Morgunblaðið - 24.10.1976, Síða 30

Morgunblaðið - 24.10.1976, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1976 Þórður Asgeirsson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðu- neytinu. ,,Ég hygg að allir íslenzkir sjó- menn geri sér Ijótfl, að ekki varð hjá því komizt að setja heildar- kvóta á síldveiðarnar hér við land í ár eins og i fyrra. Menn getur greint á um það, hve sá kvóti átti að vera hár, en þó held ég að fáir meini í alvöru, að rétt hefði verið að ákveða hærri kvóta en þær 15.000 lestir, sem ráðuneytið sam- þykkti að tillögu fiskifræðings Hafrannsóknastofnunarinnar. Ég held líka, að reknetabátar muni veiða þær 5.000 lestir, sem þeim voru áætlaðar á þessari vertið, og að ckki sé hætta á að þeir veiði nokkuð að ráði meira en þessu nemur, þótt veiðar þessar séu ekki bundnar leyfum eða tak- markaðar á annan hátt. Það aflamagn, sem þannig kom i hlut hringnótabáta, 10.000 lestir, átti því ekki að vera umdeilan- legt. Hins vegar var sá vandinn meiri að ákveða hverjir ættu að fá leyfi til þess að veiða þetta magn í hringnót og hvernig að þeim veið- um skyldi staðið. Vitað var i upp- hafí að eigendur 120—140 báta myndu hafa áhuga á þessum veið- um og sjá víst allir, að ekki hefði verið vit í að úthluta svo mörgum leyfum. Við ákvarðanatöku um það hvernig sóknin í þessar 10.000 lestir skyldi takmörkuð, var eíns og endranær í slíkum málum leitað álits hagsmunasam- taka þeirra manna, er ákvörðunin myndi snerta. Voru þannig i ráðu- neytinu haldnir tveir fundir um málið, þar sem voru mættir fulltrúar frá Fiskifélagi íslands, LÍU, Sjómannasambandi íslands, Farmanna— og fiskimannasam- bandi islands, síldarútvegsnefnd og Hafrannsóknastofnuninni. Samhljóða niðurstaöa þessara tveggja funda varð siðan sú, að eínungis þeir bátar, er Ieyfí höfðu fengið til síldveiða í Norðursjó nú ' í ár, skyldu fá leyfi til veiðanna. Þetta skilyrði uppfylltu 52 bátar og töldu menn það algert hámark báta til veiða á svo litlu magni. Þótt ráðuneytið hafi ákveðið að takmarka sóknina í samræmi við ofangreindar tillögur, er ekki þar með sagt að við í ráðuneytinu eða þeir, sem tillögurnar gerðu, hafi þar þótzt hafa fundið hið eina sanna réttlæti. Sóknin i þessar veiðar var lika takmörkuð í fyrra þannig að ýmsir þeirra, sem þá fengu ekki leyfi, voru þar með sjálfkrafa útilokaðir einnig nú. Þessu hefur flestum þótt erfiðast að kyngja í sambandi við leyfis- veitingar nú, bæði þeim er að reglunum stóðu og þeir, er þær bitnuðu þannig á. Gallinn er bara sá, að menn koma ekki auga á neina réttláta reglu, sem hægt hefði verið að nota til þess að velja um 50 báta af þeim 120—140, sem til greina komu. Reglan, sem valin var, tryggir líka a.m.k. það, að þeir bátar fengu leyfi, sem mest hafa lagt upp úr síldveiði með hringnót í fyrra og í ár, vegna þess aðallega, að þeir eru sérstaklega fyrir þessar veið- ar byggðir og eiga til þeirra allan búnað. Ég er ekki með þessu að segja, að þessir 52 bátar eigi þar með að hafa eignazt einhvern framtíðarforgangsrétt til síld- veiða hér við land. Við eigum enn fleiri báta, sem henta ágætlega til þessara veiða og margir þeirra eiga veiðarfæri og annan útbún- að. Ég vil að síðustu taka fram, að ég tel að ekki hafi annað komið til greina en að skipta heildaraflan- um niður á þá báta, er leyfi fengu. Ef það hefði ekki verið gert hefðu allir þessir bátar keppzt við að veiða sem mest um leið og vertíð- in byrjaði og hefði slíkt haft al- gert öngþveiti í för með sér, bæði á miðunum og í landi, auk þess sem allt eftirlit hefði farið út um þúfur. í þessu sambandi er og rétt að geta þess, að þeir, sem fiskuðu umfram sinn kvóta í fyrra, fengu sem því nam lægri kvóta nú. Sú heimild, sem ráðuneytið hefur nú til þess að gera upptækan um- framafla hefur líka orðið til þess, að nánast engin brögð eru að því að bátar fiski nú meir en kvóta þeirra nemur og er það mikil breyting frá því í fyrra. Eftirlit með vigtun hefur einnig verið stóraukið frá þvi i fyrra og er nú fylgzt jafnóðum með lönduðu aflamagni úr hverjum einasta báti. Þá hefur aðhaid einnig verð aukið í sambandi við meðferð sildarinnar, enda viðurkenna nú fleiri og fleiri að sú krafa eigi fullan rétt á sér, síldin sé ísuð í kassa um borð i veiðiskipi og landað þannig. Ég held því að þetta sé allt á réttri leið hjá okk- ur." Jón Ingvarsson, framkvæmdastjóri ísbjarnarins h.f. ISBJÖRNINN hf. í Reykjavík gerir út fjóra báta. Tveir þeirra Asgeir og Asberg, fengu leýfi