Morgunblaðið - 24.10.1976, Side 25

Morgunblaðið - 24.10.1976, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1976 25 EINS OG MÉR SÝNIST eftir GÍSLA J. ÁSTÞÓRSSON ÞÓ AÐ fjármálasnitlingar þjóSarinnar hafi hver um annan þveran svo sklnandi hreinan skjöld að maður fær næstum glýju I augun (sam- anber yfirlýsingar þeirra — hver um annan þveran — I fjölmiSlum upp á slSkastið) þá hefur þeim samt tekist aS sýna okkur óverufólkinu svart á hvltu hversu óendan- lega lltiS viS kunnum fyrir okkur á fjármálasviSinu. Ég er til dæmis sannfærSur um aS þaS finnst ekki sá ein- staklingur á meSal okkar þó aS leitaS væri meS logandi Ijósi sem kann þá list aS reka fyrirtæki meS þvlliku bullandi tapi aS hann sé I fyrsta lagi skattlaus og lifi I öSru lagi I vellystingum praktuglega og hafi I þriSja lagi og þrátt fyrir þaS sem á undan er gengiS tekist aS koma ár sinni svo haglega fyrir borS aS vlxlarnir hans virSast bókstaflega rifn- ir útúr lúkunum á honum áS- ur en blekiS er orSiS þurrt á þeim. Enn eitt sem viS kunnum ekki heldur lagiS á, sauS- svartur almúginn, er aS kaupa okkur inn I fyrirtæki sem sýnist ramba á barmi gjaldþrots og moka hlutabréf- unum i þvl upp I haglega gerSa hringekju sem gengur aS parti I gagnum rassvasa okkar og koma þvinæst meS gamla góSa tapiS útúr allri ringulreiSinni — og labba okkur þá I rólegheitum upp I stjórnarráS og biSja kappana þar um nokkra tugi milljóna aS hella I hitina til þess aS hressa upp á sjúklinginn. Ekkert af okkur hversdags- fólkinu, fullyrSi ég. er nærri þvi svona klárt I fjármálum. HvaS. viS gætum ekki einu sinni gert út afdankaSar hjól- börur meS öruggu tapi; ég á viS þannig tegund af tapi þar sem rikiS fær roSiS en viS hirSum fiskmetiS og gamla góSa skattstofan bókfærir okkur siSan meS kurt og pi sem svokallaSa „negativa" skattgreiSendur; þaS er aS segja aS hún skuldar okkur, gamla góða skattstofan, en viS ekki henni. Vestur I Bolungarvik þótti alþýSu manna þaS dálitiS súrt i brotiS hér um áriS hvernig ýmsir af þeim Bolvík- ingum sem sýndust hafa skástu fjárráSin voru samt meS verkakvennaskatta en verkakonur aftur á móti sem virtust HtiS eiga annaS en hruflaSar lúkurnar urSu broddborgarar á samri stundu sem skattstjórinn fór aS þukla á þeim vasana. Ein- hverjir HvergerSingar voru lika eitthvaS aS fárast útaf einhverju svipuSu um sömu mundir og fannst eins og Bol- vikingum assgoti skitt aS allir sem ættu eitthvaS þyrftu ekki aS borga neitt og allir sem ættu ekkert þyrftu á hinn bóginn og borga ein- hvern dauSadóm. Ég man aS mér datt i hug aS nú yrSi kátt i kotinu hér i Stórreykjavik og aS mikiS væri þaS mikið afbragSsframtak hjá fyrr- greindum skattgreiSendum fyrir vestan og sunnan að spyrja bara greifana hérna i kringum þinghúsið hver sjálf- ur þremillinn væri eiginlega að ske. En þá kom raunar upp úr dúrnum (sem mig hefSi lika kannski átt aS gruna) aS þetta er allt i þessu fina lagi, blessaSur vertu! Samkvæmt kerfinu eru nefnilega þeir sem eiga ekki bót fyrir rass- inn á sér nánast þeir einu sem eru aflögufærir en hinir sem eiga svo margar bætur fyrir rassinn á sér að þeir komast varla óstuddir út i kátaljákinn — já, þeir lepja eiginlega þannig séS dauS- ann úr skel, ef þú skilur hvaS ég á við. HvaS þú gerir vitanlega ekki, enda skilur þetta eng- inn. Kerfið, sjáðu til. er sett þannig saman að enginn botnar i þvi. ÞaS var fundiS upp af herskara af þingmönn- um sem botnuSu heldur ekk- ert i þvi. Þeir höfSu sérfræð- inga i haugum sér til ráðu- neytis sem botnuSu jafnvel ennþá minna i þvi. Og sumir ætla meira að segja að skattalöggjöfin hjá blessuS- um þingmönnunum okkar hafi undir lokin ruglast sam- an viS löggjöf um hundahald sem þeir voru lika að bjástra við: svo mikið er vist aS aum- ingja hundarnir botna jafn lit- ið i hvorutveggja. Rétt eitt ennþá langar mig aS drepa á þó að það sé ekki fjármálalegs eðlis beinlinis og komi þannig kannski ekki beinlinis