Morgunblaðið - 24.10.1976, Side 32

Morgunblaðið - 24.10.1976, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. OKTÖBER 1976 Frá undankeppni Reykjavíkurmótsins í tvímenning. Tveimur kvöldum af þremuf er nú lokið i undankeppninni og taka 52 pör þátt í keppninni. Spilað er í fjórum 13 para riðl- um og er staða efstu para nú þessi: Stig Guðmundur Pétursson —Óli Már Guðmundsson 365 Símon Simonarson —Stefán Guðjohnsen 360 Jón Stefánsson — Þorsteinn Laufdal 355 Bragi Hauksson —Óskar Þórðarson 349 Magnús Aspelund —Steingrimur Jónasson 348 27 pör komast áfram í aðal- keppnina ásamt núverandi R vikurmeisturum, Herði Blöndal og Þóri Sigurðssyni. Síðasta umferðin verður spil- uð á miðvikudaginn kemur. X XX Frá Bridgefélagi Reykjavíkur Aðalhluti meistarakeppninn- ar er nú hafinn og er einu kvöldi lokið af fjórum. Spilað er í tveimur flokkum, meistara- og fyrsta flokki. Staðan f meistaraflokki: Stig Benedikt Jóhannsson —Hannes Jónsson 30 Örn Arnþórsson —Guðlaugur R. Jóhannsson 26 Jón Baldursson —Guðmundur Arnarson 25 Staðan f fyrsta flokki: Stig Halldór Hallgrímsson —Stefán Öskarsson 48 Bragi Hauksson —Óskar Þórðarson 42 Sveinbjörn Guðmundsson —Viðar Jónsson 25 Meðalskor í báðum flokkum 0. Þess má að lokum geta að tvö efstu pörin i fyrsta flokki eru kornungir spilarar og mjög efnilegir. Önnur umferð verður spiluð á fimmtudaginn kemur. XXX Frá Tafl- og bridge- klúbbnum. Fjórum umferðum er nú lok- ið í tvímenningskeppninni — en úrslit síðustu umferðar urðu þessi: Sigurjón—Gestur 254 Bernharður — Július 253 Erlingur — Sverrir 242 Hilmar—Ingólfur 232 Sigfús — Sigurjón 232 Gunnlaugur — Sigurður 227 Meðalskor 210. Hæstu pör eftir fjórar um- ferðir eru þessi: Sigurjón—Gestur 1022 Bernharður—Júlíus 1004 Gunnlaugur — Sigurð- ur 918 Ingvar — Orvelle 916 Ragnar —Sigurður 904 Hilmar — Ingólfur 896 Erlingur — Sverrir 896 Kristján — Þorhallur 895 Albert — Kjartan 894 Meðalskor 840 Síðasta umferðin verður spil- uð á fimmtudaginn kemur en næsta keppni verður hrað- sveitakeppni. XXX Frá Bridgedeild Húnvetninga- félagsins. Lokið er þremur umferðum af fimm i tvímenningskeppni deildarinnar. Spilað er í tveimur 10 para riðlum. Aðsókn hefir verið mjög góð. Sigþór og Haukur hafa þegar fengið 27 stigaforskot, en þeir fengu mjög góða skor siðast eða 144 stig, en þar áður 134 stig. Staða efstu para er nú þessi: Sigþór—Haukur 402 Inga —Ólafur 375 Dóra — Kári 368 Jakob — Jón 364 Valdimar — Þörarinn 346 Guðmundur — Sigurður 339 Zöphónias — Arnar 336 Haukur—Ólafur 335 Sigríður—Sigurður 335 Pálmi — Kristinn 327 Næsta keppni félagsins verður hraðsveitakeppni. XXX Frá Ásunum: Staða efstu para að 6 um- ferðum loknum: stig Guðmundur Pétursson — Sigtryggur Sigurðsson 35 Ármann J. Lárusson — Sverrir Ármannsson 34 Sverrir Kristinsson — Erlingur Jónsson 34 Garðar Þórðarson — Jón Andrésson 32 Krístján Blöndal — Valgarð Blöndal 31 Jón Hilmarsson — Þorfinnur Karlsson 30 Guðmundur Pálsson — Sigmundur Stefánsson 29 Ester Jakobsdóttir — Ragna Ólafsdóttir 28 Meðalskor er 24 stig. AUs tekur 31 par þátt í keppninni, og verður spiluð 31 umferð. Þetta fyrirkomulag nú hjá Ásunum kallast „Butler“- keppni. XXX Nýlega var haldinn fundur hjá Bridgesamhandsst jórn Reykjanessumdæmis (BRU) en hana skipa þetta árið: Formaður: Þorgeir Eyjólfs- son Hafnarfirði, Ritari: Ólafur Lárusson, Kópavogi. Gjaldkeri: Gestur Auðunsson, Keflavík. Meðstj: Guðmundur Pálsson, Kópavogi. Á fundínum var samþykkt að hefja starfsemina á tví- menningsundankeppni fyrir Reykjanesmöt, þann 6. nóv. n.k., og spilað verði í Festi, Grindavík. Skráning fer fram í félögunum. Núverandi meistarar