Morgunblaðið - 24.10.1976, Page 22

Morgunblaðið - 24.10.1976, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1976 VER' >LD LANDKONNUÐIRI HEILBRIGÐISMALH Mögnuð mixtúra PACITRON Optimax heitir lyf og er ætlaö þunglyndum; á að gera þá glaða í bragði. Aðalefnið i lyf- inu heitir tryptophan og hefur það að sögn framleiðenda verið notað við þunglyndi allt frá því 1963. Ekki alls fyrir löngu gáfu læknar í göngudeild geðsjúkra- húss í Liverpool lyfið nokkrum karlsjúklingum, sem leizt illa á veröldina. Það brást ekki; þung- lyndið hvarf eins og dögg fyrir sólu. En lyfið reyndist hafa óvænt aukaáhrif. Eftir þvi, sem þung- lyndið minnkaði jókst körlunum kvensemi og brátt var svo komið að hjúkrunarkonur og kven- sjúklingar áttu i vök að verjast. Hjúkrunarliðið tók fljótlega eftir þvi að eitthvað hafði farið úrskeiðis. Einn læknirinn komst svo að orði um fyrstu einkennin í bréfi tíl brezka læknaritsins, að karlarnir hefðu orðið „fullalúð- legir“ við kvensjúklinga. Varð þeim svo æ tíðræddara um konur og kynlíf og brátt létu þeir ekki lengur sitja við orðin ein en gerðust fjölþreifnir. 71 árs gömlum sjúklingi höfðu verið gefnar tvær töflur af Pacitron þrisvar á dag en sex töflur á kvöldin. Hresstist hann mjög af töflunum og það svo að einn daginn brá hann sér út á götu sveif þar á grandalausa konu og vildi stofna til náinna kynna. Brugðu menn við skjótt og tóku öldunginn úr umferð. Læknarnir tóku það ráð að Susi og Chuma stíga fram 1 sviósljósið minnka Iyfjagjöfina um helming. Hafa velsæmisreglur sjúkra- hússins ekki verið brotnar upp frá því. guðsdVrkuni GVÐINGAR í Sovétríkjunum telja rúma tvær og hálfa milljón Þeir hafa löngum átt erfitt uppdráttar Var farið að þjarma að þeim strax eftir októberbylt- inguna 1917, og 1948 tók Stalín af þeim siðustu ráðin í menningar- og trúarefnum Nú virðist vera að rofa til fyrir Gyð- ingum. Mega þeir aftur sækja guðs- þjónustur óáreittir og einnig eru yfir völdin búin að leyfa hebreskukennslu, sem lengi var bönnuð Fyrir mánuði héldu sovézkir Gyðmgar nýárshátíð sína Komu fleiri til hátiðahaldanna en nokkurn tima áður Þótti það tiðindum sæta í Moskvu, Leningrad og Kiev, að lögreglan lét Gyðinga afskiptalausa, er þeir komu til guðsþjónustu. Eru þeir öðru vanir Lögreglan hefur alltaf haft horn i siðu þeirra Hefur hún oft leikið það að efna til uppnáms utan við I heila öld hefur nemendum um heim allan verið kennt það að hinn frægi landkönnuður, David Livingstone, hafi fundið Viktorfu- fossana. Þegar Afríkumenn urðu sjálfs sfn húsbændur breyttu þeir þessu f kennslubókunum; kváðu Livingstone alls ekki hafa fundið fossana hann hefði bara komið að þeim fyrstur Evrópumanna. Nú eru þeir f Tanzaníu búnir að bæta um betur. Livingstone er frægur maður f sögum og hefur lengi verið. Aftur á móti hafa færri heyrt getið um tvo félaga hans Afríkumenn, Susi og Chuma að nafni. En þessir menn voru með Livingstone, þegar hann lézt við Bangweulu- vatn í Norðvestur-Zambíu hinn 1. maí árið 1873. Tanzaníustjórn hyggst nú auka orðstír þeirra svo sem maklegt sé og hefur efnt til mikilla rannsókna til þess að komast að hlutdeild þeirra félaga f „fundi“ Afríku. Um haustið 1872 lagði I ivingstone af stað frá Tabora f Norður-Tanzaníu og ætlaði að finna upptök Nflar- fljóts. Komst hann eina 800 kílómetra í suðvesturátt. Var það nokkurn veginn þveröfug átt upp- tök Nílar eru nálgt því 650 kilómetrum fyrir norðan Tabora. Seint f apríl 1873 var Living- stone orðinn þungt haldinn af hitasótt. Varð hann svo lasburða að hann var loks borinn á börum og urðu leiðarlok i litlu þorpi; þar dó hann. Fundu förunautar hans hann látinn á hnjánum framan við rúmfletið í kofa hans. Hafði hann legið á bæn, er hann dó. Þeir Sasi og Chuma skáru Living- Rofar til hjá sovézk- um Gyð- ingum samkunduhús og haft það svo að átyllu til þess að handtaka Gyðinga í Ríga i Lettlandi er ekkert opinbert samkunduhús Gyðinga Fjölmenntu þeir því á heimili nokkurra úr söfnuðin- um til þess að fagna nýárínu Leiðtogi þeirra, Arkady Tsinober, komst svo að orði ..