Morgunblaðið - 22.10.1976, Side 44
Al'CiLVSINííA-
SIMINM KH:
22480
FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1796
Lits j ón varpssmyglið:
3 menn teknir
í gaer og tvö
tæki fundust
ÞRlR menn voru teknir til vióbót-
ar f gær f tengslum við rannsókn
þá sem nú fer fram á smygli á
iitsjónvarpstækjum til landsins,
og auk þess komu tvö tæki f
leitirnar.
Mikið kapp er nú lagt á rann-
sókn þessa máls bæði af hálfu
sakadóms Reykjavfkur og rann-
sóknarlögrej lunnar f Hafnarfirði
og unnið fram á nótt dag hvern.
Þórir Oddsson, sakadómsfulltrúi,
annast þessa rannsókn ásamt
tveimur rannsóknarlögreglu
mönnum úr Reykjavfk, þeim
Magnúsi Magnússyni og Hannesi
Thorarensen, og Sveini Björns-
syni, rannsóknarlögreglumanni f
Hafnarfirði.
I gær voru handteknir tveir
menn i Reykjavík vegna þessa
máls og í Hafnarfirði var einn
maður úrskurðaður í allt að 20
daga gæzluvarðhald af sömu
ástæðu. Þá höfðu rannsóknarlög-
reglumenn upp á tveimur smygl-
uðum litsjónvarpstækjum til við-
Kramhald á bls. 24
Hrauneyjarfossvirkjun:
Taka þarf ákvörð-
un um útboð strax
3 seldu
fyrir8,8
mfflj.kr.
ÞRJO sfldveiðiskip seldu síld f
Hirtshals í Danmörku í gær fyrir
um 8.8 milljónir króna. Skfrnir
AK seldi 62 lestir fyrir 5.2 millj.
kr., meðalverð pr. kg. 84 kr. Óskar
Halldórsson AK seldi 29 lestir
fyrir 2.4 millj. kr., meðalverð kr.
83 og Dagfari ÞH seldi 14 lestir
fyrir 1.2 millj. kr., meðalverð kr.
85.
*
Fékk 136 kr. fyr-
ir kílóið af neta-
'fiski í Cuxhaven
VÉLBATURINN Jón Þórðarson
frá Patreksfirði seldi 60 lestir af
. netafiski í Cuxhaven f V-
Þýzkalandi í gær. Fyrir aflann
fékk báturinn 8.1 millj. kr. og var
meðalverð pr. kíló kr. 136, sem er
i það hæsta sem fengist hefur í
Þýzkalandi í haust.
Haust — og brosmild hnáta
gælir við fölnað lauf.
Ljósm. Friðþjófur
SAMKVÆMT upplýsing-
um Jóhannesar Nordal,
formanns stjórnar Lands-
virkjunar, er Hrauneyjar-
fossvirkjun nú þegar til-
búin til útboðs, en ákvörð-
500 þúsund
kr. afrakstur
eins manns
eftir tíu
tíma róður
Siglufirði 21. október.
Á dögunum gerðist það hér að
Sverrir Björnsson fór sem
oftar í róður á bát sínum mb.
Viggó, sem er 8—9 tonn að
stærð. Hann lagði linuna hér
frammi í firðinum og eftir 10
tíma var hann kominn með 4
og '/i tonn af vænum þorski. Er
þetta einhver mesti afli sem
um getur að einn maður hafi
fengið í róðri hér um slóðir.
Sverrir hefur þann háttinn á
að hann saltar fiskinn sjálfur
og lætur nærri að heildarverð-
mæti þessa afla sé um og yfir
500 þúsund krónur.
un um að auglýsa eftir til-
boðum hefur enn ekki ver-
ið tekin. Er það ráðuneytið,
sem slíka ákvörðun á að
taka. Jóhannes sagði að
fyrir lægi beiðni um
virkjunarleyfi.
Jóhannes Nordal sagði að það
færi nú að verða mjög brýnt að
taka ákvörðun um útboð fram-
kvæmda við virkjunina, ef hún
ætti að verða tilbúin á þeim tíma,
sem talið væri nauðsynlegt — 1
siðasta lagi 1981. Gert er ráð fyrir
að virkjunin verði i upphafi 140
megawött, tvær 70 megawatta túr-
bínur, en síðan er unnt að stækka
hana í 210 megawött. Yrði Hraun-
eyjarfossvirkjun því önnur
stærsta virkjun iandsins, næst á
eftir Búrfellsvirkjun, sem er um
240 megawött.
Engir jarðskjálft-
ar - en landið rís
SÁRALITIL jarðskjálftavirkni er
á Kröflusvæðinu um þessar
mundir og hefur verið svo undan-
farið. Hins vegar er nú land tekið
að risa að nýju og hefur risið
undanfarnar tvær vikur með svip-
uðum hraða og var áður meðan
jarðskjálftatíðni fór vaxandi.