þvi máli viS sem hér er til umræSu. ÞaS á það samt sammerkt viS hiS fyrr- nefnda aS það er enn eitt af þessum undarlegu fyrirbær- um sem viS megum búa við héma uppi á Fróni og sem er okkur sakleysingjum þessa þjóðfélags nánast óskiljan- legt. Ég er aS tala um em- bættisveitingarnar sem i fljótu bragSi gætu sýnst svo ákaflega einfalt mál en enda samt venjulega meS þvílikum ósköpum að blöSin hafa varla undan að moka flórinn og hnúturnar fljúga svo fast um borðin að maður sér eldglær- ingar og allt ætlar satt best aS segja um koll aS keyra þangað til næsta meinta út- hlutunarundriS malar það sem þá er i gangi undir sér, eins og dinosór sem hlammar sér ofan á hausinn á öSrum dinosór. ÞaS merkilega er að áður en þeir sem úthluta hnossinu fremja hin meintu afglöp, þá eru þeir venjulega af stakri samviskusemi búnir að ráS- færa sig viS „bestu menn", þaS er aS segja aS falast eftir umsögnum og ábendingum þeirra manna sem gerst eiga aS vita um hæfni unisækj- enda hverju sinni. Siðan virðist gangurinn á þessum málum oftast vera á þennan veg: 1) Hópur A (sem leggur faglegt mat á umsækjendur) mælir eindregið með Jóni Jónssyni. 2) Hópur B (sem leggur pólitiskt mat á umsækjendur) mælir eindregið með Páli Pálssyni. 3) Handhafi veitingavalds- ins (sem veit fullvel að hvorki Jónki né Palli eru bróSursyn- ir konunnar hans) skipar bróSursoninn I embættiS. Og lýkur hér þessari sögu. ar Ashkenazys fengju að koma til Islands, ónáðaði björninn með þeim hætti, að honum varð ekki vært, og eftir að forsætisráðherra Islands, Geir Hallgrímsson, tók málið upp persónulega, hefur Sovétstjórnin endanlega sann- færzt um mikilvægi þess hér á landi. En því miður eiga fórnar- dýr eins og Búkovski ekki að baki sér slagkraft einhuga þjóðar eins og f þessu tilfelli. Móðir hans seg- ir að hann sé orðinn eins og Buchenvaldfangi. Eigum við ekki að fara að veita honum þá hjálp- arhönd, sem við getum? Síðasta fréttin f Morgunblaðinu um Ashkenazy-málið birtist 22. aprfl s.l. og segir þar m.a.: „Und- anfarin sjö ár hefur Vladimir Ashkenazy, pfanósnillingur, reynt að fá föður sinn f heimsókn til sfn og fjölskyldu sinnar, en án árang- urs. Sovétstjórnin hefur alltaf neitað föður hans um fararleyfi og fyrir átta mánuðum bauð hann föður sínum enn að koma f tveggja til þriggja vikna heim- sókn til Islands, en svar hefur ekki borizt frá Sovétstjórninni. Þó hafa fslenzkir ráðamenn beitt sér mjög eindregið fyrir því, að Sovétstjórnin veitti föður Ashkenazys fararleyfi en allt sit- ur við hið sama, málið er i athug- un segja sovézk stjórnvöld. Morg- unblaðinu er kunnugt um, að Ashkenazy hefur að ósk föður síns enn einu sinni endurnýjað heimboð sitt...“ Síðan segir blaðið, að menn hafi verið allbjartsýnir á að leyfi Sovétyfirvalda fengist, þar eð ekki sé lengur stætt á því „að neita föður hans um fararleyfi, eftir að Helsingfors-yfirlýsingin var undirrituð í fyrra, en þar er mönnum heitið ferðafrelsi og lögð áherzla á endurfundi ættingja. En þrátt fyrir það, að Sovétmenn legðu sérstaka áherzlu á undirrit- un Helsingforsyfirlýsingarinnar með öllum þeim fyrirheitum, sem þar er minnzt á, er eins og ekkert hafi gerzt: Allt situr við það sama. Svar berst ekki frá Rússum...“ I' þessu sama Morgunblaði er forystugrein, sem heitir: „Mann- réttindi „í athugun" — áskorun til sendiherra Islands I Moskvu og Þjóðviljans.“ Þar segir m.a. svo: „I sjö ár hefur Ashkenazy, sem er íslenzkur ríkisborgari og kvæntur islenzkri konu — og eiga þau lög- heimili hér ásamt börnum slnum — boðið föður sfnum að koma í heimsókn til sin og fjölskyldu sinnar á tslandi, en Sovétstjórnin hefur ávallt neitað honum um far- arleyfi, eins og alkunna er. Neit- un hefur að vísu ekki borizt að þessu sinni, en átta mánuðir án þess að nokkurt svar berist er langur timi og enginn rökræn skýring er á þvl, að Sovétstjórnin skuli ekki svara á svo löngum tlma. Jafnvel þeir sem biðja um fararleyfi til ísraels, fá yfirj,éitt svör eftir þrjá til fjóra mánuði.