íbúðin okkar var troðfull af fólki Livingstone: Lfkburðurinn tók nærri ðr stone upp, tóku hjartað og iðrin og grófu þar sem hann hafði gefið upp öndina. Þeir þurrkuðu líkið svo í sólinni um hálfsmánaðar- tfma sveipuðu það sfðan bómullardúk en trjáberki og segl- dúk þar næst og reyrðu það við stöng svo að tveir menn máttu bera. Eftir guðsþjónustu sungum við he- breska söngva fram eftir Við höfum endurheimt vonina." Söfnuðirnir í Minsk eru hinir stærstu í Sovétrikjun- um Samkunduhúsið þar var þéttskip- að á nýárshátiðinni og var einkum til þess tekið, að mun fleira ungt fólk sótti athöfnina nú en áður. Sama er að segja frá Tbilisi í Georgiu. Þar er elzta samkunduhús i Sovétríkjunum Til skamms tima sótti það aðeins roskið fólk, en nú brá svo við, að ungt fólk fjölmennti Þá er og búið að leyfa herbresku- kennslu i Moskvu og Leningrad Leyft var að halda í Moskvu námskeið i sögu og menningu Gyðinga, á það að hefj- ast i desember í Kishninev i Moldaviu eru þegar hafin námskeið i sögu Gyð- inga Munu nemendurnir flestir ungt fólk. fáfrótt um sögu og menningu þjóðar sinnar. ROGER Vadim er frægur af því að hann hefur „fundið" fleiri upp- rennandi kvikmyndastjörnur en aðrir menn. j þeim hópi eru Annette Stroyberg, Brigitte Bardot, Catherine Deneuve og Jane Fonda til dæmis. Vadim gaf nýlega út endur- minningar sfnar og kallaði þær ,, Endurminningar skrattans". Þannig stendur á þvi sæmdarheiti, að fyrsta kvikmynd Vadims sem Brigitte Bardot lék i, hét Og guð skapaði konuna, en þegar Bretar fengu hana til sýninga bættu þeir þessu við titilinn: „en skrattinn skapaði Bardot". Var það sköpunar- verk þó sannarlega ekki i skótulfki. En myndin olli miklu hneyksb. Mun flestum veitast erfitt að skilja það nú. „Það hneykslaðí menn ekki, að Bardot kæmi nakin fram, og ekki voru nein kynmök f myndinni; það var fremur afstaða Bardot og hugsunarháttur sem olfi hneykslinu. Þarna birtist i fyrsta sinni í kvikmynd kona sem var alveg frjáls að kynlífi sínu, laus við þá sektarkennd og blygðun alla, sem jafnan var bundin kynlífi. Þessi kona var jafnfrjáls og karlmenn. Sumir tóku það óstinnt upp". segir Vadim og yppir öxlum. Það var ekki von, að hann grunaði það, er hann gerði myndina um Bardot, hvernig ástalífslýsingum i kvikmyndum yndi fram siðar. unz þærenduðu i algeru klámi. Vadim reit endurminningar sinar m.a. til þess að eyða nokkrum þrálátum þjóðsögum, bæði um einkalíf sitt og opinber afrek. Hann kveðst t.d. alls ekki hafa „uppgötvað" Brigitte Bardot. Marc nokkur Allegret eigi heiðurinn af þvi. Bardot kom fyrst fyrir almannasjónir f timaritinu Elle. Var hún tekin þar til dæmis um ungar, franskar stúlkur. Þá var hún rétt tæpra 15 ára. Hún var af góðu fólki komin og fengu þau Vadim ekki að ganga f hjónaband fyrr en hún varð 18 ára. Þá var hún þegar farin að leika i kvikmyndum, en ekki orðin kunn að ráði. Hún varð aftur á móti fræg i einu vetfangi þegar „skrattinn" gerði fyrstu VANGASVIPURI Frá vinstri: Annette Stoyberg, Brigitte Bardot, Catherine Deneuve og Jane Fonda Allar vildu meyjarn- ar eiga hann . . . myndina með henni. Áður langt leið var hún orðin mesta kyntákn sem menn höfðu séð F kvikmyndum frá þvf Marilyn Monroe kom fram f sviðsljósið. Vadim telur sér það til gildis, að hann hafi breytt lífi Bardot — enginn hafi kunnað að fara með hana annar en hann. Hvað snertir hjónaband þeirra rann það út f sandinn á skömmum tima. Kennir Vadim það hömlulausri eftirsókn Bardot eftir hamingjunni. Hann bætir þvi við að henni hafi ekki orðið neitt úr góðu uppeldi sínu nema skipulagsvit og virðing fyrir peningum. „Hún var með öðrum orðum nfzk", segir hann. En hann óskar henni góðs gengis eins og öllum eiginkonum sinum. „Verði hún heppin f ástum verður hún Roger Vadim kvikmyndajöfur: Sér helzt eftir Jane sinni ánægð að öllu leyti," segir hann. ., Nú býr hún með ungum strák; hann er miklu yngri en hún; en hann er ágætismaður. Það verður gaman að sjá Bardot um sextugt. Kannski geta menn enn lifað góðu ástalffi um sextugt, jafnvel um sjötugt. Frændi minn einn var orðinn 73 ára þegar hann hljóp frá konunni. Hann lét eftir sig bréfmiða, kvaðst verða aðfá að lifa lifinu eftir slnum geðþótta úr þessu, og hvarf sporlaust. Sex árum sfðar hafði ég uppi á karlinum i Belgfu. Hann bjó þar með konu á áttræðisaldri og þau voru hæst- ánægð. Brigitte hefur tfmann þvf e.t.v. fyrir sér." Fáir munu neita þvf að Vadim sé smekkmaður á konur. En ástin virðist endast honum illa, enda eru eiginkonurnar orðnar nokkrar. Helzt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.