Morgunblaðið - 22.10.1976, Síða 21

Morgunblaðið - 22.10.1976, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. OKTOBER 1976 21 Minnkandi vinsæld- ir Bandaríkjanna Washington, 21. okt. — Reuter. SAMKVÆMT skoðanakönnun á vegum Upplýsingaþjónustu Vilja Miki burt Tókíó, 21. okt. — AP ÞINGFLOKKUR Frjálslynda demókrataflokksins i Japan, flokks ríkisstjórnarinnar, skoraði í dag á flokksmenn að víkja Takeo Miki úr embætti forsætisráðherra og skipa Takeo Fukuda varaforsætis- ráðherra i embættið. Miki hefur hins vegar lýst þvi yfir, þrátt fyrir gagnrýni fyrir slæ- lega forustu, að hann muni ekki láta af embætti fyrr en að loknum kosningum, sem fram eiga að fara fyrir árslok. Hann hefur þó fallizt á að kalla Framhald á bls. 25 Bandarfkjanna hafa vinsældir Bandarfkjanna f Vestur-Evrópu ekki verið minni en nú undanfar- in 20 ár. Skoðanakö'nnunin var gerð á nýliðnu sumri í Bretlandi, Frakk- landi, Vestur-Þýzkalandi og á Italíu, og hefur sams konar könn- un verið gerð á þriggja ára fresti um langt skeið. Niðurstöður könnunarinnar birtust f dag í New York Times, og er vinsældar- hlutfallið sem hér segir: — 34% f Bretlandi, og hefur aldrei verið lægra frá því könnun hófst fyrst árið 1954. — 41% á Italiu, sem einnig er met. — 38% í Frakklandi, og hefur ekki verið lægra þar sfðan árið 1958. — 57% í Vestur-Þýzkalandi, sem er aðeins hærra hlutfall en árað 1973, þegar vinsældir Bandarikjanna þar voru f lágmarki. Lfklegt er talið að þessi úrslit eigi eftir að hafa áhrif á kosninga- baráttuna í Bandarfkjunum, sem nú er á lokastigi. Hefur Jimmy Carter forsetaefni demókrata haldið þvf fram að álit Bandarikj- anna hafi farið minnkandi um allan heim, en Gerald Ford forseti mótmælti því harðlega. Rödd í útvarpi kom upp um morðingja ? Grenoble, 21. okt. — Reuter. 28 ÁRA gamall maður, sem for- dæmdur er af fjölskyldu sinni sem „brjálaði morðinginn frá Grenoble", og sem hefur verið sá glæpamaður, sem franska lög- reglan hefur lagt mest á sig til að finna, segir I yfirheyrslum að hann sé saklaus. Hinn grunaði hefur setið einn sólarhring f varðhaldi, en neitar að hafa átt þátt I glæpum, sem eignaðir eru „brjálaða morðingj- anum“; að hafa rænt ungu pari og myrt það og rænt 21 árs gamalli stúlku og hugsanlega myrt hana. Lögreglan og almenningur áttu von á tafarlausri viðurkenningu. Hinn grunaði var handtekinn Leita fólks frá ferjunni Louisiana, 21. október, — AP KAFARAR leita nú að likum fólks, sem álitið er að hafi farist með ferjunni, sem valt eftir árekstur á Missisippifljóti í gær. Lik 22 hafa fundist en álitið er að ekki færri en 75 hafi týnt lffi f slysinu. Leita kafararnir líka f bifreiðum, sem liggja í leðjunni á árbotninum. eftir að faðir hans, tvær systur og fyrrverandi eiginkona þekktu rödd hans á segulbandshljóðrit- un, sem útvarpað var og sjónvarp- að á þriðjudag. Hljóðritanirnar voru af símaboðum til lögreglunn- ar vegna leitarinnar að brjálaða morðingjanum, sem staðið hefur í 4 mánuði. Lögreglan hefur framlengt gæzluvarðhald mannsins