Morgunblaðið - 22.10.1976, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1976
25
Fundinn snæsvepp-
ur, sem veldur kali
EINAR I. Siggeirsson grasa-
fræðingur vann á sl. vetri að
rannsóknum á svonefndum
snæsveppi, sem er einn þeirra
sveppa sem talið er að e.t.v. gæti
verið ein orsök kalskemmda. Tók
hann sýni og einangraði
snæsveppinn úr sýnunum og mun
það vera I fyrsta skipti sem það er
gert. Skýrsla um þessar rannsókn-
ir er komin út á vegum
Rannsóknarstofnunarinnar á
Neðra-Ási I Hveragerði.
í inngangi segir Einar m.a. til
skýringar, að Magnús Óskarsson
hafi skilgreint og flokkað kal-
skemmdir i frostkal, svellkal,
þurrakal og rotkal. Skemmdir,
sem fram komi f grasrótum og
tilheyra fyrstu 3 flokkunum, stafi
af samverkandi áhrifum veður-
fars, jarðvegs, halla lands,
áburðar, sláttutima, beitar og af
umferð vinnuvéla. Rotkal stafar
af smásæjum snfkjusveppum, rot-
sveppum og bakterfum, sem lifa
annaðhvort á rótum grasa eða
rótarhálsinum. Þar fari fram
lengdarvöxtur stöngulsins og oft
valdi rotsveppir rotnun f vaxtar-
veg hans.
Hann telur upp ýmsar tegundir
smásærra rotsveppa, sem valda
slíkum skemmdum, og þar á
meðal snæsveppinn, sem veldur
oft á tfðum miklu rotkali f
nágrannalöndum. En hann hefur
einnig verið nefndur á íslenzku
— Hvernig á að
fjárfesta?
Framhald af bls. 31
festar að dreifa áhættu sinni með
því að fjárfesta frekar í fleiri
bréfum (útgefin af jafnmörgum
skuldurum) en færri, og hafa þá
upphæðirnar á hverju bréfi
minni sem því nemur.
Lengd bréfanna skiptir máli,
þar sem óvissan samfara löngum
bréfum er meiri en stuttra. Einn-
ig er fé fjárfestisins lengur fast i
löngum veðskuldabréfum. Mark-
aðurinn krefst því að jafnaði
hærri raunvaxta fyrir löng bréf
en stutt.
Nafnvextir veðskuldabréfanna
eiga ekki að skipta máli, þar sem
mismunandi afföll geta gert raun-
vextina sambærilega.
Hversu stóran sess veðskulda-
bréf skipa meðal eigna fjárfestis-
ins er háð eins og fyrr greinir,
afstöðu hans til áhættu og til hve
langs tfma hann getur fest fé sitt.
Hlutabréf:
Sem stendur er í flestum tilvik-
um ekki fýsilegt að festa peninga
sfna í hlutabréfum, nema til komi
einhver von um annan ávinning
en fjárhagslegan.
6. Aðrar fjárfestingar en
verðbréf
Til greina kemur að fjárfesta í
öðrum hlutum en verðbréfum.
t.d. málverkum, frímerkjum,
mynt eða öðrum safngripum, sem
eiga eftir að hækka í verði. Fjár-
festar ættu hins vegar að hafa í
huga, að það krefst meiri hæfni,
þolinmæði og sérþekkingar að
fjárfesta skynsamlega í þessum
hlutum.
Samantekt:
Það er engin hraðvirk, viss og
örugg leið til auðæfa. I flestum
tilvikum fylgir talsverð áhætta
mikilli mögulegri arðsemi, ásamt
því að fé þarf að vera bundið í
mörg ár. Fjárfestar, sem ekki eru
fúsir til að taka á sig þá áhættu og
fjárbindingu, sem til þarf, verða
að sætta sig við minni arðsemi,
þar sem ábatinn af fjárfestingum
þeirra er seinni að skila sér.