eru þeir Hermann Lárusson og Ólafur Lárusson, BÁK. Undankeppni í sveita- keppni mun síðan hefjast sunnudaginn 14. nóv., og spilað verður að venju i Skiphól. Spilað verður um silfurstig í úrslitum beggja keppnanna. Öllum félögum á svæðinu er heimil þátttaka og eru menn beðnir um að skrá sig hjá stjórnarmeðlimum BRU. XXX Frétt frá Bridgefélagi Hafnarf jarðar Staða efstu para í haust- tvímenningskeppni Bridge- félags Hafnarfjarðar þegar einni umferð er ólokið: Stig Árni Þorvaldsson — Sævar Magnússon 416 Halldór Bjarnason — Hörður Þórarinsson 394 Albert Þorsteinsson — Kjartan Markúss. 349 Dröfn Guðmundsdóttir — Einar Sigurðsson 341 Ágúst Helgason — Ólafur Ingimundarson 336 A.G.R. Jóhann Hjálmarsson: SKÁLDSAGNAHÖFUNDAR af gyðingaættum virðast nær alls- ráðandi í bandarfskum bók- menntum um þessar mundir. Nægir að nefna Norman Mailer sem lengi var talinn líklegur Nóbelsverðlaunahafi en hefur nú beðið lægri hlut fyrir Saul Bellow. Bernard Malamud og Philip Roth mætti einnig nefna og ekki síst Joseph Heller sem er sá skáldsagnahöfundur í Bandaríkjunum sem vakið hefur hvað mesta athygli að undanförnu. Menn hafa velt fyrir sér hvað valdi því að þessir höfundar virðast öðrum fremur höfða til vandlátra lesenda en skýringin gæti verið sú að glöggskyggni gestsins ráði nokkru. Gyðinglegur uppruni þeirra leynir sér ekki. Þeir eru næmir fyrir því sem er að gerast í kringum þá, í þeirra eigin umhverfi og þeir gera sér ljóst að þeir eru fulltrúar minnihlutahóps. Leiksoppurinn — eða leit mannsins að sjálfum sér Um hvað skrifar Saul Bellow? 1 Herzog verða árekstrar milli gyðingsins og kaldrifjaðs þjóðfélags óheilinda. Barna- skapur og trúgirni Herzogs gera hann að utangarðsmanni. Hann verður leiksoppur um- hverfis sem er honum framandi. Gagnrýnendur hafa sumir hverjir ásakað Bellow fyrir sjálfsmeðaumkun og það er að vissu leyti rétt að hennar gætir víða í bókum hans. En til að hafa gagn af verkum Bellows er heillavænlegra að lesa þær með það í huga að hinn gyðinglegi einstaklingur Bellows varðar alla menn, lýs- ing hans er könnun á hinum ómennsku öflum sem hvar- vetna verða á vegi fólks. I Humboldt’s Gift segir frá þekktum menntamanni af gyðingaættum, Charlie Citrine, sem er á flæðiskeri staddur fjárhagslega. Hann hefur þó engar áhyggjur af veraldlegum gæðum, telur sig hafinn yfir hið jarðneska og dýrkar vin sinn, skáldið Humboldt sem lifir frjálsu og óháðu lífi. Ást- kona Citrines fer frá honum. Hún giftist kaupsýslumanni og skilur eftir bréf þar sem hún gerir lítið úr þeirri tilhneigingu hans að þykjast meiri en aðrir, fyrirlíta menn viðskiptalífsins og samkeppninnar. Citrine verður fyrir enn einu áfallinu eftir dauða Humboldts þegar hann kemst að þvf að boð- skapur skáldsins til eftirlifenda er næstum því sá sami og ást- konunnar. En hann hverfur að nýju inn f heim óraunveru- leikans við jarðarför Humboldts. Fundin hefur verið upp ný greftrunaraðferð sem er í þvf fólgin að vél eys steypu yfir kistuna og þjappar henni saman og einangrar hana þannig frá jörðinni. Bent hefur verið á að Bellow sé f þessari skáldsögu að skopast að löngun mennta- manna eftir einhverju skáld- legu f talveru sem æ meir mótast af hinu vélræna og venjubundna. Vfst er um það að f Humboldt’s Gift hefur Saul Bellow aftur beint skáldskap sfnum inn á brautir sem kunnar eru úr fyrstu skáld- sögum hans. I miskunnarlausu háði hans örlar á dálftilli von þrátt fyrir hina ógnvænlegu firringu. _ Ég held að erfitt sé að gera upp á milli fyrrnefndra skáld- sagnahöfunda, en meðan hallað hefur á Norman Mailer, m.a. vegna drykkjuskapar hans og ögrandi