Morgunblaðið - 24.10.1976, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. OKTÖBER 1976
Dr. Magnús Már Lárusson:
Sk jalaleit í V atikaninu
BLAÐINU hefur borizt eftirfar-
andi frá dr. Magnúsi Má Lárus-
syni f tilefni fréttar f Morgun-
blaðinu:
Vegna erindis Þórarins Þór-
arinssonar, fyrrum skólastjóra,
um skjalasafn Vatíkansins hinn
19. þessa mánaðar óska ég eftir að
taka fram, að sfra Frank J. Bulli-
vant, O.M.I., kom til mín í skrif-
stofu rektors Háskóla íslands kl.
10:30 hinn 6. júní 1972. Hann
hafði þá verið aukakennari i
ensku við heimspekideild um
veturinn. Erindi hans var að
spyrja mig, hvort hann gæti
endurlaunað mér greiða frá því á
árunum 1953—4. Hannn væri á
förum til Rómar. Ég sagðist vera
honum þakklátur, ef hann fyndi
texta bréfs Páls páfa III. til Jóns
biskups Arasonar, 9. marz 1549 í
bréfabókum páfa, og stóð ekki á
því eftir minni tilsögn, þar sem
allar kópíubækurnar eru til. Það
fannst í fyrstu atrennu þrátt fyrir
þaó, sem segir i bók Guðbrands
Jónssonar: Jón Arason, Rvík
1950, bls. 215 o.áfr., en þar segir,
að leit hafi verið gerð að þvi þrf-
vegis án árangurs. Að sjálfsögðu
þótti mér vænt um þessa komu
síra Franks, þar sem ekki var vfst,
að ég héldi sjón, en vildi vita,
hvort ég í framtíðinni gæti orðið
að liði í fræðunum. Nú er ég ein-
eygður og þó truflaður á sjón.
Með hjálp og meðmælum
menntamálaráðherra og sterkum
meðmælum dr. Frehens biskups í
Reykjavík tókst mér að komast til
Rómar f nóvember 1974 til að
huga nánar að skilyrðum og horf-
um f skjalaleit. Varð það til þess,
að munnlegt samkomuleg varð á
milli Antonio kardinála Samoré
og mfn á þá lund, að ég hefði
fullan og óskoraðan aðgang að
Archivio Segreto Vaticano,
leyndarskjalasafni páfa og myndi
njóta þar allrar aðstoðar og fyrir-
greiðslu án takmarkana, m.a. ljós-
myndunar, hvenær, sem ég kæmi
þangað aftur, eða beiddist þess
skriflega. Var það staðfest með
bréfi 1975. Auk þess varð hin allt
of stutta ferð til þess, að ég gat
gengið frá útgáfutexta bréfs páfa,
sem birtist í Arbók Landsbóka-
safns 1973, en kardinálanum var
starsýnt á, hversu mjög var lagt
upp úr textaútgáfu þessari f Ar-
bókinni.
Það er von mfn, að ríkisstjórnin
verði við ósk minni um að setjast
að í Rómarborg um tfma vegna
handrita og bréfa Vatikansins
o.fl., svo sem farið hefur verið
fram_á.
Ljósm : Sv. P.
A degi iðnaðarins, á föstudaginn, í Akureyri, voru tveir akureyrsk-
ir iðnaðarmenn heiðraðir. Sigurður Kristinsson forseti Landssam-
bands iðnaðarmanna afhenti þeim Pál Friðfinnssyni bygginga-
meistara til vinstri á myndinni, og Kristjáni Nóa Kristjánssyni
skipasmið, borðfána Landssambandsins. Þeir Páll og Kristján hafa
unnið mikið og heilladrjúgt starf I þágu iðnaðarmála á Akureyri.
EINS og frá var skýrt f blaðinu í gær eru allar horfur á að Sútunar-
verksmiðjan Loðskinn h.f. á Sauðárkróki verði að draga mjög úr
framleiðslu sinni á næsta ári vegna skorts á hráefni. Jón Asbergsson,
framkvæmdastjóri Loðskinns, sagði í gær að allt útlit væri fyrir að
verksmiðjan yrði að hætta starfrækslu sinni f desember n.k. ef hún
fengi ekki meira hráefni en nú stæði til boða. Sagði Jón það ætlun
I.oðskinns að reyna fyrir sér hjá sláturleyfishöfum og bjóða þeim
hærra verð fyrir gærurnar og kanna þannig hvort unnt væri að fá
meira hráefni fyrir verksmiðjuna
Agnar Tryggvason, fram-
kvæmdastjóri Búvörudeildar SÍS,
sagói í samtali við blaðið í gær, að
það væri rétt að Iðnaðardeild SlS
hefði óskað eftir því að auka kaup
sín á hrágærum og Búvörudeildin
gæti af þeim ástæðum ekki ráð-
stafað til Loðskinns h.f. nema
hluta af þeim gærum, sem fyrir-
tækið hefði óskað eftir að fá
keypt. — Búvörudeildin getur
erfiðlega neitað Iðnaðardeildinni
um þær gærur sem þeir óska eftir
og geta borgað verðlagsgrundvall-
arverð fýrir. Að mínum dómi er
það eðlilegt að þar sem kaupfélög-
in sjá okkur fyrir hráefni þá fari
það hráefni til vinnslu hjá fyrir-
tækjum Sambandsins, sagði
Agnar.