Samkvæmt þvi, sem sagt hefur
verið, er æskilegt, að fjárfestar
velji saman hinar ýmsu fjárfest-
ingar. Hve mikið af hverri er háð
afstöðu hvers og eins til áhættu
og fjölda ára, sem hann getur
bundið fé sitt.
snjósveppur, snæmygla og kal-
mygla. Nefnir Einar dæmi um
rannsóknir á kalsveppum hér á
landi og dregur af þeim þá álykt-
un, að snæsveppur hafi ekki verið
einangraður úr -íslenzkum jarð-
vegi eða dauðum grasrótum, né
tilraunir gerðar, sem leiði í ljós,
að hvað miklu leyti snæsveppur
eða aðrir smásæir kalsveppir
(sníkjusveppir) eiga þátt í kal-
skemmdum einir sér eða í sam-
verkandi keðju verðurfars jarð-
vegs, áburðar og grasategunda.
Þá segir frá rannsókn Einars I.
Sigurðssonar, en 91 sýni var tekið
i marz og aprfl 1975 á 26 jörðum á
Kjalarnesi, Mosfellssveit, Reykja-
vík, Seltjarparneshreppi hinum
forna og Garðabæ, 1 flestum til-
fellum við brún snjóskafla, en að
öðru jöfnu þar sem sýnilegt var
að grasrót væri skemmd. Við ræt-
un á tveimur sýnum frá Stardal
fannst snæsveppur í dauðum
plöntuleifum 2. apríl 1975 og
þegar kom lengra fram á vorið og
sumarið, kom fram mikið kal i
túninu. Þar sem snæsveppurinn
fannst var grassvörðurinn
upptro naður, dökkbrúnn, jafn-
vel dökkgrár og svartur.
— Miki
Frainhald af bls. 21
saman flokksþing 31. þessa
mánaðar.
Frjálslyndir demókratar
skipa 390 af 743 sætum beggja
deilda þingsins, og í dag komu
245 þingmenn flokksins saman
til að ræða embætti forsætis-
ráðherra. Samþykktu þeir að
skora á flokksforustuna að
víkja Miki úr embættinu á
flokksþinginu.
— Sjálfsbjörg
Framhald af bls. 5
þykktir. Formaður Sjálfsbjarg-
ar er nú Theodor A. Jónsson,
varaformaður Sigursveinn D.
Kristinsson, ritari er Ólöf
Ríkharðsdóttir, gjaldkeri
Eiríkur Einarsson, en fram-
kvæmdastjórn er Trausti Sigur-
laugsson.
Þingið var haldið í Sjálfs-
bjargarhúsinu, Hátúni 12,
Reykjavík, og er þetta i fyrsta
sinn, sem þing samtakanna er
haldið i húsakynnum landssam-
bandsins.
— Ræða Ingólfs
Framhald af bls. 20
Mikilsverður iðnaður hefur
byggst á því að vinna úr þeim á
undanförnum áratugum. En nú
eru þessi jarðefni viða til þurrðar
gengin. Þess vegna er líklegt að
erlendir markaðir geti opnast
fyrir íslenskar iðnaðarvörur úr
innlendum jarðefnum í þeim
löndum, sem ekki hafa lengur
hráefni fyrir framleiðslu. 1
landinu eru stofnanir og sér-
fræðingar, sem i meginatriðum
geta rannsakað það, sem tillagan
gerir ráð fyrir. Er ætlast til, að
hæstvirt ríkisstjórnin notfæri sér
þá þekkingu, sem íslenskir
vísindamenn hafa nú þegar og
gætu aflað sér erlendis I þessum
greinum.
— Kvenfólkið...
Framhald af bls. 29
geta selt skóna en það hefur
ekki gengið alltof vel þrátt fyr-
ir að við höfum reynt að leggja
okkur fram um að hafa um
50—60 ný sýnishorn á ári
hverju.
Eru að hefja fram-
leíðslu vinsælla tréklossa
Þegar við inntum Richard
eftir því hverjar nýjungar
væru helst á döfinni hjá Ið-
unni, sagði hann okkur það
vera tréklossa sem væru geysi-
vinsælir meðal almennings. Að
vísu sagði Richard Iðunni hafa
framleitt tréklossa áður, en þá
eingöngu fyrir verkstæði o.þ.h.,
en ekki til almennra nota. Nú
væri hins vegar um það að ræða
að athyglin beindist að hinum
almenna markaði.