“ Bohuslav Chnoupek Slðan segir I forystugrein Mbl., að með því að svara engu og þegja þunnu hljóði sýni Sovétstjórnin íslandi ókurteisi, ekki sízt vegna þess að málið hafi verið tekið upp af forráðamönnum tslendinga og áskorun borizt Brezhnev sjálfum frá ýmsum þjóðkunnum fyrir- svarsmönnum I landinu. „Sovét- stjórnin getur varla borið mikla virðingu fyrir landi, sem hún tel- ur sig ekki þurfa að svara, hvað þá meir. Góð samskipti milli landa hefjast á góðum persónu- legum samskiptum milli þegn- anna. Þess vegna var Helsingfors- yfirlýsingin undirrituð á s.l. ári, eins og kunnugt er, en I henni er þegnum viðkomandi rfkja heitið að hittast, eins og vera ætti frum- atriði mannréttinda, eða hvað merkja þessi orð yfirlýsingarinn- ar?: „I því skyni að stuðla að frekari þróun tengsla á grund- velli fjölskyldubanda munu þátt- tökuríkin taka til vinsamlegrar at- hugunar ferðaumsóknir I þeim tilgangi að leyfa mönnum að koma til eða yfirgefa landsvæði þeirra um stundarsakir og reglu- lega, ef óskað er, I þvf skyni að heimsækja fjölskyldumeðlimi sína... Umsóknir um stundarheim- sóknir I því skyni að heimsækja meðlimi fjölskyldu sinnar munu verða teknar til afgreiðslu án til- lits til frá hvaða landi komið er eða hvert halda skal... Þátttöku- Kristmann Guðmundsson rfkin munu á jákvæðan og mann- úðlegan hátt fjalla um umsóknir þeirra, sem vilja sameinast að nýju skyldmennum sínum.. . Þau munu fjalla um sllkar umsóknir eins skjótt og kostur er.. Morgunblaðið bendir á, að Hels- ingfors-yfirlýsingin sé ekkert annað en pappírsgagn, gersam- lega gagnslaust þegar á reynir, a.m.k. meðan Islendingar hafa þá reynslu af henni, að íslenzkur rík- isborgari megi ekki hitta foreldra sina hér á landi vegna banns ann- arrar rlkisstjórnar. En blaðið heldur I vonina. Það skorar á sendiherra tslands I Moskvu að leggja viðstöðulaust höfuðáherzlu á málið við sovézk stjórnvöld — og er nú bæði skylt og ljúft að geta þess, að sendiherr- ann lét ekki sitt eftir liggja. Ber að meta það. En það voru aðrir, sem létu sitt eftir liggja. I lok fyrrnefndar rit- stjórnargreinar Mbl. segir svo: „Að lokum aðeins þetta: Auk þess sem sendiherra tslands I Moskvu á að hafa góða möguleika á að hafa áhrif á valdhafana austur þar, er ekki úr vegi að biðja Þjóð- viljann um að skrifa forystugrein um þá ósk, sem fram kemur I þessari forystugrein Mbl., þvl all- ir vita, að Þjóðviljinn á meiri hljómgrunn I Moskvu, svo að ekki sé talað um sovézka sendiráðið hér á landi. Eftir þvl verður tekið hvort Þjóðviljinn vill nú leggja Vladimir Ashkenazv góðum málstað lið og krefjast þess af vinum sínum I Sovétrlkj- unum, að þeir standi við Helsing- fors-yfirlýsinguna og sýni I verki, að þeir virða mannréttindi þau, sem þar er gert ráð fyrir: Við skorum þvl á Þjóðviljann að hann skrifi forystugrein, þar sem fyrr- nefnd ósk er borin fram — og þá ekki sízt undir stöfunum áb, því að þeir hafa undanfarna daga sézt undir Þjóðviljaleiðurum og munu eiga spöl I landi I Garðarlki aust- ur. Við sjáum hvað setur.“ Það þarf víst ekki að taka fram að slík ritstjórnargrein birtist ekki I Þjóðviljanum I tilefni þess- arar óskar. Þjóðviljinn segist vera „málgagn sósfalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis". Skyldi það vera ástæðan fyrir því, hve dræmt hann hefur tekið undir óskir Vladimirs Ashkenazys um aðstoð. Eða hvað skyldi hann hafa sagt mörg orð Ashkenazy til hjálpar á þeim átta árum, sem liðin eru frá því að barátta hans hófst fyrir frumatriðum mann- réttinda! Þjóðfélagsdeild Háskóla Islands ætti að láta kanna þetta — og er henni hér með boðið rúm fyrir niðurstöður slnar I Morgun- blaðinu. En hvað dvaldi orminn langa? Morgunblaðið fagnaði þvl mjög, þegar foreldrar Ashkenazys komu til Islands. Augsýnilegt er, að ferð Framhald á bls.,47

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.