Hjörtur Eiríksson, fram-
kvæmdastjóri Iðnaðardeildar
SÍS, sagði að þegar Sútunarverk-
smiðja Sambandsins hefði verið
endurbyggð á Akureyri hefði ver-
ið gert ráð fyrir því að verksmiðj-
an ynni úr milli 500 og 600 þús-
und skinnum árlega. Um ástæðu
þess að Iðnaðardeildin ætlar nú
að auka kaup sín á hrágærum úr
350 þúsund gærum f 550 þúsund,
sagði Hjörtur, að Iðnaðardeildin
ætlaði bæði að auka framleiðslu
sína á fullunnum gærum f fatnaö
og auka sölu sína á forsútuðum og
klipptum gærum til erlendra að-
ila. — Það hefur verið stefna Iðn-
aðardeildarinnar að fullvinna
sem mest af gærum hér heima en
við höfum selt saltaðar gærur til
Póllands siðustu 30 ár. Pólverj-
Arangur af gróðursetningu er
vfða farinn að setja svip á landið.
arnir notuðu þessar gærur í fatn-
að, sem þeir sendu á Evrópumark-
að eða þann sama markað og við
vorum að reyna að komast inn á.
Þeir greiða gott verð fyrir gær-
urnar en hafa nú ákveðið að flytja
sig yfir á Bandaríkjamarkað með
sína vöru, sagði Hjörtur.
Hjörtur tók fram að Pólverjar
hefðu gert það að skilyrði að fá
150 þúsund saltaðar gærur en
hefðu aðeins fengið 100 þúsund.
Iðnaðardeildin ætlar að selja
Pólverjum 150 þúsund þvegin og
klippt skinn og Loðskinn hefur
einnig undirritað samninga um
sölu á 200 þúsund sams konar
skinnum til Póllands. — Það
skiptir miklu fyrir okkur að geta
fullnýtt verksmiðjuna á Akureyri
og þegar ákveðið var að byggja
hana upp með þessum hætti var
gengið út frá því að Búvöru-
deíldin skyldi sjá verksmiðjunni
fyrir því hráefni, sem hún þyrfti
og Búvörudeildin hefði umráð
yfir. Það er ekki tilgangur okkar
að kippa fótum undan einu eða
neinu fyrirtæki, sagði Hjörtur að
lokum.
Jón Ásbergsson, framkvæmda-
stjóri Loðskinns h.f. sagði að i
fyrra hefði verksmiðjan unnið úr
alls 272.000 gærum og hefði fyrir-
Framhald á bls. 47.
Skógræktarfélag
Reykjavlkur 30 ára
1 dag, sunnudag, á Skógræktar-
félag Reykjavfkur 30 ára afmæli.
Miðstöð Skógræktarfélagsins er
„Myndir úr
mannlífinu og ríf-
andi stemmning”
Sýningu Einars Hákonarsonar
ad ljúka á Kjarvalsstöðum
„Myndirnar eru úr mannllf-
inu, af fólki við alls konar iðju,
við störf til lands og sjávar og
að sjálfsögðu við leik, sem sagt
þvf sem viðkemur mannlffinu,"
sagði Einar Hákonarson list-
málari í rabbi um sýningu
hans.
Það eru 88 myndir á sýning-
unni, en hún er opin fram á
I Fossvogi og þar eru aldar upp
trjá- og runnaplöntur I hundruða
þúsunda tali árlega. Athafna-
svæði félagsins eru mörg, en
þeirra vlðáttumest er Heiðmörk.
Þar hafa hin sfðustu ár verið
gróðursettar um 100 þúsund trjá-
plöntur árlega og er það starf að
mestu unnið af unglingum f
Vinnuskóla Reykjavfkurborgar.
önnur athafnasvæði félagsins eru
öskjuhlfð og Rauðavatnsstöð.