— Við erum búnir að vera
með sýnishorn á ferðinni, og nú
þegar höfum við fengið talsvert
af pöntunum. Við höfum í
þessu sambandi tryggt okkur
botna frá Danmörku, þá vinsæl-
ustu þar í landi, en sfðan mun-
um við sjá um leðursniðingu
sjálfir og ganga frá tréklossun-
um sjálfir.
— Já við flytjum trébotninn
inn, þvi þannig verður skórinn
ódýrari. Við flytjum reyndar
allt okkar hráefni inn erlendis
frá. Það kemur frá mörgum
löndum, svona alveg eftir því
hvaðan hagkvæmast er að fá
hlutina hverju sinni. Mestallt
kemur þó frá Bretlandi af leðri
f yfirleður. Sóla fáum við mikið
frá V-Þýzkalandi. Þegar hins
vegar er um að ræða sóla úr
hrágúmmi þá fáum við efni í þá
frá löndum i Austur-Indfum, en
höggvum sfðan sólann til sjálf-
ir.
— Garðbæingar
Framhald af bls. 3
um að fyrirhuguð hraðbraut um
Kópavog yrði tengd Reykjanesbraut-
inni með lagningu brautar frá Kópa-
vogslæk og í átt að Reykjanesbraut-
inni þar sem hún liggur við Arnar-
neslæk Margir urðu til að leggja
þessum hugmyndum lið
Töluverð gagnrýni kom fram á
arkitekta þá sem dregið hafa skipu-
lagsuppdrætti að möguleikum á
braut um Garðabæ Þótti mönnum
mál þessara aðila skorta nokkuð af
þeirri víðfeðmu vitneskju sem þeim
mönnum er nauðsynlegt að hafa
sem kalla sig skipulagsfræðinga
Það var annars athyglisvert hvað
ibúar Garðabæjar voru vel undir það
búnir að halda uppi mótrökum við
hugsanlegum framkvæmdum og
framkvæmdartillögum Þannig með-
höndluðu flestir þeir sem til máls
tóku, málið frá miklu víðara sjónar-
miði en skipulagsfræðingar, bæði
hvað við kemur hugsanlegri þróun
byggðar á landssvæði Garðabæjar
og Hafnarfjarðar svo og á Álftanesi,
og einnig frá sjónarmiði umhverfis-
verndunar í lokin var samþykkt
ályktun og er hún svohljóðandi:
1 Fundurinn lýsir eindregnum
stuðningi við þá stefnu bæjar-
stjórnar að hraða beri sem mest
lagningu Reykjanesbrautar úr Breið-
holti vestan Vífilsstaðavegar að
Kaplakrika við Hafnarfjörð
2. Fundurinn telur útilokað að
endurbæta Hafnarfjarðarveg suður í
Engidal sem hraðbraut í núverandi
legu vegarins.
3 Vegna væntanlegrar byggingar
á Álftanesi verði við yfirstandandi
endurskoðun á aðalskipulagi bæjar-
ins tekið frá land fyrir hugsanlega
hraðbraut vestan núverandi Hafnar-
fjarðarvegar með tengingu við Álfta-
nesveg.
Úlpurnar eftirspurðu
nýkomnar
Terelynebuxur margar gerðir verð frá 2370.
Regnúlpur barna, unglinga og kvenstærðir kr.
2050.
Skyrtur — Peysur — Nærföt — Sokkar lágt
verð. Opið föstudaga til kl. 7, laugardaga til kl.
12.
Andrés, Skólavörðustíg 22A
Leirkerasmiðir—
handavinnukennarar
Nýkomið mikið úrval af verkfærum (Pottery).
glerungum, penslum, ofl.
Keramikhúsið h.f.
Sími 51301, Reykjavíkurvegi 68, Hafn.
arnar væntanlegar aftur eftir
nokkra daga Sérlega hagstætt
verð Siðasta sending á þessu
ári.
Eigum fyrirliggjandi rafsuðuraf-
ala, 215 ampér með 230 volta
úrtaki
Iðnaðarvörur
Kleppsveg 1 50, Reykjavík
Pósthólf 4040, sími 86375
Morgunblaðið
óskar eftir
biaðburðarfóiki
Vesturbær
Nýlendugata
Austurbær
Miðtún
Úthverfi
Blesugróf
Akrasel
Uppiýsingar í síma 35408
ptaoQpuitWbiMtoi