til síldveiða, en hinir tveir Asborg og Asþór, sem eru 150 og 170 tonna bátar ekki. Þetta hafði framkvæmdastjóri Isbjarnarins að segja um þessi mál: ,,Ég er fyllilega sammála þeirri ákvörðun sjávarútvegsráðuneytis- ins að skipta þeim 10 þúsund tonnum af síld, sem fiskifræðing- ar höfðu lagt til að heimilað yrði að veiða í hringnót á þessu hausti, milli þeirra báta, sem stundað hafa síldveiðar í Norðursjó og sér- staklega eru búnir til hringnóta- veiða. Ef engar takmarkanir hefðu verið settar á fjölda báta á þess- um veiðum, hygg ég að varlega sé áætlað að um 110—130 bátar hefðu stundað veiðarnar og hefði þá meðalafli á bát orðið 75—90 tonn og þarf vart að gera því skóna, hvernig afkoma bátanna hefði þá orðið, svo ekki sé minnzt á þann mikia kostnað, sem all- flestir bátanna hefðu þurft að leggja sérstaklega í, s.s. kaup á síldarkössum auk kostnaðar, sem ætið er samfara yfirskiptingum. Hinu er ekki að leyna, að þessar takmarkanir bitna harðast á s&æSssssægz fotða þessum Ju, okkut Islendmgum eX ^ hatði I 'áta skeið. en i ty.ra veiða aö stoTninn hefði náö serJ^aVheföi skaöa í for meö takmatkað magn, . V8I því -^tíeS3S*SSSSr ZXX&Z Þórður Ásgeirsson 100—200 tonna bátum, sem marg- ir hverjir hafa á undanförnum árum legið bundnir við bryggju vegna verkefnaskorts, allt frá ver- tíðarlokum til ársloka. Þessir bát- ar urðu einnig harðast úti þegar humarveiðiheimildum var breytt á þann veg, að einungis bátum upp að 100 tonnum var veitt hum- arleyfi. Þá höfðu margir þessara báta stundað humarveiðar um langt skeið og eignað sér allan búnað til þeirra veiða. Sérstak- lega má benda á í því sambandi, að bátar frá 100—200 tonnum þykja mun heppilegri til humar- veiða en minni bátar. Það er því augljóst, að þessum minni bátum verður með ein- hverjum hætti að skapa viðun- andi rekstrargrundvöll. Ef sumar- loðnuveiðarnar fara nú að verða fastur þáttur í rekstri stærri bát- anna, má velta þeirri spurningu fyrir sér, hvort ekki væri rétt að skipta haustsíldinni hér við land á milli minni bátanna, sem ekki hafa fengið leyfi til síldveiða i Jón Ingvarsson. Norðursjó, né geta stundað loðnu- veiðar yfir sumarið." Garðar Magnússon, útgerðarmaður og skipstjóri. GARÐAR er skipstjóri og út- gerðarmaöur og gerir sitt skip, Báruna, út frá Njarðvíkum. Hann fékk ekki leyfi til síldveiða nú f haust. „Margir tilkvaddir, en fáir útvaldir. Um aflamagn það sem úthlutað var, tel ég ekkert vera athugavert á meðan síldarstofninn er að ná sér. En um kvótaskiptinguna er öðru máli að gegna, þar sem um forréttindi ákveðinna skipa er að ræða, og er þáttur stjórnar L.Í.U. þar um til skammar og stórskaða fyrir samfélagið. Sjávarútvegs- ráðuneytið hefur enda bent á, að farið hafi verið eftir þeirra tillög- um, þegar menn hafa spurt um Garðar Magnússon það, hver hafi samið þessa rang- látu kvótaskiptingu. Það var vftað mál að loðnu- skipin yrðu verkefnalaus frá vetrarvertíð og fram á haust og því talið nauðsynlegt að síldar- kvótinn á síldveiðum við Suður- land yrði það ríflegur að þau munaði verulega um hann peningalega. Sumarloðnuveiðarnar breyttu þessari mynd verulega og komu skipin flest út með allgóða út- komu frá þeim veiðum. Það er furðulegt með tilliti til þess að leyfisveitingunum skyldi ekki vera dreift á fleiri skip, því að sannarlega hefði mig munað um að fá þó ekki hefði verið meira en 150 tonna veiði á þeim tíma ársins, þegar sáralítið er að gera fyrir þessi skip. Það er því skýlaus krafa okkar sem ekki höfum fengið veiðileyfi núna, að við sitjum við sama borð og aðrir ef sildveiðar verða leyfðar að ári.“ Björn Ó. Þorfinnsson Björn Ó Þorfinns- son, skipstjóri BJÖRN er skipstjóri á m/b Fífli, sem útgcrð Einars Þorgilssonar gerir út. Fífill fékk leyfi til síld- veiða og fer hér svar Björns við spurningu Mbl: „Eftir margar kollsteypur á fyrstu síldarvertíð hér við land, eftir langt hlé, virðist mér nú í öðru ári vera nokkuð gott lag á veiðum í hringnót. Sú reglugerð, sem unnið er eft- irnú, ergóð. Eins er með veiðar í Norðursjó. Hinu er ekki að leyna, að sjávar- útvegsráðuneytið ungar út reglu- gerðum hirðir lítið eða ekkert um, hvort eða hvernig farið er eftir þeim. Sem dæmi má nefna, að bátar, sem ekki höfðu hafið veið- ar 15. þessa mánaðar, glötuðu leyfum og áttu þau samkvæmt reglugerð þar að lútandi að vera frjáls öllum. En 15 október voru 30—35% eftir af Norðursjávar- kvótanum, en nú hefur heyrzt að

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.