá mér, þá er allt i lagi,
og svo þakka ég fyrir skemmti-
lega og ferska sýningu, sem
ljómar af mikilli vinnugleði.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ:
LITLA SVIÐIÐ:
LEIKLESTUR:
DON JUAN í HELVÍTI.
Þáttur úr leikritinu MENN
OG OFURMENNI eftir
George Bernard Shaw. —
Þýðandi: Árni Guðnason.
— Lýsing: Kristinn
Daníelsson. — Leikstjóri:
Baldvin Halldórsson.
LEIKLESTUR er ný tilraun í
Þjóðleikhúsinu Að þessu
sinni var fluttur þáttur úr leik-
riti Bernards Shaw Menn og
ofurmenni. Þátturinn nefnist
Don Juan í helvíti og lesa
(eða leika) fjórir leikarar hlut-
verkin: Gunnar Eyjólfsson
(Don Juan), Erlingur Gíslason
(djöfullinn), Margrét Guð-
mundsdóttir (Anna), og Ævar
R Kvaran (styttan). Leikstjóri
er Baldvin Halldórsson.
Leikrit Shaws er frá önd-
verðri öldinni og ber þess að
vonum merki Don Juan er
nær einráður í þessum þætti
verksins, mælska hans gífur-
leg og fremur þreytandi. At-
hugasemdir djöfulsins eru
aftur á móti hinar skemmti-
legustu og hlutur Önnu og
föður hennar (styttunnar) er
góður i verkinu. Shaw hafði
gaman af ræðumennsku og
deilulist eins og fram kemur í
þættinum og einnig þegar
önnur ritstörf hans eru höfð í
huga, ekki síst blaðaskrif
hans og gagnrýni.
Því er lýst í Don Juan i
helvíti hvernig djöfullinn
missir tangarhald á Don Juan
sem orðinn er hinn mesti
siðapredikari. Leikurinn mót-
Lelkiist
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
ast af hugmyndum Shaws
um lífskraftinn sem voru að
veltast fyrir honum um þetta
leyti. Ofurmennin: Don Juan,
Rembrandt, Nietzsche,
Wagner, eira ekki i víti held-
ur stefna til himna í leiðindin.
Það er pólitiskur ósigur fyrir
djöfulinn að missa Don Juan.
En menn fá sjálfir að ráða
hvar þeir vilja vera. í staðinn
fyrir Don Juan fær djöfullinn
hermanninn (myndastyttuna)
og þeir leiðast að lokum inn i
glauminn og gleðina i víti,
langt frá öllum Englending-
um (þeir eru auðvitað i
himnaríki), en Anna setur
fram kenningu sína um það
ofurmenni sem enn er ekki
Shaws.
Don Juan í helviti er ágætt
tækifæri til að kynnast leikrit-
un frá öndverðri öld, einkum
eins og hún birtist hjá ensk-
um lærisveini Ibsens Þýðing
Árna Guðnasonar er frábær.
Oft er maður minntur á það
þegar leikararnir fara á kost-
um í texta sinum hve islenskt
leikhúsmál er bágborið sam-
anborið við málfar Árna
Guðnasonar. Það mæðir
mest á Gunnari Eyjólfssyni i
hlutverki Don Juans, en
hann les og flytur í senn
texta sinn ágætlega. Erlingur
Gíslason var kjörinn djöfull
og lék á köflum hressilega,
hann eins og gleymdi þvi að
um leiklestur væri að ræða,
fór að búa til hlutverk handa
sviði. Margrét Guðmunds-
dóttir var hin geðfelldasta
Anna og Ævar R Kvaran i
hlutverki styttunnar flutti sitt
mál af þrótti og innlifun. Að
vel tókst má efalaust einnig
þakka leikstjóranum Baldvini
Halldórssyni.
Leiklestur eins og þessi á
að ég held framtið fyrir sér.
Ætlunin mun vera að stefna
að fjölbreytni í efnisvali. Hver
veit nema vanrækt innlend
leikritagerð fái í slikum flutn-
ingi vettvang við hæfi?
Að skilja
landið sitt
Haukur Agústsson:
Yfir kaldan kjöl
Prentsmiðjan Leiftur h.f.