um 24 klukkustundir, en ef hann verður ekki búinn að viðurkenna þegar sá tfmi rennur út verður réttur að skera úr um það hvort mál skuli höfðað. Unnusti Olgu Moissenko, sem er 21 árs og var rænt á fáförnum vegi nálægt Grenoble í júlf, segist bera kennsl á hinn grunaða þegar hann fékk að lfta á hann hjá lög- reglunni. Segist hann þekkja rödd hans og skugga. Hann var skilinn eftir bundinn í bíl eftir að vopnaður maður hafði kærustu hans á brott með sér. Stúlkan er talin vera þriðja fórnarlamb Grenoble- morðingjans, sem krafist hefur 350 milljóna franka f lausnargjald fyrir fórnarlömb sfn. Segist hann safna fé fyrir „6. hóp rauðu sveit- anna“. Lfk fyrstu tveggja fórnar- lamba hans fundust fyrr f þessum mánuði eftir að lögreglunni bár- ust upplýsingar í síma, sem taldar eru vera komnar frá ræningjan- um. Frímiðar endurgreiddir Kaupmannahöfn, 21. okt. — Reuter. OVE Guldberg fyrrum utanrík- Iisráðherra Danmerkur hefur kiú endurgreitt SAS- ilugfélaginu 120 þúsund dansk- ar krónur (um 3,8 millj. fsl. kr.) fyrir ókeypis ferðir, sem hann fór með félaginu á fundi Evrópuþingsins á sama tfma og hann fékk allan ferðakostnað greiddan hjá Efnahagsbanda- laginu. Aður hafði SAS vikið Guldberg úr stjórn Danmerkur- deildar félagsins fyrir að mis- nota rétt stjórnarmanna til ókeypis ferða. Guldberg skýrði sjálfur frá endurgreiðslunni á fundi með blaðamönnum í gærkvöldi, og tók það jafnframt fram að hann hefði hætt við að stefna SAS fyrir brottvikninguna úr stjórn- inni. Þá sagði Guldberg að það hefði aldrei verið #tlun sfn að hagnast á viðskiptunum við flugfélagið. „Fílabeins- skáld MORGUNBLAÐIÐ hafði samband við fslenzka Nóbelsverðlaunahafann, Halldór Laxness, og spurði hann álits á verðlaunahafan- um i ár, Saul Beliow. „Eg kommentera aldrei á koliega mfna“, svaraði Hall- dór. „Það er ekki fallegur siður. En ég hef lesið nokkrar bækur eftir Saul Beliow, já, hann er ágætur rithöfundur. Það sem hann skrifar hefur hámenntað kvalitet. Gyð- ingaættirnar leyna sér ekki, hann ber með sér margra alda menningu, eins og gyð- ingar gera alltaf þegar þeir koma fram innan þjóðfé- lags, hvort sem þeir eru fá- tækir eða rfkir. Þeir eru allt- af til heiðurs. — Já, hann er fínt skáld, fflabeinsskáld,“ sagði Halldór Laxness hik- laust. N óbelshöfundur- inn Saul Bellow RITHÖFUNDURINN Saui Bellow, sem hlýtur Bókmennta- verðlaun Nóbels f ár, fæddist f Kanada árið 1915, en fluttist nfu ára gamall til Bandarfkj- anna, og hefur búið þar sfðan. Hann er eini rithöfundurinn, sem þrfvegis hefur hlotið bandarfsku bókmenntaverð- launin fyrir skáldsagnagerð, og eini Bandarfkjamaðurinn, sem hlotið hefur bókmenntaverð- launin „Prix Int. de Litérature“. Þekktastur er Bellow fyrir skáldsögur sinar eins og Herzog, sem út kom 1964, Henderson tRe Rain King (1959), The Adventures of Augie March (1953), Mr. Sammler’s Plaet (1969) og Humboldt’s Gift (1975). Hann hefur einnig skrifað f jölda smá- sagna, sem birzt hafa í þekktum tímaritum, bókmenntagagnrýni og sjónvarpsleikrit. Saul