Félagar f Skógræktarfélaginu
eru nú um 1300, en stjórn félags-
ins skipa: Björn Ófeigsson, Guð-
mundur Marteinsson, Jón Birgir
Jónsson, Lárus Blöndal Guð-
mundsson og Sveinbjörn Jónsson.
Framkvæmdastjóri er Vilhjálm-
ur Sigtryggsson.
Eldfærin á
Kjarvalsstöðum
Brúðuleikhúsið sýnir hið vinsæla
leikrit Eldfærin í dag, sunnudag,
á Kjarvalsstöðum kl. 15 og 17.
geX Starfsstúlkur
hreppsins komn-
ar í setuverkfall
Hveragerði — 22. október
SKRIFSTOFUSTUKUR hjá
Hveragerðishreppi eru nú f setu-
verkfalli, þannig að þær taka nú
ekki við neinum greiðslum frá
þorpsbúum sem komið hafa á
skrifstofuna f þeim erinda-
gjörðum né svara f sfma.
Stúlkurnar tjáðu fréttaritara
Mbl. að hinn 23. september í fyrra
hefði félag opinberra starfs-
manna ritað hreppsnefnd Hvera-
gerðis bréf, þar sem farið hefði
verið fram á viðræður um röðun i
launaflokka. Þvf bréfi hefði þá
ekki verið svarað en síðan hefði
verið ritað annað bréf nú I
september — ári seinna — þar
sem komið hefði fram krafa um
niðurröðun f flokka til samræmis
við önnur sveitarfélög í kring.
Það bréf var lagt fyrir hrepps-
nefnd hinn 28. september sl. og á
þeim fundi hreppsnefndar hefði
verið kosin samninganefnd til við-
ræðna við félag opinberra starfs-
manna. A viðræðufundi í kjölfar
þessa hefði hreppsnefndin ekki
sett fram neitt tilboð en hins
vegar heitið því að tilboð skyldi
liggja fyrir hinn 9. október sl.
Ekkert slíkt tilboð hefði hins
vegar enn komið fram, og þess
vegna kváðust stúlkurnar nú sitja
á skrifstofunni og hafast ekkert
að.
Sjómannasambandsþingið:
Formannskjör í dag
FORMANNS- og stjórnarkjör til
Sjómannasambands Islands fer
væntanlega fram f dag, en stefnt
er að þvf að þingi sambandsins,
sem stendur yfir f Lindarbæ,
ljúki f dag.
Uppstillinganefnd hóf störf sfð-
degis f gær. Vitað er að Jón Sig-
urðsson, sem gegnt hefur for-
mannsstörfum í sambandinu um
árabil, hefur hug á að draga sig I
hlé. Ljóst er að Óskar Vigfússon,
formaður Sjómannafélags Hafn-
arfjarðar, nýtur fylgis margra
sem eftirmaður Jóns Sigurðsson-
ar en einnig hefur verið rætt um
Karl Steinar Guðnason úr Kefla-
vík og Pétur Sigurðsson frá
Reykjavík í þessu sambandi. Þá
er einnig hugsanlegt, að þingið
muni skora á Jón Sigurðsson að
gegna formennsku áfram.
I gær voru nefndarstörf árdegis
en eftir hádegi var venjulegum
þingstörfum haldið áfram og kom
þá á þingið fulltrúi frá frska sjó-
mannasambandinu, sem sérstak-
lega var til þess boðið.
Lodskinn hf. ætlar
að bjóða hærra verð
fyrir gærurnar
Ljósmynd Mbl. Friðþjófur.
Sérstæð altaristöflumynd er á sýningu
Einars. „Já. það er gott að þið takið mynd
af altaristöflunni, fer vel á þvf að trekkja
upp á trúna þvf við erum svo trúaðir og
það fvlgir mikil blessun þessari mvnd.“
Einar Hákonarson.
mánudagskvöld milli kl. 2 og
10.
Einar sagðist hafa málað
þessar myndir á síðustu 5 árum,
en hann kvaðst vonast til að sjá
fleira fólk á sýningunni um
helgina. „Aðsóknin hefur verið
sæmileg," sagði hann, „en það
er nóg pláss fyrir fleiri gesti,
nóg af myndum og rífandi
stemmning úr ýmsum áttum,
enda jafnvel smá landslags-
rómantík hér og þar. Nú eru
haustlitirnir í landinu, gott fyr-
ir fólk að teygja úr sér og upp-
lagt að líta við á Kjarvalsstöð-
um um helgina þar sem Magnús
Á. Árnason er einnig með sýn-
ingu.“