hegðunar við ýmis tækifæri hefur Saul Bellow unnið á. Það er ekki óalgengt að bókmenntamenn kalli hann mesta núlifandi skáldsagna- höfund Bandarfkjanna svo að ekki kemur á óvart að sænska akademían skuli hafa valið hann úr hópnum. Beilow hefur áður hlotið mörg eftirsótt bók- menntaverðlaun. Nýlega fékk hann til dæmis Pulitzerverð- launin fyrir skáldsöguna Humboldt’s Gift. Saul Bellow fæddist f Lachine í Quebeck f Kanada 10. júlí 1915. Foreldrar hans voru rússneskir gyðingar og settust að f Chicago 1924. Bellow gekk menntaveginn og hefur kennt þjóðfélagsvísindi við háskólann f Chicago frá 1964. I fyrstu skáldsögum sinum er hann undir áhrifum frá Kafka. I þeim ber meira á tilraunum I formi en í síðari sögunum. Balzac og Tolstoj eru höfundar sem hann minnir á með hlið- sjón af evrópskri raunsæishefð sem hann er að vissu marki trúr. Lýsingar eru nákvæmar. Efni sagnanna er leit mannsins að sjálfum sér. Þær fjalla um einkaheim, baráttu ein- staklings við það sem er honum yfirleitt fjandsamlegt. Firring stórborgalífs er hér á dagskrá eins og hjá svo mörgum öðrum höfundum. I skáldsögum eins og The Adventures of Augie March (1953) og Henderson the Rain King (1959) er Bellow úthverfur. Þessar sögur eru f anda prakkarasagna fyrri tíma. Augie March er ævintýra- maður, Henderson auðmaður sem fer til Afríku og verður höfðingi negrakynstofns þar. En í Herzog (1964), kunnustu bók sinni, er Bellow inn- hverfari en áður og sögu- þráðurinn og sögusviðið minna á lff hans sjálfs. Gyðingurinn Moses Herzog elst upp í fátækrahverfi Chicago. Hann er sonur rússneskra innflytjenda og aflar sér menntunar þrátt fyrir erfiðar aðstæður heima fyrir. Þegar sagan hefst er hann um fimmtugt hefur verið háskóla- kennari og samið bók sem nefnist Rómantfska og kristni. Herzog þráir að lifa eðlilegu heimilislífi og ástin er ríkur þáttur f lífi hans. Hjónabönd hans eru aftur á móti dæmd til að misheppnast. Fyrsta hjónabandið ein- kennast af smámunasemi, þar sem sú áhersla sem lögð er á að allt sé í föstum skorðum, fyrir- fram ákveðið, gerir það að víti. Næst verður Herzog bráð sefa- sjúkrar konu sem vill sífellt leika aðalhlutverkið. Hún fær hann til að snúa baki við störf- um sfnum og þau flytja á af- skekktan stað til að lifa í næði í heimi óraunveruleika. En þegar hún fer að halda framhjá honum með besta vini hans er það hjónaband úr sögunni. Eftir skilnað sem hefur gert Herzog að rekaldi leitar hann sér huggunar í bréfaskriftum. Þessi bréf eru aldrei send, en þau eru til fólks sem Herzog þekkir og líka til þeirra sem hann hefur aldrei kynnst nema af afspurn. Sumir hugsanlegra viðtakenda eru lifandi, aðrir látnir. Herzog verður með þessu móti eiginn læknir og minnir á það sem haft er eftir Bellow þegar ha'nn f tilefni Nóbelsverðlauna var spurður um ritstörf sín: „Hingað til hafa þau komið í veg fyrir að ég yrði 'brjálaður.” Með bréfum Herzogs fær Bellow tækifæri til að segja hug sinn um ólfkustu efni og notar það óspart. Hin sefasjúka Madeleine vinnur fullnaðarsigur á Herzog. Hún upphefur sjálfa sig á kostnað hans. Hann er sviptur börnum sfnum sem eru honum mikils virði. Madeleine hefur sannfært dómstólana um sekt Herzogs að hann hafi vanmetið hana og traðkað á henni. Hann hrífst af spænsku blómasölu- stúlkunni Ramonu, en hræðsla hans við konur, nýja ósigra verður til þess að hann fær ekki að njóta hennar. Aftur á móti einsetur hann sér að átta sig betur á tilverunni, leitast við að skilja vandamál samfélagsins og vinna að umbótum. Banda- rfskt þjóðfélag vekur honum hrylling.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.