Reykjavík 1975
Á síðast liðnu ári kom út bók-
in Yfir kaldan kjöl eftir Hauk
Ágústsson. Nafn bókarinnar
segir nokkuð frá umhverfi sög-
unnar. Aðalpersónur eru
drengirnir þrír, Bjarni, Óli og
Geiri — allir reykvikingar um
fermingaraldur. Þegar skólinn
er búinn, blasir við þeim at-
vinnuleysi, tómlegt sumar. En
þeir vilja gera eitthvað í sumar-
fríi sínu, helst eitthvað spenn-
andi. Á skólatröppunum verður
hugmynd þeirra til. Þeir
ákveða að fara á hjólum yfir
Kjöl. Enginn aðdragandi er að
þessari ákvörðun þeirra. Höf-
undur lætur þá taka hana um-
hugsunarlítið. En þar með
hefst lifandi og eðlileg atburða-
rás sögunnar, sem er stórtfð-
indalftil en trúverðug og spenn-
andi í látleysi sínu. Lesandi
hefur það strax á tilfinning-
unni að höfundur sé þaulkunn-
ugur öllu sviði sögunnar.
Náttúrulýsingar eru honum
hugtækar, hann fer þar var-
færnum höndum um efnið, er
hann lýsir stórbrotinni náttúru
öræfanna — og kyrrðinni:
„Sólin var gengin til viðar, en
milt húm sumarnæturinnar
klæddi landið i dökkan hjúp,
sem eins og lagði áherslu á frið-
inn og fegurð næturinnar.
Innri-Skúti gnæfði dimmur I
vestrinu. Það var skuggi í hon-
um undan bjarma norðvestur-
loftsins og fjallið var allt að þvf
ógnvekjandi. Bjartara var yfir
kennileitunum til austurs. Síó-
ustu geislar kvöldsólarinnar
voru enn á flögri um himin-
hvolfið og féllu á landið i þá
átt.“
Svipmynd eins og þessi hlýt-
ur að snerta strengi i brjósti
hvers þess, er einhver kynni
hefur af tign íslenzkra öræfa.
Fleiri svipaðar lýsingar finnast
i bókinni.
Örnefni og kennileiti eru tal-
in fram af mikilli þekkingu höf-
undar á umhverfinu. Höfuðper-
sónur sögunnar þykja mér, að
lestri loknum, duglegir drengir
hver á sína vísu, og allir
reynslunni rikari eftir þessa
skemmtilegu ferð. Ymsar auka-
Bókmenntlr
Jenna Jensdóttir
skrifar um
barna- og
unglingabækur
persónur tekst höfundi að leiða
fram lifandi og eftirminnilegar.
Má þar fyrst nefna Rikku
gömlu, sem á sér vissulega stoð
í veruleikanum. Islendingar
hafa átt svona konur og eiga
sennilega ennþá.
Sannsöguleg mynd af Rikku
vekur þá spurningu, hvort ekki
væri þarfara hjá jafnréttisfólki
að draga þessar alþýðukonur
löngu liðinna og nýliðinna tíma
fram í dagsljósið, heldur en að
eyða margra mánaða vinnu í
það að telja hvort fleiri karla
eða kvenna sé getið I auglýsing-
um dagblaða undanfarin tvö ár.
Þetta er þó sjálft mannlffið i
öllum sinum krafti.
Freku konunni í sæluhúsinu
á Hveravöllum er vel lýst, sér-
staklega í samskiptum hennar
við undirokaðan mann hennar.
Svona konur eru líka til. Mér
þykir ögmundur furðu fáfróð-
ur um farartæki sitt í slíku
langferðalagi. Höfundur leiðir
okkur i kaldan veruleikann um
það að þegar áður fáfarnir veg-
ir öræfanna eru nú fjölfarnir
að sumri til, getum við átt von á
nöfnum eins og Tonis Cosy
Cafe á kofum þar.
Haukur Ágústsson er ekki
óþekktur fyrir önnur ritsmíð og
tónsmíð, en fer þarna inn á
nýjar brautir og gefur strax
miklar vonir sem athyglisverð-
ur höfundur.
Of margar prentvillur eru i
svo ágætri bók. Bókband er
betra en pappírinn. Kápu-
teikning þykir mér ekki góð.