Bellow hlaut Pulitzer verðlaunin bandarísku fyrr á þessu ári fyrir bókina Hum- boldt’sGift.og í fyrra var hann einn þeirra, er helzt komu til greina við úthlutun Nóbels- verðlaunanna, sem höfnuðu hjá ítalska skáldinu Eugenio Montale. Bellow fæddist i fátækra- hverfi Montreal í Kanada, og voru foreldrar hans rússneskir Gyðingar. Arið 1924 fluttist fjölskyldan til Chicago, og þar lauk Bellow háskólaprófi í mannfræði og þjóðfélagsfræði árið 1937, þótt hann hefði löngu ákveðið að gerast rithöfundur. Auk ritstarfsanna hefur hann verið kennari í ensku við ýmsa háskóla í Bandaríkjunum, og undanfarin 14 ár verið fastráð- inn prófessor við enskudeild Chicago-háskóla. Hann er fjór- kvæntur og á þrjá syni, einn með hverri þriggja fyrstu eigin- kvennanna. Carter áfellist auglýsingar Fords Plains, Georgiu 21. október AP JIMMY Carter ásakaði i dag Ford forseta um að koma inn röngum hugmyndum hjá kjósendum með auglýsingaherferð sinni. 1 aug- lýsingu sem birt var f 350 dag- blöðum f 22 fylkjum voru sýndar forsfður tfmaritanna Playboy og Newsweek. A forsfðu Playboy var vfsað á viðtal við Carter inni f blaðinu en á forsfðu Newsweek var mynd af Ford. Carter segir að með þessari aug- lýsingu sem Ford ákvað sjálfur að skildi birt sé reynt að sýna að hann standi á lágu siðferðisstigi af þvl að hann leyfði Playboy að taka viðtal við sig. Benti hann á Ove Guldberg. að Playboy hefði átt viðtal við marga mæta menn, þar á meðal Wiliam Simon, fjármálaráðherra Fords. Baráttunefnd fyrir kjöri Fords hvetur fólk í auglýsingunni til að lesa bæði tímaritin því það „gefi góðar vísbendingar fyrir kosningarnar". A Playboy for- síðunni er mynd af konu í frá- hnepptri skyrtu og vfsað er á viðtalið með þessum orðum: Hammerfest. 21. okt. — NTB SOVÉTRÍKIN hafa að undan- förnu stundað tilraunir með eld- flaugaskot á vissum svæðum á Barentshafi, og fleiri tilraunir eru fyrirhugaðar. Segja Norð- menn að þessar tilraunir trufli mjög veiðar norskra skipa. Segir Eivind Bolle fiskimálaráðherra að allar heræfingar á fiskimiðum hljóti að trufla veiðarnar, og eigi þetta einnig við um eldfiaugaæf- ingar Sovétrikjanna. Norskir útgerðarmenn lita það mjög alvarlegum augum að skip þeirra skuli vera hrakin frá veiði- svæðum á Barentshafi, en það hefur hvað eftir annað komið fyr- „Kynnist hinum raunverulega Carter". í viðtalinu er komið víða við þar á meðal I trúmálum hans. Lýsir hann þvf yfir að hann sé ekki maður til að fordæma aðra karl- menn, því sjálfur hafi hann f hjarta sér ágirnd á konum en hann viti að guð fyrirgefi honum. Nokkrir prestar í baptistasöfnuði Carters hafa gert þessi ummæli Carters að umræðuefni og sagt að hann hefði aldrei átt að láta við- talið fara fram. ir að undanförnu. Verst er, segir Arne Treholt ráðuneytisstjóri f viðtali við Finnmark Dagblad, að jafnvel innan væntanlegra 200 mflna lögsögu verður ekki unnt að hindra Sovétrfkin í þessum æfingum, ef tilkynnt er um þær ERLENT Eldflaugar á fiskimiðum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.