íslenzki fanginn á Spáni:
Hlaut 1,9 millj. í sekt
eða 4ra ára fangelsi
Dómur á eftir
um alvarlegri
að ganga í hin-
lið ákærunnar
SPÆNSKUR dómstóll hef-
ur fyrir nokkru fellt dóm f
öðrum af tveimur ákæru-
liðum gegn Matthíasi
Einarssyni, sem handtek-
inn var þar í sumar er
hann reyndi að smygla
fíkniefnum inn í landið frá
Marokkó og hefur setið í
fangelsi þar síðan.
Dómur er genginn í þeim
lið ákærunnar er varðar
sjálfa smygltilraunina og
Reykjavík:
Aukin atvinnutækifæri nær
öll í viðskiptum og þjónustu
GÖGN, sem birt eru I nýútkom-
inni Arbók Reykjavfkur 1976, um
vinnuafIsnotkun f helztu atvinnu-
greinum, sem stundaðar eru f
landinu. leiða f Ijós, að nær öll
aukning atvinnutækifæra f
Reykjavfk á sfðasta áratug átti
sér stað f þjónustu- og viðskipta-
greinum. Vinnuaflsnotkun f öðr-
um greinum dróst ýmist saman
eða stóð að mestu leyti f stað.
I heild jókst vinnuaflsnotkun í
Reykjavík um 6.600 mannár á
tímabilinu 1965—74 og gert er
ráð fyrir áþekkri aukningu á ára-
tugunum 1975—1984, segir borg-
arhagfræðingur i inngangi að
tölulegum upplýsingum um at-
vinnugreinar og tekjur, En hann
tekur fram, að það verði af ýms-
um sökum hæpnara með ári
hverju að leggja fjölda mannára
að jöfnu við fjölda starfandi fólks
f hverri atvinnugrein. Upplýsing-
ar um fjölda mannára gefi að vfsu
til kynna, hve mikilli vinnu er
skilað á tilteknu ári, en af þeim
verði hvorki ráðið, hvernig vinnu-
aflsnotkun dreifist á einstakar
árstíðir, né hve margir séu við
störf á hverjum tíma.
Atvinnuskiptingin í Reykjavík í
fjölda mannára er 1974 þannig:
landbúnaður 68, sjávarútvegur
1.352, vörugreinar iðnaðar sam-
tals 5.405, viðgerðargreinar sam-
tals 2667, byggingarstarfsemi
samtals 4.915, rekstur veitustofn-
ana 444, viðskipti samtals 9.726,
samgöngur samtals 5.347 og þjón-
usta samtals 12.663.
var Matthías dæmdur í
681.820 peseta sekt (Um
1.9 milljónir ísl. króna) ell-
egar komi 4 ára fangelsi í
þess stað. Hinn liður ákær-
unnar varðar tilræði við
heilbrigði manna, og er það
atriði talið öllu alvarlegra
athæfi en sjálft smyglið
samkvæmt spænsku réttar-
fari. Er búist við að dómur
gangi í þessum lið ákær-
unnar einhvern tíma fyrir
lok þessa mánaðar.
Útflutningsverð-
mæti saltsíldar-
innar yfir 2000
milljónir króna?
CJTFLUTNINGSVERÐMÆTI
þeirrar saltsfldar, sem verkuð
hefur verið til þessa í haust, mun
nú nema á milli 1100 og 1200
milljónum króna, að þv( er Gunn-
ar Flóvenz, framkvæmdastjóri
Sfldarútvegsnefndar, tjáði Morg-
unblaðinu f gær.
Heildarsöltunin er nú f kring-
um 60 þúsund tunnur, en á sama
tfma f fyrra var ekki búið að salta
f 30 þúsund tunnur, þannig að nú
er heildarsöltunin meira en
helmingi meiri en þá. Ekki er
ólfklegt að heildarútflutnings-
verðmæti saltsfldarinnar á allrf
vertfðinni geti orðið yfir 2000
milljónir króna að sögn Gunnars.
Á s.l. ári var heildarstöltunin 94
þúsund tunnur.
Eins og kunnugt er er leyfilegt
að veiða 10 þúsund lestir af síld I
hringnót, en veiðar í reknet eru
ekki takmarkaðar — Gert er ráð
fyrir að reknetaaflinn geti orðið
5000 tonn.
Venjulega tekur það um 2 mán-
uði að verka síldina og mun elzta
reknetasfldin brátt verða full-
verkuð og er Síldarútvegsnefnd
nú að undirbúa afskipanir á
fyrstu saltsíldarförmunum.