Morgunblaðið - 22.10.1976, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 22.10.1976, Qupperneq 19
MQRGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. OKTÖBER 1976 19 JUAN — Jenna Jensdóttir skrifar um bókina Yfir kaldan Kjöl Sýning Magnúsar Á. Árnasonar Það er mikið um að vera á Kjarvalsstöðum þessa dagana. Þrjár sýningar þar í báðum söl- um og kaffistofu, ásamt brúðu- leikhúsi á gangi. Þetta er mjög ánægjulegt og sýnir vel, hvað hægt er að gera starfsemi þess- arar stofnunar lifandi og fjöl- breytilega, því að ekki verður annað sagt en að þessi starf- semi sé fjölbreytt þar sem þess- ar þrjár sýningar eru ólíkar að allri gerð, sýna mismunandi listamenn og hvernig þeir taka á verkefnum sínum, hver á sinn hátt. Magnús Á. Árnason sýnir bæði málverk og höggmyndir og kaffi- og blekteikningar í svokölluðum Kjarvalssal. Þar getur að líta verk frá mismun- andi tima, og er elsta verkið allar götur frá árinu 1917, en Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON að yngsta er frá því á þessu ári. Magnús er fyrir löngu orð- inn landsþekktur fyrir lista- störf, sin og hefur hann, eins og allir vita, lagt gjörva hönd á margt. Hann hefur mótað í leir, málað og teiknað, ort Ijóð og lög, skrifað bækur og stundað þýðingar. Af þessu má sjá, að Magnúsi hefur orðið mikið úr verki á langri ævi. Hann er nú orðinn rúmlega áttræður, og enn virðist hann hafa starfs- þrek, sem margur yngri maður- inn mætti þakka fyrir. Það eru rúmlega hundrað verk á þess- ari sýningu Magnúsar, og það eitt að koma slíkri sýningu á laggirnar, er mikið verk fyrir mann á níræðis aldri. En Magnúsi er ekki fisjað saman, og hann lætur sig ekki muna um slíka smámuni. Það munu vera um sjö ár, frá því að Magnús hélt einkasýningu á verkum sínum hér í höfuðborg- inni, en hann hefur tekið þátt í fjölda sýninga á þessu tímabili og ekki látið sinn hlut eftir liggja. Þegar þessi sýning Magnúsar A. Arnasonar er skoðuð, kemur vel í ljós, að hann hefur snemma aðhyllst þá litameð- ferð, sem er auðkennandi fyrir olíumálverk hans. Það fer ekki framhjá neinum, að þegar í elstu verkum á þessari sýningu, kemur fram að Magnús bregður fyrir sig þeirri meðferð á fyrir- myndum og litaskala, sem jafn- an hefur einkennt verk hans öðru fremur. Þarna á ég sér- staklega við hinn grábláa tón, sem Magnús notar mikið, er hann málar landslag. Þessi tónn virðist falla vel að þeim verkefnum, er Magnús glímir við, er hann velur sér fyrir- myndir frá óbyggðum eða þeg- ar hann málar kletta og gjár, hella og hamra. Einn þáttur þessarar sýningar Magnúsar Á. Árnasonar kom mér á óvart. Þar á ég við kaffi— og blek- teikningar er hann gerði á ár- unum 1933 og 1934. Þar er Magnús með myndgerð, sem er ef til vill það sérkennilegasta er hann hefur gert um dagana. Það má með sanni segja, að hér sé á ferð ný hlið á Magnúsi, sem listamanni og óneitanlega víkkar þessi kapítuli i list Magnúsar verkssvið hans sem myndlistarmanns. Landslag er það, sem mest ber á í myndgerð Magnúsar á þessari sýningu. Hann er einn af þeim listamönnum okkar, sem tekið hafa miklu ástfóstri við náttúru tslands, og hann gæðir hana svo persónulegri Framhald á bls. 28 V atnslitir á Loftinu Fyrir nokkrum dögum opnaði Torfi Jónsson auglýsingamaður sýningu á nokkrum vatnslita- myndum á vinnustofu sinni að Skúlagötu 61. Það húsnæði er Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON sjálfsagt ágætt til sinna nota, en óhæft fyrir myndlistarsýn- ingu og þar að auki svo erfitt að finna, að jaðrar við, að til þess þurfi aðstoð lögreglu. Hvað um það, sýningin varð ekki langlíf á þeim stað. Nú er búið að flytja sýningu Torfa niður á Skólavörðustig til Helga Einarssonar á Loftinu. Þar ljóma nú þessar vatnslitamynd- ir Torfa Jónssonar og gera þessa sýningu að meiri háttar viðburði í myndlistarlífi borg- arinnar á þessu hausti. Sýning Torfa kemur mjög á óvart. Ég man ekki eftir að hafa séð á sýningum myndir eftir Torfa, én vissi hins vegar, að hann er listaskrifari og vel menntaður i sínum auglýsinga- fræðum, en það, að hann ætti í fórum sinum þær perlur í vatnslitum, sem raun ber vitni, kom mér sannarlega á óvart. Sannleikurinn er sá, að ég hef ekki séð jafn ágæt verk, gerð í vatnslitum, frá okkar fólki um langan tíma, svo hárfina lita- meðferð, hnitmiðaða af djörf- ung og innlifun, svo eðlilega myndbyggingu, sterka og rök- rétta, sem að vísu sver sig í ætt við bæði Klee og Nolde, en er samt gersamlega sneydd því að vera eftiröpun og sýnir hrein- ræktuð áhrif, sem eru engum myndlistarmanni nema til sóma. Af svo mikilli einbeitni hefur Torfi sökkt sér niður í myndgerð sína, að með fádæm- um má telja. Þannig hefur hon- um tekist á árunum um 1960 að skila ótrúlegu verki, sem hann síðan í lítillæti sinum hefur varðveitt i möppum og af til- viljun tekið til haridargagns fyrir skemmstu, og viti menn — í ljós kemur kapítuli i islenskri myndlist, sem enginn vissi, að var til. Þetta minnir helst á, þegar merkileg handrit koma í dagsljósið á ólíklegustu stöðum og verða þjóðargersemi. Ég fullyrði, að þessi iðja Torfa Jónssonar er miklu merkari en Framhald á bls. 28 ENSKAR TEPPAMOTTUR í GLÆSILEGU ÚRVALI QEíslP leyft verð okkar verð nautahakk 1 kg 1080.- 700, Kindahakk 1 kg 979.- 650, Gúllasch 1 kg 1687.- 900. Kindakæfa 1 kg 1200.- 1015. Lambakjör III flokkur kg. .. 600.- 503. Hangikjöt frampartar 784.- 610. Hangikjöt læri 998.- 853. Svið 1 kg 295. Vörumarkaðurinn hf. ARMÚLI 1 A MATVÖRUDEILD 86-111 — HUSGAGNADEILD 86-112 HEIMILISTÆKJADEILD 81-680 — VEFNAÐARVORUDEILD 86 113 SKRIFSTOFAN 86-114

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.